Færslur: Háskóli Íslands

Myndskeið
„Eins og í einhverri hryllingsmynd“
Verkefnastjóri í Gimli, sem fór einna verst út út vatnsflaumnum í Háskóla Íslands í fyrrinótt, segir aðkomuna hafa verið eins og í hryllingsmynd. Rektor skólans vonast til að tryggingar Veitna komi til móts við tjónið.
22.01.2021 - 19:56
Jarðhæðir Gimlis og Háskólatorgs ónothæfar næstu mánuði
Jarðhæð í Gimli verður ónothæf næstu mánuði og eins fyrirlestrasalir á jarðhæð á Háskólatorgi. Öll kennsla sem ella hefði verið þar færist nú á netið. Verulegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans í fyrrinótt að því er fram kemur í tilkynningu Jóns Atla Benediktssonar rektors.
Mánuðir þar til hægt verður að nýta hluta háskólans
Jarðhæð Gimli og fyrirlestrasalir á jarðhæð Háskólatorgs, þeirra húsa Háskóla Íslands sem fóru verst út úr vatnsflaumnum í nótt, verða ónothæfar næstu mánuði. Öll kennsla sem farið hefur fram á Háskólatorgi og í Gimli verður nú rafræn.
Myndskeið
Handritin og listaverk Háskólans óhult í vatnsflóðinu
Kristinn Jóhannesson sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands segir handritin sem geymd eru í Árnagarði óhult eftir vatnsflóðið og hið sama eigi við um listaverkasafn skólans í Odda.
21.01.2021 - 11:04
Viðtal
Líklega hundraða milljóna tjón í Háskóla Íslands
Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands, segir að enn sé of snemmt að segja til um hversu mikið tjón hlaust í Háskóla Íslands af völdum vatnsflaums þegar kaldavatnslögn fór í sundur í nótt. „Við höfum bara hugmyndir um að það hlaupi á hundruðum milljóna. Það er gríðarlegt tjón.“ Hann telur að munir á Árnastofnun hafi sloppið. Listasafn er í sumum húsum en eftir á að skoða hvort það lenti í vatninu.
Myndskeið
Starfsemi Háskólans raskast til hádegis hið minnsta
Öll starfsemi Háskóla Íslands, kennsla, rannsóknir og þjónusta á Háskólatorgi, í Gimli, Lögbergi, Árnagarði og í Aðalbyggingu liggur niðri að minnsta kosti til hádegis. Á þriðja þúsund tonna af vatni flæddi um háskólasvæðið í nótt þegar kaldavatnslögn við Suðurgötu gaf sig.
Þúsundir fermetra á floti í byggingum HÍ
Stór kaldavatnslögn í Vesturbæ Reykjavíkur gaf sig í nótt með þeim afleiðingum að feikimikið vatn fossaði inn í kjallara nokkurra bygginga Háskóla Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu fóru þúsundir fermetra í Aðalbyggingu háskólans, Lögbergi, Gimli, Árnagarði, Háskólatorgi og Stúdentakjallaranum og fleiri byggingum austan Suðurgötu undir vatn áður en menn náðu að loka fyrir rennsli um lögnina. Einnig mun eitthvað af vatni hafa streymt inn í Nýja Garð.
Skóflustungur teknar að stækkun hátækniseturs Alvotech
Í dag voru fyrstu skóflustungurnar teknar að viðbyggingu við hátæknisetur líftæknifyrirtækisins Alvotech í Vatnsmýri í Reykjavík. Viðbyggingin, sem er hluti af Vísindagörðum Háskóla Íslands, nær tvöfaldar aðstöðu Alvotech þar.
Of margir óvissuþættir til að geta gert líkan
Óvíst er hvenær nýtt spálíkan fyrir þróun COVID-19 faraldursins verður gefið út. Of margir óvissuþættir eru uppi til þess að hægt sé að gera slíkt líkan með áreiðanlegum hætti. Þetta segir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og einn af ábyrgðarmönnum COVID-19 spálíkans Háskóla Íslands.
Mannlegi þátturinn
Eðlilegt að vera dapur segja sálfræðingar HÍ
Ekki er tekið við fleiri beiðnum eftir einstaklingsviðtölum hjá sálfræðiþjónustu Háskóla Íslands til áramóta. Til stendur að stokka þjónustuna upp á nýju ári. Ásta Rún Valgerðardóttir og Katrín Sverrisdóttir, sálfræðingar við Háskóla Íslands, segja að það sé eðlilegt að finna fyrir depurð þessa daga en ánægjulegt að verða vitni að því hve mikil seigla er í nemendum.
Myndskeið
Við erum að komast út úr þessari bylgju
Smitstuðullinn, hversu marga hver og einn smitar, er nú lægri en 0,6. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna og embættis landlæknis í morgun. Hann sagði ljóst að við værum að komast út úr þessari bylgju faraldursins. Á fundinum kynnti Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, frumniðurstöður rannsóknarinnar Líðan þjóðar á tímum COVID. Þær sýna að vísbendingar eru um neikvæð áhrif faraldursins á geðheilsu fólks.
