Færslur: Heilbrigðisráðherra

Aukið fé til geðheilbrigðisþjónustu á Seyðisfirði
Heilbrigðisstofnun Austurlands fær sautján milljóna króna viðbótarfjárframlag til að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir íbúa Seyðisfjarðar.
Viðtal
„Það átti bara að kynna þetta betur“
Það var hárrétt ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra að fresta því að hækka aldursmörk í brjóstaskimun. Þetta segir Thor Aspelund, formaður skimunarráðs Landspítala og prófessor í líftölfræði. Ráðið lagði sjálft til að konur kæmu ekki í skimun fyrr en eftir fimmtíu ára afmælisdaginn. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd og undirskriftum safnað gegn henni. 
Mynd með færslu
Í BEINNI
Ríkisstjórnin ræðir aðgerðir á landamærunum
Á ríkisstjórnarfundi í dag verður rætt um heimildir til sóttvarnaaðgerða á landamærunum. Búast má við að í framhaldinu verði gefin út ný reglugerð þar að lútandi.
Tuttugu í stað tíu — ennþá tveir metrar og grímur
Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í stað fimmtán og líkamsræktarstöðvar mega nú hafa opið fyrir hóptíma með helmingi leyfilegs hámarkfjölda gesta. Íþróttaæfingar barna og fullorðinna með allt að fimmtíu þátttakendum eru heimilaðar, einnig íþróttakeppnir án áhorfenda, og skíðasvæði mega opna.
Myndskeið
Óljós lagagrundvöllur fyrir skyldudvöl í farsóttarhúsi
Lagagrundvöllur fyrir því að skylda farþega, sem velja fjórtán daga sóttkví, til að dvelja í farsóttarhúsi er enn óljós. Heilbrigðisráherra segir fleiri möguleika í athugun eins og framvísun vottorðs. Hún segir skýrast fyrir vikulok hvernig sóttvarnaaðgerðum verður háttað á landamærunum eftir mánaðamót.
Myndskeið
Fjöldatakmarkanir í 20 og skylda fólk í Farsóttarhús
Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, heilsu- og líkamsræktarstöðvum verður gert kleift að hefja starfsemi á ný en með ströngum skilyrðum og skíðasvæðunum sömuleiðis. Þetta er meginefni breyttra reglna um samkomutakmarkanir sem heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og kynntar voru á fundi ríkisstjórnar í dag. Þær taka gildi 13. janúar og gilda til 17. febrúar næstkomandi.
Myndskeið
Hundruð bólusett á bólusetningadaginn fyrsta
Bólusett var í fyrsta sinn hérlendis gegn COVID-19 í dag. Hundruð ef ekki þúsund voru bólusett um allt land, á hjúkrunarheimilum, Landspítalnum og á fjórða hundrað heilsugæslustarfsmenn í sannkallaðri fjöldabólusetningu. Margir brostu undir grímunum þegar þeir voru sprautaðir gegn COVID-19. 
Myndskeið
Vonar að starfsemin gangi greiðar eftir bólusetningu
Um það bil 350 framlínustarfsmenn á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins verða bólusettir gegn kórónuveirunni í dag, á fyrsta degi bólusetninga. Nanna Kristinsdóttir, fagstjóri lækninga, vonar að starfsemi heilsugæslunnar gangi greiðar eftir bólusetningu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir magnað að sjá hversu vel framkvæmdin gengur fyrir sig og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar, segir að dagurinn í dag sé eins konar generalprufa í bólusetningum.
Myndskeið
Bóluefnið komið tíu mánuðum eftir fyrsta smit
Fyrstu skammtarnir af bóluefni við COVID-19 komu til landsins í morgun, nákvæmlega tíu mánuðum eftir að tilkynnt var um fyrsta kórónuveirutilfellið hérlendis. Framlínufólk í faraldrinum fagnaði bóluefninu í vörumóttöku. Byrjað verður að bólusetja í fyrramálið. 
Lyfjaframboð á Íslandi gæti verið í hættu
Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um lyfjaverð kann að stefna lyfjaframboði á Íslandi í stórhættu að því er segir í frétt Morgunblaðsins í dag.
22.12.2020 - 06:36
Helmingi færri skammtar frá Pfizer en til stóð
Áætlun Pfizer um afhendingu bóluefna hingað til lands um áramótin hefur raskast og ljóst að færri skammtar koma hingað en samningar gerðu ráð fyrir. Miðað var við að Ísland fengi þá rúmlega 21.000 skammta en þeir verða um 10.000. Í janúar og febrúar er von á um 17.500 skömmtum til viðbótar. Samtals dugir þetta bóluefni fyrir tæplega 14.000 manns.
„Það þarf ekkert mikið til að hópsmit blossi upp“
Afar mikilvægt er á því stigi sem kórónuveirufaraldurinn er á núna að fólk komi ekki saman umfram þann fjölda sem sóttvarnareglugerð kveður á um.  Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að hafi sú verið raunin um helgina, megi búast við aukningu smita síðar í vikunni.
