Færslur: Hátíð

Sígilt handrit á torgi hins himneska friðar
„Fyrir almenning er þetta meiri ferðahátíð en fyrir stjórnvöld er þetta hátíð til að sýna mátt sinn og megin,“ segir Hafliði Sævarsson, verkefnastjóri á skrifstofu alþjóðlegra samskipta og stundakennari í kínverskum fræðum við HÍ, um 70 ára afmælishátíð Alþýðulýðveldisins Kína sem fram fór 1. október.
Himneskir tónar og hátíðarbragur
Hilda Örvars, sem er af mikilli tónlistarfjölskyldu, gefur hér út plötuna Hátíð. Hér er hvorki sprell eða sprengingar en yfrið nóg af umlykjandi helgi. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í plötuna sem er plata vikunnar á Rás 2.
Hilda Örvars - Hátíð
Plata vikunnar á Rás 2 er Hátíð, ný plata Hildu Örvars sem er jafnframt hennar fyrsta sólóplata. Á honum eru jólalög frá Íslandi og Norðurlöndunum. Að geisladisknum koma frábærir listamenn ásamt Hildu; Atli Örvarsson sér um að útsetja tónlistina á töfrandi hátt, Eyþór Ingi Jónsson leikur á orgel, Einar Scheving á slagverk, Greta Salóme á fiðlu, Ásdís Arnardóttir á selló og Kristján Edelstein á gítar. Upptökur og hljóðblöndun eru í höndum Steve McLaughlin.
19.12.2016 - 10:33