Færslur: Háskóli Íslands

Óskað er eftir afstöðu frambjóðenda til fjárhættuspila
Samtök áhugafólks um spilafíkn óska eftir því að öll framboð til Alþingis í komandi kosningum láti í ljós opinberlega afstöðu sína til reksturs fjárhættuspila á Íslandi.
Fréttaskýring
„Alvarleiki stöðunnar er öllum ljós“
Forstjóri Menntamálastofnunar segir að bregðast þurfi harðar við niðurstöðum PISA-kannana en gert hefur verið. Sviðstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segir að alvarleiki stöðunnar sé öllum ljós. Koma þurfi á gæðastöðlum í grunn- og framhaldsskólum til að tryggja gæði menntunar um allt land. Fréttastofa fer yfir verkefni í menntamálum á komandi kjörtímabili.
Vill efla virðingu fyrir blaðamannsstarfinu
Engir nýnemar verða teknir inn í meistaranám Háskóla Íslands í blaða- og fréttamennsku í haust. Umsjónarmaður námsins segir mikilvægt að laga námið að breyttum veruleika blaða- og fréttamanna og hefja fagið til vegs og virðingar.
11.08.2021 - 11:40
Endurbætur eftir vatnstjónið í HÍ ekki enn hafnar
Ekki hefur enn verið ráðist í endurbætur á þeim rýmum Háskóla Íslands sem urðu fyrir tjóni í vatnsleka sem varð í húsnæði skólans í byrjun árs. Matsskýrslu er enn beðið en án hennar verður ekki ráðist í verkið.
27.07.2021 - 18:30
Framtíð Keldna í óvissu
Framtíð rannsóknarstofunnar á Keldum er í óvissu vegna samninga ríkis og borgar um uppbyggingu í Keldnalandi.
Spegillinn
Hefur kostað á annan milljarð króna
Hátt í hundrað vísindamenn hafa komið að vinnu við fyrsta til þriðja áfanga rammaáætlunar og má gera ráð fyrir að hún hafi kostað vel á annan milljarð króna. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, segir að ástæðan fyrir því að þriðji áfangi rammaáætlunar hefur ekki verið afgreiddur frá Alþingi hafi ekkert með vinnu rammaáætlunar að gera.
Nær 1% þjóðarinnar brautskráð í dag
Á fjórða þúsund nemendur voru brautskráðir frá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Bifröst í dag. Það er tæplega eitt prósent þjóðarinnar. Met var sett í fjölda brautskráðra í tveimur fyrstnefndu skólunum.
Myndskeið
Mikil gleði á 17. júní og HÍ tilkynnti um Vigdísarsafn
Þjóðhátíðardeginum hefur verið fagnað um allt land í dag en samkomutakmarknir hafa þó sett hátíðahöldum ýmsar skorður. Margt var þó á sínum stað; forseti Íslands lagði blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar, fjallkonur stigu á stokk og ræður voru fluttar. Þá fagnaði Háskóli Íslands 110 ára afmæli og Vigdís Finnbogadóttir gaf skólanum gjafir.
Sjónvarpsfrétt
Græða merki í fiska til að fylgjast með ferðum þeirra
Hlustunardufl og merki nýtast við að fylgjast með ferðalögum fiska á Vestfjörðum og hvernig loftslagsbreytingar og sjókvíaeldi hafa áhrif á háttalag þeirra.
15.06.2021 - 15:40
5,1 milljarður til viðgerða vegna myglu og rakaskemmda
Rakaskemmdir og mygla hefur fundist í fjölda eigna í eigu ríkisins og hafa um tuttugu starfsmenn leitað til trúnaðarlæknis Landspítala að jafnaði árlega vegna einkenna. Ekki er til heildaryfirlit yfir áhrif mygluvandamála í ríkishúsnæði á heilsu starfsfólks.
14.06.2021 - 14:34
Ný tegund malaríulyfs vinnur samkeppni Háskóla Íslands
Nýtt lyfjaform gegn malaríu fyrir börn bar sigur úr býtum í Vísinda- og nýsköpunarverðlaunakeppni Háskóla Íslands. Í verkefninu var þróað nýtt lyfjaform sem gerir að verkum að ekki þarf hjúkrunarfræðinga til að gefa lyfið á sjúkrahúsum heldur heldur er á færi ófaglærðra að gera það.
Myndskeið
Hnoðað, sprautað og hæmlikkað í Hagaskóla
Þrjú prósent hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á Landspítalanum eru karlmenn. Þessu á að breyta með því að kynna drengjum þessi störf. Fimmtán ára drengir sýndu sprautunálum, hjartahnoði og æðaleggjum mikinn áhuga á kynningu í dag. Þá spreyttu þeir sig á dúkku sem var að kafna og hæmlikkuðu hana, þ.e.a.s. beittu Heimlich-aðferðinni.
Furða sig á beinni samkeppni ríkisins vegna sumarúrræða
Félag atvinnurekenda gagnrýnir að endurmenntunardeildir Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri bjóði á ný upp á niðurgreidd námskeið í beinni samkeppni við námsframboð einkafyrirtækja. Framkvæmdastjórinn segir að ríkið veiti fyrirtækjunum í raun tvöfalt högg í miðjum heimsfaraldri.
