Færslur: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir

Viðtal
Heiða bóndi fær góðar undirtektir í Bretlandi
Uppselt var á viðburð Steinunnar Sigurðardóttur og Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur á bókmenntahátíðinni í Edinborg í Skotlandi. Bók þeirra, Heiða – fjalldalabóndinn, kom nýverið út á ensku og hefur fengið góðar viðtökur.
Fjalldalabóndinn Heiða og barátta hennar
Steinunn Sigurðardóttir skráir sögu Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur, fjalldalabónda, eins og hún kallar hana. Heiða er ung kona, einyrki, sem býr á Ljótarstöðum í Skaftártungu þar sem hún er uppalin – hún tók við búinu eftir föður sinn. „Ég ætlaði mér alltaf að verða bóndi,“ segir hún, en um tíma kom til álita að hún yrði fyrirsæta.