Færslur: Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Þurfa um milljarð til viðbótar við áætlun í fjárlögum
Fjárframlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni í fjárlögum 2022 eru ekki nægjanleg til að standa undir núverandi rekstri, segir í umsögn þeirra vegna frumvarps til fjárlaga. Þar segir að flestar heilbrigðisstofnanir hafi glímt við viðvarandi hallarekstur af reglulegri starfsemi.
Fjórföld bílaröð í sýnatökur á Selfossi
Löng bílaröð myndaðist þegar fólk var á leið í Covid sýnatökur á Selfossi í morgun, er fram kemur í frétt Sunnlenska. Ákveðið var að hafa opið fyrir sýnatökur í dag í kjallara verslunarmiðstöðvarinnar Kjarnans, vegna mikils fjölda smita sem greinst hafa á suðurlandi síðustu daga. Lögreglan stýrði röðinni sem taldi nokkur hundruð bíla . Röðin var fjórföld og 800 metra löng þegar mest var.
Smit á sjúkrahúsi, í skóla og handboltadeild á Selfossi
Kórónuveirusmit hafa stungið sér niður víða á Selfossi. Tvö smit greindust hjá starfsfólki Fjölbrautaskóla Suðurlands í gær og alls eru því ellefu starfsmenn með veiruna og þrír nemendur hafa smitast. Þá eru komin upp smit í handknattleiksdeild Selfoss og eru þau talin tengjast fjölbrautaskólanum. Í gærkvöld var svo greint frá því að smit hefði greinst á Heilbrigðisstofnun Suðurlands kvöldinu áður.
Nýta fjarheimsóknir til aldraðra í auknum mæli
„Okkar áskorun er að við þurfum að fara með heimaþjónustuna oft langa vegalengd. Við höfum verið að nýta okkur fjarheimsóknir til að bæta við og auka þjónustuna sem við höfum,“ segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Henni líst vel á stefnu um heilbrigðisþjónustu við eldra fólk en drög að henni voru rædd á Heilbrigðisþingi á föstudag. Í þeim er lögð áhersla á að efla heimaþjónustu.
Þjónusta við barneignir grunnatriði en ekki lúxus
„Þjónusta við fjölskyldur á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu hefur ekki verið talin lúxus, heldur grunnheilbrigðisþjónusta,“ segir Unnur Berglind Friðriksdóttir fyrir hönd Ljósmæðrafélags Íslands. Þetta eru viðbrögð félagsins við ummælum Díönu Óskarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær.
HSU mun taka við sjúklingum Landspítala í bráð
Heilbrigðisstofnun Suðurlands undirbýr nú opnun allt að fimmtán nýrra sjúkra- og hjúkrunarrýma á sjúkrahúsinu á Selfossi. Þetta er liður í aðgerðum stjórnvalda sem lúta að því að létta undir með Landspítala. Þrengra verður þá um sjúklinga á sjúkrahúsinu en ýmissa leiða er leitað til þess að koma fyrir nýjum rýmum.
Beita afli sínu til að verja störf ræstingafólks HSU
Starfsgreinasamband Íslands segir að ákvörðun Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp ræstingafólki á starfsstöðvum í Vestmannaeyjum og á Selfossi og bjóða ræstingar út sé hefðbundin leið stjórnenda þegar kreppir að. Þegar skera eigi niður í rekstri sé ræstingafólk rekið. Þetta kemur fram í ályktun sambandsins frá formannafundi SGS.
20.05.2020 - 21:02
Uppsagnir hjá HSU „skammarleg ákvörðun“
Til stendur að segja upp átta starfsmönnum sem sinna ræstingum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum og bjóða út ræstingar á stofnuninni. Bæjarráð Vestmannaeyja mótmælir þessu harðlega. Formaður BSRB segir áformin skammarleg.
15.05.2020 - 12:22
Ber að upplýsa hver tilkynnti annarlegt ástand
Heilbrigðisstofnun Suðurlands ber að veita lækni upplýsingar um nöfn tveggja einstaklinga sem sendu inn tilkynningu þess efnis að hann hefði verið í annarlegu ástandi í útkalli. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp úrskurð þess efnis á dögunum.
Þegar kýr fá fyrr læknishjálp en menn...
„Það er eitthvað mikið að í skipulaginu hjá okkur þegar fljótlegra reynist að fá læknishjálp fyrir kýr en fyrir menn“, sagði Bjarni Böðvarsson á íbúafundi um heilbrigðismál á Hvolsvelli í gær með framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Bjarni bar saman hvernig gengið hefði að fá læknishjálp fyrir mann og kú á sama bæ í Landeyjum á óveðursdegi fyrir skömmu.
Heldur óbreyttri stefnu
Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands boðar ekki stefnubreytingu í tilkynningu í dag, en rökstyður skerðingu á opnunartíma heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli. Forstjórinn var í gær á hitafundi með 400 íbúum sem troðfylltu félagsheimilið Hvol. „Biðtími eftir þjónustu heilsugæslulæknis í Rangárþingi með því stysta sem þekkist á landinu“, segir í tilkynningunni.
Hitafundur íbúa og HSU á Hvolsvelli
Um 400 manns fylltu félagsheimilið Hvol á Hvolsvelli í kvöld á íbúafundi með framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Fundurinn var vegna óánægju heimamanna í Rangárþingi Eystra með skerta þjónustu heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli. Á fundinum urðu heitar umræður í hálfa þriðju klukkustund.
Vilja íbúafund með stjórnendum HSU
Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur óskað formlega eftir viðveru stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á íbúafundi á Hvolsvelli á fimmtudaginn kemur. Í tilkynningu á vef HSU í gær kemur fram að Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli verði opnuð eftir framlengda sumarlokun á mánudag, en verði aðeins opin 3 daga í viku.
„Fæðingardeildin eins og ný“
„Við erum mjög ánægðar með þetta. Við getum stoltar sagt að fæðingardeildin sé eins og ný og mjög vel búin“, segir Sigrún Kristjánsdóttir yfirljósmóðir á Fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi.
Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli enn lokuð
Íbúar í Rangárþingi eystra komu að læstum dyrum í Heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli í byrjun september, þegar sumarlokun átti ljúka. Stöðin er lokuð enn, tæpum tveimur mánuðum síðar. Sveitarstjórn Rangárþings eystra skorar á stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að opna stöðina sem fyrst.
Verkfalls gætir víða á Suðurlandi
„Við höfum dregið úr þjónustu í heimahjúkrun, á hjúkrunardeildum og á sjúkradeildum. En við reynum að tryggja öryggi eins og okkur er framast unnt og höfum sótt um undanþágur. Það hefur gengið vel“, segir Anna María Snorradóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.