Stúdentaráð hvetur HÍ til að hætta rekstri spilakassa
Stúdentaráð Háskóla Íslands álítur að skólinn eigi ekki að hafa aðkomu að rekstri spilakassa og telur ótækt að stjórnvöld fjármagni ekki byggingar, viðhald auk rannsóknar- og kennslutækja. Löngu sé tímabært að það viðhorf breytist að Háskólinn sjálfur beri ábyrgð á uppbyggingu og viðhaldi húsnæðis síns. 
Spegillinn
Veiran grasserar áfram vegna misskiptingar bóluefna
Gífurleg misskipting á bóluefnum í heiminum verður líklega til þess að veiran verður með okkur í ár og áratugi. Þetta er mat Arnars Pálssonar, erfðafræðings og prófessors lífupplýsingafræðings við Háskóla Íslands og 77 fremstu faraldsfræðinga í heiminum.
Nemendur smeykir við að mæta í vorprófin
„Fólk er mjög smeykt við að mæta í próf. Fram að þessu var það óvissan sem var óþægileg. Það var alltaf verið að bíða eftir næstu reglugerð til að ákveða hvort það yrði próf á prófstað eða ekki,“ segir Jóhanna Ásgeirsdóttir, fráfarandi forseti Landsamtaka stúdenta. Hún segir að víða erlendis hafi verið ákveðið í upphafi annarinnar að prófin yrðu heima vegna óvissunnar. Nemendur séu nú smeykir eftir að kórónuveirusmitum fór að fjölga aftur.
23.04.2021 - 08:14
Katti Frederiksen hlýtur Vigdísarverðlaunin í ár
Alþjóðlegu menningarverðlaunin sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur féllu grænlenska ljóðskáldinu og málvísindakonunni Katti Frederiksen í skaut í gær. Hún er 38 ára og núverandi  núverandi mennta- og menningarmálaráðherra Grænlands. Verðlaunin hlýtur hún fyrir lofsvert framlag í þágu tungumála. 
Landinn
„Andskotinn, ég sakna maura!“
„Þegar ég flutti hingað varð ég ástfanginn af landinu og hugsaði að þetta yrði minn staður að eilífu. En ég hugsaði líka; andskotinn: ég sakna maura! Ég vildi ekki gefast upp og vildi ekki trúa því að það væru engir maurar hér af því þeir eru eiginlega alls staðar. Þannig ég fór að hugsa leiðir hvernig ég gæti komist að því hvort það væru maurar eða ekki og hafði samband við meindýraeyði," segir líffræðineminn ítalski Marco Mancini.
11.04.2021 - 10:09
Íslendingar hræddastir við efnahagsáföll og farsóttir
Íslendingar telja að efnahagsáföll séu mesta ógnin sem að þjóðinni steðjar. Þar á eftir koma farsóttir, tölvuárásir og loftslagsbreytingar. Flestir vilja að Ísland sé áfram aðili að alþjóðastofnunum. Afstaða Íslendinga til alþjóðamála mótast talsvert af notagildi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um afstöðu fólks til alþjóðamála. 
23.03.2021 - 13:12
Fólk hálf örmagna á að búast stöðugt við skjálfta
Fólk verður hálf örmagna því það er stöðugt í viðbragðsstöðu. Þetta segir sálfræðingur sem spjallaði við Grindvíkinga á íbúafundi í dag. Þá fengu Grindvíkingar sérstaka fræðslu um skjálftariðu, fyrirbæri sem vísindamenn hafa nú fengið kjörið tækifæri til að rannsaka. Þeir óska nú eftir sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í rannsókn á hreyfiveiki.
Deila um ábyrgð á vatnstjóninu í Háskóla Íslands
Veitur og verkfræðistofuna Mannvit greinir á um hvort fyrirtækjanna beri ábyrgð á tjóni sem varð í Háskóla Íslands í janúar, þegar yfir tvö þúsund tonn af vatni fossuðu inn í byggingar skólans. Vitnaleiðslur hafa farið fram vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Viðgerðir í háskólanum hefjast ekki fyrr en greitt hefur verið úr ágreiningnum.
15.03.2021 - 15:54
Hornsteinn Húss íslenskunnar lagður síðasta vetrardag
Uppsteypu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík lauk fyrir skömmu og nú er lokun hússins á lokametrunum. Framkvæmdir við húsið sjálft hófust 30. ágúst 2019 þegar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði verksaming við ÍSTAK um byggingu þess.
Tvöföld skimun tryggir fæst smit af völdum ferðamanna
Langflestir þeir ferðamenn sem komust inn í landið smitaðir af COVID-19 gerðu það eftir eina skimun á landamærunum. Þetta er meðal niðurstaðna hóps vísindafólks við Háskóla Íslands sem rannsakaði áhrif mismunandi sóttvarnaraðgerða á landamærunum undir handleiðslu Thors Aspelund prófessors í líftölfræði.
Spegillinn
COVID-aðgerðir stjórnvalda skapa aðallega karlastörf
Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 skapar fyrst og fremst störf fyrir karla. Allt að 90% starfanna sem urðu til eru hefðbundin karlastörf. Þetta segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, kynjafræðingur hjá félaginu Femínísk fjármál. Hún segir að fín greiningarvinna sé unnin í ráðuneytunum en það vanti pólitískar ákvarðanir.
Viðtal
Ekki mikil hætta á sérstökum faraldri meðal barna
Nú er verið að prófa bóluefni gegn COVID-19 á börnum, til að mynda á börnum þriggja til átján ára í Kína. Ef öryggið reynist gott og ónæmissvar ásættanlegt verða börn bólusett í framhaldinu.