Færslur: Háskóli Íslands

„Sveigjanlegt nám er jafnréttismál“
Háskóli Íslands hefur hlotið gagnrýni fyrir fjarnám skólans. Langveik kona á Akureyri segir lítið fjarnámsframboð koma í veg fyrir að langveikt fólk og fólk af landsbyggðinni geti stundað það nám sem það dreymir um.
Meistaranám blaða- og fréttmennsku kennt á ný í haust
Níu nemendur sóttu um meistaranám í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands fyrir komandi skólaár. Engir nýnemar voru teknir inn í námið á síðasta ári en þá sóttu aðeins fjórir nemendur um.
Breki Karlsson: Fákeppni bankanna bitnar á korthöfum
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, kallar eftir samkeppni milli banka varðandi þóknanir við notkun kreditkorta í útlöndum. Hann segir enga samkeppni nú um stundir.
Vilja að Stapi verði að stúdentaíbúðum
Stúdentaráð vill að Stapi, húsnæði Háskóla Íslands við Hringbraut 31, verð selt Félagsstofnun stúdenta og breytt í stúdentagarða.
Viðtal
Tvö prósent þjást af andlitsblindu
Um tvö prósent fólks þjást af svokallaðri andlitsblindu og ætlar Sálfræðideild Háskóla Íslands nú að ráðast í rannsókn á því fyrirbæri.
Nám í klínískri geðhjúkrun í boði í fyrsta sinn
Meistaramám í klínískri geðhjúkrun verður í boði í fyrsta sinn við Háskóla Íslands frá og með næsta hausti. Gísli Kort Kristófersson, dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri segir vöntun á geðhjúkrunarfræðingum.
Framkvæmdir hafnar á Háskólatorgi
Ráðist hefur verið í endurbætur á rýmum Háskóla Íslands sem urðu fyrir tjóni í byrjun síðasta árs, þegar yfir tvö þúsund tonn af vatni fossuðu inn í byggingar skólans. 
28.03.2022 - 16:46
Röskva sigraði í Stúdentaráðskosningum Háskóla Íslands
Röskva sigraði með nokkrum yfirburðum í kosningum til Stúdenta- og háskólaráðs Háskóla Íslands, er fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn Stúdentaráðs. Röskva á því meirihluta fulltrúa í Stúdentaráði, sem stendur vörð um hagsmuni háskólanema.
25.03.2022 - 00:29
Sjónvarpsfrétt
Kvenfrumkvöðlar sækja styrk hver frá öðrum
Um fimmtíu kvenfrumkvöðlar komu saman í Háskólanum á Akureyri þar sem þær fengu leiðsögn um hvernig hægt er að láta viðskiptahugmyndir verða að raunveruleika. Konur í nýsköpun eiga enn erfiðara en karlar með að fjármagna verkefni sín og því sé mikilvægt að styðja við konur í greininni.
Afsögn siðanefndar vegna meints trúnaðarbrests rektors
Siðanefnd Háskóla Íslands sagði af sér í síðustu viku vegna trúnaðarbrests gagnvart rektor skólans. Ástæða afsagnarinnar er sögð vera sú að hann hafi lýst skoðun sinni í deilu Bergsveins Birgissonar fræðimanns og rithöfundar og Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra.
Fréttaskýring
Flúortregða og næturdrykkja ógna tannheilsu barna
Tortryggni foreldra gagnvart flúortannkremi er meðal þess sem sérfræðingar í barnatannlækningum telja ógna tannheilsu smábarna í dag. Brjóstagjöf á næturnar virðist líka hafa áhrif. Dæmi eru um að svæfa þurfi eins til tveggja ára gömul börn og gera við hverja einustu tönn. Lítið er hægt að fullyrða um tannheilsu barna og unglinga almennt því síðast var gerð stór rannsókn á henni árið 2005.
Myndband
Hröð bráðnun Breiðamerkurjökuls kom á óvart
Breiðamerkurjökull virðist hopa hraðar en vísindamenn reiknuðu með. Þetta sýna niðurstöður frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði, sem hafa myndað jaðar jökulsins með skeiðmyndum. Þorvarður Árnason forstöðumaður rannsóknarsetursins segir ljóst að jökullinn bráðni hraðar með hverju árinu.
Nýútskrifuðum sálfræðinemum neitað um starfsleyfi
Meistaranemar sem útskrifuðust úr klínískri sálfræði í gær, fá ekki starfsleyfi þrátt fyrir að hafa lokið fimm ára háskólanámi í greininni. Íris Björk Indriðadóttir útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavík í gær og segir hún sjái fram á að missa sitt fyrsta starf sem sálfræðingur vegna reglugerðar sem geri kröfu um verklega þjálfun, sem sé hvergi er í boði.
