Færslur: Hatursglæpir

Rannsókn á hugsanlegum hatursglæp á frumstigi
Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hatursglæpur hafi verið framinn við verslunarkjarna í Breiðholti í gærkvöld. Kona hafi veist að þremur öðrum konum sem eru múslimar og bera slæður. Rannsóknin er á frumstigi. Vinkona kvennanna lýsir árásinni öðruvísi en lögregla, lýsing hennar á atburðarásinni er grófari. Fréttin hefur verið uppfærð.
16.07.2019 - 12:14
Lamdar fyrir að neita að kyssast í strætó
Fjórir unglingsdrengir, á aldrinum 15 til 18 ára, voru handteknir í Lundúnum í gær fyrir að ráðast á samkynhneigt par á þrítugsaldri í strætisvagni í borginni. Konurnar urðu að leita aðhlynningar á sjúkrahúsi eftir árásina, sem var gerð aðfaranótt fimmtudagsins 30. maí.
08.06.2019 - 04:43
Biður gyðinga að skilja kollhúfur eftir heima
Embættismaður nefndar gegn gyðingaandúð hjá þýsku ríkisstjórninni varar gyðinga við því að ganga um með kollhúfur meðal almennings. Hann segir hættu á að þeir verði fyrir aðkasti vegna þess, sökum vaxandi fjölda árása gegn gyðingum í Þýskalandi.
26.05.2019 - 07:26
Myndskeið
Samþykktu alþjóðlegt átak gegn hatursorðræðu
Alþjóðlegt átak gegn hatursorðræðu var samþykkt á ráðstefnu í París í dag. Yfirvöld í Bandaríkjnum ætla ekki að taka þátt í átakinu. 
15.05.2019 - 22:22
Myndskeið
Spencer: ég ber enga ábyrgð á gerðum Breiviks
Robert Spencer, umdeildur fyrirlesari sem hefur varað við uppgangi íslamstrúar í heiminum, kveðst í kvöld ætla að vekja athygli á bersýnilegri ógn, sem yfirvöld vilji hylma yfir með. Hann þvær hendur sínar af fjöldamorðinu í Útey í Noregi árið 2011, þótt hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik hafi vitnað 50 sinnum í skrif hans í yfirlýsingu sem hann samdi áður en hann lét til skarar skríða.
11.05.2017 - 21:24
Þarf að setja tjáningu auknar skorður?
Atburðirnir við Ýmishúsið vöktu mikla eftirtekt í vikunni. Það er að ýmsu að hyggja í umfjöllun fjölmiðla um minnihlutahópa, sérstaklega þá sem eiga undir högg að sækja. Virkir í athugasemdum þurfa líka að vanda sig. Flest hatursglæpamál sem borist hafa lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu undanfarið varða hatursfull ummæli um múslima sem fallið hafa í netheimum. Blaðamaður Guardian segir kommentakerfi af hinu góða. Að við eigum að fagna þeim en jafnframt hafa á þeim ákveðna stjórn.
03.06.2016 - 19:48