Færslur: Heilbrigðis- og velferðarmál

Myndskeið
Forstöðumaður Arnarholts: „Ósóminn er varinn ofan frá“
Forstöðumaðurinn í Arnarholti sagði að mikill „sori“ hefði átt sér stað á heimilinu, í bréfi sem hann sendi Borgarspítalanum árið 1984. Hann varpaði ábyrgð meðal annars á yfirhjúkrunarmanninn og sagði að ósóminn væri „varinn ofan frá“. Þá gagnrýndi hann harðlega nefndina sem komst að þeirri niðurstöðu að ekkert þyrfti að gera í Arnarholti. Hann sagði að málið væri rannsóknarefni og spáði að það yrði blaðamál.
Myndskeið
Ætla að krefjast rannsóknar: „Svakalegar upplýsingar“
Vitnaleiðslur starfsfólks í Arnarholti verða nýttar til þess að krefjast þess að farið verði í allsherjarrannsókn á vistun fatlaðs fólks hér á landi, segir formaður Þroskahjálpar. Hún segir að upplýsingarnar sem komi fram í vitnaleiðslunum séu svakalegar, en fullyrðir að það sem átti sér stað í Arnarholti hafi einnig átt sér stað á öðrum vistheimilum. Gögn málsins fundust í skjalasafni Reykjavíkurborgar í dag, en trúnaður ríkir um þau í heila öld.
Viðtal
Ætla að skoða Arnarholt: „Alveg skelfilegar lýsingar“
Lýsingar starfsfólks í Arnarholti eru skelfilegar og nístandi, segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Hann segir að farið verði yfir málið og nauðsynlegt sé að kanna hvort rannsaka þurfi aðbúnað á fleiri vistheimilum. Ráðast verði í slíka skoðun, jafnvel þótt það geti reynst sársaukafullt.
Fólk sem bíður eftir félagshúsnæði gæti kært úthlutun
Fólk á biðlista sveitarfélags eftir húsnæði getur átt rétt á að kæra ákvörðun um úthlutun. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns Alþingis á máli fatlaðrar konu sem hafði kært ákvörðun úrskurðarnefndar velferðarmála um að vísa frá kæru hennar um að annar en hún fékk úthlutað sértæku húsnæðisúrræði í Reykjavík. Í álitinu er lagt til að borgin meti hvort endurskoða þurfi verklag í þessum málaflokki.
Að mestu óbreyttar heimsóknarreglur á hjúkrunarheimilum
Hjúkrunarheimilið Mörk í Reykjavík hefur ákveðið að létta á ströngum heimsóknarreglum sem gilt hafa frá 7. október. Að sögn Ragnhildar Hjartardóttur hjúkrunarframkvæmdastjóra var þá eingöngu leyft að heimsækja heimilismann sem kominn var að lífslokameðferð eða veiktist skyndilega og alvarlega.
Ólík sýn á vægi heimahjúkrunar og -þjónustu
Valbjörn Steingrímsson fyrrverandi forstjóri heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi segir engar sannanir fyrir því að alltaf sé betra að sinna öldruðu fólki á heimilum þess en að það flytji á öldrunarheimili, ef vilji og heilsubrestur kalli á það.
Færeyingar eiga óhikað að geta haldið jólaveislur
Dr. Bjarni á Steig, yfirlæknir á Landssjúkrahúsinu í Færeyjum, telur landsmenn ekki þurfa að sleppa jólamatarveislum þetta árið en hvetur þó til varkárni.
Ómældur ávinningur af forvörnum í heilbrigðikerfinu
Tryggvi Þorgeirsson læknir og forstjóri Sidekickhealth segir ávinning af fyrirbyggjandi aðgerðum innan heilbrigðiskerfisins vera ómældan. Hann var gestur í Silfrinu í morgun ásamt Ernu Sif Arnardóttur lektor við Háskólann í Reykjavík.
Vill greina kæfisvefn fyrr með aðstoð gervigreindar
Erna Sif Arnardóttir lektor við Háskólann í Reykjavík segir heilsufarslegar afleiðingar kæfisvefns geta verið mjög alvarlegar. Hún var einn gesta Baldvins Þórs Bergsonar í Silfrinu í morgun.
Myndskeið
Fengu milljarða fjármögnun og ætla að fjölga fólki
Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health fékk nýverið tæplega þriggja milljarða króna fjármögnun frá stórum erlendum sjóðum. Fyrirtækið stefnir á að þrefalda starfsmannahópinn á allra næstu misserum. Forstjórinn segir að þörf fyrir fjarheilbrigðiskerfi sé enn meiri nú þegar heimsfaraldur geisar.
Ætla að skála í kampavíni þegar hömlum verður aflétt
Hvorki hafa verið skráð ný tilfelli kórónuveirusmita né dauðsfalla af völdum sjúkdómsins í Melbourne í Ástralíu undanfarna tvo sólarhringa.
Baráttan við COVID-19 harðnar í Evrópu
Nýjum kórónuveirutilfellum fjölgar dag frá degi í Evrópu og met eru slegin nánast daglega. Nokkur mismunur er milli landa en ekkert þeirra er óhult fyrir mikilli útbreiðslu veirunnar.
