Færslur: Háskólinn í Reykjavík

Landinn
„Erum kallaðir vorboðarnir“
„Það er bæði heiður og ánægja að vinna með þessu dásamlega fólki", segir Ágústa Bernharðsdóttir prófstjóri í Háskólanum í Reykjavík. Haustprófin eru byrjuð í HR og Ágústa hefur fengið til liðs við sig hóp af fólki sem hefur það verkefni að sitja yfir í prófunum og vera nemendum til halds og trausts.
15.11.2021 - 15:22
Þrjótar kunna að hafa læst klóm í tölvupóst starfsmanna
Hætt er við því að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta starfsmanna Háskólans í Reykjavík í árás sem gerð var á póstþjón skólans í síðustu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Frá því í júní hafa tölvuþrjótar tvisvar komið spilliforriti inn á póstþjóna skólans. 
22.10.2021 - 16:26
Tölvuþrjótar krefja HR um lausnargjald
Tölvuþrjótar réðust á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og dulkóðuðu skrár. Talið er að árásin hafi valdið takmörkuðum skaða á einn póstþjón og tölvupóstar nemenda séu ekki undir, þar sem þeir eru geymdir í sameiginlegu skýi. Árásarmennirnir hóta því að birta tölvupóst starfsmanna, og krefjast lausnargjalds.
18.10.2021 - 14:39
Nær 1% þjóðarinnar brautskráð í dag
Á fjórða þúsund nemendur voru brautskráðir frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Bifröst í dag. Það er tæplega eitt prósent þjóðarinnar. Met var sett í fjölda brautskráðra í tveimur fyrstnefndu skólunum.
Myndskeið
Bjartur úr Sumarhúsum í snjallsímana
Brátt geta allir eignast sinn eigin Bjart í Sumarhúsum í snjalltækin sín. Átta raddir sem allar verða nefndar eftir sögupersónum Halldórs Laxness verða notaðar í nýjan íslenskan talgervil sem unnið er að. Stefnt er að því að bjóða upp á bráðabirgðaútgáfu með rödd Bjarts í ágúst þegar raddirnar sem hingað til hefur verið hægt að nota, hverfa á braut.
Fólk hálf örmagna á að búast stöðugt við skjálfta
Fólk verður hálf örmagna því það er stöðugt í viðbragðsstöðu. Þetta segir sálfræðingur sem spjallaði við Grindvíkinga á íbúafundi í dag. Þá fengu Grindvíkingar sérstaka fræðslu um skjálftariðu, fyrirbæri sem vísindamenn hafa nú fengið kjörið tækifæri til að rannsaka. Þeir óska nú eftir sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í rannsókn á hreyfiveiki.
Viðtal
Staðfestir áfellisdóm yfir vinnubrögðum ráðherra
Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir áfellisdóm Hæstaréttar yfir vinnubrögðum fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þetta er mat lagaprófessors. Dómurinn virðist eiga að vera fordæmisgefandi fyrir önnur Evrópuríki, til að mynda Póllandi, Ungverjaland og Tyrkland. Landsréttardómararnir fjórir sem ráðherra skipaði á sínum tíma hafi ekki verið rétt skipaðir.
Sex staðfest smit í HR - Nemendum boðið í skimun
Sex nemendur Háskólans í Reykjavík greindust með Covid-smit í gær. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forsvarsmenn skólans sendu í dag. Fimm af sex þeirra sem smituðust eru innan sama nemendahóps.
17.09.2020 - 12:04
Myndskeið
Gætu þurft að hafna helmingi allra umsókna um nám
Háskólinn á Akureyri þarf að óbreyttu að hafna helmingi allra umsókna um nám við skólann í haust. Rektor er vongóður um að stjórnvöld bregðist við með auknu fjármagni. Hátt í 600 milljónir króna vantar upp á.
Prófessorar við HR mótmæla afskiptum vegna ráðningar
Félag prófessora við Háskólann í Reykjavík og Rannsóknarráð Háskólans mótmæla pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðuneytisins af ráðningu Þorvaldar Gylfasonar í stöðu ritstjóra fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review og taka í einu og öllu undir yfirlýsingu prófessora við ríkisháskóla vegna málsins.
Spegillinn
„Ákveðin hætta á því að það dragi úr gegnsæi“
Það hvernig stjórnvöld hafa tekist á við COVID-faraldurinn hefur verið eins og kennslustund í stefnumótun. Þetta segir Kristján Vigfússon, aðjúnkt við viðskiptadeild HR, sem hefur sérhæft sig í stefnumótun. Hann segir að það hafi verið rétt ákvörðun að hafa sérfræðingana í forgrunni en að nú þegar úrlausnarefnin eru orðin pólitískari og álitamálin fleiri reyni á að viðhalda gagnsæi.
Nemendur geta valið einkunn eða staðið/fallið í HR
Háskólinn í Reykjavík býður nemendum að velja staðið eða fallið í námskeiðum sínum í stað þess að fá einkunn á vorönn 2020. Þetta er gert til að koma til móst við flóknar og erfiðar aðstæður nemenda vegna COVID-19.
24.03.2020 - 11:08
Samkomubann: Maður er í sjokki segja HR nemendur
Margir nemendur í Háskólanum í Reykjavík voru að læra saman um ellefuleytið þegar upplýsingafundurinn byrjaði í beinni útsendingu.
13.03.2020 - 19:26
Þátttaka stelpna aukist um 30% í tæknigreinum
Þátttaka kvenkyns nemenda í tæknigreinum í Háskólanum í Reykjavík hefur aukist um 30 prósent á síðustu þremur árum fyrir tilstuðlan verkefnisins „Stelpur og tækni“.
Fagna viðbrögðum stjórnenda HR
Átján nemendur við Háskólann í Reykjavík segja í yfirlýsingu að þeir geri þá kröfu til kennara að þeir beri virðingu fyrir nemendum af báðum kynjum og að hægt sé að treysta því að allir hafi sömu stöðu þegar kemur að kennslu, einkunnum, aðstoð við nám og annað. Hatursorðræða gagnvart konum og öðrum eigi ekki að líðast í háskólastarfi.
12.10.2018 - 14:46
Viðtal
Þriðjungur háskólanema þunglyndur
Um þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi. Þetta sýna niðurstöður rannsóknar á geðheilsu nemenda við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri.
Viðtal
„Hugsanir sem djöflast í höfðinu á þér“
„Þetta eru hugsanir sem djöflast í höfðinu á þér.“ Þetta segir slökkviliðsmaður sem glímdi við áfallastreituröskun. Vakning hefur orðið um mikilvægi sálræns stuðnings og þess að vinna með áföll innan slökkviliðsins, lögreglunnar og meðal björgunarsveita undanfarin ár og áratugi en hann segir að stöðugt verði að minna á mikilvægi þess að tala um erfið útköll. Sérfræðingur segir þörf á að efla þekkingu og meðferðarúrræði hér á landi.