Færslur: Heilbrigðisráðherra

Skynsamlegt að hafa fjölbreytt úrræði en fé skorti
Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir skynsamlegt fyrir hjúkrunarheimili að hafa fjölbreytt úrræði en meira fjármagn skorti.
Sagði af sér embætti eftir andlát ófrískrar konu
Marta Temido, heilbrigðisráðherra Portúgals, sagði af sér embætti í gær. Afsögn ráðherrans var tilkynnt nokkrum klukkustundum eftir að fjölmiðlar greindu frá andláti ófrískrar konu sem hafði verið vísað frá fæðingardeild vegna manneklu.
Sjónvarpsfrétt
Annað hvort öflugan Landspítala eða þrot
Stjórnvöld þurfa að ákveða hvort byggja á upp öflugan Landspítala eða að spítalinn stefni í þrot. Þetta segir formaður fagráðs Landspítala. Ef veita á heilbrigðisþjónustu í fremstu röð þurfi að auka fjármagn til hennar. 
Sjónvarpsfrétt
Vill hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna í 75 ár
Heilbrigðisráðherra vill leggja fram frumvarp um að hækka hámarksaldur opinberra heilbrigðisstarfsmanna í 75 ár til samræmis við þá sem eru sjálfstætt starfandi.
Fjórði skammturinn fyrir 60 ára og eldri í haust
Miðað við þau áform sem uppi eru, verður fjórða bólusetningin við Covid í boði fyrir 60 ára og eldri í haust, segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Stjórn Landspítala kynnt snemma í næstu viku
Skipun stjórnar Landspítala er á lokametrunum, segir í skriflegu svari aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra við fyrirpurn fréttastofu RÚV. Ráðherra skipar stjórnina sem í verða fimm manns. Gert er ráð fyrir því að skipunarbréfin verði send snemma í næstu viku og í kjölfarið tilkynni ráðuneytið um stjórnina. 
Fagnar því að heilbrigðisyfirvöld hafi áttað sig
Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að loksins hafi heilbrigðisyfirvöld gert sér grein fyrir slæmri stöðu á bráðamóttöku Landspítala og annarra sjúkrahúsa. Tími hafi verið kominn til og vonandi rætist nú úr.
Sjónvarpsfrétt
Geðhjálp gagnrýnir Willum fyrir skort á samráði
Formaður Geðhjálpar furðar sig á því að ekki hafi verið haft samráð við notendur heilbrigðisþjónustu við breytingar á lögum um sjúklinga. Aðeins hafi verið haft samráð við Landspítalann. „Við áttum samtal við heilbrigðisráðherra 22. desember þar sem hann fullvissaði okkur um að það yrði samtal en svo kemur hann fram með það 2. mars og aftur í dag. Þannig að við erum svolítið undrandi yfir því hvað liggi svona á að keyra þetta í gegn, án alls samráðs við notendur þjónustunnar.“
Geðheilsuteymi fyrir fanga tryggt framtíðarfjármagn
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að tryggja rekstur geðheilsuteymis fyrir fanga til framtíðar. Þar með fær verkefnið fast fjárframlag en það er rekið af Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á landsvísu.
Nýjar sóttvarnareglur
Tvær verslanakeðjur láta af grímuskyldu
Ekki verður skylt að bera andlitsgrímu í verslunum Bónus og Krónunnar frá og með deginum í dag. Viðskiptavinir verslana eru þó hvattir til að huga að sóttvörnum og halda eins metra nálægðartakmörkum. Nýjar og rýmkaðar sóttvarnarreglur tóku gildi á miðnætti.
Segir ekki tímabært að afnema einangrun
Heilbrigðisráðherra segir stöðuna í kórónuveirufaraldrinum mjög viðkvæma, enda útbreiðsla smita mikil. Hann villl fara varlega í afléttingar, en ítrekaði á Alþingi í morgun að blessunarlega hafi þeim fækkað sem veikist illa. Nýjar tillögur eru boðaðar á morgun og hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilað Willum Þór Þórssyni minnisblaði um næsta skref afléttinga.
Norrænt samstarf við framleiðslu bóluefna til skoðunar
Norðurlandaþjóðirnar hafa ráðist í greiningu á getu til rannsókna, þróunar og framleiðslu bóluefna, að frumkvæði Svía. Heilbrigðisráðherra segist fagna framtakinu og telur að þjóðirnar geti áorkað miklu með því að sameina krafta sína.
10.02.2022 - 00:00
Grímuskylda á almannafæri afnumin á Spáni
Til stendur að afnema grímuskyldu utandyra á Spáni 8. febrúar. Þar með lýkur ráðstöfun sem varað hefur frá því í seint í desember þegar omíkron-afbrigði veirunnar skall á af fullum þunga.
