Færslur: Hátækni

Olían trompar tæknina: Aramco verðmætara en Apple
Sádi-arabíski olíurisinn Aramco er verðmætasta fyrirtæki heims, miðað sölugengi hlutabréfa í lok viðskipta í gær, miðvikdag, og hefur þar með tekið fram út rafeindarisanum Apple. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessi fyrirtæki hafa sætaskipti á toppi listans yfir verðmætustu fyrirtæki heims, því þetta gerðist líka árið 2020.
12.05.2022 - 06:26
Vélmennið Asimo á eftirlaun eftir farsæla starfsævi
Þekktasta vélmenni Japans, Asimo, vann sinn síðasta vinnudag í gær. Í dag fór það því á eftirlaun eftir farsælt tuttugu og tveggja ára starf. 
01.04.2022 - 13:08
Erlent · Japan · Hátækni · vélmenni · Asía
Stofnandi Theranos sakfelld fyrir fjársvik
Elizabeth Holmes, stofnandi bandaríska tæknifyrirtækisins Theranos, var í dag sakfelld fyrir svik í garð fjárfesta. Kviðdómur sýknaði hana af nokkrum ákæruliðunum, sem voru tólf talsins, og komst ekki að samkomulagi um niðurstöðu í öðrum.
Ástralir hyggjast slá skjaldborg um hátækni sína
Ástralir hyggjast slá skjaldborg um margvíslega hátækni sem talin er hætta er á að geti komist í rangar hendur sé öryggis ekki gætt.
17.11.2021 - 02:13
Sjálfvirknibúnaður sem ræður við næstum allar aðstæður
Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors boðar að dýrari gerðir bíla verði búnar sjálfvirknibúnaði sem ráði við 95% allra aðstæðna í umferðinni. Flókinn tæknibúnaður á að auka öryggi allra vegfarenda.
06.10.2021 - 17:30
Mönnuð tunglferð áætluð fyrir árið 2024
Átta ríki stefna í sameiningu á mannaða tunglferð fyrir árið 2024. Þau hafa undirritað hið svokallaða Artemis-samkomulag þar sem dregin er upp áætlun um ferðir til tunglsins og víðar um himingeiminn. Samkomulagið er runnið undan rifjum Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.
Verðmæti Apple nær 2 billjónum Bandaríkjadala
Markaðsvirði tæknirisans Apple náði í dag 2 billjónum Bandaríkjadala. Það eru tvær milljónir milljóna dala eða jafngildi um 273 þúsund milljarða króna. Verðmæti fyrirtækisins hefur tvöfaldast frá árinu 2018.