Færslur: Háskólinn á Bifröst

HÍ ætlar ekki að hafna umsóknum þrátt fyrir metaðsókn
Háskóli Íslands hyggst ekki hafna umsækjendum vegna metfjölda umsókna í skólann, sem meðal annars má rekja til kórónuveirufaraldursins. HÍ barst á tólfta þúsund umsóknir fyrir næsta skólaár. Heildarfjöldi nemenda við skólann er nú um 13.000 og því er gert ráð fyrir verulegri fjölgun þeirra í haust.
17.07.2020 - 07:00
Rafrænar brautskráningar úr HA
Brautskráning frá Háskólanum á Akureyri verður rafræn í ár vegna heimsfaraldursins. Fulltrúar skólans segja þau ætla að gera það besta úr aðstæðunum. Bifröst stefnir að hefðbundinni útskrift en Háskólinn í Reykjavík hefur ekki tekið ákvörðun.
Margrét ráðin rektor Háskólans á Bifröst
Margrét Jónsdóttir Njarðvík hefur verið ráðin rektor Háskólans á Bifröst frá og með 1. júní næstkomandi. Hún var valin úr hópi sjö umsækjenda.
02.01.2020 - 12:38
Vilhjálmur lætur af störfum sem rektor á Bifröst
Staða rektors við Háskólann á Bifröst er nú auglýst laus til umsóknar. Vilhjálmur Egilsson hefur verið rektor síðan 2013 en lætur nú af störfum sökum aldurs. Samningur Vilhjálms rennur út við lok skólaársins, í júlí 2020 og búist við að nýr rektor taki við í ágúst.
21.11.2019 - 12:28
Fellir ákvörðun um tíu Bangladessa úr gildi
Kærunefnd Útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja tíu háskólanemum frá Bangladess beiðni um dvalarleyfi hér á landi. Þeir hugðust hefja nám við Háskólann á Bifröst nú í haust. Leifur Runólfsson, lögmaður háskólans, segir að tafirnar hafi skaðað markaðsstarf skólans í Bangladess. Útlendingastofnun ber að taka mál þeirra aftur til afgreiðslu.
15.10.2019 - 16:26