Færslur: heilbrigðisstofnun Norðurlands

Telur öryggi íbúa ógnað vegna læknaleysis
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir heilbrigðisþjónustu á Þórshöfn góða þrátt fyrir að enginn læknir sé  í bænum. Sveitarstjóri Langanesbyggðar er á öndverðum meiði og segir mikilvægt öryggismál fyrir íbúa að hafa þar lækni.
Forsendur heilsugæslu miðsvæðis brostnar
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hafnar ósk ríkisins um að ekki verði byggður bílakjallari undir nýrri heilsugæslustöð sem fyrirhuguð er á svokölluðum tjaldstæðisreit. Formaður skipulagsráðs segir þessa ósk algjöran forsendubrest fyrir byggingu stöðvarinnar.
Á allt eins von á versnandi stöðu
Mannekla innan heilbrigðiskerfisins vegna covid fer síversnandi um land allt. Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Sjúkrahúsið á Akureyri biðla til fólks um að skrá sig á bakvarðarlista en viðbrögð hafa ekki verið mikil.
Sjónvarpsfrétt
Byrjað að flytja sjúklinga frá Landspítala út á land
Sex heilbrigðisstofnanir víðs vegar um landið hafa boðist til að taka á móti hátt í fjörutíu sjúklingum af Landspítalanum til að bregðast við erfiðum aðstæðum þar. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir að nokkrar tilfæringar hafi þurft að gera svo þetta væri hægt.
Þurfa um milljarð til viðbótar við áætlun í fjárlögum
Fjárframlög til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni í fjárlögum 2022 eru ekki nægjanleg til að standa undir núverandi rekstri, segir í umsögn þeirra vegna frumvarps til fjárlaga. Þar segir að flestar heilbrigðisstofnanir hafi glímt við viðvarandi hallarekstur af reglulegri starfsemi.
Nýtt líknar- og lífslokahús á Akureyri
Sem liður í að styrkja líknarmeðferð á landsbyggðinni hefur Sjúkrahúsinu á Akureyri og Heilbrigðisstofnun Norðurlands verið afhent sérstakt líknar- og lífslokahús. Húsinu hefur verið fundinn staður í miðri sumarhúsabyggð í jaðri Kjarnaskógar.
HSN stefnir á sumarfrí í bólusetningum eftir vikuna
Stefnt er að því að bólusetningar klárist hjá langflestum íbúum Norðurlands í vikunni eða þeirri næstu. Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands ræddi gang bólusetninga á norðurlandi í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.
Fyrri bólusetningu brátt lokið á Norðurlandi
Í dag fékk Heilbrigðisstofnun Norðurlands stærstu bóluefnasendingu sem þangað hefur komið í einu, eða 6.500 skammta. Áætlað er að fyrri bólusetningu á Norðurlandi ljúki í næstu eða þarnæstu viku.
Bólusetning forgangshópa langt komin á Norðurlandi
Um 2.100 skammtar af bóluefni bárust til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í dag. Um 1.700 skammtar af Pfizer og tæplega 400 skammtar af AstraZeneca.
Um 5000 skammtar á höfuðborgarsvæðinu og 450 á Akureyri
Stefnt er að því að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem eru á milli áttræðs og níræðs verði komnir með fyrri sprautuna af bóluefni Pfizer fyrir vikulok. Sama á við á Akureyri. Tölur yfir hugsanleg smit um helgina, innanlands eða á landamærunum, verða birtar á morgun.
Telur ríka ástæðu fyrir Akureyringa að vera á varðbergi
Yfirlæknir telur hættu á að smitum fjölgi á Akureyri næstu daga og full ástæða sé fyrir bæjarbúa að vera á verði. Fjöldi fólks kom saman á listahátíð og Dekurdögum á Akureyri um helgina og nær uppbókað var á einu stærsta hóteli bæjarins.