Færslur: heilbrigðiskerfið

Ekki meiri einkarekstur í kerfið segir forsætisráðherra
Forsætisráðherra segir áherslur Sjálfstæðismanna og Vinstri grænna um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu ekki fara saman. Blandað kerfi sé í heilbrigðiskerfinu og hafi verið árum saman. Meðan skýrar skorður séu um þá starfsemi gangi það upp. 
Sjónvarpsfrétt
Efla þyrfti endurhæfingu aldraðra
Efla þarf endurhæfingu aldraðra, að mati yfirlæknis öldrunarlækninga á Landspítala. Fjölgun hjúkrunarrýma sé ekki endilega lausnin á vanda öldrunarþjónustunnar. Hjúkrunarheimili geti eflt starfsemi sína en ekki hafi verið pólitískur vilji fyrir þeirri lausn.
Morgunútvarpið
Áratugaverkefni að snúa við þróuninni
Prófessor í barnalækningum segir að Ísland sé eftirbátur annarra Norðurlanda í rannsóknum og nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Vandinn sé uppsafnaður eftir langvarandi fjársvelti og bitni verulega á heilsu og lífsgæðum landsmanna. Það sé áratugaverkefni að snúa þróuninni við.
Mannekla og mikið álag veldur vandræðum á SAk
Mannekla og mikið álag vegna covid og fjölda ferðamanna hefur valdið miklum vandræðum á Sjúkrahúsinu á Akureyri í sumar. Starfsmenn hafa verið kallaðir úr sumarleyfum til að bregðast við ástandinu sem ekki sér fyrir endann á.
Örþrifaráð að kalla fólk í vinnu úr sumarfríi
Mikið álag er á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fólk hefur verið kallað til vinnu úr sumarfríi. Forstjóri sjúkrahússins segir að það sé örþrifaráð. Hún býst við að sumarið verði áfram erfitt.
Upplýsingagjöf til sjúklinga varðveitir traust
Jafnvel þó mistök verði við veitingu heilbrigðisþjónustu eru samskipti við skjólstæðinga og upplifun þeirra af því að sjálfræðisrétturinn sé virtur mikilvægust við varðveislu trausts innan heilbrigðiskerfisins.
25.06.2022 - 18:22
Morgunútvarpið
Segir óreiðu í skipulagi heilbrigðisþjónustu
Forstjóri Landspítala segir vanda spítalans grafalvarlegan og gríðarstóran. Skilgreina þurfi hlutverk Landspítala betur, skipulagsóreiða hafi verið í heilbrigðisþjónustu, einkum á höfuðborgarsvæðinu, í mörg ár og það hafi legið fyrir í mörg ár að verkefnum spítalans myndi fjölga.
Sjónvarpsfrétt
Úrvinda og gat ekki meira eftir álag á Landspítala
Barnalæknir á Landspítalanum sem glímdi við kulnun eftir langvarandi álag í starfi segir að heilbrigðiskerfið verði að opna augun fyrir þeim afleiðingum sem það geti haft á starfsfólk og sjúklinga. Sjálfur hafi hann verið hættur að sofa og stundum varla munað eftir bílferðinni í vinnuna. Illa geti farið ef fólk fái ekki tækifæri til að stíga til hliðar og draga andann.
18.05.2022 - 19:10
sjónvarpsfrétt
Til greina kæmi að kalla inn einkennalítið starfsfólk
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir að ef áhrif veikinda verði mikil á starfsemina verði það leyst með tilfærslu starfsfólks. Til greina komi að kalla smitaða til starfa ef þeir eru með minniháttar einkenni.
Helstu breytingar sem tóku gildi á miðnætti
Ekki verður lengur heimilt að hleypa fleirum inn á viðburði en fjöldatakmarkanir leyfa með því að framvísa hraðprófi. Það er samkvæmt reglugerð um sóttvarnaaðgerðir innanlands sem tóku gildi á miðnætti. Reglurnar gilda til og með miðvikudeginum 2. febrúar næstkomandi.
Ástandið í heilbrigðiskerfinu jaðri við sturlun
Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir ástandið í heilbrigðiskerfinu jaðra við sturlun. Ófært sé að bjóða sjúklingum og starfsfólki upp á ástand sem þetta. Stjórnvöld verði að gera eitthvað róttækt í málefnum spítalans og það strax. Ástandið á bráðamóttökunni sé ófært.
Yfirlæknar benda á galla í hönnun nýs rannsóknahúss
Yfirlæknar á Landspítala hafa ítrekað bent á hönnunargalla í hönnun nýs rannsóknarhúss Landspítala en segja samráð við lækna hafa skort verulega. Bæði séu fyrirhuguð opin skrifstofurými fyrir lækna mjög óhentug vinnuaðstaða og áætluð staðsetning þyrlulendingarpalls gæti raskað rannsóknum í húsinu.
