Færslur: heilbrigðiskerfið

Læknar segja öryggi sjúklinga á bráðadeild ekki tryggt
Félag bráðalækna telur að veikum og slösuðum sjúklingum á bráðadeild Landspítala sé stefnt í hættu með „grafalvarlegri undirmönnun“. Öryggi sjúklinga þar sé ekki tryggt og lífi landsmanna þannig stefnt í hættu. Í nýrri yfirlýsingu félagsins er þess krafist að landlæknir knýi á um úrbætur á deildinni af hálfu framkvæmdastjóra og forstjóra spítalans.
05.06.2021 - 10:12
Brýnt að bregðast við undirmönnun í heilbrigðiskerfinu
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra skipaði á dögunum í landsráð í heilbrigðisþjónustu. Ráðinu er ætlað að eiga reglulega fundi um mönnun og menntun í heilbrigðiskerfinu og skila ráðherra tillögum að endurbótum.
„Stríðið gegn offitu hefur mislukkast hrapallega“
Samtök um líkamsvirðingu lýsa yfir áhyggjum af sjúkdómsvæðingu holdafars og aðgerðaleysi vegna fitufordóma og mismununar. Það eigi sér meðal annars stað innan íslenska heilbrigðiskerfisins og í stefnumótun Landlæknisembættisins.
Kveikur
Læknar í einkarekstri vilja engin mörk
Í áratugi hefur verið knúið á um breytingar á því kerfi sem sjálfstætt starfandi sérgreinalæknar starfa eftir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að heilbrigðisyfirvöld hafa litla stjórn á því, bæði útgjöldum og vexti. Og nú þegar búið er að ákveða að breyta því er mótstaðan mikil.
33 innanlandssmit - 20 voru í sóttkví
33 ný innanlandssmit greindust hér á landi í gær. 20 þeirra voru í sóttkví við greiningu. Það er minna en í gær og nýgengi innanlandssmita, er nú 248,7 sem er talsvert lægra en í gær. 21 er á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu með COVID-19.
Fékk ekki niðurstöðuna fyrr en sjö árum síðar
Kona, sem fór í leghálsskimun hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins árið 2013 án athugasemda, greindist með krabbamein í legi tveimur árum síðan. Nýverið bað hún um að sjö ára gamalt sýni sitt yrði endurskoðað en í því voru frumubreytingar. Henni var sagt að ekki hefði náðst í hana á sínum tíma til að láta hana vita af niðurstöðunum.
1.193 börn bíða eftir sálfræðigreiningu eða -meðferð
1.193 börn um allt land bíða eftir greiningu eða meðferð við geðrænum og sálrænum vanda. Fjölmennastur er biðlistinn á Þroska- og hegðunarstöð þar sem 584 börn bíða greiningar. 107 börn bíða eftir greiningu og meðferð á barna- og unglingageðdeild Landspítala, BUGL og níu börn eru á biðlista eftir innlögn á deildina.
Spegillinn
Svíar auka framlög til heilbrigðismála um 300 milljarða
Sænska ríkisstjórnin tilkynnti á mánudag að framlög til heilbrigðismála verða aukin um tugi milljarða, enda mikið álag á heilbrigðiskerfi landsins vegna COVID-19. Faraldurinn virðist í rénun í Svíþjóð en heilbrigðisstarfsfólk er margt úrvinda og biðlistar eftir læknisþjónustu lengjast og lengjast.
09.09.2020 - 17:00
Ómögulegt að meta aukinn kostnað heilbrigðiskerfisins
Komið verður til móts við kostnað heilbrigðiskerfisins vegna COVID-19 faraldursins í fjáraukalögum sem koma fyrir þingið í haust. Þetta segir Haraldur Benediktsson.varaformaður fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir ómögulegt að meta hversu mikill þessi kostnaður verði.
31.07.2020 - 12:36
Segir ólíklegt að Landspítali fái meira fé í ár
Ólíklegt er að aukið fjármagn verði sett í rekstur Landspítala í ár. Kanna þarf hvort ekki sé hægt að nýta fjármuni spítalans betur og þar eru mikil tækifæri til hagræðingar. Þetta segir Haraldur Benediktsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, í Morgunblaðinu í dag.
Páll vill greiða milljarðinn fyrir júlíbyrjun
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala hefur lagt til við stjórnvöld að álagsgreiðslur, sem heilbrigðisstarfsfólki hafði verið lofað vegna framlags síns í COVID-19 faraldrinum, verði greiddar út fyrir næstu mánaðamót. Þetta sagði Páll í Kastljósi kvöldsins.
Lítið um lokanir á Landspítala í sumar
Talsvert minna verður um lokanir á Landspítala í sumar en verið hefur undangengin sumur. Þetta segir Páll Matthíasson forstjóri spítalans. Hann segir að betur gangi að fá fólk til afleysinga nú en áður. 
Bíða viðbragða heilbrigðisráðuneytis við biðlistum
Engar ákvarðanir hafa verið teknar af hálfu heilbrigðisráðuneytisins um hvernig eigi að bregðast við biðlistum eftir aðgerðum í kjölfar COVID-19 faraldursins. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu, sem segir annaðhvort þurfa aukið fjármagn til Landspítala eða að fela öðrum verkefnin.
