Færslur: Hatursorðræða

Samningi rift við körfuboltastjörnu vegna gyðingahaturs
Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt upp samningi við bandarísku körfuboltastjörnuna Kyrie Irving eftir að hann deildi hlutum úr heimildamynd sem lýstu gyðingahatri.
Andrew Tate úthýst af samfélagsmiðlum
Andrew Tate, fyrrverandi sparkboxari og umdeildur áhrifavaldur, hefur verið settur í bann á samskiptamiðlunum TikTok, Facebook og Instagram vegna brota á reglum miðlanna. Hann hefur ítrekað birt afar umdeilt myndefni á miðlunum þremur þar sem hann viðrar hugmyndir sem teljast ofbeldis- og hatursfullar.
20.08.2022 - 13:35
Spegillinn
Predikar ofbeldi og hatur á TikTok
Áhrifavaldur sem ýtir undir ofbeldi og hatursorðræðu hefur hratt náð miklum vinsældum á TikTok. Prófessor í kynjafræði segir fulla ástæðu til að líta á þessa þróun alvarlegum augum.
15.08.2022 - 12:56
Myndskeið
Rússar fordæma framferði norsks ræðismanns
Utanríkisráðuneyti Rússlands fordæmdi í dag hegðun norsks ræðismanns í Rússlandi. Ráðuneytið segir framferði konunnar smánarlegt en á upptökum úr öryggismyndavélum má heyra hana og sjá hella óbótaskömmum yfir hótelstarfsmenn.
Hafa tilkynnt krot á regnboga til lögreglu
Krot á regnbogafána við Grafavogskirkju hefur verið tilkynnt til lögreglu. Þetta staðfestir Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju.
Kæra ummæli vararíkissaksóknara til lögreglu
Stjórn Samtakanna 78 samþykkti á fundi sínum í kvöld að kæra Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksónara, til lögreglu.
Hatursorðræða meinsemd í samfélaginu
Hatursorðræða á ekki að líðast í íslensku samfélagi, segir forsætisráðherra. Hún vill samhæfa aðgerðir stjórnvalda og vinna markvisst gegn þessari meinsemd í samfélaginu.
Skera upp herör gegn hatursorðræðu
Vísbendingar um vaxandi hatursorðræðu vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar eru helstu ástæður þess að forsætisráðherra vill samhæfa aðgerðir stjórnvalda gegn hatursorðræðu í íslensku samfélagi.
Viðtal
Twitter-notendur ráða því hvort Musk losar um hömlur
María Rún Bjarnadóttir, doktor í internet- og mannréttindalögfræði og varaformaður fjölmiðlanefndar, efast um að Elon Musk hrindi í framkvæmd áformum sínum um að losa hömlur á Twitter þannig að tjáning geti verið óheft og að útrýma reikningum gervimenna. Mannréttindasamtök hafa lýst áhyggjum af áformum Musk og Evrópusambandið minnti hann í dag á að hann yrði að fara að Evrópulöggjöf.
Evrópusambandið sendir Elon Musk tóninn
Evrópusambandið varaði athafnamanninn Elon Musk við því í morgun að Twitter, sem Musk hefur gert tilboð í, verði að fara að Evrópulöggjöf. Stjórn Twitter hefur samþykkt 44 milljarða dala kauptilboð Musks, sem eru 5.700 milljarðar íslenskra króna. Hann hefur lýst áhuga á breytingum á Twitter sem lúta að því að slaka á hömlum á birtingum og á gervireikningum.
26.04.2022 - 10:59
Fordómarnir komu ekkert á óvart
„Það er staðreynd að fordómar eru alls staðar. Alveg sama hvernig fordómar þetta eru. Hvort þetta séu kynþáttafordómar eða fordómar gegn hinsegin fólki. Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki og þess vegna skiptir fræðslan svona ótrúlega miklu máli.“
Löggjöf Evrópusambandsins ætlað að hemja alnetið
Evrópusambandið lagði í morgun lokahönd á orðalag löggjafar sem ætlað er að koma böndum yfir framferði stórfyrirtækja á alnetinu. Ætlunin er meðal annars að tryggja harðari viðurlög vegna birtingar ólöglegs efnis á borð við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og ljósmynda sem sýna barnaníð.
Yfirvöld þurfa að taka fast á hatursorðræðu
Ef hatursorðræða hefur engar afleiðingar fyrir þann sem tjáir sig með þeim hætti, getur skapast ákveðin viðurkenning á að hún sé í lagi. Þetta segir Eyrún Eyþórsdóttir, doktor í mannfræði og lektor í lögreglufræði.
