Færslur: heilbrigðiskerfið

Myndskeið
Sjúkrahótel mun kannski hýsa erlenda ferðamenn
Líkur standa til að nýtt sjúkrahótel Landspítalans muni hýsa erlenda ferðamenn í bland sjúklinga spítalans og aðstandendur þeirra. Enn er óvíst hver rekur hótelið þegar það verður opnað en stefnt er að því að bjóða út reksturinn, þvert á óskir Landspítalans. Enn er framkvæmdum ekki lokið við hótelið en verktaki átti að afhenda húsið í gær.
Færri hljóta örorku eftir aukna niðurgreiðslu
Hægt er að færa rök fyrir því að færri hljóti örorku vegna stoðkerfisvanda eftir aukna greiðsluþátttöku ríkisins við sjúkraþjálfun, að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, prófessors í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Færri hafa hlotið örorku vegna stoðkerfissjúkdóma á þessu ári en undanfarin tíu ár.
Fengi lífsnauðsynlegt lyf væri hann ári yngri
Lyf við banvænum taugasjúkdómi hefur verið samþykkt fyrir fólk 18 ára og yngra. Piltur á nítjánda ári sem fær ekki lyfið segir að því fylgi mikil reiði og sorg. Móður hans finnst að það ætti að leggja allt í sölurnar til að þeir sem þurfa, fái lyfið.
04.11.2018 - 18:54
Viðtal
Tvö tilfelli af afrískum augnormi hér á landi
Tvö tilfelli af lóasýki, eða afrískum augnormi, hafa komið upp hér á landi að undanförnu, í fólki sem dvalið hafði í Afríku. Augnlæknir segir að með auknum ferðalögum berist áður óþekktir sjúkdómar og sýkingar til landsins.
06.09.2018 - 18:19
Vara við stöðu sérnáms lækna
Læknaráð Landspítala varar við ófremdarástandi í íslensku heilbrigðiskerfi vegna stöðu sérnáms lækna. Í ályktun á aðalfundi ráðsins í gær beinir það þeim tilmælum til heilbrigðisráðherra og landlæknis að efla og tryggja framhaldsnám lækna hér á landi. Aðeins séu læknar í viðurkenndu, fullu sérnámi í heimilislækningum og geðlækningum hér á landi. „Það sérnám sem boðið er upp á er aðeins hlutanám og oft ekki formlega viðurkennt,“ segir í ályktuninni.
19.05.2018 - 11:32
Þriðjungur ljósmæðra á aldrinum 60 til 70 ára
Lítil nýliðun og þar af leiðandi hækkandi meðalaldur í heilbrigðisstéttum er mikið áhyggjuefni, segir formaður lífeindafræðinga. Meðalaldur þeirra er 55 ár. Svo fáir lífeindafræðingar starfa hjá ríkinu að blóðsýnatökur sjúkrahúsanna eru að mestu leyti mannaðar úr öðrum starfsstéttum.
08.05.2018 - 19:37
Lýsa yfir stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra
Læknafélag Íslands, Félag lífeindafræðinga og deildarfundur Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands lýsa yfir stuðningi við Ljósmæðrafélag Íslands í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þetta kemur fram aðskildum ályktunum sem félögin og fundurinn hafa sent frá sér.
27.04.2018 - 16:27
Telja vísbendingar um gerviverktöku lækna
Heilsugæsla á landsbyggðinni glímir við margþættan vanda sem þó er breytilegur á milli heilbrigðisumdæma. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um heilsugæslu á landsbyggðinni sem kom út í dag. Vísbendingar eru um gerviverktöku þegar læknar ráða sig í sem verktaka til lengri tíma og hafa fasta búsetu á staðnum þar sem heilbrigðisstofnunin er.
27.04.2018 - 12:30
Sjúkraflutningar aukist vegna ferðamanna
Heilbrigðisráðherra segir ljóst að umtalsverður fjöldi sjúkraflutninga hér á landi komi til vegna erlendra ferðamanna og hafi aukist jafnt og þétt. Kallað var eftir stefnu um sjúkraflutninga á Alþingi í gær.  
Kanna kosti rafrænna fylgiseðla lyfja
Til skoðunar er á Norðurlöndum að ríkin sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf á öruggan hátt til sjúklinga eru til skoðunar hjá Lyfjastofnun Evrópu.
13.12.2017 - 23:17
Fjöldi aldraðra fastur á Landspítala
Nýting legurýma á Landspítala hefur verið 100 til 110 prósent. Aldrað fólk sem bíður eftir vist á hjúkrunarheimili eða öðru úrræði er í 18 prósent legurýma spítalans. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Viðtal
Tekur vel í hugmyndir landlæknis
Fjarlækningaþjónusta á vegum Landspítala í samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni gæti verið góður kostur til að bæta aðgengi með hlutfallslega litlum kostnaði, að dómi Ólafs Baldurssonar, lækningaforstjóra Landspítalans.
Þurfa að borga meira fyrir tíma hjá lækni
Sá hluti sem konur greiða fyrir tíma hjá kvensjúkdómalækni hækkar úr tæplega 8.900 krónum í rúmlega tólf þúsund krónur frá og með fyrsta maí. Hlutur sjúklinga á tíma hjá háls nef og eyrnalækni hækkar um rúmlega tvö þúsund krónur og kostar eftir hækkun 9.800 krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ, sem mótmælir of háu kostnaðarþaki í greiðsluþátttöku sjúklinga.
10.03.2017 - 12:07
Fimm um starf forstjóra Heilbrigðisstofnunar
Sex sóttu um embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða en einn dró umsókn sína til baka. Stofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu á Vestfjörðum og er með fjölmennustu vinnustöðum Vestfjarða en þar starfa að jafnaði 250 manns.
26.08.2016 - 15:02
Konur á Suðurnesjum síður í krabbameinsleit
Töluverður munur er á heilsu og líðan landsmanna eftir því hvar þeir búa. Þetta sýna nýir lýðheilsuvísar sem Landlæknisembættið hefur gefið út. Vísarnir eru 44 talsins og veita fjölbreyttar upplýsingar um styrkleika og veikleika hvers heilbrigðisumdæmis. Spegillinn ræddi vísana við tvo starfsmenn Landlæknisembættisins sem komu að vinnunni. Þeir vonast til þess að vísarnir geri yfirvöldum á hverju svæði kleift að efla lýðheilsu með markvissum hætti og forgangsraða út frá sérkennum hvers svæðis.
06.06.2016 - 18:02
Tímasetning mikilvægari en staðsetning
Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, segir að tímasetning sé mun mikilvægari en staðsetning þegar komi að því að reisa nýjan Landspítala. Sjúkir og meiddir séu á vergangi á Íslandi. Hann segir rök um fjarlægð spítalans frá Háskólanum hlægileg í þessu samhengi. Hún sé víðast hvar meiri en hér.
20.04.2016 - 06:45
  •