Færslur: Heilbrigðisráðuneyti

Sjónvarpsfrétt
Benda hver á annan vegna myglu á hjúkrunarheimili
Bæjarstjóri á Akureyri, segir ríkið bera alfarið ábyrgð á því hve langan tíma tók að bregðast við upplýsingum um heilsuspillandi myglu á hjúkrunarheimilinu Hlíð. Heilbrigðisráðherra segir mega rekja slæmt ástand hússins aftur til þess þegar Akureyrarbær fór með þjónustuna.
Sjónvarpsfrétt
Vissu af myglu á hjúkrunarheimilinu Hlíð í fjóra mánuði
Mygla hefur greinst á tveimur deildum hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri. Starfsfólk telur nokkra íbúa hafa veikst vegna myglunnar, en heilbrigðisráðuneytið hafi haft vitneskju um að húsið gæti verið heilsuspillandi í rúma fjóra mánuði áður en gripið var til aðgerða.
Notendur þurfa ekki að greiða fyrir Naloxone
Naloxone-nefúði verður aðgengilegur um allt land, notendum að kostnaðarlausu. Lyfið er notað sem neyðarmeðferð vegna ofneyslu ópíóíða.
30.06.2022 - 14:07
Jón Magnús leiðir viðbragðsteymi um bráðaþjónustu
Jón Magnús Kristjánsson hefir verið ráðinn til að leiða viðbragðsteymi heilbrigðisráðuneytisins um bráðaþjónustu í landinu. Teyminu er ætlað að bregðast við alvarlegri stöðu innan bráðaþjónustunnar.
Krabbameinsfélagið afturkallar 450 milljóna styrkboð
Krabbameinsfélag Íslands hefur dregið til baka 450 milljóna króna styrk til Landspítalans sem ætlaður var nýrri dagdeild blóð- og krabbameinslækninga. Sett var skilyrði fyrir fjárveitingunni á aðalfundi félagsins í fyrra að stjórnvöld gengju fram í að leysa vanda deildarinnar. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir að stjórnvöld hafi hingað til hvorki  sýnt verkefninu  áhuga né sett það í farveg. 
Breyting á fyrirkomulagi leghálsskimana misfórst
Breyting á skipulagi og framkvæmd leighálsskimunar í byrjun síðasta árs misfórst. Verulega skorti samráð og undirbúning og heilbrigðisráðuneytið brást að mati vinnuhóps Læknafélags Íslands.
Forföll kalla á stærri bakvarðasveit
Heilbrigðisráðuneytið segir þörf á fleira heilbrigðisstarfsfólki í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Annars vegar vegna þess að innlögnum vegna Covid hefur fjölgað síðustu daga og hins vegar forföll starfsfólks sem valda mönnunarvanda. Alls eru 248 starfsmenn Landspítala nú í einangrun vegna COVID-19 og nærri 50 starfsmenn við Sjúkrahúsið á Akureyri.
Hvatning til nýsköpunar í öldrunarþjónustu
Félagsmálaráðuneytið hefur veitt Fjallabyggð fimm milljóna króna styrk vegna nýsköpunar- og þróunarverkefnis í öldrunarþjónustu. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir styrkinn vera viðurkenningu á þeirri vinnu sem sveitarfélagið hefur lagt í málaflokkinn.
31.01.2022 - 10:47
Breyttar reglur um sóttkví taka gildi á miðnætti
Þeir sem verða útsettir fyrir COVID-19 smiti utan heimilis þurfa ekki lengur að fara í sóttkví, samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum sem taka gildi á miðnætti. Þeir þurfa þess í stað að viðhafa smitgát, er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin þeirri smitgát.
Lyfjastofnun ítrekar öryggi bóluefnis eftir kæru
Forstjóri Lyfjastofnunar ítrekaði í fréttatilkynningu í dag að niðurstöður rannsókna liggi alltaf fyrir áður en lyf er heimilað hjá nýjum sjúklingahópi. Frjáls félagasamtök hafa kært markaðsleyfi bóluefnis Pfizer fyrir 5-11 ára börn til heilbrigðisráðuneytisins.
Vísar fullyrðingum þingmanna í Kastljósi á bug
Heilbrigðisráðuneytið vísar á bug fullyrðingum sem settar voru fram í Kastljósi í gær um að ráðuneytið hafi afþakkað hjúkrunarrými af hendi einkaaðila. „Þetta er í öllum atriðum rangt,“ segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 
Kröfu um verknám sálfræðinga frestað um tvö ár
Nýútskrifuðum meistaranemum í klínískri sálfræði, sem hafa beðið eftir að geta hafið störf í faginu, verður veitt starfsleyfi á næstu dögum. Þá hefur gildistöku ákvæðis sem gerir kröfu um að nemar fari í verknám verið frestað til 2023. Ákvæðið hefur hlotið töluverða umfjöllun nýverið, í ljósi þess að slíkt verknám er hvergi í boði fyrir sálfræðinema hérlendis.
