Færslur: Heilbrigðisráðherra

Vill gagnkvæma viðurkenningu vottorða vegna COVID-19
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að óska eftir því við heilbrigðisráðherra hinna Norðurlandaþjóðanna að ríkin vinni saman að því að taka upp gagnkvæma viðurkenningu vottorða vegna COVID-19.
Starfshópur leggi til breytingar á sóttvarnarlögum
Skýra ber ákvæði núgildandi sóttvarnalaga um valdheimildir stjórnvalda varðandi opinberar sóttvarnarráðstafanir. Þetta er meðal verkefna starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipar auk þess að gera drög að frumvarpi til breytinga á lögunum.
Lokun vínveitingastaða aflétt með skilyrðum
Öllum vínveitingastöðum verður gert að ábyrgjast að sæti séu fyrir alla gesti frá og með mánudeginum 28. september. Tímabundinni lokun verður aflétt með því skilyrði að gestir sitji kyrrir í sætum sínum líkt og tíðkast á veitinga- og kaffihúsum.
Ætla að koma til móts við hjúkrunarheimilin
Stjórnvöld ætla að koma til móts við þau hjúkrunarheimili sem hafa þurft að standa straum af aukakostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í svörum frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullyrðingar formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um málið séu ekki réttar.
Harmar afdrifarík mistök leitarstöðvarinnar
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, harmar mistök hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands í yfirlýsingu frá ráðuneytinu í dag. Hún segir mistökin alvarleg og afdrifarík en segir mikilvægt að konur treysti áfram á þjónustu Krabbameinsfélags Íslands og sinni boðum um reglubundnar skimanir.
Kanna ber ýmis álitamál áður en dánaraðstoð er heimiluð
Ekki er tekin afstaða til hvort leyfa eigi dánaraðstoð í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið. Skýrslan er unnin að beiðni nokkurra þingmanna.
Stýrihópi ætlað að móta starfsemi nýs sjúkrahúss
Nýskipuðum stýrihópi um nýjan Landspítala er ætlað að hafa yfirsýn um öll verkefni tengd sjúkrahúsinu.
Þurfa 550.000 skammta af bóluefni fyrir Ísland
Ákveðið hefur verið að kaup bóluefna gegn COVID-19 hér á landi fari fram á grundvelli samninga Evrópusambandsins (ESB) við lyfjaframleiðendur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti málið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Gert er ráð fyrir að Ísland þurfi um 550 þúsund skammta af bóluefni og er þá miðað við að bólusetja um 75% þjóðarinnar til að ná fullnægjandi hjarðónæmi og að hver einstaklingur verði bólusettur tvisvar.
28.08.2020 - 17:20
Aðgerðirnar koma ekki eins niður á öllum
„Þær aðgerðir sem þurft hefur að grípa til koma ekki eins niður á öllum. Þetta skapar hættu á togstreitu í samfélaginu, spennu og mögulegri óeiningu, einmitt þegar ríður mest á að við náum að standa saman.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, við upphaf samráðsfundar stjórnvalda um stefnu og aðgerðir til lengri tíma vegna kórónuveirunnar. Hún undirstrikaði mikilvægi þess sætta ólík sjónarmið á þessum erfiðu tímum.
20.08.2020 - 09:54
Greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimila
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að greina raungögn um rekstur og rekstrarkostnað hjúkrunarheimila. Nokkuð hefur borið á óánægju meðal sveitastjórna undanfarin misseri vegna fjárveitinga til hjúkrunarheimila og hafa nokkur sveitarfélög ýmist ákveðið eða undirbúa að slíta samningum við ríkið um reksturinn.
Áhrifaríkast að skima alla farþega og í tvígang
Í þeim tillögum sem sóttvarnalæknir reifar í minnisblaði til heilbrigðisyfirvalda um skimun segir hann að núverandi fyrirkomulag, tvær skimanir og heimkomusmitgát, sé sennilega næmasta aðgerðin til að koma í veg fyrir að kórónuveiran berist til landsins, en hún sé kostnaðarsöm.
Heilbrigðisráðherra skerpir á samkomutakmörkunum
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að gera breytingar á auglýsingu þeirri sem tók gildi 31. júlí. Breytingarnar lúta í fyrsta lagi að því að skýra betur hve margir viðskiptavinir verði inni í matvöruverslunum hverju sinni.
Myndskeið
Svandís: Tillögurnar taki gildi fljótt
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sitja nú á fundi í Ráðherrabústaðnum. Þar er minnisblað sóttvarnalæknis með tillögum um hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar til umræðu og tekin verður afstaða til þeirra. Sóttvarnalæknir sendi heilbrigðisráðherra tillögurnar í gærkvöldi.
