Færslur: Háskólinn á Akureyri

Roðleður hlýtur titilinn Norðansprotinn 2022
Hugmyndin Roðleður hlaut titilinn Norðansprotinn 2022 sem afhentur var föstudaginn 20. maí. Norðansprotinn leitast við að finna áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndir Norðurlands. Þemað í ár voru matur, vatn og orka en allar hugmyndir þurftu að tengjast því á einn eða annan hátt.
„Sveigjanlegt nám er jafnréttismál“
Háskóli Íslands hefur hlotið gagnrýni fyrir fjarnám skólans. Langveik kona á Akureyri segir lítið fjarnámsframboð koma í veg fyrir að langveikt fólk og fólk af landsbyggðinni geti stundað það nám sem það dreymir um.
Tvöfalt fleiri teknir inn í lögreglufræði í haust
Til að bregðast við manneklu í lögreglunni verða teknir inn tvöfalt fleiri nemendur en áður í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri í haust. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur um viku og hefur verkefnisstjóri deildarinnar góðar vonir um að finna 80 hæfa einstaklinga.
04.04.2022 - 15:02
Vilja byggja upp listnám á Akureyri
Rektor Listaháskóla Íslands segir þörf á háskólanámi í listgreinum á landsbyggðinni vera til staðar, allt sem þurfi er vilji stjórnvalda og fjármagn. Málþing um listnám á háskólastigi á Akureyri var haldið í dag á Listasafni Akureyrar.
Háskóladagurinn í fyrsta sinn utan höfuðborgarinnar
Háskóladagurinn er haldinn í Háskólanum á Akureyri í dag. Áhugasömum gefst þar kostur á að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu. Þetta er í fyrsta skipti sem viðburðurinn er haldinn utan höfuðborgarsvæðisins.
19.03.2022 - 12:00
Sjónvarpsfrétt
Kvenfrumkvöðlar sækja styrk hver frá öðrum
Um fimmtíu kvenfrumkvöðlar komu saman í Háskólanum á Akureyri þar sem þær fengu leiðsögn um hvernig hægt er að láta viðskiptahugmyndir verða að raunveruleika. Konur í nýsköpun eiga enn erfiðara en karlar með að fjármagna verkefni sín og því sé mikilvægt að styðja við konur í greininni.
Háskólanám í samkeppni við öflugt atvinnulíf
Í vetur er í fyrsta sinn boðið upp á undirbúningsnám fyrir háskólanám á Austurlandi. Námið er á vegum Háskólans í Reykjavík, í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Í framhaldinu er vonast til að hægt verði að bjóða upp á b.s. nám í tæknifræði og tölvunarfæði.
Sjónvarpsfrétt
Óleyfilegt niðurhal of mikið
Frá því að hreinsistöð fráveitu var tekin í notkun á Akureyri fyrir rúmu ári síðan hafa um 20 tonn af rusli verið síuð úr frárennslinu sem annars hefðu lent í sjónum. Prófessor við Háskólann á Akureyri segir að ganga þurfi lengra í hreinsun fráveituvatns.
Álag og óvægin umræða dregur úr áhuga á sveitarstjórnum
Prófessor í stjórnmálafræði segir að álag og óvægin umræða á samfélagsmiðlum dragi úr áhuga fólks á þátttöku í sveitarstjórnum. Kannanir benda til þess að meira en annar hver sveitarstjórnarmaður hætti þegar kosið verður í vor.
Þurfa að leita til almennra borgara við löggæslustörf
Mannekla hjá lögreglunni veldur því að lögreglumenn í dreifbýli þurfa oft að leita til almennra borgara við löggæslustörf og reiða sig á aðstoð í samfélaginu. Félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri segir nauðsynlegt að fjölga hér lögreglunemum. Ísland sé með næstfæsta lögreglumenn í Evrópu miðað við höfðatölu.
12.01.2022 - 16:03
Vonar að smitrakning verði ekki að framtíðarstarfi
Vegna aukinna smita í samfélaginu fyrir jól var ákveðið að fjölga í smitrakningarteyminu. Á aðfangadag var þjónustuver Almannavarna á Akureyri sett upp, það fyrsta utan höfuðborgarinnar
Óttuðust geislavirkni í HA eftir veikindi starfsmanns
Húsvörður sem komst í snertingu við torkennilegan hlut í kjallara Háskólans á Akureyri í vikunni var sendur á sjúkrahús eftir skyndileg veikindi. Starfsmenn Geislavarna ríkisins komu norður í gærmorgun og rannsökuðu hlutinn sem reyndist ekki geislavirkur eins og óttast var.
09.12.2021 - 09:19
Sjónvarpsfrétt
Sjö af hverjum tíu Pólverjum á Íslandi upplifa mismunun
Nærri sjö af hverjum tíu Pólverjum hafa upplifað mismunun vegna þjóðernis, samkvæmt nýrri rannsókn sem um þúsund Pólverja hér á landi tóku þátt í. Meira en helmingur hefur orðið fyrir hatursorðræðu.
