Færslur: Heilbrigðis- og velferðarmál

Starfshópur leggi til breytingar á sóttvarnarlögum
Skýra ber ákvæði núgildandi sóttvarnalaga um valdheimildir stjórnvalda varðandi opinberar sóttvarnarráðstafanir. Þetta er meðal verkefna starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipar auk þess að gera drög að frumvarpi til breytinga á lögunum.
Lokun vínveitingastaða aflétt með skilyrðum
Öllum vínveitingastöðum verður gert að ábyrgjast að sæti séu fyrir alla gesti frá og með mánudeginum 28. september. Tímabundinni lokun verður aflétt með því skilyrði að gestir sitji kyrrir í sætum sínum líkt og tíðkast á veitinga- og kaffihúsum.
Loka göngu- og dagdeild skurðlækninga á Landsspítala
Loka þarf göngudeild skurðlækinga B3 á Landspítalanum í Fossvogi, sem er sérhæfð göngudeildarþjónusta vegna greiningar og meðferðar á vegum háls- nef og eyrnalækna, heila- og taugaskurðlækna, lýtalækna og taugaskurðlækna.
Ætla að koma til móts við hjúkrunarheimilin
Stjórnvöld ætla að koma til móts við þau hjúkrunarheimili sem hafa þurft að standa straum af aukakostnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kemur fram í svörum frá Sjúkratryggingum Íslands. Fullyrðingar formanns Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu um málið séu ekki réttar.
Jákvætt að hlutfallslega færri greinist smitaðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hafa þurfi í huga að þótt fleiri smit hafi greinst í gær en í fyrradag, hafi hlutfallslega færri sýni greinst jákvæð í gær. Þó það sé jákvætt að smitum fari fækkandi hlutfallslega telur hann að það geti tekið þónokkurn tíma að ná tökum á þeirri bylgju smita sem nú stendur yfir. 
Eina leiðin til að losna við myglu er að rífa skólahús
Rífa þyrfti Fossvogsskóla og byggja nýjan. Viðamiklar framkvæmdir í sumar hafi ekki komið í veg fyrir myglu í húsinu.
22.09.2020 - 06:17
Lýsir þungum áhyggjum af skeytingarleysi ríkisins
Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir þungum áhyggjum af því sem hún kallar skeytingarleysi ríkisins varðandi rekstur hjúkrunarheimila í landinu. Bæjarstjórnin sagði upp samningi við Sjúkratryggingar um rekstur hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í sumar.
„Einhver hundruð“ með eftirköst COVID-19
Landlæknir segir að það sé lykilatriði að fá á hreint hversu umfangsmikið vandamál eftirköst COVID-19 sé hér á landi. Hún segir að vinna sé þegar hafin við að hjálpa fólki sem er með eftirköst. Ljóst sé að „einhver hundruð“ glími við þau hér á landi.
Fjölmargir með eftirköst hafa komið á heilsugæsluna
Á annað hundrað manns hafa leitað til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins með eftirköst COVID-19. Þetta segir forstjóri heilsugæslunnar. Enginn starfsmaður heilsugæslunnar hefur smitast af sjúklingi.
Myndskeið
Hjartsláttartruflanir, mæði og miklir vöðvaverkir
Mun fleiri glíma við eftirköst COVID-19 en búist var við. Þetta segir forstöðumaður lyflækninga og endurhæfingarþjónustu Landspítalans. Ung kona sem greindist fyrir hálfu ári er enn með slæma verki, hjartsláttartruflanir og mæði.
Fræðsluefni skortir fyrir konur sem flytja til Íslands
Konur af erlendu bergi brotnar, sem búsettar eru á Íslandi, skortir upplýsingar um réttindi sín. Gerendur í ofbeldi gegn þeim nýta sér jafnvel þekkingarskort þeirra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Samtaka um kvennaathvarf.
Víðir í veikindaleyfi: „Ég ætla bara að hlýða því“
„Ég tók mér frí í síðustu viku og fór upp á hálendi. Þar fór ég að finna fyrir einhverjum skrítnum einkennum í kviðarholinu þegar ég var uppi í Kverkfjöllum. Það rjátlaði af mér en svo þegar nær dró helginni versnaði þetta. Þannig að ég fór til læknis á sunnudaginn, það kom í ljós að ég var með mjög bólginn botnlanga og hann var tekinn úr mér á mánudagskvöldið,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Hann er kominn í tímabundið leyfi frá störfum á meðan hann jafnar sig eftir aðgerðina. 
