Færslur: heilbrigðisráðuneytið

Útgöngubann verði hluti af sóttvörnum
Heilbrigðisráðherra fær heimild til að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu verði frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum samþykkt á Alþingi. Þar er einnig málsmeðferð við ákvarðanir um að setja fólk í einangrun eða sóttkví skýrð frekar.
Þurfum að gera eldra fólki kleift að búa lengur heima
Það þarf að stórefla heimaþjónustu fyrir aldraða á Íslandi, segir framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar. Hugarfarsbreyting sé nauðsynleg og það eigi að vera sjálfsagt fyrir eldra fólk að búa sem lengst heima.
Vilja skýrari áætlun um fjölgun hjúkrunarrýma
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu vilja skýrari áætlanir um fjölgun hjúkrunarrýma. Framkvæmdaáætlun sé ekki að öllu leiti fjármögnuð í fjármálaáætlun.
Ráðherra braut ekki á Ara Matthíassyni
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, braut ekki jafnréttislög með ráðningu Ásthildar Knútsdóttur í starf skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna í heilbrigðisráðuneytinu. Ari Matthíasson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem kvað upp úrskurð sinn í síðasta mánuði.
Myndskeið
Fresta um 110 valkvæðum aðgerðum hvern dag
Um og yfir 110 valkvæðum aðgerðum er frestað á dag hjá fjórum stærstu heilbrigðisfyrirtækjum og stofnunum landsins. Yfirlæknir hjartalækninga segir að ef þriðja bylgjan dregst á langinn lengist biðlistar samhliða.
Leggur áherslu á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið gert til þess að jafna aðgengi fólks að sérgreinalæknum. Kostnaður fólks á landsbyggðinni annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar við að sækja sér heilbrigðisþjónustu hafi þó ekki verið jafnaður að fullu.
Kastljós
Nánast ógerningur að setja reglur fyrir alla starfsemi
„Ég þarf að hafa meira samræmi í mínum minnisblöðum og tillögum og ég held að reglugerðirnar þurfi að vera skýrari sem ráðuneytið gefur út,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í Kastljósi í kvöld. Hann sagði nýjustu sóttvarnareglugerðina hafa krafist flóknustu útfærslunnar hingað til.
Þessar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti
Nýjar takmarkanir á samkomum og aðrar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti og eru í gildi til og með 19. október. Neyðarstigi Almannavarna var lýst yfir frá miðnætti. Nýjar reglur leiða til tímabundinnar lokunar fjölda staða, meðal annars Þjóðarbókhlöðunnar og líkamsræktarstöðva. Verslunum undir þúsund fermetrum verður heimilt að hleypa 100 manns inn hverju sinni, en stærri verslunum að hámarki 200.
05.10.2020 - 07:00
Ætla að koma til móts við hjúkrunarheimilin
Stjórnvöld ætla að koma til móts við þau hjúkrunarheimili sem hafa þurft að standa straum af aukakostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í svörum frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullyrðingar formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um málið séu ekki réttar.
Grímuskylda í framhalds- og háskólum höfuðborgarsvæðis
Nú ber nemendum, kennurum og öðru starfsfólki framhalds- og háskóla á höfuðborgarsvæðinu skylda til að nota grímur í skólabyggingum og í öllu skólastarfi.
Kannast ekki við mat um hæfni Krabbameinsfélagsins
Starfsmenn Krabbameinsfélagsins kannast ekki við að í vinnu við endurskoðun kröfulýsinga fyrir leitarstöðina árið 2017 hafi farið fram mat á því hvort Krabbameinsfélagið væri hæft til að skima fyrir krabbameinum eins og fram kom í Kastljósi í gær. Krabbameinsfélagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þetta kemur fram.
Bóluefnishópur skoðar færar leiðir fyrir Ísland
Vinnuhópur um kaup á bóluefni gegn COVID-19 hefur tekið til starfa og er nú að skoða hvaða leiðir eru færar í þessum efnum. Ákvarðanir um samninga og kaup á bóluefni við COVID-19 geta orðið óhefðbundnar vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar í heiminum.
Kanna ber ýmis álitamál áður en dánaraðstoð er heimiluð
Ekki er tekin afstaða til hvort leyfa eigi dánaraðstoð í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið. Skýrslan er unnin að beiðni nokkurra þingmanna.
Stýrihópi ætlað að móta starfsemi nýs sjúkrahúss
Nýskipuðum stýrihópi um nýjan Landspítala er ætlað að hafa yfirsýn um öll verkefni tengd sjúkrahúsinu.
Jafngildir tveggja vikna vinnu að svara Pírötum
Það jafngildir tveggja vikna vinnu sérfræðings að svara fyrirspurnum þingflokks Pírata til fjármálaráðuneytisins. Þetta kemur fram í svörum fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Brynjar Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.
Greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimila
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að greina raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila. Nokkuð hefur borið á óánægju meðal sveitastjórna undanfarin misseri vegna fjárveitinga til hjúkrunarheimila og hafa nokkur sveitarfélög ýmist ákveðið eða undirbúa að slíta samningum við ríkið um reksturinn.
Einkennalausir borgi 11.000 eftir 1. júlí
Farþegar sem koma hingað til lands frá og með næstkomandi mánudegi og hafa dvalið meira en sólarhring síðastliðna 14 daga í löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem áhættusvæði þurfa að forskrá sig og fylla út rafrænt eyðublað með ýmsum upplýsingum til að eiga kost á sýnatöku. Fari þeir ekki í sýnatöku þurfa þeir að vera 14 daga í sóttkví. Frá og með 1. júlí þarf einkennalaust fólk að greiða 11.000 krónur fyrir sýnatöku á heilbrigðisstofnunum.
12.06.2020 - 12:47
Samkomur mega telja 500 manns frá 15. júní
Samkomutakmarkanir verða rýmkaðar þann 15. júní úr 200 manns í 500 manns. Þær verða í gildi til 5. júlí samkvæmt auglýsingu sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, undirritaði í gær og er í samræmi við minnisblað sóttvarnarlæknis frá 8. júní.
Ekkert rof verður í brjóstaskimunum
Skimanir fyrir brjóstakrabbameini munu ekki falla niður og ekkert rof verður í þjónustu að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og Landspítalanum.
Fékk á þriðja hundrað erinda um samkomubann
Um 220 erindi hafa borist heilbrigðisráðuneytinu um samkomubann og skólahaldi síðan takmarkanir voru settar 13. mars. Fáar undanþágur hafa verið veittar.