03.12.2021 - 12:07
Morgunútvarpið
Vantar heildarstefnu um fjarnám frá stjórnvöldum
Undanfarna daga hefur skapast töluverð umræða um framboð á fjarnámi hjá íslenskum háskólum. Háskóli Íslands hefur sætt gagnrýni fyrir að vera ekki í takt við tímann þegar kemur að fjarnámi. Morgunútvarpið kannaði hvernig málum væri háttað annars staðar.
15.10.2021 - 13:05
Norðurslóðanet fær endurnýjaðan starfssamning
Norðurslóðanet Íslands og utanríkisráðuneytið hafa undirritað endurnýjaðan samstarfssamning til næstu fimm ára.
„Vissi ekki að mér myndi finnast Alþingi skemmtilegt“
Lýðræði, júdó og eldgosið á Reykjanesi eru meðal viðfangsefna Vísindaskóla unga fólksins sem fer nú fram í Háskólanum á Akureyri. Nemandi segir það hafa komið sér á óvart að störf Alþingis væru skemmtileg fyrir 12 ára krakka.
23.06.2021 - 17:09
Myndskeið
Hnoðað, sprautað og hæmlikkað í Hagaskóla
Þrjú prósent hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítalanum eru karlmenn. Þessu á að breyta með því að kynna drengjum þessi störf. Fimmtán ára drengir sýndu sprautunálum, hjartahnoði og æðaleggjum mikinn áhuga á kynningu í dag. Þá spreyttu þeir sig á dúkku sem var að kafna og hæmlikkuðu hana, þ.e.a.s. beittu Heimlich-aðferðinni.
Furða sig á beinni samkeppni ríkisins vegna sumarúrræða
Félag atvinnurekenda gagnrýnir að endurmenntunardeildir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri bjóði á ný upp á niðurgreidd námskeið í beinni samkeppni við námsframboð einkafyrirtækja. Framkvæmdastjórinn segir að ríkið veiti fyrirtækjunum í raun tvöfalt högg í miðjum heimsfaraldri.
Skiluðu inn 20 blaðsíðum af athugasemdum til Gæðaráðs
Það hefði átt að gera sterkari faglegan ramma í kring um lögreglunámið í Háskólanum á Akureyri, segir rektor, en undirstrikar að skýrsla Gæðaráðs háskólanna segi ekki alla söguna þar sem skólinn hafi enn ekki skilað úrbótatillögum. Til greina kom að gera formlega athugasemd við úttektina. Gæðaráð íslenskra háskóla segir í skýrslu sinni að víða sé pottur brotinn í framkvæmd lögreglunámsins við HA og takmarkað traust (e. limited cofidence) sé borið til skólans til þess að sinna því.
27.03.2021 - 17:03
Takmarkað traust til lögreglunámsins í HA
Svo miklar brotalamir eru í kennslu, skipulagi og framkvæmd lögreglunámsins við Háskólann á Akureyri að það er ekki hægt að treysta skólanum nægilega vel til að halda því úti. Þetta er niðurstaða Gæðaráðs íslenskra háskóla. Ráðið hefur skilað skýrslu um úttekt sína á náminu þar sem víða virðist pottur brotinn.
Um helmingur brautskráðra úr lögreglufræðum er konur
Ríflega helmingur þeirra sem brautskráðist úr diplómanámi í lögreglufræðum fyrir verðandi lögreglumenn á árunum 2018 til 2020 eru konur. Háskólinn á Akureyri hefur útskrifað 142 nemendur í þeim fræðum að því er fram kemur í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar þingmanns Miðflokksins.
Viðtal
Háskólinn á Akureyri hyggst bjóða upp á listnám
Háskólinn á Akureyri stefnir að því koma á fót listnámi við skólann á allra næstu árum. Hafin er fýsileikakönnun á því hvernig nám er hægt að bjóða og að henni lokinni verður boðað til málþings. Möguleiki er að því að Listaháskóli Íslands komið að náminu.
Spegillinn
Umræða getur vakið upp fordóma gagnvart innflytjendum
Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur og lektor við háskólann á Akureyri. fagnar því ef umræða um glæpahópa verður til þess að fjársvelt Íslensk lögregla fái aukið fjármagn. Hætta sé hins vegar á að umræðan veki upp fordóma gagnvart innflytjendum. „Við viljum ekki að það skapist hér allsherjar ótti við fólk frá Austur-Evrópu vegna umræðu um erlenda glæpahópa.“
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál“
„Samgöngubætur og bætt vetrarþjónusta er jafnréttismál,“ segir Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Hann segir bættar samgöngur einnig mikilvægar fyrir ungt fólk svo það geti sætt sig við að setjast niður á stöðum úti á landi.
Spegillinn
Telja innflytjendur hafa góð áhrif
Yfir 75% Íslendinga telja að innflytjendur hafi haft góð áhrif á samfélagið. Þetta kemur fram í umfangsmikilli rannsókn sem gerð var 2018. Þar kemur líka fram að tekjur tæplega 60% innflytjenda voru undir 400 þúsund krónum á mánuði.