Færslur: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Ístegundir frá Ketó Kompaníinu innkallaðar
Ketóís frá Ketó Kompaníinu og ístegundir frá Pizzunni voru innkallaðar í dag og sala á þeim stöðvuð. Frá þessu er greint á vef Reykjavíkurborgar í dag. Við eftirlit heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kom í ljós að matvælaöryggi varanna var ekki tryggt á framleiðslustað og hætta á að varan sé ekki örugg til neyslu. Innköllunin á við sex ístegundir, þar af tvær merktar Pizzunni.
Íbúar kvarta undan hávaða frá Sundahöfn
Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hafa borist sex kvartanir frá því í byrjun ágúst vegna hávaða og ónæðis frá starfsemi við Sundahöfn, þar af fimm síðustu fjóra daga. Talið er að hávaðinn síðustu daga hafi borist frá erlendu rannsóknaskipi. Þó nokkrar sambærilegar kvartanir bárust í upphafi ársins, frá íbúum í Laugarneshverfi, Heimum og Grafarvogi.
Unnið að viðgerðum á Korpuskóla yfir páskana
Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla um páskana en við skoðun fundust skemmdir á gólfdúk, í veggjum og vaskaskápum. Ummerki fundust einnig um raka í loftum auk þess sem EFLA verkfræðistofa sem hefur eftirlit með framkvæmdunum gerir athugasemdir við frágang á gluggum, hurðum og í kringum niðurföll.
Innkalla Risaþrist vegna umbúða – „Augljóst plastbragð“
Sælgætisgerðin Kólus ehf. hefur innkallað sælgætið Risaþrist, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Sælgætið er innkallað vegna þess að umbúðirnar, sem eru framleiddar af fyrirtækinu PMT, spilla bragðinu. Snorri Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Kólus ehf., segir í samtali við fréttastofu að það fari ekki milli mála: „Það er alveg augljóst plastbragð,“ segir hann.
Matvælastofnun innkallar Himneskt tahini-mauk
Matvælastofnun í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar Himneskt lífrænt, hvítt tahini-mauk frá Aðföngum.
Talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur fyrirtæki til að kanna ástand olíuskilja og tryggja það að slíkur búnaður virki sem skildi, eftir að talsvert magn af olíu barst í hreinsistöð Veitna í Klettagörðum fyrir helgi.
Kórónuveirusmit í matvælafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
Kórónuveirusmit er komið upp hjá starfsmanni fyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu sem flytur inn og dreifir matvælum. Forstjóri fyrirtækisins segir í samtali við fréttastofu að smitið hafi komið upp í byrjun vikunnar í tíu manna deild þar sem vörum er pakkað og þær merktar. Eitt smit til viðbótar hafi greinst hjá starfsmanni í þeirri deild og alls séu því smitin tvö í fyrirtækinu.
Vilja að hundaeftirlitið sinni hundum
Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu hafa greitt yfir milljarð í hundaleyfisgjöld frá árinu 2007. Þetta segir Freyja Kristinsdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda. Félagið sendi kvörtun til umboðsmanns borgarbúa þar sem þess er krafist að fénu verði eingöngu varið í hundahald en ekki önnur verkefni borgarinnar.
Myndskeið
Þrjátíu bílhlöss af mengun
Þrjátíu bílfarmar af olíumenguðum jarðvegi reyndust vera við Elliðaárnar í Reykjavík. Talið er að sökudólgurinn sé olíutankur, sem rifinn var fyrir þrjátíu árum. Heilbrigðisfulltrúi segir vanta stað fyrir úrgang af þessu tagi. 
18.05.2020 - 19:37