Færslur: Héðinn Unnsteinsson

Kastljós
Engin bein tengsl milli geðraskana og ofbeldis
Stærstu orsakaþættir ofbeldis meðal fólks með geðraskanir eru þeir sömu og hjá öllum öðrum, segir Héðinn Unnsteinsson formaður Geðhjálpar. Ekki séu bein tengsl milli ofbeldis og geðraskanna. Óábyrg umræða um tengsl milli geðsjúkdóma og ofbeldis geti ýtt undir fordóma og hræðslu. Þetta kom fram í Kastljósi.
Nýstárlega leið þarf til sönnunar gagnsemi psilocybins
Formaður Geðhjálpar kveðst binda miklar vonir við að rannsóknir á ofskynjunarlyfjum á borð við psilocybin leiði til þess að samþykkt verði meðferð við geðsjúkdómum. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir brýnt að sýna fram á að lyfin reynist ekki skaðleg.
Styrktarsjóður til eflingar nýsköpun í geðheilbrigði
Landsamtökin Geðhjálp leggja 100 milljónir króna til stofnunar Styrktarsjóðs geðheilbrigðis, og óska eftir því að ríkið verði með í stofnun sjóðsins og leggi til sömu fjárhæð. Einnig hefur verið leitað eftir stuðningi atvinnulífsins, að sögn Héðins Unnsteinssonar formanns samtakanna. 
Viðtal
Grét á leiksýningu um sjálfan sig
Vertu úlfur í leikstjórn Unnar Aspar Stefánsdóttur verður frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins á föstudag. Björn Thors, eiginmaður Unnar, fer með eina hlutverk sýningarinnar sem byggist á samnefndri bók Héðins Unnsteinssonar. Bókin segir frá reynslu hans af falli og upprisu manns sem greindist með geðhvörf.