Færslur: heilbrigðisstofnun Norðurlands

HSN stefnir á sumarfrí í bólusetningum eftir vikuna
Stefnt er að því að bólusetningar klárist hjá langflestum íbúum Norðurlands í vikunni eða þeirri næstu. Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands ræddi gang bólusetninga á norðurlandi í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
Fyrri bólusetningu brátt lokið á Norðurlandi
Í dag fékk Heilbrigðisstofnun Norðurlands stærstu bóluefnasendingu sem þangað hefur komið í einu, eða 6.500 skammta. Áætlað er að fyrri bólusetningu á Norðurlandi ljúki í næstu eða þarnæstu viku.
Bólusetning forgangshópa langt komin á Norðurlandi
Um 2.100 skammtar af bóluefni bárust til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í dag. Um 1.700 skammtar af Pfizer og tæplega 400 skammtar af AstraZeneca.
Um 5000 skammtar á höfuðborgarsvæðinu og 450 á Akureyri
Stefnt er að því að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem eru á milli áttræðs og níræðs verði komnir með fyrri sprautuna af bóluefni Pfizer fyrir vikulok. Sama á við á Akureyri. Tölur yfir hugsanleg smit um helgina, innanlands eða á landamærunum, verða birtar á morgun.
Telur ríka ástæðu fyrir Akureyringa að vera á varðbergi
Yfirlæknir telur hættu á að smitum fjölgi á Akureyri næstu daga og full ástæða sé fyrir bæjarbúa að vera á verði. Fjöldi fólks kom saman á listahátíð og Dekurdögum á Akureyri um helgina og nær uppbókað var á einu stærsta hóteli bæjarins.