Heilbrigðisstéttir gagnrýna frumvarp um sóttvarnalög
Sjúkraliðar og læknar gagnrýna skipan og hlutverk sóttvarnaráðs í umsögnum sínum við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um breytingu á sóttvarnalögum. Í umsögnunum segir að bagalegt sé að sóttvarnaráð hafi ekki verið haft með í ráðum við frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum. Þá ættu sjúkraliðar að eiga fulltrúa í sóttvarnaráði.
„Þurfum að byrja bólusetningarkaflann í baráttunni“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fagnar því að stjórnvöld hafi gengið frá samningi við bóluefnaframleiðandann Pfizer. Ísland fær 170.000 skammta sem duga fyrir 85.000 manns. Svandís býst við að fyrstu skammtarnir frá Pfizer, fyrir 10.600 manns, berist rétt fyrir eða rétt eftir áramót.
11.12.2020 - 16:54
Ætla að fjölga hjúkrunarrýmum um 90 á næsta ári
Auka á framlög til hjúkrunarrýma um rúmlega 1,7 milljarða króna á fjárlögum næsta árs. Stærstur hluti fjármagnsins mun fara í að fjölga hjúkrunarrýmum um allt að 90 á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári og þá verður hluta þess varið til að auka rekstrarframlög til hjúkrunarheimila í samræmi við aukna hjúkrunarþyngd íbúa þeirra.
Myndum ekki láta beinbrotinn bíða lengi eftir greiningu
Við myndum aldrei láta einstakling bíða í eitt til eitt og hálft ár til að athuga hvot hann væri beinbrotinn. Við eigum heldur ekki að bjóða ungu fólki upp á slíkan biðtíma eftir greiningu á sálrænum vanda. Þetta sagði Bóas Valdórsson sálfræðingur í Menntaskólanum við Hamrahlíð á þingi heilbrigðisráðherra um framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum í morgun. Hann sagði að hér á landi væri notast við úrelt tæki til að mæla þroska og geðheilsu fólks.
Byggja nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns á Akureyri
Nýtt hjúkrunarheimili fyrir 60 manns verður byggt í Glerárhverfi á Akureyri og tekið í notkun í loks árs 2023. Þar með verða hjúkrunarrými í bænum rúmlega 230 en þau eru núna um 170. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdina er um þrír milljarðar sem skiptist þannig að 85% greiðast úr ríkissjóði en Akureyrarbær greiðir 15%.
03.12.2020 - 13:59
21 lést á biðlista á tveimur árum
Þrettán létust á meðan þeir biðu eftir því að vera lagðir inn á sjúkrahúsið Vog í fyrra og átta árið 2018. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur, varaþingmanns Pírata, um meðferðarúrræði og biðlista á Vogi. Enginn hefur látist við biðina á þessu ári.
Spegillinn
Hvaða tillögur dró Þórólfur til baka?
Í tillögum að nýjum sóttvarnareglum sem sóttvarnalæknir dró til baka var meðal annars heimilt að opna sundlaugar aftur að hluta og að samkomubann yrði miðað við 20 manns í stað 10.
Tilkynna í dag um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum
Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á samkomum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem tók gildi þann 18. nóvember fellur úr gildi á miðnætti í kvöld. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar snemma í dag og má búast við að ráðherrar taki þar til umræðu næstu reglugerð heilbrigðisráðherra og tilkynni svo um næstu sóttvarnaaðgerðir síðar í dag.
Tjón af völdum bóluefnis gegn COVID-19 verði bótaskylt
Þeir sem verða fyrir tjóni af völdum bóluefnis gegn COVID-19 sem íslensk heilbrigðisyfirvöld leggja til eiga rétt á bótum frá Sjúkratryggingum, hvort sem tjónið má rekja til eiginleika efnisins eða rangrar meðhöndlunar. Þetta kemur fram í nýju frumvarpi sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lagði fram á Alþingi í gær.
01.12.2020 - 07:00
Gagnrýna tillögur um „neyslustýringarskatt“
Félag atvinnurekenda gagnrýnir harðlega tillögur starfshóps heilbrigðisráðherra um innleiðingu á efnahagslegum hvötum til að efla lýðheilsu. Starfshópurinn leggur til að álögur verði lagðar á gos- og svaladrykki, íþrótta- og orkudrykki og vatnsdrykki sem innihalda sítrónusýru þannig að verðið hækki um að minnsta kosti 20 prósent.
Myndskeið
Telur útgöngubannið kalla á meiri umræðu
Heilbrigðisráðherra fær vald til að setja á tímabundið útgöngubann vegna smithættu, ef nýtt sóttvarnafrumvarp verður að lögum. Ráðherra telur frumvarpið skerpa enn frekar á þeim reglum sem nú þegar eru í gildi. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur útgöngubann kalla á mun meiri umræðu í samfélaginu.
Sóttvarnalæknir tvisvar fengið leyfi til að eyða gögnum
Sóttvarnalæknir hefur í tvígang fengið heimild frá Þjóðskjalasafni, eftir að COVID-19 faraldurinn hófst hér á landi, til að eyða opinberum gögnum sem safnað hefur verið um fólk vegna smitrakningar þess.
Útgöngubann verði hluti af sóttvörnum
Heilbrigðisráðherra fær heimild til að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu verði frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum samþykkt á Alþingi. Þar er einnig málsmeðferð við ákvarðanir um að setja fólk í einangrun eða sóttkví skýrð frekar.