Færslur: Háskólinn á Bifröst

Flóttafólk fær inni á Bifröst
Háskólinn á Bifröst mun leggja til 69 herbergi og 17 íbúðir til móttöku flóttafólks frá Úkraínu. Rektor skólans segir bæði nemendur og kennara fá tækifæri til að undirbúa móttökuna en mikilvægasta verkefnið sé að skapa frið og öryggi.
Landinn
„Erfiðustu aðgerðirnar eru þær sem maður tengir við“
„Ég er búinn að vinna í tengslum við almannavarnir og björgunarstörf í 30 ár og ég held að ég hafi aldrei upplifað svona tíma,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn Almannavarna. Hvert áfallið hefur rekið annað síðustu ár ef þau eru ekki beinlínis á sama tíma. Landinn fjallaði um áföll á Íslandi og áfallastjórnun.
Morgunvaktin
Skapandi greinar eru ört vaxandi svið samfélagsins
„Listir og menning eru samfélags-spegillinn okkar og þar sjáum við jafnvel inn í framtíðina. Listamenn eru naskir á að sýna hvað bíður okkar,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst. Hún segir mikilvægt að stjórnvöld og almenninngur átti sig á mikilvægi menninngar og lista og þess sem kallaðar eru skapandi greinar, bæði fyrir lífsgæðin í landinu og fyrir hagkerfið.
HÍ ætlar ekki að hafna umsóknum þrátt fyrir metaðsókn
Háskóli Íslands hyggst ekki hafna umsækjendum vegna metfjölda umsókna í skólann, sem meðal annars má rekja til kórónuveirufaraldursins. HÍ barst á tólfta þúsund umsóknir fyrir næsta skólaár. Heildarfjöldi nemenda við skólann er nú um 13.000 og því er gert ráð fyrir verulegri fjölgun þeirra í haust.
17.07.2020 - 07:00
Rafrænar brautskráningar úr HA
Brautskráning frá Háskólanum á Akureyri verður rafræn í ár vegna heimsfaraldursins. Fulltrúar skólans segja þau ætla að gera það besta úr aðstæðunum. Bifröst stefnir að hefðbundinni útskrift en Háskólinn í Reykjavík hefur ekki tekið ákvörðun.
Margrét ráðin rektor Háskólans á Bifröst
Margrét Jónsdóttir Njarðvík hefur verið ráðin rektor Háskólans á Bifröst frá og með 1. júní næstkomandi. Hún var valin úr hópi sjö umsækjenda.
02.01.2020 - 12:38
Vilhjálmur lætur af störfum sem rektor á Bifröst
Staða rektors við Háskólann á Bifröst er nú auglýst laus til umsóknar. Vilhjálmur Egilsson hefur verið rektor síðan 2013 en lætur nú af störfum sökum aldurs. Samningur Vilhjálms rennur út við lok skólaársins, í júlí 2020 og búist við að nýr rektor taki við í ágúst.
21.11.2019 - 12:28
Fellir ákvörðun um tíu Bangladessa úr gildi
Kærunefnd Útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja tíu háskólanemum frá Bangladess beiðni um dvalarleyfi hér á landi. Þeir hugðust hefja nám við Háskólann á Bifröst nú í haust. Leifur Runólfsson, lögmaður háskólans, segir að tafirnar hafi skaðað markaðsstarf skólans í Bangladess. Útlendingastofnun ber að taka mál þeirra aftur til afgreiðslu.
15.10.2019 - 16:26