Færslur: Heilbrigðisráðherra

Spegillinn
Hvaða tillögur dró Þórólfur til baka?
Í tillögum að nýjum sóttvarnareglum sem sóttvarnalæknir dró til baka var meðal annars heimilt að opna sundlaugar aftur að hluta og að samkomubann yrði miðað við 20 manns í stað 10.
Tilkynna í dag um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum
Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem tók gildi þann 18. nóvember fellur úr gildi á miðnætti í kvöld. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar snemma í dag og má búast við að ráðherrar taki þar til umræðu næstu reglugerð heilbrigðisráðherra og tilkynni svo um næstu sóttvarnaaðgerðir síðar í dag.
Tjón af völdum bóluefnis gegn COVID-19 verði bótaskylt
Þeir sem verða fyrir tjóni af völdum bóluefnis gegn COVID-19 sem íslensk heilbrigðisyfirvöld leggja til eiga rétt á bótum frá Sjúkratryggingum, hvort sem tjónið má rekja til eiginleika efnisins eða rangrar meðhöndlunar. Þetta kemur fram í nýju frumvarpi sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi í gær.
01.12.2020 - 07:00
Gagnrýna tillögur um „neyslustýringarskatt“
Félag atvinnurekenda gagnrýnir harðlega tillögur starfshóps heilbrigðisráðherra um innleiðingu á efnahagslegum hvötum til að efla lýðheilsu. Starfshópurinn leggur til að álögur verði lagðar á gos- og svaladrykki, íþrótta- og orkudrykki og vatnsdrykki sem innihalda sítrónusýru þannig að verðið hækki um að minnsta kosti 20 prósent.
Myndskeið
Telur útgöngubannið kalla á meiri umræðu
Heilbrigðisráðherra fær vald til að setja á tímabundið útgöngubann vegna smithættu, ef nýtt sóttvarnafrumvarp verður að lögum. Ráðherra telur frumvarpið skerpa enn frekar á þeim reglum sem nú þegar eru í gildi. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur útgöngubann kalla á mun meiri umræðu í samfélaginu.
Sóttvarnalæknir tvisvar fengið leyfi til að eyða gögnum
Sóttvarnalæknir hefur í tvígang fengið heimild frá Þjóðskjalasafni, eftir að COVID-19 faraldurinn hófst hér á landi, til að eyða opinberum gögnum sem safnað hefur verið um fólk vegna smitrakningar þess.
Útgöngubann verði hluti af sóttvörnum
Heilbrigðisráðherra fær heimild til að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu verði frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum samþykkt á Alþingi. Þar er einnig málsmeðferð við ákvarðanir um að setja fólk í einangrun eða sóttkví skýrð frekar.
Ný reglugerð tekur gildi á morgun – Hvað breytist?
Á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember, tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um tilslakanir á takmörkunum á samkomum og í skólastarfi. Helstu breytingarnar sem felast í tilslökununum eru þær að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna verður heimilt á ný. Þá verður heimilt að hefja starfsemi á hárgreiðslustofum og nuddstofum. Nýja reglugerðin gildir til 1. desember næstkomandi.
Börn í 5.–7. bekk þurfa ekki grímur
Börn í 5.–7. bekk í grunnskólum þurfa hvorki að bera grímur né halda tveggja metra fjarlægð hvert frá öðru, samkvæmt nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem tekur gildi á miðvikudag. Þá gilda sömu reglur um þann aldurshóp og yngri börn í grunnskóla og leikskólabörn.
Myndskeið
Nauðbeygð til að stefna ríkinu eftir áralanga baráttu
Fjölskyldur tveggja barna sem fæddust með skarð í gómi ætla á næstu dögum í mál við íslenska ríkið þar sem Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað neitað þeim um greiðsluþátttöku. Móðir annars barnsins segir fjölskyldurnar komnar á endastöð eftir margra ára baráttu fyrir lögbundnum réttindum barnanna.
Í farvegi að stilla upp forgangshópum fyrir bóluefni
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að nú sé hafin vinna við að stilla upp forgangshópum fyrir bólusetningu gegn COVID-19 og að verið sé að skoða með hvaða hætti heilsugæslan komi til með að skipuleggja almenna bólusetningu gegn kórónuveirunni í landinu.