Öllum tryggt aðgengi að sjúkraflugi
Allir hafa nú tryggt aðgengi að sjúkraflugi óháð því hvort þeir eru sjúkratryggðir hér á landi. Þetta kemur fram í breytingu heilbrigðisráðherra á reglugerð þar sem brugðist er við óvissu um hver skuli greiða fyrir sjúkraflug sjúklinga sem ekki eru sjúkratryggðir. Ríkinu er skylt að veita fólki neyðaraðstoð samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.
Nýjar tillögur frá sóttvarnalækni til ráðherra
Sóttvarnalæknir sendi minnisblað með nýjum tillögum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gærkvöldi. Þetta staðfestir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur í sóttvörnum hjá Embætti landlæknis.
Fjöldatakmarkanir rýmkaðar í þúsund 4. ágúst
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja núgildandi auglýsingu um takmörkun á samkomum óbreytta til 4. ágúst. Fjöldatakmörkun á samkomum miðast því áfram við 500 manns næstu tvær vikur en hækkar að þeim loknum í þúsund manns.
Mega fara í búð en ekki hitta fleiri en 10 í einu
Þeir sem eru búsettir hér á landi eða eru íslenskir ríkisborgarar og fara í sýnatöku á landamærunum eiga að viðhafa svokallaða heimkomusmitgát í fjóra til fimm daga, að því er kemur fram í minnisblaði heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnarinnar. Fólk má fara út í búð, í strætó en ekki hitta fleiri en tíu í einu. Þá má það ekki faðma, heilsa með handabandi eða umgangast viðkvæma.
Þarf að hugsa skimun upp á nýtt, segir landlæknir
Alma Möller landlæknir segir að hugsa þurfi landamæraskimun upp á nýtt eftir að Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tilkynnti í opnu bréfi til forsætisráðherra í dag að fyrirtækið myndi hætta skimun 13. júlí. Kári segir líka í bréfinu að Íslensk erfðagreining ætli að hætta samskiptum við landlækni og sóttvarnalækni frá og með deginum í dag.
500 manna fjöldatakmörk framlengd til 26. júlí
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, að tillögu sóttvarnalæknis, að framlengja takmörkun á samkomum um þrjár vikur, þ.e. til 26. júlí. Fjöldatakmörk á samkomum miðast því áfram við 500 manns. Opnunartími spilasala og veitingastaða með vínveitingaleyfi verður einnig óbreyttur og verður áfram heimilt að hafa opið til 23.00 á kvöldin. 
Svandís ætlar ekki að tjá sig í bili vegna ummæla Kára
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar ekki að tjá sig í bili vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gærkvöldi. Þar sagði hann að ekki hafi verið haft samband við ÍE vegna fyrirhugaðrar skimunar við kórónaveirunni á Keflavíkurflugvelli sem hefjast á 15. júní.
Myndskeið
Getum fagnað þessum áfanga, segir Þórólfur
Í dag voru tímamót í kórónuveirufarsóttinni hérlendis. Verulegar tilslakanir á samkomutakmörkunum tóku gildi og lífið færist smám saman í eðlilegra horf. Sóttvarnalæknir sagði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag að Íslendingar gætu vel fagnað árangrinum í baráttunni við kórónuveiruna. Aðeins sex hafa greinst í maí. Þríeykið steig á stokk í tilefni dagsins.
Ekki allir á biðlistanum hafi þörf fyrir meðferð á Vogi
Í mars 2020 voru 530 einstaklingar á biðlista eftir innlögn á Vogi, af þeim voru 115 komnir með innlagnardag á næstu þremur vikum. Ráðherra telur að hægt væri að stytta biðlista verulega með faglegri aðgangsstýringu, því ekki allir á biðlistanum hafi raunverulega þörf fyrir meðferð á Vogi.
03.04.2020 - 18:24
Aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmum bakteríum
Sjóður sem fjármagnar verkefni í baráttu gegn sýklalyfjaónæmi var stofnaður í vikunni. 30 milljónir renna í sjóðinn í ár. Fjármagn er tryggt næstu þrjú árin. Ráðherra segir sjóðinn mikilvægan áfanga í að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería hér á landi.
Hjúkrunarrýmum Höfða fjölgar úr 65 í 69 á næsta ári
Höfði á Akranesi fær varanlega heimild til að reka fjögur hjúkrunarrými sem þar hafa verið notuð tímabundið sem biðrými fyrir Landspítalann. Rýmin voru ætluð þeim sem tilbúin voru til að útskriftast af Landspítala en biðu eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili.
Segir starfsfólk HSS uggandi um störf sín
Starfsfólk á slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja óttast um störf sín og hefur verulegar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin á vinnustaðnum, og var erfið fyrir. Óánægja er meðal starfsfólks með nýjan forstjóra. Þá eru samskipti milli starfsfólks og framkvæmdastjórnar sögð hafa verið engin undanfarnar vikur. Auk þess hafi stofnunin lengi verið fjársvelt.