Viðtal
Stúdentum líður illa og sækja æ meira í sálfræðiaðstoð
Stúdentar hafa talsverðar áhyggjur af því hvaða áhrif faraldurinn hefur á stöðu þeirra, til dæmis gagnvart Menntasjóði námsmanna og búsetuskilyrðum á stúdentagörðum, og biðlistar hjá sálfræðingum skólans lengjast, að sögn forseta Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Búist við 16.000 nemum við HÍ — aldrei verið fleiri
Háskóla Íslands bárust hátt í 1.800 umsóknir um grunn- eða framhaldsnám fyrir komandi vormisseri. Þetta eru um það bil 60% fleiri umsóknir en á sama tíma í fyrra. Reiknað er með að um 16.000 muni stunda nám við skólann á næsta ári.
Viðtal
Telur ótækt að háskólanemar séu þvingaðir í staðpróf
Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir það ótækt að háskólanemar séu neyddir til þess að þreyta staðbundin lokapróf í byggingum skólans eftir að kennsla í haust hefur að mestu farið fram með fjarrænum hætti. Hún segir ekki hlustað á áhyggjur stúdenta, sem séu neyddir til að mæta gegn eigin sannfæringu.
15.11.2020 - 14:12
Myndskeið
Nýtt spálíkan á leið í hagstæða átt
Forsvarsmaður spálíkans Háskóla Íslands um þróun kórónuveirufaraldursins segir leiðina vera í rétta átt en það gangi hægt. Mikill vöxtur á faraldrinum í nágrannalöndunum geti sett strik í reikninginn ef ekki farið með gát. 
Ekki komist hjá því að hafa próf í húsnæði Háskólans
Það er mat kennara og sviðsstjórnar verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands að ekki verði hjá því komist að halda hluta lokaprófa í húsnæði Háskóla Íslands. Þetta segir Sigurður Magnús Garðarsson forseti sviðsins. Hann segir að allt bendi til þess að hægt verði að fara eftir sóttvarnaráðstöfunum við próftökuna.
Háskólastúdentar segja prófafyrirkomulag HÍ óábyrgt
Háskólastúdentar segja óábyrgt af Háskóla Íslands að ætla að halda lokapróf fyrir mörg hundruð nemendur í húsnæði skólans. Isabel Alejandra  Diaz, forseti Stúdentaráðs HÍ, segir þetta í engu samræmi við sóttvarnaráðstafanir. Stúdentar kanna nú stöðu sína.
Myndskeið
Hrósum ekki sigri strax þótt smitum hafi fækkað
Taka verður sóttvarnir mjög alvarlega næstu þrjár vikur segir forsvarsmaður spálíkans háskólans. Ekki sé hægt að fagna sigri þótt mörg jákvæð teikn séu á lofti. 
Mikil ásókn í framhaldsnám við Háskóla Íslands
Um tvöfalt fleiri umsóknir um framhaldsnám á næsta vormisseri hafa borist Háskóla Íslands nú en var á sama tíma 2019, eða tæplega 1.100. Frestur til að sækja um í framhaldsnámi rann út í lok október.
06.11.2020 - 10:41
Ófaglærð ungmenni vilja mennta sig meira
Spáð hefur verið að þriðjungur starfa á íslenskum vinnumarkaði muni taka miklum breytingum á næstu árum. Jafnframt er búist við töluverðum breytingum á sex af hverjum tíu störfum.
01.10.2020 - 15:30
Þriðja bylgjan hafin - eins og óheftur faraldur
Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er hafin, segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði og forvarsmaður Covid spálíkans Háskóla Íslands. Hann segir faraldinn núna svipaðan og í byrjun mars en að fjöldi smita næstu daga skeri úr um hver þróunin verður. 
Telja óhætt að opna Hámu á Háskólatorgi á ný á mánudag
Háma, matsölustaður Háskóla Íslands á Háskólatorgi, opnar á ný á mánudag. Hámu var lokað á mánudag vegna COVID-19 smits hjá starfsmanni.
18.09.2020 - 14:01
Ekki hægt að útskýra fjölgun smita sem tilviljun
Mikil aukning í fjölda nýgreindra kórónuveirusmita er ekki í takt við spálíkan um þróun faraldursins. Uppfærð spá verður ekki birt en fjöldann sem hefur greinst undanfarna tvo daga er ekki hægt að útskýra með tilviljun einni.
17.09.2020 - 11:54
Skima 500 í HÍ - smit greinst í fjórum byggingum
Tveir starfsmenn Háskóla Íslands voru meðal þeirra þrettán sem greindust með kórónuveiruna í gær, annar í aðalbyggingu og hinn á skrifstofu í Odda.
16.09.2020 - 14:14
Rektor HÍ í sóttkví vegna smits í aðalbyggingu skólans
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er einn þriggja starfsmanna í aðalbyggingu skólans sem hafa þurft að fara í sóttkví eftir að kórónuveirusmit var staðfest um helgina. Jón Atli skrifaði nemendum og starfsfólki skólans orðsendingu vegna smitsins í dag.
14.09.2020 - 15:03