18.04.2022 - 19:44
Tóku frétt úr birtingu vegna rasískra viðbragða lesenda
Ritstjóri vefritsins Kjarnans tók í dag frétt sem unnin var upp úr lengra viðtali við Lenyu Rún Taha Karim, varaþingmann Pírata, úr birtingu á vefnum vegna viðbragða á samfélagsmiðlum, sem einkenndust af rasisma og hatursorðræðu í garð Lenyu Rúnar. Þetta kemur fram í pistli Þórðar Snæs Júlíussonar á Facebook-síðu Kjarnans. Kjarninn birti viðtal við Lenyu Rún á föstudag, um þær svívirðingar og rasisma sem hún mátti þola vegna uppruna síns, þegar hún bauð sig fram til þings.
17.04.2022 - 23:04
Spegillinn
Facebook og haturs- og öfgaefni
Facebook gerir alls ekki allt sem hægt væri til að hindra hatursumræðu og hlífa börnum við óviðeigandi og hættulegu efni, segir Frances Haugen. Hún vann áður hjá Facebook en hefur ljóstrað upp um þankaganginn þar að tjaldabaki, meðal annars í gær fyrir breskri þingnefnd. Talsmenn Facebook hafna framburði Haugens en eiga í vandræðum með að svara ýmsu í Facebook-efni sem Haugen hefur afhent bandaríska þinginu og nokkrum fjölmiðlum.
Íslenskir „hommabanar“ ógna hinsegin fólki
Svo virðist sem hópur fólks stundi það að áreita hinsegin fólk, einkum homma og transfólk með símtölum. Fatlaðir hafa einnig orðið fyrir barðinu á ásóknunum. Formaður Samtakanna '78 segir skorta úrræði gegn hatursglæpum í íslenska löggjöf.
Le Pen enn og aftur ákærður fyrir hatursorðræðu
Réttarhöld hefjast á morgun yfir Jean-Marie Le Pen stofnanda Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. Le Pen er ákærður fyrir hatursorðræðu í garð poppstjörnu af gyðingaættum en Le Pen hefur hlotið nokkra dóma í sambærilegum málum.
Unglingsstúlkur oftast þvingaðar til myndsendinga
Fimmtán til sautján ára stúlkur eru sá samfélagshópur hér á landi sem oftast er þvingaður til myndsendinga á netinu. Um þriðjungur þeirra hefur verið beðinn að senda af sér myndir eða persónulegar upplýsingar á netinu síðustu tólf mánuði. Um 16% kvenna á þessum aldri hafa svo orðið fyrir að myndir eða myndskeið af þeim hafi verið birt á netinu án þeirra samþykkis.
Morgunútvarpið
Andstaða virðist aukast gegn hinsegin fólki í Evrópu
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að aukning sé á andstöðu gagnvart sýnileika hinsegin fólks víða í Evrópu. Hún var í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 í morgun þar fram kom að transfólk finni sérstaklega fyrir mótbyr.
Kastljós
Ákveðnir hópar líklegri til að lenda í haturðsorðræðu
Umræða um haturorðræðu er meiri í löndunum í kringum okkur og tilkoma samfélagsmiðla hefur orðið til þess að hegningarlagarammi hefur verið endurskoðaður þar. Hér á landi er sú umræða og löggjöf skemur á veg komin.
01.02.2021 - 21:30
Viðtal
Ríkislögreglustjóri fundar um skotárásir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í næstu viku um öryggismál í kjölfar skotárása á húsnæði flokkanna.Hún segir alla verða að sameinast um að vinna gegn hatursorðræðu. 
Myndskeið
Fræða á lögreglumenn um hatursorðræðu
Fræðsla um hatursorðræðu fyrir lögreglumenn er á döfinni fljótlega og líka verið að skerpa á henni í lögreglunáminu, segir ríkislögreglustjóri. Hún segir alla lögreglustjóra landsins sammála um að breyta búningareglugerð lögreglunnar að því er varðar merkjanotkun. Formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa áttað sig á merkingu fána á búningi lögreglumanns sem tengdir hafa verið hatursorðræðu og telur útilokað að lögreglumenn beri fána í slíkum tilgangi. 
Afneitun helfararinnar bönnuð á Facebook
Orðræða þar sem helför gyðinga er afneitað eða hún skrumskæld verður bönnuð á Facebook. Þetta skrifar Mark Zuckerberg, forstjóri netrisans, í færslu í dag. Þetta er að sögn forstjórans liður í að hrekja allt hatur af Facebook.
12.10.2020 - 17:24
Stjörnurnar ætla að sniðganga samfélagsmiðla
Stórstjörnur á borð við Kim Kardashian ætla hvorki að setja inn færslur á Instagram né Facebook á miðvikudaginn. Ætlunin er að þrýsta á þessa öflugu samfélagsmiðla að bregðast við hatursorðræðu og dreifingu rangra eða villandi upplýsinga.
Facebook bregst harðar við hatursorðræðu
Stjórnendur Facebook hafa tilkynnt innleiðingu víðtækara eftirlits og banns á hatursfullu innihaldi auglýsinga á samfélagsmiðlinum. Brugðist verði hart við ógnunum og illmælgi í garð fjölmarga hópa sem átt hafi undir högg að sækja.
27.06.2020 - 03:50

Mest lesið