Færslur: Hatari

Ætlar að pína barnabörnin til að erfa húsgögnin
Hljómsveitin Hatari hefur getið sér orð fyrir grjótharða raftónlist, hápólitíska texta og háskalega ímynd. Það kom því mörgum á óvart þegar annar forsprakki hennar, Klemens Hannigan, skipti leðurgallanum út fyrir smíðavesti en hann hannar og smíðar húsgögn.
03.06.2020 - 12:56
Euro-Daði
Daði flytur Hatrið mun sigra
Daði Freyr tók við óskalögum í beinni útsendingu þar sem hann lék sín eftirlætis Eurovision-lög.
16.05.2020 - 12:11
Alla leið
Með væga áfallastreituröskun eftir Ísraelsför Hatara
„Ætli við segjum ekki dæmigerðar bakhetjur,“ segir Óttar Proppé um hlutverk sitt með Pollapönki árið 2014 og Einars Stefánssonar með Hatara í fyrra. „Gaurarnir sem kokka ofan í hetjunnar og þvo stríðsklæðin. Ég upplifði mig mikið eins og stuðningsfulltrúa þarna.“
09.05.2020 - 16:00
Heimildarmynd um Hatara í alþjóðlega dreifingu
A Song Called Hate, heimildarmynd um Eurovision-för Hatara, verður dreift um allan heim af danska framleiðslufyrirtækinu LevelK. Í myndinni er farið í saumana á aðdraganda þátttöku Hatara í Eurovision og fylgst með hvað gerist að tjaldbaki.
05.05.2020 - 12:17
Myndskeið
Kraftmikil vögguvísa Hatara og GDRN
Rauðupplýstur og óvenju myrkur og grímuklæddur Óháði kórinn hóf útsendingu Íslensku tónlistarverðlaunanna á RÚV í kvöld þegar gjörningasveitin Hatari og poppdrottningin GDRN stilltu saman strengi sína og fluttu nokkuð tregafullan ástardúett. 
11.03.2020 - 20:20
Hljómskálinn
Markmiðið að bregðast væntingum áhorfenda
„Ef þú ert í leikhúsi og manneskja stígur upp á sviðið er hún strax orðin tákn fyrir eitthvað annað og þú gefur henni merkingu sem nær lengra en bara maður að standa,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara í Hljómskálanum.
08.03.2020 - 08:47
Söngvakeppnin
Hatari, Bashar Murad og barnakór Kársnessskóla
Gjörningasveitin Hatari kom fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í Laugardalshöll ásamt góðum gestum.
29.02.2020 - 21:21
Gagnrýni
Hatari heimtir alla
Neyslutrans er fyrsta plata Hatara í fullri lengd. Arnar Eggert Thoroddsen rýnir í gripinn sem jafnframt er plata vikunnar á Rás 2.
Máli tónleikahaldara gegn Hatara vísað frá dómi 
Máli pólsks tónleikahaldara gegn Svikamyllu ehf., sem heldur utan um rekstur hljómsveitarinnar Hatara, hefur verið vísað frá dómi. Landsréttur staðfesti niðurstöðu þessa efnis í dag. 
16.01.2020 - 18:48
Rás 2
Tíu mest spiluðu lög Rásar 2 árið 2019
Tregafullt kántrí, kammerpopp, Eurovisionhatur og sumarslagari umdeilds poppara raða sér í tíu efstu sætin yfir mest spiluðu lög Rásar 2 árið 2019.
02.01.2020 - 10:48
Lestin
Sykur og svanasöngur Grísalappalísu stóðu upp úr
21. Iceland Airwaves hátíðin var keyrð í gang síðasta miðvikudagskvöld og fréttaritari Menningarvefsins er búinn að vera á miklu fútti milli hinna ýmsu bara, listasafna og tónleikasala undanfarna daga.
Sporið
Dansa til að vera sterk en ekki kynþokkafull
Í Eurovision atriði gjörningasveitarinnar Hatara gengdi dansinn engu síðra hlutverki en tónlistin við að miðla boðskap og gagnrýni. Hreyfingar dansaranna sögðu sína eigin sögu með tilheyrandi persónusköpun og tjáningu. 
27.10.2019 - 09:24
Mun Evrópa falla fyrir Hatara?
