Færslur: Hatursorðræða
Ákveðnir hópar líklegri til að lenda í haturðsorðræðu
Umræða um haturorðræðu er meiri í löndunum í kringum okkur og tilkoma samfélagsmiðla hefur orðið til þess að hegningarlagarammi hefur verið endurskoðaður þar. Hér á landi er sú umræða og löggjöf skemur á veg komin.
01.02.2021 - 21:30
Ríkislögreglustjóri fundar um skotárásir
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í næstu viku um öryggismál í kjölfar skotárása á húsnæði flokkanna.Hún segir alla verða að sameinast um að vinna gegn hatursorðræðu.
30.01.2021 - 19:24
Fræða á lögreglumenn um hatursorðræðu
Fræðsla um hatursorðræðu fyrir lögreglumenn er á döfinni fljótlega og líka verið að skerpa á henni í lögreglunáminu, segir ríkislögreglustjóri. Hún segir alla lögreglustjóra landsins sammála um að breyta búningareglugerð lögreglunnar að því er varðar merkjanotkun. Formaður Landssambands lögreglumanna segist ekki hafa áttað sig á merkingu fána á búningi lögreglumanns sem tengdir hafa verið hatursorðræðu og telur útilokað að lögreglumenn beri fána í slíkum tilgangi.
23.10.2020 - 19:51
Afneitun helfararinnar bönnuð á Facebook
Orðræða þar sem helför gyðinga er afneitað eða hún skrumskæld verður bönnuð á Facebook. Þetta skrifar Mark Zuckerberg, forstjóri netrisans, í færslu í dag. Þetta er að sögn forstjórans liður í að hrekja allt hatur af Facebook.
12.10.2020 - 17:24
Stjörnurnar ætla að sniðganga samfélagsmiðla
Stórstjörnur á borð við Kim Kardashian ætla hvorki að setja inn færslur á Instagram né Facebook á miðvikudaginn. Ætlunin er að þrýsta á þessa öflugu samfélagsmiðla að bregðast við hatursorðræðu og dreifingu rangra eða villandi upplýsinga.
16.09.2020 - 01:39
Facebook bregst harðar við hatursorðræðu
Stjórnendur Facebook hafa tilkynnt innleiðingu víðtækara eftirlits og banns á hatursfullu innihaldi auglýsinga á samfélagsmiðlinum. Brugðist verði hart við ógnunum og illmælgi í garð fjölmarga hópa sem átt hafi undir högg að sækja.
27.06.2020 - 03:50
Sniðganga Facebook vegna hatursorðræðu
Bandaríska símafyrirtækið Verizon hefur bæst í sístækkandi hóp fyrirtækja sem hyggjast hætta viðskiptum við Facebook. Ástæðan er sögð vera úrræðaleysi samfélagsmiðilsins við að stöðva þau sem ástunda hatursorðræðu og hvetja til ofbeldis.
26.06.2020 - 07:09
Mannréttindadómstóllinn vísaði máli Carls Jóhanns frá
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að mál Carls Jóhanns Lilliendahl, sem dæmdur var fyrir hatursorðræðu í Hæstarétti Íslands fyrir þremur árum, sé ekki tækt til efnismeðferðar. Málinu var því vísað frá.
11.06.2020 - 11:38
Verða að bregðast skjótt við hatursorðræðu
Franska þingið hefur samþykkt lög gegn hatursorðræðu á netinu. Lögin gera samfélagsmiðlum skylt að fjarlægja særandi efni innan sólarhrings og búa til nýjan hnapp á síðununum þar sem notendur geta tilkynnt ofbeldi.
10.07.2019 - 14:53
Hamslaus reiði á netinu og ýmsum brögðum beitt
Síðastliðnar tvær vikur hafa þrír atburðir orðið til þess að brotist hefur út hamslaus reiði á samfélagsmiðlum. Þeir æstustu hafa látið ýmis ókvæðisorð falla, hótað ofbeldi, jafnvel sent morðhótanir. Er þetta til marks um að fólk sé í auknum mæli farið að sleppa sér algerlega á samfélagsmiðlum? Er nettröllum að fjölga? Er mark takandi á morðhótunum frá ókunnugu fólki á Facebook? Eru reiðir netverjar í auknum mæli farnir að beita tölvuárásum? Spegillinn ræddi þessi mál við sérfræðinga.
12.06.2019 - 19:40