Yfir milljón kórónuveirutilfelli í Kólumbíu
Yfir milljón kórónuveirutilfelli hafa verið skráð í Suður-Ameríkuríkinu Kólumbíu frá því að heimsfaraldurinn skall á. Á síðasta sólarhring bættust við tæplega níu þúsund tilfelli en það fyrsta var skráð í landinu 6. mars. Yfir 30 þúsund hafa látist af völdum COVID-19.
25.10.2020 - 00:41
Sóttkvíartími styttur í Færeyjum
Færeysk stjórnvöld hafa ákveðið að stytta þann tíma sem fólk þarf að vera í sóttkví úr fjórtán dögum í tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem sóttvarnareftirlit eyjanna sendi frá sér í gær.
Hótel bjóða rými fyrir sjúklinga „á kostnaðarverði“
Nokkur einkafyrirtæki hafa boðið heilbrigðisyfirvöldum að leigja húsnæði til að létta álagi af Landspítalanum. Hótel Saga, Hótel Natura og hótelið við Ármúla 9 hafa verið boðin undir slíka starfsemi. Framkvæmdastjóri Icelandair hótelanna segir að það sé samfélagsleg skylda þeirra að hjálpa til og að rýmin séu boðin „á kostnaðarverði“.
Bjóða Hótel Sögu og Natura hótelið fyrir sjúklinga
Bændasamtökin hafa undirritað viljayfirlýsingu við fyrirtækið Heilsuvernd, og boðið afnot af Hótel Sögu til þess að taka við sjúklingum af Landspítalanum, í þeim tilgangi að létta á álaginu á spítalanum. Hið sama hafa Icelandair hótelin gert, en þau hafa boðið Icelandair hótel Reykjavík Natura, sem áður hét Hótel Loftleiðir, í sama tilgangi.
Vísindamenn telja köld böð minnka líkur á heilabilun
Vísindamenn telja mögulegt að það geti dregið úr líkum á heilabilun að stunda sund í köldu vatni. Slíkur lífstíll hefur um nokkra hríð verið talinn vænlegur í baráttunni við þunglyndi.
21.10.2020 - 04:04
Færsla sjúklinga af LSH: „Ég skil ekki hvað tefur“
Formaður velferðarnefndar Alþingis skilur ekki hvað tefur stjórnvöld í að ganga til samninga við fyrirtækið Heilsuvernd um að taka við um 100 sjúklingum frá Landspítalanum. Hún bendir á að það geti verið mun ódýrara fyrir hið opinbera en að halda sjúklingunum á spítalanum. Málið var til umfjöllunar á fundi nefndarinnar í morgun.
Færri starfsmenn Landspítala í einangrun vegna COVID
Starfsmönnum Landspítala sem eru í einangrun vegna COVID-19 hefur fækkað og sömuleiðis starfsmönnum í sóttkví. Nú eru 18 starfsmenn spítalans í einangrun og 42 eru í sóttkví.
58 á spítala í þriðju COVID-bylgjunni
Alls hafa 58 manns með COVID-19 verið lagðir inn á sjúkrahús í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Már Kristjánsson yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítala. Fjórir hafa lagst inn á gjörgæsludeild spítalans í þessari bylgju.
Myndskeið
Skynsamlegt að leita annað þegar álag er á Landspítala
Það er almennt góð ráðstöfun að semja við þá sem geta verið hagkvæmir og sveigjanlegir í að veita þjónustu. Þetta var hluti svars Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, á þingi í morgun.
Hefur gefið blóð 200 sinnum: Gott að geta orðið að liði
Óli Þór Hilmarsson náði þeim merka áfanga á föstudaginn að gefa blóð í tvö hundraðasta skipti. „Það að gefa blóð er nokkurs konar keppni í heilbrigði,“ segir Óli Þór. Hann hefur lengi gefið blóðflögur og hvetur fólk til að gefa blóð eins lengi og það hefur heilsu til.
Þingmenn allra flokka vilja draga úr öldrunarfordómum
Það kann ekki að keyra, fyllir dýr pláss, íþyngir félagsþjónustu, kostar mikið og skilur ekki nútímann. Þetta eru dæmi um þá fordóma sem mæta eldra fólki, samkvæmt þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun gegn öldrunarfordómum sem þingmenn úr öllum þeim átta flokkum sem sitja á þingi hafa lagt fram.
Myndskeið
Vilja flytja minnst 100 sjúklinga af LSH í Urðarhvarf
Heilbrigðisráðuneytið ætlar að hraða eins og kostur er afgreiðslu erindis fyrirtækisins Heilsuverndar, um að taka við að minnsta kosti 100 sjúklingum frá Landspítalanum í stórri byggingu við Urðarhvarf í Kópavogi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem erindið kemur inn á borð ráðuneytisins. Stjórnendur á Landspítalanum eru hvatamenn að því að hugmyndin er nú til skoðunar að nýju. Forstjóri Landspítalans fagnar hugmyndinni og segir að þetta myndi minnka álagið á spítalanum.
Hver smitaður utan sóttkvíar smitar þrjá aðra
Hver smitaður einstaklingur sem ekki er í sóttkví smitar að jafnaði þrjá aðra hér á landi. Prófessor í líftölfræði segir að hraðinn á smitunum sé mjög mikill sem endurspegli mikla virkni og samskipti á milli fólks í samfélaginu. Hann segir að aðalatriðið núna sé að fara að tilmælum almannavarna.