Færslur: Havarí

Haustpeysutíminn runninn upp
Um helgina var haldinn haustpeysufagnaður Prins póló, þar sem kynnt voru til sögunnar ný peysa og nýtt lag, allt í anda árstíðarinnar.
11.10.2021 - 13:28
Myndskeið
Of mikið samið um ástina í gegnum tíðina
Polkasveitin Geirfuglarnir skemmtu sér og gestum sínum á hlöðuballi í Havarí um síðustu helgi. Liðsmenn sveitarinnar segjast vera meira í því að syngja um sögufræga viðburði í Íslandssögunni þessa dagana en fyrir tuttugu árum þegar þeir sungu svo glatt „Byrjaðu í dag að elska“.
03.08.2019 - 11:57
Grilllokið glefsar sem kjaftur út í vindinn
Hjálmar heimsóttu Havarí í Berufirði á hringferð sinni á dögunum. Þar hafa hjónin Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, sem oft er kenndur við Prins Póló, byggt upp fyrirtaks tónleikastað, gistiheimili og kaffihús. Hjálmar fengu Prinsinn til að segja þeim frá raunum sínum um útigrillið.
19.06.2019 - 14:06
„Alvöru rokksveitir, þær borða hjónabandssælu“
Reggísveitin Hjálmar hefur verið á faraldsfæti undanfarið en þeir eru á sinni fyrstu hringferð um landið um þessar mundir. Hjálmar opnuðu veglega sumardagskrá í Havarí í Berufirði á dögunum og þáðu þar hjónabandssælu.
18.06.2019 - 15:47
Valdimar og Örn Eldjárn í Havarí...
..og Hjaltalín á Airwaves 2013
15.11.2018 - 12:19
Lay Low í Havarí og Stevie Ray Vaughan
Í Konsert í kvöld byrjum við á því að fara austur í Berufjörð á tónleika með Lay Low.
10.10.2018 - 13:01
Góss í Havarí í Konsert
Við ætlum að bjóða upp á afskaplega skemmtilegan konsert í kvöld.
02.08.2018 - 12:57
Prins póló gerir íslenskar popp-ábreiður
„Við erum með tónleikadagskrá í Havarí í sumar í samstarfi við Rás 2, Sumar í Havarí. Liður í þessu er að gera stutta útvarpsþætti sem snúast um að hitta flesta listamennina sem koma fram, eiga við þá stutt spjall um lífið og tilveruna og eitthvað sem þeir eru ekki að tala um á hverjum degi,“ segir Svavar Pétur Eysteinsson, einnig þekktur sem tónlistarmaðurinn Prins póló.