Færslur: Heilbrigðiseftirlit

Sjónvarpsfrétt
Merkilegt samband manns og bíls
Í sambandi manns og bíls geta verið tilfinningar, sem getur hamlað því að óökuhæfum bílum sé fargað, segir heilbrigðisfulltrúi. Allt of mikið sé af bílum sem eru ekki í notkun og vandamálið fari vaxandi.
20.06.2022 - 13:05
Sjónvarpsfréttir
Kisukoti gert að sækja um starfsleyfi
Kona, sem hefur undanfarin 10 ár fóstrað heimilislausa ketti á heimili sínu á Akureyri, þarf nú að sækja um sérstakt starfsleyfi til yfirvalda. Hún telur sig ekki hafa burði til þess en hún hefur enga fjárhagslega aðstoð fengið frá bæjaryfirvöldum.
07.12.2021 - 09:44
Innkalla Nóa konfekt sem gæti innihaldið málmagnir
Matvælastofnun varar við neyslu á ákveðnum tegundum af fylltu konfekti frá Nóa Siríus, en við gæðaeftirlit kom í ljós að málmagnir hafi mögulega dreifst við framleiðslu. Sala á konfektinu hefur verið stöðvuð og þær vörutegundir sem talið er að innihaldi málmagnir hafa verið innkallaðar.
15.11.2021 - 14:12
Óþefur á Ólafsfirði
Um nokkurra ára skeið hafa íbúar Ólafsfjarðar kvartað undan lyktarmengun frá fiskvinnslunni Norlandia í bænum. Í sumar hefur óþefurinn verið óvenjuslæmur og óska íbúar eftir lausn á vandamálinu.
30.08.2021 - 13:04
Matvælastofnun innkallar Himneskt tahini-mauk
Matvælastofnun í samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallar Himneskt lífrænt, hvítt tahini-mauk frá Aðföngum.
Skriður að komast á rannsókn olíumengunar á Hofsósi
Í dag leggur Umhverfisstofnun mat á þær hreinsunaraðgerðir sem gripið hefur verið til vegna olíumengunar á Hofsósi og hvaða ráðstafana er þörf til viðbótar. Sveitarstjórinn í Skagafirði gagnrýnir seinagang stofnunarinnar og hefur sveitarfélagið ákveðið að hefja sjálfstæða rannsókn.
Neytendum stafar ekki hætta af smiti í matvælafyrirtæki
Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar eru sammála um að neytendum stafi engin hætta af smiti sem greindist í gær hjá starfsmanni fyrirtækis sem flytur inn og dreifir matvælum.   
Umfang mengunar enn óráðið
Enn er verið að meta umfang jarðvegsmengunar þar sem olíutankur við afgreiðslustöð N1 á Hofsósi lak. Rúmlega hálft ár er síðan fjölskylda þurfti að flýja að heiman vegna mengunarinnar.
24.06.2020 - 13:18
„Mýta að við búum alltaf við hreint neysluvatn“
Saurmengun greinist að meðaltali í um 50 vatnsveitum á ári hverju, sem er um 5% af skráðum vatnsveitum landsins. Einnig virðist heilbrigðisyfirvöldum á viðkomandi svæðum oft ekki gert viðvart þegar frávika verður vart í eftirliti.
08.06.2020 - 14:58