Nærri tvöfalt fleiri í farsóttarhúsum en í síðustu viku
Yfir hundrað gestir eru nú á farsóttarhúsum Rauðakrossins í Reykjavík og bættust við 40 gestir bara nú um helgina. Aðeins tveir gestir eru á farsóttarhúsi á Akureyri. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir þau búa sig undir fjölgun gesta samhliða afléttingum sóttvarnaraðgerða stjórnvalda. Hann segir óvíst hversu lengi farsóttarhúsin verði starfrækt hér á landi.
Ætti að stytta bið eftir geðheilbrigðisþjónustu barna
Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri hefur fengið 13 milljóna króna fjármagn frá heilbrigðisráðuneytinu til að efla tímabundið þjónustuna. Um er að ræða átaksverkefni ráðuneytisins við að stytta bið barna og unglinga eftir greiningu og meðferð.
Fórnir starfsfólks verði metnar að verðleikum
Læknaráð Landspítalans hefur skorað á stjórnvöld að slá upp skjaldborg um starfsemi spítalans. Sýna þurfi í verki að þær gríðarlegu fórnir sem starfsfólk spítalans hefur fært í yfirstandandi faraldri séu metnar að verðleikum.
Sjö sækja um starf forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri
Alls bárust sjö umsóknir til heilbrigðisráðuneytis um starf forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri. Umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn.
Framkvæmdi ónauðsynlega aðgerð á tveggja ára barni
Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun landlæknis um að svipta háls-, nef- og eyrnalækni starfsleyfinu. Yfirgripsmikil rannsókn embættis landlæknis leiddi í ljós að maðurinn hafði framkvæmt ónauðsynlegar aðgerðir, bæði á börnum og fullorðnum.
Munu taka skilaboð læknanna alvarlega
Heilbrigðisráðuneytið segist muni beita sér fyrir því að skilaboð þau sem finna mátti í áskorun 985 lækna verði tekin alvarlega. Ekki eingöngu í ráðuneytinu heldur innan heilbrigðisstofnana landsins. 
18 sóttu um starf skrifstofustjóra í HRN
Átján umsóknir bárust um embætti skrifstofustjóra skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu (HRN) en listi yfir umsækjendur var birtur á vef Stjórnarráðsins í dag. Umsóknarfrestur rann út 21. júní og mun hæfnisnefnd nú fara yfir umsækjendur og skila greinargerð til heilbrigðisráðherra.
23.06.2021 - 16:44
Læknar skora á stjórnvöld - Loforð um úrbætur svikin
Heilbrigðisráðuneytinu barst í morgun áskorun frá íslenskum læknum sem mótmæla sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins. Læknarnir 985 segja að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur hafi verið svikin. Í áskoruninni er það gagnrýnt að ábyrgð stjórnmála- og embættismanna virðist lítil sem engin hér á landi og að heilbrigðisstarfsmenn séu endurtekið látnir bera alla ábyrgð á alvarlegum atvikum innan heilbrigðiskerfisins.
Gera athugasemdir við skýrslu Haraldar
Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, FÍFK, segir það vonbrigði að í skýrslu um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabbameini sé ekki gætt viðhorfs heilbrigðisstarfsfólks. Þá fari Haraldur Briem skýrsluhöfundur með rangt mál um biðtíma eftir niðurstöðum rannsókna.
Telja skýrslu Haraldar ófullnægjandi
Stjórn Félags íslenskra rannsóknalækna hefur sent frá sér ályktun þar sem stjórnin gerir margvíslegar athugasemdir við skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um breytingar á skipulagi og framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Skýrslan er ófullnægjandi að mati stjórnar FÍR.
Brýnt að bregðast við undirmönnun í heilbrigðiskerfinu
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipaði á dögunum í landsráð í heilbrigðisþjónustu. Ráðinu er ætlað að eiga reglulega fundi um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu og skila ráðherra tillögum að endurbótum.
Stjórnvöld máttu ekki skikka fólkið í sóttvarnahús
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði undir kvöld að ríkið mætti ekki skikka þá í sóttkví í sóttvarnahúsi sem kærðu dvölina. Þrjár af fimm kærum sem hafa borist vegna þessa voru teknar fyrir dóm í gær og varðar úrskurðurinn þessi þrjú mál.