Færslur: heilbrigðisráðuneytið

Sjónvarpsfrétt
Vilja reglur og eftirlit um fylliefni
Heilbrigðisráðherra vill setja reglur um hverjir mega sprauta fylliefnum í fólk. Lyfjastofnun undirbýr nú eftirlit með slíkri starfsemi. Forstjóri stofnunarinnar kallar eftir að slíkri starfsemi verði settar meiri skorður.
Biðtími ekki í samræmi við markmið stjórnvalda
Eftirspurn og þörf fyrir geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi eykst ár frá ári. Bið eftir þjónustunni er almennt of löng og ekki í samræmi við markmið stjórnvalda. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Álag á BUGL aldrei verið jafn mikið
Bráðainnlögnum á BUGL hefur fjölgað hratt síðustu tvö árin og álag á starfsfólk aldrei verið jafn mikið. Þetta kemur m.a. fram í úttekt Embættis landlæknis á BUGL. 
Sjúkrahúsið á Akureyri fær rúmar 300 milljónir
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Sjúkrahúsinu á Akureyri auknar fjárheimildir til brýnna framkvæmda, alls 307 milljónir króna. Forstjóri sjúkrahússins fagnar fjárveitingunni en segir enn vanta töluvert fé í reksturinn.
Sjúkratryggingar afnema tveggja ára skilyrði
Tveggja ára starfsreynsluskilyrði talmeinafræðinga verður afnumið í nýjum samningum samkvæmt forstjóra Sjúkratrygginga. Næstu mánuði á að nota til að undirbúa nýtt heildstætt samkomulag utan um þjónustuna.
Einkennalausir útskrifa sjálfa sig að lokinni einangrun
Að lokinni sjö daga einangrun vegna COVID-19 smits, geta og mega sjúklingar nú útskrifa sig sjálfa, finni þeir ekki fyrir sjúkdómseinkennum og uppfylli öll skilyrði fyrir útskrift.
Enn stendur árslöng leit að húsnæði fyrir hjúkrunarrými
Heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar hafa ekki gefið upp von um að finna húsnæði sem hentar undir rekstur hjúkrunarrýmis. Leitin hófst fyrir rúmu ári. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að nú sé til skoðunar húsnæði sem gæti mögulega hentað en þá eigi eftir að finna rekstraraðila. 
Bráðvantar heilbrigðisstarfsfólk í bakvarðasveit
Heilbrigðisráðuneytið sendir ákall til heilbrigðismenntaðs fólks að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Mikið álag hefur verið hjá heilbrigðisstofnunum og má gera ráð fyrir að það fari vaxandi í ljósi örrar fjölgunar kórónuveirusmita. Því er hætta á að starfsfólk forfallist vegna sóttkvíar eða smita í auknum mæli.
21.12.2021 - 16:23
Viðtal
Ísland eftirbátur við skimanir á krabbameini
Helgi Birgisson, yfirlæknir krabbameinsskrár hjá Krabbameinsfélaginu og sérfræðingur í skurðlækningum ristils og endaþarms, segir Ísland eftirbáta nágrannaþjóða við skimanir á krabbameini í ristli og endaþarmi. Víða í Evrópu og í Bandaríkjunum er byrjað að skima fyrir sjúkdómnum hjá einstaklingum um fimmtugt, og hefur komið til tals í Bandaríkjunum að hefja skimun við 45 ára aldur.
Fjórtán sækja um starf forstjóra Landspítala
Fjórtán umsækjendur eru um embætti forstjóra Landspítala, en umsóknarfrestur um starfið rann út á miðnætti. Umsóknirnar fara nú á borð þriggja manna hæfnisnefndar sem meta hæfni umsækjenda áður en heilbrigðisráðherra skipar í embættið. Nýr forstjóri tekur til starfa 1. mars á næsta ári og er skipaður til fimm ára.
Nýútskrifuðum sálfræðinemum neitað um starfsleyfi
Meistaranemar sem útskrifuðust úr klínískri sálfræði í gær, fá ekki starfsleyfi þrátt fyrir að hafa lokið fimm ára háskólanámi í greininni. Íris Björk Indriðadóttir útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík í gær og segir hún sjái fram á að missa sitt fyrsta starf sem sálfræðingur vegna reglugerðar sem geri kröfu um verklega þjálfun, sem sé hvergi er í boði.
Spegillinn
Flókið að tryggja að bóluefni nýtist
75% landsmanna eru fullbólusett við COVID-19 og af tólf ára og eldri er hlutfallið farið að nálgast 90%. Um 560 þúsund skömmtum af bóluefnum hefur verið sprautað í landsmenn þegar allt leggst saman, efnum frá Pfizer, Moderna, AstraZeneca og Janssen. Fljótt á litið var samið um kaup á um 1.250 þúsund skömmtum af bóluefnum fyrir grunnbólusetning og þeir skammtar duga til að bólusetja rúmlega 600 þúsund manns. Nú er unnið að því að koma umfram skömmtum í brúk.
