Færslur: Hegningarhúsið

Myndskeið
Íhuga nú veitingastað í garði Hegningarhússins
Framtíð Hegningarhússins við Skólavörðustíg er enn óráðin en meðal þeirra hugmynda sem nú eru til skoðunar er veitingastaður í garði hússins. Minjavernd vinnur nú að endurbótum og viðgerðum á ytra byrði þess. Framkvæmdastjóri Minjaverndar segir góðan anda í húsinu.
27.03.2021 - 20:18
Háleitar hugmyndir um betrun í Hegningarhúsinu
„Með rétt skipulögðum byggingum og fyrirkomulagi í fangelsum átti að vera hægt að lækna afbrotamenn af afbrotaþörfinni eða -sýkinni. Þeir áttu að öðlast betrun í húsum sem væru nógu lævíslega gerð til þess að menn yrðu betri menn á því einu að dvelja þar,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, um þær hugmyndir sem lágu til grundvallar hönnun og byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg árið 1872.