„Evrópa mun falla“ er yfirskrift tónleikaferðalags um álfuna sem hljómsveitin Hatari hefur skipulagt í byrjun næsta árs.
17.07.2019 - 13:16
Myndskeið
Klemens stofnaði Kjurr vegna tannréttinga
Löngu áður en Klemens Hannigan og Einar Stefánsson úr Hatara unnu hug og hjörtu Íslendinga og lönduðu tíunda sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með laginu Hatrið mun sigra, voru þeir saman í indíhljómsveitinni Kjurr.
08.06.2019 - 11:30
Örlög Íslands í Eurovision ráðast brátt
Framkvæmdanefnd Eurovision kemur saman til fundar á næstu vikum þar sem brot Hatara, fulltrúum Íslands í keppninni í Ísrael, á reglum hennar verður rætt. Þar verður ákveðið hvort Íslandi verði refsað og þá hvaða refsingum verði beitt.
07.06.2019 - 15:53
Missti vinnuna vegna Hatara
Ólga greip um sig meðal Ísraelsmanna eftir að starfsmanni El Al flugfélagsins var sagt upp.
07.06.2019 - 10:37
Hatari og Bashar Murad - KLEFI / SAMED (صامد)
Hljómsveitin Hatari ásamt hinum palestínska Bashar Murad komu í Vikuna með Gísla Marteini og fluttu lagið Klefi/Samed
01.06.2019 - 00:19
Viðtal
„Engin árás fólgin í að veifa fána“
„Okkur rennur blóðið til skyldunnar og viljum að raddir okkar og skilaboð heyrist,“ segir palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad. Hljómsveitin Hatari gaf fyrir skömmu út nýtt lag sem samið er í samstarfi við Bashar.
24.05.2019 - 16:30
Nýtt lag frá Hatara
Hljómsveitin Hatari hefur gefið út nýtt lag í samstarfi við palestínska tónlistarmanninn Bashar Murad. Lagið ber heitið Klefi / Samed (صامد) og myndband við það var birt í nótt.
24.05.2019 - 07:43
Urðu fyrir aðkasti frá ísraelskum mótmælendum
„Það var svo merkilegt að finna togstreituna innanlands,“ segir Vigdís Hafliðadóttir fjölmiðlakona sem var stödd fyrir hönd Iceland Music News á sameiginlegri minningarathöfn fyrir fallna Ísraelsmenn og Palestínumenn fyrr í mánuðinum.
Verður erfitt að hrista af Eurovision-stimpil
Óvenjulegri, og mögulega afdrifaríkri, þátttöku Hatara í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er lokið. Hópurinn ætlar ekki að leggjast í dvala, heldur hyggur hann á tónleikaferð um landið.
22.05.2019 - 10:53
Viðtal
Ánægður með Hatara og áhyggjulítill
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, tók fagnandi á móti íslenska Eurovisionhópnum þegar hann lenti í Keflavík í gær og segir Íslendinga geta verið stolta af sínu fólki í keppninni í ár.
21.05.2019 - 06:40
Viðtal
Þakklæti efst í huga Hatara
Þakklæti er efst í huga Hatara eftir vel heppnaða ferð til Tel Aviv, þar sem sveitin lenti í tíunda sæti í úrslitum söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision.
21.05.2019 - 06:17
Wiesenthal vill banna Ísland í Eurovision
Simon Wiesenthal-stofnunin og Samtök breskra lögfræðinga fyrir Ísrael, UKLFI, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þess er krafist að Íslandi verði bannað að taka þátt í Eurovision í Hollandi á næsta ári. Samtökin telja að liðsmenn Hatara hafi svikið gefin loforð með því að veifa palestínska fánanum í úrslitum Eurovision á laugardagskvöld. Tæplega 26 þúsund hafa skrifað undir bænaskjal á netinu þar sem hvatt er til þess að Íslandi verði útilokað frá Eurovision.
20.05.2019 - 13:48
Ísland efst hjá áhorfendum í undankeppninni
Atriði Hatara fékk flest stig í símakosningu áhorfenda í undankeppni Eurovision á þriðjudagskvöldið, 151, en var í áttunda sæti hjá dómnefndum með 70 stig.
20.05.2019 - 12:20