Einangrun 5 dagar og afléttingar í næstu viku
Willum Þór Þórsson tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að einangrun vegna COVID-19 yrði stytt úr sjö dögum í fimm, frá og með mánudegi. Það mun einnig gilda fyrir þá sem verða þegar í einangrun á þeim degi.
Einangrun verði stytt og stefnir að afléttingum fyrr
Heilbrigðisráðherra segir að honum beri skylda til að stefna að því að hægt verði að aflétta sóttvarnatakmörkunum fyrr en 14. mars og hann voni að svo verði. Einangrun verður stytt úr sjö í fimm daga.
Þarf að taka afléttingarnar í skrefum
Það verður að taka afléttingar í skrefum sagði heilbrigðisráðherra á Alþingi í morgun og bindur vonir við að einangrun verði stytt úr sjö dögum í fimm á næstu dögum. Áhrif kórónuveirufaraldursins á börn eru lengri og meiri en nokkurn óraði fyrir segir barnamálaráðherra og nú þarf að gera áætlun um hvernig eigi að bæta þann tíma upp.
Segja tveggja ára stjórnarsetu of skamma
Fjöldi umsagna barst vegna frumvarps um að sjö manna stjórn verði skipuð yfir Landspítala. Stjórninni er ætlað að marka spítalanum langtímastefnu og taka ákvörðun um veigamikil atriði er varða rekstur hans. Sjö manna stjórn var yfir spítalanum á árum áður, en hún var lögð niður með lagabreytingu árið 2007. Stjórninni verður meðal annars gert að staðfesta skipulag stofnunarinnar, árlega starfsáætlun og fjárhagsáætlun.
Viðtal
Fimmtíu mega koma saman og skemmtistaðir opna á ný
Breyttar sóttvarnarreglur taka gildi frá og með morgundeginum. Ríkisstjórnin kynnti varfærnislegar afléttingar á blaðamannafundi í dag, en heilbrigðisráðherra bindur vonir við að hægt verði að aflétta öllum sóttvarnarreglum í mars. Breytingarnar voru að mestu í samræmi við tillögur sóttvarnarlæknis, að frátöldum lengri opnunartíma veitingahúsa, en ráðherra kaus einnig á láta reglunar taka gildi fyrr en lagt var til í minnisblaði.
Sjónvarpsfrétt
Þúsundir losna úr sóttkví á miðnætti
Þúsundir skólabarna sem verið í sóttkví undanfarna daga snúa aftur í skóla á morgun eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um tilslakanir á reglum um sóttkví. Afléttingaráætlun stjórnvalda verður kynnt á föstudaginn.
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Sjónvarpsfrétt
Mjög krítískir dagar framundan segir heilbrigisráðherra
Ríkisstjórnin framlengdi í morgun samkomutakmarkanir í þrjár vikur. Landlæknir og sóttvarnalæknir vilja að stjórnvöld íhugi alvarlega að herða aðgerðir.
Breytingar gerðar á sóttkvíarreglum í Frakklandi
Slakað verður á sóttvíarreglum í Frakklandi á mánudaginn. Ætlunin er að með því dragi úr áhrifum á efnahaginn og samfélagið allt í ljósi mikillar útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.
Viðtal
Héraðsdómur staðfestir 10 daga einangrunarákvörðun
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun sóttvarnalæknis um að fimm einstaklingar í sömu fjölskyldunni skyldu sæta einangrun í tíu daga vegna covid smita. Arnar Þór Jónsson, lögmaður fólksins, krafðist þess að einangrun þeirra yrði aflétt á þeim forsendum að þau væru einkennalaus og sagði PCR-próf ekki nægjanlega áreiðanleg til að halda fólki frelsissviptu. Ráðherra býst við tillögum frá sóttvarnalækni í dag um lengd einangrunar.
Veitingastaðir fá líka undanþágu
Heilbrigðisráðherra hefur veitt veitingastöðum undanþágu frá fjöldatakmörkunum sem eiga að taka gildi á miðnætti. Þeir fá heimild til að taka á móti 50 gestum í hverju rými í stað 20 líkt og kveðið er á um í reglugerðinni og gildir þessi undanþága einungis á morgun, þorláksmessu.
Þingmenn muni gera athugasemdir við hertar aðgerðir
Verði tillögur sóttvarnalæknis samþykktar á ríkisstjórnarfundi í dag munu þingmenn Sjálfstæðisflokksins gera athugasemdir við það. Þetta segir Vilhjálmur Árnason þingmaður flokksins. Hann segir að tími sé til kominn að gera langtímaáætlanir í sóttvörnum, standa við fullyrðingar um að lifa með veirunni og að fleiri komi að borðinu við ákvarðanatöku.