Færslur: HB Grandi

Selur í Brimi fyrir tæplega 1,2 milljarða
Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims (sem áður hét HB Grandi) hefur selt bréf í Brimi fyrir samtals um 1,16 milljarða króna. Þrjátíu milljón hlutir eru seldir á genginu 38,5. 
16.12.2019 - 15:17
Útgerðarfélagið eignast meirihluta í Brimi
Útgerðarfélag Reykjavíkur fer með 52,76 prósent í Brimi, áður HB Granda, eftir að gengið verður frá fyrirvörum vegna kaupa Útgerðarfélagsins á hlutum Fisk Seafood í Brimi.
16.10.2019 - 15:38
Gildi selur hluti sína í Brimi
Gildi lífeyrissjóður hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í Brimi, áður HB Granda. Ástæða sölunnar er kaup HB Granda á fjórum sölufélögum í eigu stærsta hluthafa félagsins, Útgerðarfélags Reykjavíkur. Kaupin voru samþykkt á hluthafafundi í síðustu viku með um 89 prósentum atkvæða. Gildi lífeyrissjóður greiddi atkvæði gegn kaupunum.
19.08.2019 - 15:29
Hluthafar HB Granda samþykkja kaup sölufélaga
Hluthafar samþykktu tillögu stjórnar um kaup þriggja sölufélaga í Asíu ásamt þjónustufélagi hér á landi af Útgerðarfélagi Reykjavíkur, á hluthafafundi sem var að ljúka. Kaupin voru samþykkt með tæpum 89 prósentum atkvæða hluthafa. 11,15 prósent greiddu atkvæði gegn kaupunum. Þetta staðfestir Kristján Þ. Davíðsson, formaður stjórnar HB Granda. Hann segir ekki eftir neinu að bíða, nú verði reynt að ganga frá kaupunum eins fljótt og auðið er. Stjórnin sé ánægð með afgerandi stuðning hluthafa.
15.08.2019 - 19:12
HB Grandi kaupir fjögur sölufélög
HB Grandi kaupir sölufélög Útgerðarfélags Reykjavíkur í Asíu, ásamt Seafood Services, þjónustufélagi á Íslandi sem tengist félögunum. Sölufélögin eru Icelandic Japan, Icelandic China og Icelandic Hong Kong. Kaupin nema 34,9 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmum 4,3 milljörðum íslenskra króna, ásamt yfirtöku skulda. Heildarvirði samningsins nemur alls 40,3 milljónum Bandaríkjadala, eða tæpum fimm milljörðum íslenskra króna. Greiða á fyrir kaupin með útgáfu 133.751.606 nýrra hluta í HB Granda.
01.08.2019 - 14:41
HB Grandi kaupir félög í Asíu á 4,4 milljarða
HB Grandi hf. hefur gert Útgerð­ar­fé­lagi Reykja­víkur hf., áður Brimi, kauptilboð á öllu hlutafé í sölu­fé­lögum í Kína, Hong Kong og Japan auk þjón­ustu­fé­lags á Íslandi sem teng­ist erlendu félög­unum.
12.07.2019 - 16:03
HB Grandi í viðræður um kaup á sölufélögum
Stjórn HB Granda hefur samþykkt að hefja viðræður við Útgerðarfélag Reykjavíkur um kaup á sölufélögum í Austur-Asíu og þjónustufélagi á Íslandi, með það að tilgangi að styrkja sölu- og markaðsstarf félagsins í Asíu.
09.07.2019 - 16:29
Hagnaður HB Granda 4,1 milljarður
Hagnaður HB Granda á síðasta ári var 32,2 milljónir evra sem jafngildir 4,1 milljarði íslenskra króna. Hagnaðurinn árið 2017 var 24,8 milljónir evra. Í tilkynningu er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra fyrirtækisins, að rekstrarafkoman hafi ekki verið ásættanleg á síðasta ári.
27.02.2019 - 20:35
Guðmundur svarar fyrir sig
Guðmundur Kristjánsson forstjóri HB Granda og einn aðaleigandi Brims svarar fyrir sig vegna umfjöllunar um athugun Samkeppniseftirlitisins á málum útgerða sem hann er og var tengdur. Samkeppnisyfirlitið skoðar hvort yfirráð hafi myndast í HB Granda hf. þegar Brim keypti þriðjungshlut í félaginu í vor
19.09.2018 - 12:39
Góðar og slæmar fréttir í sjávarútvegi
Horfur er á að útflutningur sjávarafurða aukist um sjö og hálft prósent í ár frá í fyrra að mati Seðlabankans. Í maí nam verðmæti sjávarafla íslenskra skipa 11,6 milljörðum króna og jókst frá því í fyrra samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ekki eru eins góð tíðindi af makrílnum samkvæmt niðurstöðum makrílleiðangurs. Mun minna er af honum við Ísland en áður og mest er af honum við Noreg. 
Guðmundur og Eggert í stjórn HB Granda
Þrír nýir fulltrúar voru kjörnir í stjórn HB Granda á aðalfundi félagsins síðdegis í dag. Guðmundur Kristjánsson, nýr aðaleigandi HB Granda, kemur inn í stjórnina og tekur með sér Magnús Gústafsson, fyrrverandi forstjóra Coldwater Seafood í Bandaríkjunum. Þá kemur inn í stjórnina Eggert Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri HB Granda, sem í millitíðinni var forstjóri N1. Áfram sitja í stjórninni Anna G. Sverrisdóttir og Rannveig Rist.