Margir bíða eftir meðferð við eftirköstum COVID-19
Um 20 manns bíða þess að komast í meðferð á Reykjalundi, vegna eftirkasta COVID-19 sjúkdómsins. Fjórir eru þegar byrjaðir í meðferð. Framkvæmdastjóri lækninga segir að einkennin séu alvarleg, margir séu töluvert veikir, og allir óvinnufærir. Fólkið er á ýmsum aldri og ekki endilega með undirliggjandi sjúkdóma. Líklegt sé að fleiri þurfi á þessari meðferð að halda á næstunni.
„Skiljanlega hefur málið vakið upp ótta meðal margra“
Fjöldi kvenna hefur haft samband við Leitarstöð Krabbameinsfélagsins síðustu daga, eftir að í ljós kom að fjölmargar konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá félaginu árið 2018. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Krabbameinsfélagið sendi frá sér í kvöld. Þar segir að verið sé að kalla inn auka starfsfólk til að flýta vinnu við að endurskoða sýni. Skiljanlegt sé að málið hafi vakið upp ótta meðal margra.
Mikilvægt að konur haldi áfram að fara í skimanir
Það er eðlilegt að upp hafi komið ótti og óöryggi hjá konum eftir að fréttir bárust af því að að minnsta kosti 30 konur hefðu fengið ranga niðurstöðu í skimun á leghálskrabbameini. Mikilvægt sé að þær konur, sem hafi farið í leghálsskimun, og vantreysti niðurstöðunum, leiti sér aðstoðar. Þetta segir Hulda Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.
Niðurstaða gerðardóms „mikil vonbrigði“
Niðurstaða gerðardóms frá því í gær, um kjör hjúkrunarfræðinga, er „mikil vonbrigði“. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi frá sér síðdegis. Þar segir að mun meira hafi þurft til og að stjórn félagsins harmi „að gerðardómur hafi ekki stigið það mikilvæga skref að leiðrétta laun hjúkrunarfræðinga.“
„Ég vissi að ég var að tipla yfir í handanheiminn“
„Í dag eru rúmlega 5 mánuðir síðan ég veiktist og ég á ennþá langt í land að verða eins og ég var fyrir veikindin. Ég fór yfir það sem ég veit að tikkar inn í eftirköst hjá mér og það eru yfir 30 atriði sem ég með nokkuð góðri vissu get kallað eftirköst.“ Þannig lýsir Ása Ólafsdóttir, 58 ára gömul kona, eftirköstum covid-19 í færslu sem hún skrifaði í Facebook-hópnum „Við fengum Covid19“. Þar hafa fjölmargir Íslendingar deilt reynslu sinni af sjúkdómnum og margir þeirra lýst slæmum eftirköstum.
Tugir kvenna fengu ranga niðurstöðu úr leghálsskoðun
Að minnsta kosti 30 konur fengu ranga niðurstöðu um frumubreytingar í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2018. Málið er rakið til mistaka starfsmanns sem uppgötvuðust í sumar eftir að kona um fimmtugt greindist með ólæknandi krabbamein. Koma hefði mátt í veg fyrir það ef konan hefði fengið rétta niðurstöðu fyrir tveimur árum. Krabbameinsfélagið vinnur nú að því að endurskoða um 6.000 sýni.
Kanna ber ýmis álitamál áður en dánaraðstoð er heimiluð
Ekki er tekin afstaða til hvort leyfa eigi dánaraðstoð í nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um efnið. Skýrslan er unnin að beiðni nokkurra þingmanna.
Stýrihópi ætlað að móta starfsemi nýs sjúkrahúss
Nýskipuðum stýrihópi um nýjan Landspítala er ætlað að hafa yfirsýn um öll verkefni tengd sjúkrahúsinu.
Rimlahlið á mörkum varnarlína verða ekki fjarlægð
Yfirdýralæknir segir að ekki standi til að fjarlægja rimlahlið á hringveginum í Húnavatnssýslum og Skagafirði á mörkum varnarlína búfjársjúkdóma. Gerð hafi verið mistök þegar tilkynnt var að hliðin yrðu fjarlægð.
Bóluefni gegn Covid-19 gefið framlínustarfsfólki í Kína
Kínverjar segjast hafa gefið fólki í áhættustörfum bóluefni gegn Covid-19 síðan í júlí.
Andlitsgrímur skylda á almannafæri í Seoul
Nú ber fólki skylda að bera andlitsgrímur almannafæri í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu.
Uggur vegna heilsu Abes forsætisráðherra Japans
Forsætisráðherra Japans Shinzo Abe er sagður orðinn afar uppgefinn eftir baráttu ríkisstjórnar hans við kórónuveirufaraldurinn.
Bjartsýnn að Covid-19 fari hraðar hjá en Spænska veikin
Mannkynið ætti að ná taumhaldi á kórónuveirufaraldrinum á skemmri tíma en þeim tveimur árum sem tók að ráða niðurlögum Spænsku veikinnar.