Færslur: Háskóli Íslands

Óvissan um þróun faraldursins enn mikil
Áfram mun draga úr COVID-19 smitum hér á landi út mánuðinn samkvæmt spálíkani sem vísindamenn við Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala birtu á vefnum covid.hi.is í dag.
14.08.2020 - 17:56
Allir nemar HÍ fái staðkennslu að einhverju marki
Leitast verður við að allir nemendur við Háskóla Íslands fái staðkennslu að einhverju marki á haustmisseri. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, sendi starfsfólki og nemendum í gær. Þar segir jafnframt að kennsla við Háskóla Íslands í haust verði skipulögð sem rafræn kennsla og geti með stuttum fyrirvara orðið að fullu rafræn ef þörf krefur.
13.08.2020 - 07:50
Gera ráð fyrir einhverjum takmörkunum á skólastarfi
Gera má ráð fyrir að einhverjar takmarkanir verði á skólastarfi í vetur vegna kórónuveirufaraldursins. Beðið er eftir tilmælum sóttvarna- og skólayfirvalda. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir að ekki verði hægt að taka endanlegar ákvarðanir fyrr en stefna stjórnvalda í sóttvarnamálum sé komin fram. 
Októ­ber­fest SHÍ frestað um óákveðinn tíma
Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara átti fram í september hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni.
04.08.2020 - 15:42
Erlendir nemar hætta við nám í HÍ vegna COVID-19
Starfs­fólk skrif­stofu alþjóðasam­skipta Há­skóla Íslands hef­ur orðið vart við að er­lend­ir nem­end­ur hætti við fyrirhugað nám við háskólann vegna kórónuveirufaraldurins.
24.07.2020 - 07:19
Myndskeið
Þúsundir maura á Íslandi
Þúsundir maura af fjórum tegundum lifa villtir hér landi. Líffræðinemar, sem starfa við að kortleggja háttalag þeirra, segja ljóst að maurum eigi eftir að fjölga verulega á næstu árum vegna hlýnunar loftslags. 
HÍ ætlar ekki að hafna umsóknum þrátt fyrir metaðsókn
Háskóli Íslands hyggst ekki hafna umsækjendum vegna metfjölda umsókna í skólann, sem meðal annars má rekja til kórónuveirufaraldursins. HÍ barst á tólfta þúsund umsóknir fyrir næsta skólaár. Heildarfjöldi nemenda við skólann er nú um 13.000 og því er gert ráð fyrir verulegri fjölgun þeirra í haust.
17.07.2020 - 07:00
Viðtal
Þegar maður leggur mikið á sig uppsker maður á móti
Ivana Anna Nikolic útskrifaðist úr lögfræði í Háskóla Íslands um síðustu helgi með 9,5 í einkunn, hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi í sögu lagadeildarinnar. Hún segir lykilatriði að hafa áhuga á því sem maður sé að læra en það verði líka að vinna vel, jafnt og þétt yfir önnina. Ivana ræddi árangurinn í Morgunútvarpinu á Rás 2 í vikunni.
02.07.2020 - 14:35
Fréttaskýring
Binda miklar vonir við „business as usual“
Fyrir árið 2030 þarf losun frá vegasamgöngum að minnka um 37%. Það er stuttur tími en vísindamenn sem mátu aðgerðir í uppfærðri loftslagsáætlun stjórnvalda telja að það náist. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar furðar sig á forsendum matsins, segir grunnsviðsmynd gera ráð fyrir því að stór hluti samdráttarins verði sjálfkrafa án aðgerða. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfisfræði, leiddi matsvinnuna. Hún gerir ráð fyrir viðsnúningi í orkunotkun á næstu tíu árum.
Engir gestir viðstaddir útskrift úr HÍ
Rúmlega 2.000 kandídatar brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi í Háskóla Íslands í Laugardalshöll á morgun, laugardaginn 27. júní. Engir gestir verða hins vegar viðstaddir athafnirnar að þessu sinni, heldur verður beint streymi fyrir aðstandendur kandídata og aðra sem fylgjast vilja með.
26.06.2020 - 09:31
Myndskeið
Gætu þurft að hafna helmingi allra umsókna um nám
Háskólinn á Akureyri þarf að óbreyttu að hafna helmingi allra umsókna um nám við skólann í haust. Rektor er vongóður um að stjórnvöld bregðist við með auknu fjármagni. Hátt í 600 milljónir króna vantar upp á.
Spegillinn
„Tókst að bjarga starfinu og lyfta því á hærra plan“
Eftir tuttugu ára baráttu fengu heilbrigðisgagnafræðingar því framgengt að nám þeirra var fært upp á háskólastig. Þeir skiptu líka um starfsheiti enda þótti þeim það gamla engan veginn eiga við lengur. Nýliðun hefur verið ábótavant og farið var að bera á skorti á hæfu fólki en aðsókn í námið stórjókst síðastliðið haust. Formaður Félags heilbrigðisgagnafræðinga lítur svo á að stéttinni hafi verið bjargað í bili. 
