Færslur: Háspenna

Kæra Happdrætti háskólans og Háspennu ehf.
Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands (HHÍ) og Háspennu ehf. til lögreglu fyrir brot á ýmsum lögum um fjárhættuspil. Samtökin telja að rekstur spilakassa Háspennu og ágóðinn af honum sé ekki í samræmi við þær undanþágur sem HHÍ nýtur frá banni við fjárhættuspilum í atvinnuskyni.
Þjóðvegur 1 lokaður vegna háspennulínu sem þverar veg
Hringvegur eitt milli Miðfjarðar og Víðidals er lokaður austan við Línakradal vegna háspennulínu sem þverar veginn. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Hjáleið er um Síðuveg og Vatnsnesveg sem ekki er ætluð farartækjum með meiri ásþunga en 3,5 tonn. .
15.02.2021 - 07:03
Jarðstrengur gaf sig - rafmagn komið aftur á í Fossvogi
Rafmagn er komið á aftur í Fossvogi, þar sem rafmagn fór af skömmu fyrir miðnætti. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur var það gamall háspennustrengur í jörðu sem gaf sig, með þeim afleiðingum að straumur fór af sex dreifistöðvum í Fossvogi, neðan Bústaðavegar og austan Borgarspítala.
20.04.2020 - 04:48
Myndskeið
Hagnast á spilafíklum í gegnum spilakassa
Það fer ekki mikið fyrir því í auglýsingum Happdrættis Háskólans en stærstur hluti tekna þess kemur úr spilakössum Gullnámunnar. 500 spilakassar skila allt upp í 700 milljónum króna í sjóði Háskólans.
20.03.2018 - 20:00