23.10.2021 - 07:18
Telur frestinn stuttan í ljósi pólitískrar óvissu
Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst starf forstjóra Landspítala laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út þann 1. nóvember. Tveir þingmenn hafa gagnrýnt að fresturinn sé ekki lengri. Ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að tvær vikur séu lögbundinn lágmarksfrestur, sami frestur hafi verið veittur þegar ráðið var í embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri í sumar.
Myndskeið
Sögulega fáir geðlæknar á Landspítalanum
Mönnun á geðdeild Landspítalans er í sögulegu lágmarki. Þetta segir formaður Geðlæknafélags Íslands. Ástæðan sé slæmur húsakostur. Félagið hefur ekki fengið svar við bréfi sem það sendi heilbrigðisráðherra fyrir níu mánuðum. Í bréfinu lýsti félagið áhyggjum af húsnæði geðdeildar.
Sjónvarpsfrétt
Lengri bið á BUGL og börnin eru veikari
Mikil fjölgun hefur orðið á bráðakomum og innlögnum á Barna- og unglingageðdeild Landspítala í kórónuveirufaraldrinum og börn bíða nú tveimur mánuðum lengur eftir þjónustu þar en fyrir faraldur. Tilfellum sem tengjast átröskun hefur fjölgað um 70%.
Lagt til að samkynhneigðir karlar megi gefa blóð
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt til breytingu á reglugerð, sem yrði til þess að óheimilt yrði að mismuna blóðgjöfum vegna kynhneigðar. Í dag er reglan sú varðandi blóðgjafir, að karlmaður sem hefur einhvern tímann haft kynmök við annan karlmann má ekki gefa blóð.
Bæta við þremur stöðugildum á gjörgæsludeildum
Landspítala verður veitt aukið fjármagn til að fjölga stöðugildum gjörgæslu- og svæfingalækna um tvö og bæta við einu stöðugildi sérnámslæknis á gjörgæsludeild. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu þar sem segir að heilbrigðisráðherra hafi fallist á tillögur landsráðs um mönnun og menntun heilbrigðisþjónustu til að tryggja betur mönnun á gjörgæslu.
Skilyrði um tveggja ára reynslu sjúkraþjálfara afnumið
Heilbrigðisráðherra hefur fellt úr gildi umdeilt skilyrði um að sjúkraþjálfarar þurfi að hafa starfað í tvö ár eftir löggildingu til að ríkið taki þátt í kostnaði sjúklings.
Krabbameinsfélagið telur ómaklega að sér vegið
Krabbameinsfélagið gerir verulegar athugasemdir við svar heilbrigðisráðuneytisins til aðgerðahópsins Aðför að heilsu kvenna. Rangfærslur og eftiráskýringar eru nefndar í athugasemdum félagsins.
Yfirlæknir krabbameinsskimana hættur
Kristján Oddson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar í Hamraborg, hefur sagt stöðu sinni hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana lausri. Kristján stýrði meðal annars skipulagi skimana fyrir krabbameini í leghálsi í kjölfar þess að þjónustan var flutt frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar.
Morgunútvarpið
Til skoðunar að færa leghálssýnarannsóknir aftur heim
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu að flytja rannsóknarhluta leghálsskimana aftur heim til Landspítalans. Slík tilfærsla krefjist þó mikils undirbúnings.
Heilsugæslan opnar sérstaka móttöku fyrir konur
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samráði við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að ráðast í tilraunaverkefni um sérstaka móttöku fyrir konur. Sextíu milljónir króna verða settar í verkefnið.
Spyrja sig hvort ráðherra lýsi vantrausti á yfirstjórn
Blendnar tilfinningar eru meðal lækna yfir viðbrögðum heilbrigðisráðherra við undirskriftalista yfir þúsund lækna þar sem þeir saka stjórnvöld um langvarandi sinnuleysi í garð heilbrigðiskerfisins og krefjast þess að stjórnmála- og embættismenn axli ábyrgð á stöðunni. Túlka megi svar ráðuneytisins sem langa vantraustsyfirlýsingu á yfirstjórn Landspítalans.
27.06.2021 - 10:34
Forgangsröðun við bólusetningu afnumin
Forgangsröðun við bólusetningu hefur nú verið afnumin hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu. Í lok þessarar viku verður búið að bjóða öllum þeim, sem skilgreindir eru í forgangshópum, bólusetningu við kórónuveirunni og því fellur úr gildi ákvæði reglugerðar um forgangshópa.
Hafa beðið í sjö mánuði eftir viðbrögðum ráðherra
Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna segjast engin svör hafa fengið frá heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar bréfaskriftir síðastliðna sjö mánuði. Skýrsla sem unnin hafi verið að beiðni heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag leghálsskimana, hafi ekki skilað óháðu áliti, segir Aðalbjörg Björgvinsdóttir, formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.