04.05.2018 - 21:10
40 störf í fiskvinnslu flutt á Akranes
40 störf verða flutt á Akranes um áramót þegar fiskvinnslan Ísfiskur flytur þangað úr Kópavogi. Fiskvinnslu HB Granda á Akranesi var lokað í dag.
31.08.2017 - 21:43
Skipverjar á Þerney hanga enn í lausu lofti
Fjöldi skipverja á frystitogaranum Þerneyju RE-1, sem var sagt upp 11. ágúst síðastliðinn eftir að tilkynnt var um sölu skipsins til Suður-Afríku, hafa enn ekkert heyrt frá HB Granda um hvort þeir fái pláss á öðrum skipum félagsins. Einn þeirra segir í samtali við fréttastofu að þeir séu orðnir óþreyjufullir og reiðir.
31.08.2017 - 14:12
Áhyggjuefni hve mörgum konum var sagt upp
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, hefur áhyggjur af því að með ákvörðun HB Granda um að draga úr starfsemi á Akranesi hverfi mörg kvennastörf úr bænum. Það séu klárlega mikil vonbrigði að botnfiskvinnslu verði hætt og fólk missi vinnu og hafi haft þung áhrif á fólk.
13.05.2017 - 16:22
Uppsagnirnar mikil vonbrigði
Sjávarútvegsráðherra segir það mikil vonbrigði að HB Grandi ætli að segja hátt í níutíu manns upp störfum. Mikilvægara sé að huga að þeim sem missa vinnuna en að gagnrýna ákvörðun HB Granda. Forsætisráðherra segir að þegar rætt sé um arðgreiðslur HB Granda til eigenda, sem eru rúmir þrettán milljarðar á tíu árum, verði að setja það í samhengi við fjárfestingar eigenda.  
12.05.2017 - 19:39
Uppsagnir HB Granda „sárar og erfiðar“
Þetta er sárt og erfitt hvar og hvenær sem þetta gerist,“ segir Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um uppsagnir hjá HB Granda. Fréttastofa náði tali af honum að loknum ríkisstjórnarfundi rétt fyrir hádegið. 86 starfsmenn bolfiskvinnslu HB Granda á Akranesi fá uppsagnarbréf um mánaðamótin. Greint var frá því í fréttum í gær að viðræður Akraneskaupstaðar við fyrirtækið um að halda vinnslunni í bænum báru ekki árangur.
12.05.2017 - 12:51
1,8 milljarðar greiddir í arð hjá HB Granda
Aðalfundur sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda samþykki í dag að greiða arð 1,8 milljarða króna í arð til hluthafa, eða eina krónu á hvern hlut í félaginu. Arðurinn verður greiddur út 31. maí.
05.05.2017 - 21:44
„Alltaf vongóður þegar menn eru að ræða saman“
Forsvarsmenn Akraneskaupstaðar og HB Granda hittust á fundi um hádegisbil í dag til að ræða hvort hægt væri að ná saman um uppbyggingu á hafnarsvæðinu á Akranesi til að tryggja að HB Grandi loki ekki botnfiskvinnslu sinni í bænum. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að þetta hafi verið samningafundur og að annar slíkur verði í næstu viku.
21.04.2017 - 14:16
Sævar: „Viljum leggja allt í sölurnar“
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að bærinn vilji leggja allt í sölurnar til að HB Grandi sjái Akranes sem alvöru valkost þegar ákveðið verður hvar fiskvinnsla fyrirtækisins verði sameinuð á einum stað.
30.03.2017 - 08:50
HB Grandi
„Boltinn er hjá HB Granda og við bíðum svara“
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, segir að þrjá þurfi til að geta samið við HB Granda um uppbyggingu á Akranesi; bæjarstjórn Akraness, HB Granda og Faxaflóahafnir.
28.03.2017 - 19:37
Stendur til boða að flytja vinnsluna út
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir að vegna gengisþróunar standi íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum til boða að flytja vinnsluna til útlanda, til Bretlands, Austur-Evrópu og Asíu. Hún segir líka að einhver fyrirtæki, sem hafi ekki möguleika á að hagræða, hafi ekki byrjað rekstur aftur eftir sjómannaverkfallið.
28.03.2017 - 17:11
HB Grandi
Boðar framkvæmdir á Akranesi fyrir HB Granda
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar ætlar að senda frá sér viljayfirlýsingu síðar í dag, um hvað sveitarfélagið sé tilbúið að gera til að mæta þörfum HB Granda og gera fyrirtækinu áfram kleift að stunda botnfiskvinnslu í bænum. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri, hélt fund með starfsmönnum HB Granda á Akranesi í hádeginu þar sem hann kynnti útspil bæjarins.
28.03.2017 - 15:49
HB Grandi - Viðtal
„Ég er bæði sorgmædd og reið“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra kveðst bæði sorgmædd og reið vegna áforma HB Granda um að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi. Á fyrirtækinu hvíli rík samfélagsleg ábyrgð og því beri að tryggja trausta byggð og atvinnu í landinu samkvæmt lögum.
28.03.2017 - 12:14
Draga verulega úr kaupum á botnfiski
HB Grandi ætlar að draga verulega úr eða jafnvel hætta að kaupa botnfisk á fiskmarkaði. Ástæðan er sú að rekstrarhorfur fyrir botnfiskvinnslu hafa ekki verið lakari í áratugi.
27.03.2017 - 10:09