Færslur: Heilbrigðis- og velferðarmál

Líklegt að sárafátækt muni aukast á Suðurnesjum
Allar líkur eru á að fjölga muni í hópi þeirra íbúa á Suðurnesjum sem teljast sem sárafátækir. Brýnt er að stjórnvöld og samfélagið allt komi til aðstoðar. Þetta segir Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar sem er í Velferðarvaktinni.
Þórólfur: Vitum ekki hvort kemur rok, gola eða sól
„Við erum í ákveðnu logni þar sem við vitum ekki hvort það kemur rok, gola, rigning eða snjókoma.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í viðtali í nýjasta tölublaði Læknablaðsins spurður um hvort nú standi yfir svikalogn COVID-19 farsóttarinnar.
Það borgar sig að hlusta þegar fagfólk tjáir sig
Með því að leggja læknaráð- og hjúkrunarráð Landspítala niður fellur niður vettvangur fyrir fagfólk innan spítalans til að koma ábendingum og gagnrýni á framfæri. Þetta segir Anna Margrét Halldórsdóttir, formaður læknaráðs Landspítala. Lagabreyting sem samþykkt var á lokadögum Alþingis kveður á um að ráðin verði lögð niður.
Greindist með COVID-19 eftir tíu daga hérlendis
Íslendingur sem kom til landsins fyrir tíu dögum greindist síðdegis í gær með kórónuveiruna eftir að hafa fundið fyrir einkennum. Þar að auki greindust þrír við landamærin í gær. Frá og með deginum í dag þurfa farþegar að greiða fyrir skimun við landamærin; von er á 13 flugvélum til Keflavíkurflugvallar í dag.
Herða reglur um heimsóknir á hjúkrunarheimili
Þeir sem hafa verið erlendis eiga ekki að heimsækja íbúa á hjúkrunarheimilum aldraðra eða heimilum fatlaðs fólks í Reykjavík fyrstu 14 dagana frá heimkomu. Þetta eru tilmæli neyðarstjórnar velferðarsviðs Reykjavíkurborgar til að hamla útbreiðslu COVID-19. Staðan verður metin að nýju 13. júlí.
Segir vanda SÁÁ víst snúast um peninga
Þetta snýst um stóran rekstrarreikning. Það eru mikil útgjöld hjá sjúkrahúsinu og það sýnir hvert stefnir í fjármálunum. Þetta sagði Þórarinn Tyrfingsson í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. 
Segja óreiðu í málum hjúkrunarheimila
Nokkur sveitarfélög hafa ýmist ákveðið eða undirbúa að slíta samninga við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila. Meðal þeirra er Akureyrarbær, sem telur uppsafnaða vöntun á fé frá ríkinu til að geta rekið hjúkrunarheimili í bænum nema rúmum milljarði. Bærinn hefur sagt upp samningi við ríkið um rekstur hjúkrunarheimila og það hefur Vestmannaeyjabær einnig gert.
Vélmenni auðvelda baráttuna við veirurnar
Vísindamenn við SydDansk háskólann í Óðinsvéum í Danmörku hafa hannað vélmenni sem getur annast skimanir fyrir kórónuveirunni.
Eyjamenn skila rekstri Hraunbúða til ríkisins
Vestmannaeyjabær ætlar ekki að endurnýja rekstrarsamning við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilisins Hraunbúða. Vestmannaeyingar feta þar með í fótspor Akureyringa sem sögðu sig frá rekstri hjúkrunarheimila nýverið. Önnur sveitarfélög eru að endurmeta stöðu sína gagnvart rekstri hjúkrunarheimila.
Ætla að halda stórmótin í Vestmannaeyjum í sumar
TM mótið og Orkumótið, knattspyrnumót fyrir börn og unglinga sem haldin eru árlega í Vestmannaeyjum, verða haldin í sumar, þrátt fyrr kórónuveirufaraldurinn. Þetta kemur fram í tilkynningum sem birtar voru á heimasíðum mótanna í dag. Þúsundir fara árlega til Vestmannaeyja í tengslum við mótin.
Var líklega komin yfir COVID-19 við komuna á Eir
Kona sem dvaldi á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar og greindist með COVID-19 var líklega komin yfir sjúkdóminn áður en hún var lögð inn á deildina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eir. Þar segir ennfremur að ákveðið hafi verið að draga úr sóttvarnaaðgerðum á Eir í áföngum.
Mynd með færslu
Í BEINNI
Stöðufundur vegna COVID-19 kórónaveirunnar
Stöðufundur hjá almannavörnum verður klukkan 14:03. Hann verður sýnt beint á RÚV og ruv.is og honum er útvarpað á Rás 2. Á fundinum í dag verða þau Alma Möller, Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason. Hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu hér að neðan. Ekkert smit greindist í gær, í fyrsta skipti síðan í lok febrúar.
24.04.2020 - 13:41
Spegillinn
Sjúkraflutningamenn vilja líka framlínuálag
Einum milljarði króna verður varið í framlínuálag til heilbrigðisstarfsmanna sem starfa í návígi við kórónuveiruna. Greiðslurnar hafa ekki verið útfærðar en ljóst er að þær geta verið misháar vegna mismunandi álags. Bæði sjúkraflutningamenn sem starfa hjá sveitarfélögum og lögreglumenn hafa vakið athygli stjórnvalda á því að þeir starfi í framlínunni.
