Færslur: Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Beita afli sínu til að verja störf ræstingafólks HSU
Starfsgreinasamband Íslands segir að ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp ræstingafólki á starfsstöðvum í Vestmannaeyjum og á Selfossi og bjóða ræstingar út sé hefðbundin leið stjórnenda þegar kreppir að. Þegar skera eigi niður í rekstri sé ræstingafólk rekið. Þetta kemur fram í ályktun sambandsins frá formannafundi SGS.
20.05.2020 - 21:02
Uppsagnir hjá HSU „skammarleg ákvörðun“
Til stendur að segja upp átta starfsmönnum sem sinna ræstingum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og bjóða út ræstingar á stofnuninni. Bæjarráð Vestmannaeyja mótmælir þessu harðlega. Formaður BSRB segir áformin skammarleg.
15.05.2020 - 12:22
Ber að upplýsa hver tilkynnti annarlegt ástand
Heilbrigðisstofnun Suðurlands ber að veita lækni upplýsingar um nöfn tveggja einstaklinga sem sendu inn tilkynningu þess efnis að hann hefði verið í annarlegu ástandi í útkalli. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum.
Þegar kýr fá fyrr læknishjálp en menn...
„Það er eitthvað mikið að í skipulaginu hjá okkur þegar fljótlegra reynist að fá læknishjálp fyrir kýr en fyrir menn“, sagði Bjarni Böðvarsson á íbúafundi um heilbrigðismál á Hvolsvelli í gær með framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Bjarni bar saman hvernig gengið hefði að fá læknishjálp fyrir mann og kú á sama bæ í Landeyjum á óveðursdegi fyrir skömmu.
Heldur óbreyttri stefnu
Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands boðar ekki stefnubreytingu í tilkynningu í dag, en rökstyður skerðingu á opnunartíma heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli. Forstjórinn var í gær á hitafundi með 400 íbúum sem troðfylltu félagsheimilið Hvol. „Biðtími eftir þjónustu heilsugæslulæknis í Rangárþingi með því stysta sem þekkist á landinu“, segir í tilkynningunni.
Hitafundur íbúa og HSU á Hvolsvelli
Um 400 manns fylltu félagsheimilið Hvol á Hvolsvelli í kvöld á íbúafundi með framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Fundurinn var vegna óánægju heimamanna í Rangárþingi Eystra með skerta þjónustu heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli. Á fundinum urðu heitar umræður í hálfa þriðju klukkustund.
Vilja íbúafund með stjórnendum HSU
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur óskað formlega eftir viðveru stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á íbúafundi á Hvolsvelli á fimmtudaginn kemur. Í tilkynningu á vef HSU í gær kemur fram að Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli verði opnuð eftir framlengda sumarlokun á mánudag, en verði aðeins opin 3 daga í viku.
„Fæðingardeildin eins og ný“
„Við erum mjög ánægðar með þetta. Við getum stoltar sagt að fæðingardeildin sé eins og ný og mjög vel búin“, segir Sigrún Kristjánsdóttir yfirljósmóðir á Fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.
Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli enn lokuð
Íbúar í Rangárþingi eystra komu að læstum dyrum í Heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli í byrjun september, þegar sumarlokun átti ljúka. Stöðin er lokuð enn, tæpum tveimur mánuðum síðar. Sveitarstjórn Rangárþings eystra skorar á stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að opna stöðina sem fyrst.
Verkfalls gætir víða á Suðurlandi
„Við höfum dregið úr þjónustu í heimahjúkrun, á hjúkrunardeildum og á sjúkradeildum. En við reynum að tryggja öryggi eins og okkur er framast unnt og höfum sótt um undanþágur. Það hefur gengið vel“, segir Anna María Snorradóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.