29.05.2020 - 06:40
30 fleiri á bráðamótttöku en pláss leyfir
Áttatíu og tveir verða í nótt á bráðamótttöku Landspítalans, um þrjátíu fleiri en er pláss fyrir. Marta Jónsdóttir formaður hjúkrunarráðs Landspítala segir ástandið alvarlegt. Meðalbiðtími hefur aukist um tíu klukkustundir á tveimur árum.
06.01.2020 - 22:10
Hjúkrunarrýmum Höfða fjölgar úr 65 í 69 á næsta ári
Höfði á Akranesi fær varanlega heimild til að reka fjögur hjúkrunarrými sem þar hafa verið notuð tímabundið sem biðrými fyrir Landspítalann. Rýmin voru ætluð þeim sem tilbúin voru til að útskriftast af Landspítala en biðu eftir varanlegri búsetu á hjúkrunarheimili.
Fækkun rúma á geðdeild óásættanleg
Geðdeild er komin að sársaukamörkum vegna fækkunar legurýma að mati framkvæmdastjóra geðsviðs. Viðhald á húsnæði geðdeildarinnar gæti orðið 1,6 milljarðar króna. Velferðarnefnd Alþingis fékk kynningu á stöðu geðdeildar Landspítalans í morgun. 
14.10.2019 - 12:35
Oflækningar geta valdið skaða
Læknafélagið ætlar að skoða oflækningar og kanna viðhorf lækna til fullyrðinga um að oflækningar séu stundaðar hér á landi. Þetta segir Reynir Arngrímsson formaður Læknafélagsins í Læknablaðinu. Átakið leiði til faglegra endurbóta á þjónustunni en strandi hins vegar á fjármagni. Hann segir nauðsynlegt að spyrja hvort sannanlega sé þörf á meðferð eða rannsókn í hverju tilviki. Stefán Hjörleifsson læknir segir að fólk geti orðið fyrir skaða við oflækningar.
11.07.2019 - 09:10
Öryggi mikilvægt í fjarheilbrigðisþjónustu
Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Landlæknisembættinu segir Íslendinga ekki komna jafn langt og önnur lönd í þróun fjarheilbrigðisþjónustu, sem er ein af aðgerðum byggðaáætlunar til næstu fimm ára. Markmiðið sé að jafna aðgengi að heilsugæsluþjónustu.
140 rúm ónotuð í júlí vegna manneklu
Landspítalinn þarf að draga meira úr starfsemi sinni í sumar en síðustu ár. Hátt í 140 legurými verða lokuð mestan júlí. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að þetta sé að mestu leyti vegna manneklu og að sumarið verði krefjandi. Yfir hásumarið verða 83% legurýma spítalans opin. 
24.06.2019 - 11:41
Margir hjúkrunarfræðingar í streitumeðferð
Heilbrigðisstarfsfólk, svo sem hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar, mynda stærsta hluta þeirra sem eru í streitumeðferð Heilsustofnunar NLFÍ, auk annarra sem sinna umönunarstörfum.
15.06.2019 - 08:00
Þrjátíu prósent barna á Íslandi fá rör í eyru
Það er kominn tími til að endurskoða hefð fyrir röraaðgerðum á Íslandi að mati Ásgeirs Haraldssonar, yfirlæknis á barnadeild Landspítalans. Ný rannsókn sýnir að bólusetning gegn pneumókokkum beri góðan árangur.
09.06.2019 - 12:15
Myndskeið
Samfélagið sparar milljarð á bólusetningu
Bólusetning við pneumókokkum hefur sparað íslensku samfélagi um milljarð á fimm árum, þrátt fyrir að bóluefnið sé eitt hið dýrasta í heimi. Elías Eyþórsson, læknir segir að röra-aðgerðum við eyrnabólgu hafi þó ekki fækkað.
08.06.2019 - 21:11
Óásættanlegur árangur í biðlistaátaki
Biðtími eftir liðskiptum er enn langt umfram viðmið, að því er fram kemur í greinargerð Landlæknis. Heilbrigðisráðherra segir árangurinn óásættanlegan. Alma Möller, landlæknir stingur upp á því að bjóða þjónustuna út ef ekki næst að leysa fráflæðisvanda Landspítalans.
23.05.2019 - 12:46
Þjónusta við fólk með heilabilun of flókin
Jón Snædal öldrunarlæknir segir að flækjustig í þjónustu við fólk með heilabilun sé allt of hátt. Fjölmargir komi að þjónustunni og þeir stefni ekki alltaf í sömu átt. Jón hefur tekið að sér að móta stefnu í málefnum þeirra sem eru með heilabilun.
04.03.2019 - 16:52
Myndskeið
Enginn veit hve margir þjást af heilabilun
Ekki er vitað hve margir þjást af heilabilun hér á landi því engin skrá er yfir sjúkdóminn. Talið er að 300 greinist hér árlega. Biðlistar eru langir og brýnt að kortleggja vandann segir Helga Eyjólfsdóttir, sérfræðingur í öldrunarlækningum á minnismóttöku Landspítalans. Aðstandendur fólks sem hefur greinst ungt með heilabilun segja að greiningarferlið sé erfitt og taki langan tíma
03.03.2019 - 20:58