Færslur: heilbrigðisráðuneytið

Einkennalausir borgi 11.000 eftir 1. júlí
Farþegar sem koma hingað til lands frá og með næstkomandi mánudegi og hafa dvalið meira en sólarhring síðastliðna 14 daga í löndum sem sóttvarnalæknir skilgreinir sem áhættusvæði þurfa að forskrá sig og fylla út rafrænt eyðublað með ýmsum upplýsingum til að eiga kost á sýnatöku. Fari þeir ekki í sýnatöku þurfa þeir að vera 14 daga í sóttkví. Frá og með 1. júlí þarf einkennalaust fólk að greiða 11.000 krónur fyrir sýnatöku á heilbrigðisstofnunum.
12.06.2020 - 12:47
Samkomur mega telja 500 manns frá 15. júní
Samkomutakmarkanir verða rýmkaðar þann 15. júní úr 200 manns í 500 manns. Þær verða í gildi til 5. júlí samkvæmt auglýsingu sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, undirritaði í gær og er í samræmi við minnisblað sóttvarnarlæknis frá 8. júní.
Ekkert rof verður í brjóstaskimunum
Skimanir fyrir brjóstakrabbameini munu ekki falla niður og ekkert rof verður í þjónustu að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu og Landspítalanum.
Fékk á þriðja hundrað erinda um samkomubann
Um 220 erindi hafa borist heilbrigðisráðuneytinu um samkomubann og skólahaldi síðan takmarkanir voru settar 13. mars. Fáar undanþágur hafa verið veittar.