Sjö ný smit síðastliðinn sólarhring
Sjö ný kórónuveirusmit greindust síðastliðinn sólarhring, samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru á vefnum covid.is rétt fyrir klukkan eitt í dag. Það er örlítil fjölgun frá sólarhringnum áður þegar fimm smit voru greind. Fjögur sýnanna greindust á veirufræðideild Landspítalans en þrjú hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Þrjú meint brot á samkomubanni til rannsóknar
Lögreglan hefur til rannsóknar þrjú meint brot á samkomubanni. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, á upplýsingafundi almannavarna sem hófst klukkan tvö. Víðir vildi ekki svara því hvers eðlis meint brot eru. Hann sagði að búið væri að ljúka einu slíku máli með sektargreiðslu.
Fimm ný kórónuveirusmit í gær
Fimm ný kórónuveirusmit greindust í gær, samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru á vefnum covid.is rétt fyrir klukkan eitt í dag. Það er örlítil fjölgun frá deginum áður þegar aðeins tvö smit voru greind. Töluvert fleiri sýni voru tekin í gær en daginn áður, en í gær voru tekin 688 sýni samanborið við 381 daginn áður.
Myndskeið
„Auðvitað viljum við að þetta fari niður í núll“
„Við erum í niðursveiflu. Og ég held að við megum búast við því að þessar lágu tölur sem við erum að sjá núna, í kringum 10 einstaklinga, að þær fari hægt lækkandi, eða ekki mjög hratt.“ Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna vegna COVID-19 sem hófst klukkan 14.
Tólf ný smit greindust í gær - enn fækkar virkum smitum
Tólf greindust með COVID-19 veikina í gær. Veirufræðideild Landspítalans greindi ellefu smit en Íslensk erfðagreining eitt, að því er fram kemur í nýjum tölum á covid.is. Þetta er nokkur fjölgun greindra smita frá deginum áður, þegar 7 smit voru greind. Virkum smitum heldur áfram að fækka.
„Við erum ekki einu sinni með 25% vinnu“
„Það er náttúrulega bara allt stopp,“ segir Breki Logason, framkvæmdastjóri og einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Your Day Tours. Búið er að taka alla bíla fyrirtækisins af númerum og ekki er gert ráð fyrir neinum viðskiptum að ráði fyrr en eftir ár. Breki segir að þótt fyrirtækið sé komið í eins konar híði, sé starfsfólk samt sem áður í 25% starfshlutfalli.
Næstum allir hafa náð fullum bata á Austurlandi
Ekkert kórónuveirusmit hefur greinst á Austurlandi í eina viku. Alls hafa átta manns greinst smitaðir í fjórðungnum síðan faraldurinn skall á, en Austurland er sá landsfjórðungur þar sem fæst smit hafa verið greind. Af þeim átta sem hafa greinst eru tveir enn í einangrun, en hinir sex hafa náð fullum bata.
„Við sjáum ekki fyrir endann á ferðatakmörkunum“
Íslendingar munu búa við einhverjar ferðatakmarkanir til og frá landinu fram eftir þessu ári. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir að ekki sé enn hægt að meta hver áhrifin af kórónuveirufaraldrinum verði á efnahagslífið hér á landi. Mikilvægt sé að aflétta ekki samkomuhöftum of hratt.
Níu ný smit síðasta sólarhringinn
Níu manns greindust með kórónuveirusmit hér á landi síðastliðinn sólarhring. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan tólf. Af þessum níu smitum voru sjö greind á höfuðborgarsvæðinu og tvö á Vestfjörðum.
Kynna afléttingu samkomuhafta klukkan 12 í dag
Stjórnvöld hafa boðað til blaðamannafundar í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík í hádeginu í dag, þar sem tilkynnt verður hvernig afléttingu samkomuhafta hér á landi verður háttað og hver næstu skref stjórnvalda verða í baráttunni gegn veirunni. Fundurinn verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu, á ruv.is og á Rás 2. Það verður því enginn upplýsingafundur um COVID-19 klukkan tvö eins og verið hefur undanfarnar vikur.
„Klárt mál að þetta myndi blossa upp aftur“
„Það er afskaplega líklegt að á meðan hjarðónæmi er lítið og veiran leikur lausum hala einhvers staðar, þá muni hún koma aftur. Og ef við erum ekki á varðbergi, þá getur slík sýking stigmagnast og orðið faraldur á tiltölulega stuttum tíma, eða hópsýking sem breytist síðan í faraldur.“ Þetta segir Magnús Gottfreðsson, prófessor og læknir í smitsjúkdómum, þegar hann er spurður hversu líklegt sé að fleiri bylgjur kórónuveirufaraldursins séu væntanlegar, eftir að sú sem nú stendur yfir líður hjá.
Sprenging í heimafæðingum vegna COVID-19
Sprenging hefur orðið í fyrirspurnum um heimafæðingar eftir að sóttvarnaraðgerðir voru hertar á Landspítalanum, vegna kórónuveirufaraldursins. Björkin getur ekki tekið við fleiri skjólstæðingum sem eiga von á barni í apríl, maí og júní. Allt er orðið fullt og biðlistar sömuleiðis, segir Arney Þórarinsdóttir, ljósmóðir og framkvæmdastjóri Bjarkarinnar.