Færslur: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Auknar fjárveitingar dragi úr sóun í heilbrigðiskerfinu
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja telur það lengi hafa blasað við að fjárveitingar til ríkisstofnana á Suðurnesjum hafi ekki tekið mið af fjölgun íbúa á undanförnum árum. Stofnunin kallar eftir auknum fjárveitingum sem dragi í kjölfarið úr sóun í heilbrigðiskerfinu.
Þurfa um milljarð til viðbótar við áætlun í fjárlögum
Fjárframlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni í fjárlögum 2022 eru ekki nægjanleg til að standa undir núverandi rekstri, segir í umsögn þeirra vegna frumvarps til fjárlaga. Þar segir að flestar heilbrigðisstofnanir hafi glímt við viðvarandi hallarekstur af reglulegri starfsemi.
Sjónvarpsfrétt
Landspítali leitar nú lausna vegna læknisins af HSS
Mál læknis, sem grunaður er um að hafa veitt fólki lífslokameðferð að tilefnislausu, er á meðal erfiðustu mála sem komið hafa upp á Landspítala. Til skoðunar er að afþakka vinnuframlag hans, en halda honum áfram á launaskrá. 
HSS tekið á móti níu sjúklingum frá Landspítala
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur tekið á móti níu sjúklingum frá Landspítalanum frá því að tíu rými voru tekin í notkun í þeim tilgangi á mánudaginn í síðustu viku. Einn hefur verið útskrifaður.
Vilja heilsugæslustöð í Suðurnesjabæ
Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ vilja fá heilsugæslustöð í bæjarfélagið. Mörg ár eru síðan heilsugæslustöðvum þar var lokað og þurfa íbúar að sækja sér heilbrigðisþjónustu í Reykjanesbæ.
Stjórnendur neita að tjá sig um mál læknisins á HSS
Andlát ríflega sjötugrar konu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu, virðist ekki einsdæmi á stofnuninni. Nokkur sambærileg mál eru til skoðunar þar sem aðstandendur telja að skyldmenni þeirra hafi fengið meðferð, sem leiddi til dauða. Fjölskylda konu á áttræðisaldri sem lést vilja að andlát móður þeirra verði rannsakað sem. Stjórnendur HSS neita enn að veita viðtal. Engin viðbrögð hafa fengist frá Landspítala.
Lögreglan byrjuð að rannsaka mál læknisins á HSS
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum rannsakar nú mál tengd fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, þar sem grunur leikur á röð alvarlegra mistaka hans í starfi og vanrækslu við sjúklinga. Hann er grunaður um að hafa veitt fólki lífslokameðferð á vafasömum forsendum. Skoðun hófst eftir andlát áttræðrar konu í hans umsjá, sem fékk líknandi meðferð án þess að vera lífshættulega veik.
Læknirinn á Suðurnesjum ekki lengur með starfsleyfi
Landlæknir og lögregla eru með nokkur mál til skoðunar þar sem læknir, sem vann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá 2018 til 2020, er grunaður um að hafa veitt sjúklingum líknandi meðferð á vafasömum forsendum. Læknirinn er ekki lengur með gilt starfsleyfi. Hann vann hjá stofnuninni í tæpt ár eftir að kvörtun barst vegna andláts sjúklings í hans umsjá. Stjórnendur stofnunarinnar vilja ekki veita viðtöl vegna málsins.
Læknir hættur á HSS vegna gruns um alvarleg mistök
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja harmar þann atburð sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að röð alvarlegra mistaka læknis sem starfaði hjá HSS hafi leitt til andláts, mögulega fleiri en eins.
Suðurnesjamenn bera minnst traust til heilsugæslunnar
Suðurnesjamenn bera minnst traust til heilsugæslunnar, samkvæmt þjónustukönnun sem Maskína gerði fyrir Sjúkratryggingar Íslands. 398 svöruðu könnuninni á Suðurnesjum og bera 25,4 prósent þeirra fremur eða mjög lítið traust til heilsugæslunnar. Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum og forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja segja að fjárframlög hafi ekki verið aukin í takt við fjölgun íbúa.
Vill sjálfstætt starfandi heilsugæslu til Suðurnesja
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, spurði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að því í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort til greina kæmi að sjálfstætt starfandi heilsugæsla fengi að starfa á Suðurnesjum, til að vinna á bið eftir þjónustu líkt og gert hafi verið á höfuðborgarsvæðinu með góðum árangi. Ráðherrann telur að það þurfi að stíga mjög varlega til jarðar í þessum málum.
Morgunútvarpið
Segir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fjársvelta
Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar, geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja, segir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa verið fjársvelta ár eftir ár. Hún segir sárlega vanta fjármagn til að byggja upp grunnheilbrigðisþjónustu á svæðinu enda hafi íbúum þar fjölgað hratt á síðustu árum. Díana var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
Suðurnesjabúar flykkjast til læknis í Reykjavík
Einn af hverjum sex íbúum á Suðurnesjum er skráður á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Formaður félags heimilislækna telur þetta skrifast á læknaskort og bága fjárhagsstöðu HSS. Grundvallarmunur sé á rekstrarumhverfi heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. 
Myndskeið
Ónotaðar skurðstofur valda húsnæðisskorti á HSS
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) skortir húsnæði þrátt fyrir að fimmtán hundruð fermetrar standi ónotaðir. Skurðstofur þar hafa staðið meira og minna ónotaðar í áratug. Á meðan er slysa- og bráðamóttaka og heilsugæslan rekin í afar þröngum húsakynnum. Stjórnvöld ætla að verja tvö hundruð milljónum svo unnt sé að breyta húsnæðinu svo það nýtist. 
Betur gengur að manna stöður hjúkrunarfræðinga og lækna
Allar hjúkrunarstöður á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru fullmannaðar og betur hefur gengið að manna stöður bæði lækna og hjúkrunarfræðinga, að því er fram kemur í skýrslu embættis landlæknis.
Segir starfsfólk HSS uggandi um störf sín
Starfsfólk á slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja óttast um störf sín og hefur verulegar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin á vinnustaðnum, og var erfið fyrir. Óánægja er meðal starfsfólks með nýjan forstjóra. Þá eru samskipti milli starfsfólks og framkvæmdastjórnar sögð hafa verið engin undanfarnar vikur. Auk þess hafi stofnunin lengi verið fjársvelt.
Aukið fé til heilbrigðismála á Suðurnesjum
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu heilbrigðisráðherra um aukna fjármuni til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þetta er gert til að efla ýmsa þætti í þjónustunni og laga hana að breyttum þörfum og aðstæðum íbúa vegna stóraukins atvinnuleysis á svæðinu, að því er segir á vef Stjórnarráðsins.
Vilja fjárframlög í takt við íbúafjölgun
Fjárveitingar ríkisins til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja duga ekki til rekstrar og nauðsynlegrar endurnýjunar á tækjum og húsnæði og bæjarstjórn Reykjanesbæjar fordæmir skilningsleysi ráðamanna þegar kemur að stofnuninni, að því er fram kemur í bókun bæjarstjórnarinnar í vikunni.