Færslur: Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

Morgunútvarpið
Segir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fjársvelta
Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar, geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja, segir Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa verið fjársvelta ár eftir ár. Hún segir sárlega vanta fjármagn til að byggja upp grunnheilbrigðisþjónustu á svæðinu enda hafi íbúum þar fjölgað hratt á síðustu árum. Díana var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
Suðurnesjabúar flykkjast til læknis í Reykjavík
Einn af hverjum sex íbúum á Suðurnesjum er skráður á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Formaður félags heimilislækna telur þetta skrifast á læknaskort og bága fjárhagsstöðu HSS. Grundvallarmunur sé á rekstrarumhverfi heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. 
Myndskeið
Ónotaðar skurðstofur valda húsnæðisskorti á HSS
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) skortir húsnæði þrátt fyrir að fimmtán hundruð fermetrar standi ónotaðir. Skurðstofur þar hafa staðið meira og minna ónotaðar í áratug. Á meðan er slysa- og bráðamóttaka og heilsugæslan rekin í afar þröngum húsakynnum. Stjórnvöld ætla að verja tvö hundruð milljónum svo unnt sé að breyta húsnæðinu svo það nýtist. 
Betur gengur að manna stöður hjúkrunarfræðinga og lækna
Allar hjúkrunarstöður á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru fullmannaðar og betur hefur gengið að manna stöður bæði lækna og hjúkrunarfræðinga, að því er fram kemur í skýrslu embættis landlæknis.
Segir starfsfólk HSS uggandi um störf sín
Starfsfólk á slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja óttast um störf sín og hefur verulegar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin á vinnustaðnum, og var erfið fyrir. Óánægja er meðal starfsfólks með nýjan forstjóra. Þá eru samskipti milli starfsfólks og framkvæmdastjórnar sögð hafa verið engin undanfarnar vikur. Auk þess hafi stofnunin lengi verið fjársvelt.
Aukið fé til heilbrigðismála á Suðurnesjum
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu heilbrigðisráðherra um aukna fjármuni til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Þetta er gert til að efla ýmsa þætti í þjónustunni og laga hana að breyttum þörfum og aðstæðum íbúa vegna stóraukins atvinnuleysis á svæðinu, að því er segir á vef Stjórnarráðsins.
Vilja fjárframlög í takt við íbúafjölgun
Fjárveitingar ríkisins til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja duga ekki til rekstrar og nauðsynlegrar endurnýjunar á tækjum og húsnæði og bæjarstjórn Reykjanesbæjar fordæmir skilningsleysi ráðamanna þegar kemur að stofnuninni, að því er fram kemur í bókun bæjarstjórnarinnar í vikunni.