Færslur: heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Þjónusta HVest eykst á suðursvæði með Dýrafjarðargöngum
Tilkoma Dýrafjarðarganga hefur breytt mörgu fyrir Vestfirðinga. Meðal þess sem hefur breyst er starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, þar sem ekki þarf lengur að keyra á fimmta hundrað kílómetra á milli starfsstöðva.
Ekki ástæða til að skima alla sem leggjast inn
Enginn greindist smitaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítala. Tuttugu starfsmenn og þrjátíu sjúklingar voru skimaðir eftir að sjúklingur á deildinni greindist með kórónuveiruna í gær. Í ljósi þessa er búið að opna deildina á ný.
14.01.2021 - 17:12
Sjúkrahúsið á Ísafirði á hættustig vegna smitsins á LSH
Sjúkrahúsið á Ísafirði hefur verið fært á hættustig vegna kórónuveirusmitsins sem greindist á Landspítalanum í gær. Smitaði sjúklingurinn sem liggur á spítalanum í Reykjavík hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Telur ríka ástæðu fyrir Akureyringa að vera á varðbergi
Yfirlæknir telur hættu á að smitum fjölgi á Akureyri næstu daga og full ástæða sé fyrir bæjarbúa að vera á verði. Fjöldi fólks kom saman á listahátíð og Dekurdögum á Akureyri um helgina og nær uppbókað var á einu stærsta hóteli bæjarins.
Tólf í sóttkví á Ísafirði
Tólf hafa verið sett í sóttkví í kjölfar þess að tvö kórónuveirusmit greindust á Ísafirði í dag.
Tveir með smit á Vestfjörðum
Tveir erlendir ríkisborgarar staddir á Vestfjörðum greindust með COVID-19 smit. Báðir fengu jákvæða niðurstöðu úr landamæraskimun. Annar var einnig með einkenni sýkingar og er hann með ísfirskt lögheimili. Hinn er ferðamaður og dvelur í farsóttarhúsi meðan hann bíður eftir niðurstöðu mótefnamælingar.
Álagsgreiðslur greiddar út um mánaðamótin
Álagsgreiðslur til starfsmanna Landspítalans sem voru í framlínunni í COVID-19 faraldrinum geta numið allt að 250 þúsund krónum. Allir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fá sömu upphæð, 95 þúsund krónur. Flestir heilbrigðisstarfsmenn fá greiðslur nú um mánaðamótin. Á sjúkrahúsinu á Akureyri verður greitt út 1. ágúst.
Hertum aðgerðum aflétt á Vestfjörðum
Hertum aðgerðum vegna kórónuveirunnar á norðanverðum Vestfjörðum hefur verið aflétt og gilda nú sömu reglur um samkomubann þar og annarsstaðar á landinu. Umdæmissóttvarnarlæknir Vestfirðinga segir það samstöðu íbúanna að þakka að geta nú stigið þetta skref.
Stöðufundur á Vestfjörðum
Samstaðan lykillinn að því komast út úr ástandinu
Umdæmislæknir á Vestfjörðum segir veiruna lúmskari en talið var og ítrekar að einkennalítið fólk eigi ekki að mæta í vinnu. Langflest tilfelli á norðanverðum Vestfjörðum eru í tveimur meginklösum sem má rekja til Reykjavíkur. Forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða ítrekar að heimsóknarbann þýði ekki að það sé tveggja metra reglan sem gildi.