10.11.2020 - 18:43
Ólík sýn á vægi heimahjúkrunar og -þjónustu
Valbjörn Steingrímsson fyrrverandi forstjóri heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi segir engar sannanir fyrir því að alltaf sé betra að sinna öldruðu fólki á heimilum þess en að það flytji á öldrunarheimili, ef vilji og heilsubrestur kalli á það.
Rýmum á Líknardeild fjölgar
Heilbrigðisráðherra hefur tryggt Landspítala aukið fjármagn til að fjölga líknarrýmum á líknardeildinni í Kópavogi úr tólf í sextán. Þessi fjölgun er liður í aðgerðum til að létta álagi af bráðamóttöku Landspítala.
Þórólfur hyggst leggja til nýjar reglur á landamærunum
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vinnur nú að gerð nýs minnisblaðs til heilbrigðisráðherra þar sem lagt er til að leita leiða til að sem flestir sem koma til landsins fari í skimun.
Ráðherra braut ekki á Ara Matthíassyni
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, braut ekki jafnréttislög með ráðningu Ásthildar Knútsdóttur í starf skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna í heilbrigðisráðuneytinu. Ari Matthíasson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála sem kvað upp úrskurð sinn í síðasta mánuði.
Ráðherra kynnir sóttvarnaaðgerðir á öllum skólastigum
Heilbrigðisráðuneytið birti í kvöld nýja reglugerð um takmarkanir á skólastarfi á öllum skólastigum. Reglugerðin tekur gildi þriðjudaginn 3. nóvember og gildir um allt skólastarf, starf á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, og íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna.
Leggur áherslu á jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið gert til þess að jafna aðgengi fólks að sérgreinalæknum. Kostnaður fólks á landsbyggðinni annars vegar og á höfuðborgarsvæðinu hins vegar við að sækja sér heilbrigðisþjónustu hafi þó ekki verið jafnaður að fullu.
Kastljós
Nánast ógerningur að setja reglur fyrir alla starfsemi
„Ég þarf að hafa meira samræmi í mínum minnisblöðum og tillögum og ég held að reglugerðirnar þurfi að vera skýrari sem ráðuneytið gefur út,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, í Kastljósi í kvöld. Hann sagði nýjustu sóttvarnareglugerðina hafa krafist flóknustu útfærslunnar hingað til.
Guðmundur Ingi leysir Svandísi af
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur tekið tímabundið við sem heilbrigðisráðherra. Hann leysir Svandísi Svavarsdóttur af en hún hefur óskað eftir að fara í leyfi til 15. október.
1.193 börn bíða eftir sálfræðigreiningu eða -meðferð
1.193 börn um allt land bíða eftir greiningu eða meðferð við geðrænum og sálrænum vanda. Fjölmennastur er biðlistinn á Þroska- og hegðunarstöð þar sem 584 börn bíða greiningar. 107 börn bíða eftir greiningu og meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL og níu börn eru á biðlista eftir innlögn á deildina.
Vill gagnkvæma viðurkenningu vottorða vegna COVID-19
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að óska eftir því við heilbrigðisráðherra hinna Norðurlandaþjóðanna að ríkin vinni saman að því að taka upp gagnkvæma viðurkenningu vottorða vegna COVID-19.
Starfshópur leggi til breytingar á sóttvarnarlögum
Skýra ber ákvæði núgildandi sóttvarnalaga um valdheimildir stjórnvalda varðandi opinberar sóttvarnarráðstafanir. Þetta er meðal verkefna starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipar auk þess að gera drög að frumvarpi til breytinga á lögunum.
Lokun vínveitingastaða aflétt með skilyrðum
Öllum vínveitingastöðum verður gert að ábyrgjast að sæti séu fyrir alla gesti frá og með mánudeginum 28. september. Tímabundinni lokun verður aflétt með því skilyrði að gestir sitji kyrrir í sætum sínum líkt og tíðkast á veitinga- og kaffihúsum.
Ætla að koma til móts við hjúkrunarheimilin
Stjórnvöld ætla að koma til móts við þau hjúkrunarheimili sem hafa þurft að standa straum af aukakostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í svörum frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullyrðingar formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um málið séu ekki réttar.
Harmar afdrifarík mistök leitarstöðvarinnar
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, harmar mistök hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands í yfirlýsingu frá ráðuneytinu í dag. Hún segir mistökin alvarleg og afdrifarík en segir mikilvægt að konur treysti áfram á þjónustu Krabbameinsfélags Íslands og sinni boðum um reglubundnar skimanir.