Færslur: heilbrigðiskerfi

Vonast til að Englendingar standist áhlaup omíkron
Boris Johnson forsætisráðherra kveðst vonast til þess að Englendingar standist áhlaup yfirstandandi kórónuveirubylgju án þess að grípa þurfi til frekari takmarkana á athafnafrelsi fólks. Heilbrigðiskerfisins bíði þó ströng glíma við omíkron-afbrigðið og afleiðingar þess.
Áætlun B gildir áfram til að vernda heilbrigðiskerfið
Áætlun B fyrir kórónuveirufaraldurinn gildir áfram á Englandi enda fer álag á heilbrigðiskerfið þar vaxandi. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir að það sé fásinna að halda að faraldurinn sé yfirstaðinn.
Líklegt að þrýstingur aukist á breskt heilbrigðiskerfi
Líkurnar á því að fólk sem smitast af omíkron-afbrigði kórónuveirunnar þurfi á sjúkrahúsvist að halda virðast vera þriðjungur þess sem átti við um delta-afbrigðið. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar breskrar rannsóknar.
Bráðabirgðarými reist við ensk sjúkrahús
Hafin er bygging bráðabirgðasjúkrahússrýma á Englandi svo bregðast megi við gríðarlegri fjölgun kórónuveirusmita í landinu af völdum omíkrón-afbrigðisins. Forsætisráðherra brýnir landa sína til að þiggja örvunarbólusetningu.
Fauci varar við nöprum Omíkron-vetri
Anthony Fauci, sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar varar við því að framundan geti verið erfiðar vikur og mánuðir vegna útbreiðslu Omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar um heimsbyggðina.
Tæplega 100 manns sem eiga ekki að vera á Landspítala
Áskorun sem ekki verður vikist undan og ástand sem jaðrar við sturlun eru orð sem yfirlæknir á bráðamóttöku og framkvæmdastjóri meðferðarsviðs LSH nota um stöðuna á Landspítalanum. Tæplega hundrað manns eru á sjúkrahúsinu sem ættu að hafa annan dvalarstað.
12.10.2021 - 12:49
Morgunvaktin
Heilbrigðisþjónusta ekki eins og að kaupa vöru úr búð
Formaður BSRB segir ekki hægt að sýna fram á með vísindalegum rökum að markaðurinn leysi vanda heilbrigðiskerfisins. Brýnt sé að tryggja fjármagn, jafna möguleika og samhæfingu kerfisins.
Stökkbreytt afbrigði draga úr vonum um hjarðónæmi
Umdæmisstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu er efins um að viðnám bóluefna dugi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Ný stökkbreyttt afbrigði veirunnar draga úr vonum um að hjarðónæmi náist.
Greiningarlykill nauðsyn til að finna mygluveikindi
Brýnt er að unnt sé að greina veikindi fólks vegna myglu og rakaskemmda fljótt og vel og sérstakur greiningarlykill þarf að vera til í heilbrigðiskerfinu til að veiku fólki sé vísað rétta leið, en velkist ekki um í kerfinu og gefist upp. Þetta segir formaður Samtaka um áhrif umhverfis á heilsu. Landlækni hefur verið sent erindi vegna þessa.
15.06.2021 - 12:29
Aðgerðum ber að vera löglegar, gegnsæjar og tímabundnar
Berglind Svavarsdóttir formaður Lögmannafélags Íslands segir viðbrögð heilbrigðisyfirvalda og aðila innan heilbrigðiskerfisins við niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að lagastoð skorti fyrir reglugerð um dvöl fólks frá áhættusvæðum í sóttkvíarhóteli, hafa um margt verið sérstök og umræðan þeim ekki til framdráttar.
Vantar heildarúttekt á áhrifum opinna landamæra 
Efnahagskerfi heimsins og ekki síst heilbrigðiskerfi ríkja heimsins ráða mjög misjafnlega vel við veirufaraldurinn. Þetta segir Guðrún Johnsen, hagfræðingur og efnahagsráðgjafi VR. Hagsmunir ferðaþjónustunnar hér á landi hafi verið kortlagðir en síður hagsmunir annarra starfsgreina. Gera þurfi heildarúttekt á áhrifum opinna landamæra á Ísland. 
11.08.2020 - 16:11