Fleiri konur vilja verða læknar
Rúm sjötíu prósent þeirra sem greiddu skráningargjald fyrir inntökupróf við læknadeild Háskóla Íslands þetta sumarið voru konur. Kynjaskiptingin var jafnari í inntökuprófi fyrir sjúkraþjálfun.
16.06.2020 - 07:13
Fíkniefni seld á dulkóðuðum samskiptasíðum
Sífellt stærri hluti fíkniefnasölu fer fram á samfélagsmiðlum. Fyrir nokkrum árum var Facebook algengasta forritið í slíkum viðskiptum, en nú fara þau að mestu leyti fram í gegnum forritið Telegram, þar sem hægt er að koma fram undir nafnleynd. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Sara Mjöll Vatnar Skjaldardóttir gerði í MA-námi sínu í félagsfræði í Háskóla Íslands. 
Metfjöldi vill í læknisfræði og sjúkraþjálfun
443 hafa skráð sig í inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Aldrei hafa fleiri tekið prófin sem í ár verða haldin 11. og 12. júní.
04.06.2020 - 18:14
Sigruðu með þróun á greiningartæki fyrir heilabilun
Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn í dag. Fjögur verkefni voru verðlaunuð, en sigurverkefnið snýst um að þróa sjálfvirkt, þrívítt myndgreiningartól sem byggist á gervigreind og á að auðvelda og flýta greiningu á heilabilun. Aðstandendur verkefnisins fengu þrjár milljónir króna í verðlaunafé. 
12.05.2020 - 14:27
BEINT
Afhenda vísinda- og nýsköpunarverðlaun HÍ
Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands verða afhent í Hátíðarsal Háskóla Íslands klukkan 11 í dag. Streymt verður frá athöfninni á vefnum, enda er gestum ekki leyfilegt að vera viðstaddir athöfnina vegna samkomutakmarkana. Aðeins verðlaunahafar og dómnefnd fá að vera viðstaddir.
12.05.2020 - 10:51
Myndskeið
Brottfall úr námi ekki ólíklegt segir háskólarektor
Búast má við einhverju brottfalli nemenda í Háskóla Íslands vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta segir Jón Atli Benediktsson háskólarektor. Hann segir ljóst að síðustu vikur hafi verið gríðarlega erfiðar fyrir marga nemendur. 
Víðsjá
Sýning sem aldrei varð
Hópur meistaranema við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands hefur opnað netmyndlistarsýninguna Samkomu - sýningu sem aldrei varð. Henni var ætlað að fara upp í Veröld - húsi Vigdísar á svæði Háskóla Íslands, en færðist þess í stað inn á netið.
Myndskeið
Nemar í Háskóla Íslands aðstoða smitrakningarteymið
Hundrað nemendur á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands aðstoða nú smitrakningarteymi almannavarna. Nemi í sjúkraþjálfun nýtir tímann meðfram ritgerðarskrifum til að kanna líðan fólks í sóttkví. Hún segir gott að geta lagt sitt af mörkum í baráttunni.
02.04.2020 - 23:00
Leita að sérfræðingi sem getur aldursgreint tennur
Útlendingastofnun auglýsir eftir samstarfsaðila til að aldursgreina tennur þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd á Íslandi. Háskólaráð Háskóla Íslands tilkynnti í gær að samningur tannlæknadeildar og Útlendingastofnunar um tanngreiningar yrði ekki endurnýjaður vegna óánægju með fyrirkomulag aldursgreininga hér á landi.
12.03.2020 - 10:34
Mótmæla mögulegri hækkun skráningargjalda við HÍ
Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst afdráttarlaust gegn því að skrásetningargjöld við háskólann verði hækkuð. Ráðið telur hækkunina vera til þess fallna að skerða aðgengi að námi og minnka félagslegan hreyfanleika í íslensku samfélagi, segir í tilkynningu frá ráðinu.
26.02.2020 - 22:46
Spegillinn
Regluverk um tilraunir á erfðabreyttum dýrum of flókið
Vísindamenn sem gera tilraunir á erfðabreyttum lífverum hér á landi telja að regluverkið sé allt of flókið. Fagráð Matvælastofnunar sem veitir umsagnir um tilraunirnar lagði niður störf því engin þóknun hefur verið fyrir vinnuna í ráðinu.
24.02.2020 - 16:02
Morgunvaktin
Meiri kröfur almennings bitna á trausti til stjórnvalda
Traust íslenskra kvenna til stjórnvalda og stjórnmála er mun meira en traust íslenskra karla. Rannsókn Sjafnar Vilhelmsdóttur, nýdoktors í stjórnmálafræði, bendir til þess að kjósendur geri meiri kröfur til stjórnmálamanna í dag en var fyrir hrun þegar einnig var algengara að kjósendur tengdu sterkt við ákveðinn stjórnmálaflokk.
Viðtal
Telja tanngreiningar á flóttafólki ósiðlegar
Háskóli Íslands á ekki að standa í landamæravörslu fyrir Útlendingastofnun og taka þátt í ferli sem geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir ungt fólk. Þetta segir Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Nemendur mótmæla því að háskólinn sjái um aldursgreiningu á ungum flóttamönnum.
03.02.2020 - 22:42