Færslur: Hatursglæpir

Sér ekki að lögregla hefði getað brugðist öðruvísi við
Ríkislögreglustjóri segist ekki sjá að hægt hefði verið að bregðast öðruvísi við, þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ungan dreng tvívegis í leit sinni að strokufanga. Maðurinn sem leitað var að hafi verið talinn hættulegur, þar sem hann hefur áður stungið fólk með hnífi.
Íslenskir „hommabanar“ ógna hinsegin fólki
Svo virðist sem hópur fólks stundi það að áreita hinsegin fólk, einkum homma og transfólk með símtölum. Fatlaðir hafa einnig orðið fyrir barðinu á ásóknunum. Formaður Samtakanna '78 segir skorta úrræði gegn hatursglæpum í íslenska löggjöf.
Víða flaggað gegn fordómum í garð hinsegin fólks
Í dag, 17. maí, er alþjóðlegur dagur gegn fordómum í garð samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og trans fólks. Þann dag árið 1990 tók Alþjóðaheilbrigðisstofnunin samkynhneigð af lista sínum yfir geðsjúkdóma.
Sjónvarpsfrétt
Hatursglæpum gegn fólki af asískum uppruna fjölgar
Nýtt lagafrumvarp gegn hatursglæpum var samþykkt á Bandaríkjaþingi í gær. Tilkynningum um hatursglæpi gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna hefur fjölgað mjög mikið undanfarna mánuði.
15.04.2021 - 22:32
Rannsókn á hugsanlegum hatursglæp á frumstigi
Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hatursglæpur hafi verið framinn við verslunarkjarna í Breiðholti í gærkvöld. Kona hafi veist að þremur öðrum konum sem eru múslimar og bera slæður. Rannsóknin er á frumstigi. Vinkona kvennanna lýsir árásinni öðruvísi en lögregla, lýsing hennar á atburðarásinni er grófari. Fréttin hefur verið uppfærð.
16.07.2019 - 12:14
Lamdar fyrir að neita að kyssast í strætó
Fjórir unglingsdrengir, á aldrinum 15 til 18 ára, voru handteknir í Lundúnum í gær fyrir að ráðast á samkynhneigt par á þrítugsaldri í strætisvagni í borginni. Konurnar urðu að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir árásina, sem var gerð aðfaranótt fimmtudagsins 30. maí.
08.06.2019 - 04:43
Biður gyðinga að skilja kollhúfur eftir heima
Embættismaður nefndar gegn gyðingaandúð hjá þýsku ríkisstjórninni varar gyðinga við því að ganga um með kollhúfur meðal almennings. Hann segir hættu á að þeir verði fyrir aðkasti vegna þess, sökum vaxandi fjölda árása gegn gyðingum í Þýskalandi.
26.05.2019 - 07:26
Myndskeið
Samþykktu alþjóðlegt átak gegn hatursorðræðu
Alþjóðlegt átak gegn hatursorðræðu var samþykkt á ráðstefnu í París í dag. Yfirvöld í Bandaríkjnum ætla ekki að taka þátt í átakinu. 
15.05.2019 - 22:22
Myndskeið
Spencer: ég ber enga ábyrgð á gerðum Breiviks
Robert Spencer, umdeildur fyrirlesari sem hefur varað við uppgangi íslamstrúar í heiminum, kveðst í kvöld ætla að vekja athygli á bersýnilegri ógn, sem yfirvöld vilji hylma yfir með. Hann þvær hendur sínar af fjöldamorðinu í Útey í Noregi árið 2011, þótt hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hafi vitnað 50 sinnum í skrif hans í yfirlýsingu sem hann samdi áður en hann lét til skarar skríða.
11.05.2017 - 21:24
Þarf að setja tjáningu auknar skorður?
Atburðirnir við Ýmishúsið vöktu mikla eftirtekt í vikunni. Það er að ýmsu að hyggja í umfjöllun fjölmiðla um minnihlutahópa, sérstaklega þá sem eiga undir högg að sækja. Virkir í athugasemdum þurfa líka að vanda sig. Flest hatursglæpamál sem borist hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarið varða hatursfull ummæli um múslima sem fallið hafa í netheimum. Blaðamaður Guardian segir kommentakerfi af hinu góða. Að við eigum að fagna þeim en jafnframt hafa á þeim ákveðna stjórn.
03.06.2016 - 19:48