Kastljós
Segir vont að Landspítalinn sé á föstum fjárlögum
Björn Zoëga, forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, telur að einn helsti vandi Landspítalans felist í því að hann sé á föstum fjárlögum en ekki fjármagnaður eftir afköstum. Hann telur að það væri til bóta að spítalinn hefði sérstaka stjórn, og að hún væri eins konar millistig milli pólitíkusa og stjórnenda spítalans.
06.09.2021 - 20:20
Fréttaskýring
LSH hefur þurft að herða sultarólina vegna launahækkana
Prófessor í hagfræði telur að bæði stjórnvöld og stjórnendur Landspítalans hafi rétt fyrir sér í deilu um fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, en þar sem launahækkanir vegi þungt þurfi spítalinn að herða sultarólina. Langvarandi álag árum saman kemur fram í áfallastreituröskun segir formaður fagráðs. Heilbrigðismálin eru eitt af stóru kosningamálunum.
Næsti faraldur verði faraldur kulnunar
Alþjóðastofnanir spá því að næsti heimsfaraldur verði faraldur kulnunar. BSRB sendi minnisblað vegna þessa til yfirvalda í dag, þar sem lagðar eru til heilsuverndandi aðgerðir fyrir framlínustarfsfólk sem og almenning.
Læknar segja öryggi sjúklinga á bráðadeild ekki tryggt
Félag bráðalækna telur að veikum og slösuðum sjúklingum á bráðadeild Landspítala sé stefnt í hættu með „grafalvarlegri undirmönnun“. Öryggi sjúklinga þar sé ekki tryggt og lífi landsmanna þannig stefnt í hættu. Í nýrri yfirlýsingu félagsins er þess krafist að landlæknir knýi á um úrbætur á deildinni af hálfu framkvæmdastjóra og forstjóra spítalans.
05.06.2021 - 10:12
Brýnt að bregðast við undirmönnun í heilbrigðiskerfinu
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipaði á dögunum í landsráð í heilbrigðisþjónustu. Ráðinu er ætlað að eiga reglulega fundi um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu og skila ráðherra tillögum að endurbótum.
„Stríðið gegn offitu hefur mislukkast hrapallega“
Samtök um líkamsvirðingu lýsa yfir áhyggjum af sjúkdómsvæðingu holdafars og aðgerðaleysi vegna fitufordóma og mismununar. Það eigi sér meðal annars stað innan íslenska heilbrigðiskerfisins og í stefnumótun Landlæknisembættisins.
Kveikur
Læknar í einkarekstri vilja engin mörk
Í áratugi hefur verið knúið á um breytingar á því kerfi sem sjálfstætt starfandi sérgreinalæknar starfa eftir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að heilbrigðisyfirvöld hafa litla stjórn á því, bæði útgjöldum og vexti. Og nú þegar búið er að ákveða að breyta því er mótstaðan mikil.
33 innanlandssmit - 20 voru í sóttkví
33 ný innanlandssmit greindust hér á landi í gær. 20 þeirra voru í sóttkví við greiningu. Það er minna en í gær og nýgengi innanlandssmita, er nú 248,7 sem er talsvert lægra en í gær. 21 er á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu með COVID-19.
Fékk ekki niðurstöðuna fyrr en sjö árum síðar
Kona, sem fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda, greindist með krabbamein í legi tveimur árum síðan. Nýverið bað hún um að sjö ára gamalt sýni sitt yrði endurskoðað en í því voru frumubreytingar. Henni var sagt að ekki hefði náðst í hana á sínum tíma til að láta hana vita af niðurstöðunum.
1.193 börn bíða eftir sálfræðigreiningu eða -meðferð
1.193 börn um allt land bíða eftir greiningu eða meðferð við geðrænum og sálrænum vanda. Fjölmennastur er biðlistinn á Þroska- og hegðunarstöð þar sem 584 börn bíða greiningar. 107 börn bíða eftir greiningu og meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL og níu börn eru á biðlista eftir innlögn á deildina.
Spegillinn
Svíar auka framlög til heilbrigðismála um 300 milljarða
Sænska ríkisstjórnin tilkynnti á mánudag að framlög til heilbrigðismála verða aukin um tugi milljarða, enda mikið álag á heilbrigðiskerfi landsins vegna COVID-19. Faraldurinn virðist í rénun í Svíþjóð en heilbrigðisstarfsfólk er margt úrvinda og biðlistar eftir læknisþjónustu lengjast og lengjast.
09.09.2020 - 17:00
Ómögulegt að meta aukinn kostnað heilbrigðiskerfisins
Komið verður til móts við kostnað heilbrigðiskerfisins vegna COVID-19 faraldursins í fjáraukalögum sem koma fyrir þingið í haust. Þetta segir Haraldur Benediktsson.varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir ómögulegt að meta hversu mikill þessi kostnaður verði.
31.07.2020 - 12:36
Segir ólíklegt að Landspítali fái meira fé í ár
Ólíklegt er að aukið fjármagn verði sett í rekstur Landspítala í ár. Kanna þarf hvort ekki sé hægt að nýta fjármuni spítalans betur og þar eru mikil tækifæri til hagræðingar. Þetta segir Haraldur Benediktsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, í Morgunblaðinu í dag.