Viðtal
Íslendingar gætu tapað sérstöðu sinni í ferðaþjónustu
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að Íslendingar gætu tapað sérstöðu sinni gagnvart ferðamönnum. Undir þetta taka sérfræðingar sem rannsakað hafa notkun ensku í ferðaþjónustunni og áhrif ensku á íslensku. 
Meðallaun á Íslandi næsthæst í samanburði 28 landa
Ísland stendur vel þegar kemur að alþjóðlegum samanburði á launum. Meðallaun hérlendis voru þau næsthæstu í fyrra í samanburði milli tuttugu og átta landa. Ísland kemur næst á eftir Bandaríkjunum, samkvæmt gögnum OECD.
29.10.2021 - 04:56
Síðdegisútvarpið
Rakningarforrit tekið í gagnið í Háskóla Íslands
Nýtt rakningarforrit hefur verið sett upp í Háskóla Íslands sérstaklega ætlað nemendum og starfsfólki skólans.
Fjórir af hverjum fimm krökkum hreyfa sig ekki nóg
Fjórir af hverjum fimm nemendum í 6., 8. og 10. bekk uppfylla ekki viðmið um ráðlagða daglega hreyfingu.  Þetta sýnir ný rannsókn. Strákar hreyfa sig meira en stelpur og skólaíþróttir skipta sköpum fyrir börn sem ekki eru í skipulagðri hreyfingu.
Morgunútvarpið
Hvernig stendur fjarnám í HÍ?
Háskóli Íslands hefur verið gagnrýndur undanfarið fyrir lítið framboð á fjarnámi. Þeirri spurningu hefur verið kastað fram hvort Háskólinn sé eingöngu háskóli höfuðborgarbúa og bent er á að takmörkun fjarnáms sé ekki í takt við tímann.
14.10.2021 - 08:41
Nýtt rannsóknasetur á sviði umhverfisvísinda við Mývatn
Hafinn er undirbúningur að stofnun rannsóknaseturs í Mývatnssveit á vegum Háskóla Íslands og menningar- og náttúrusetursins í Svartárkoti. Háskólarektor segir þetta góða viðbót við rannsóknasetur Háskólans víða um landið.
Óskað er eftir afstöðu frambjóðenda til fjárhættuspila
Samtök áhugafólks um spilafíkn óska eftir því að öll framboð til Alþingis í komandi kosningum láti í ljós opinberlega afstöðu sína til reksturs fjárhættuspila á Íslandi.
Fréttaskýring
„Alvarleiki stöðunnar er öllum ljós“
Forstjóri Menntamálastofnunar segir að bregðast þurfi harðar við niðurstöðum PISA-kannana en gert hefur verið. Sviðstjóri fræðslusviðs Akureyrarbæjar segir að alvarleiki stöðunnar sé öllum ljós. Koma þurfi á gæðastöðlum í grunn- og framhaldsskólum til að tryggja gæði menntunar um allt land. Fréttastofa fer yfir verkefni í menntamálum á komandi kjörtímabili.
Vill efla virðingu fyrir blaðamannsstarfinu
Engir nýnemar verða teknir inn í meistaranám Háskóla Íslands í blaða- og fréttamennsku í haust. Umsjónarmaður námsins segir mikilvægt að laga námið að breyttum veruleika blaða- og fréttamanna og hefja fagið til vegs og virðingar.
11.08.2021 - 11:40
Endurbætur eftir vatnstjónið í HÍ ekki enn hafnar
Ekki hefur enn verið ráðist í endurbætur á þeim rýmum Háskóla Íslands sem urðu fyrir tjóni í vatnsleka sem varð í húsnæði skólans í byrjun árs. Matsskýrslu er enn beðið en án hennar verður ekki ráðist í verkið.
27.07.2021 - 18:30
Framtíð Keldna í óvissu
Framtíð rannsóknarstofunnar á Keldum er í óvissu vegna samninga ríkis og borgar um uppbyggingu í Keldnalandi.
Spegillinn
Hefur kostað á annan milljarð króna
Hátt í hundrað vísindamenn hafa komið að vinnu við fyrsta til þriðja áfanga rammaáætlunar og má gera ráð fyrir að hún hafi kostað vel á annan milljarð króna. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við Háskóla Íslands, segir að ástæðan fyrir því að þriðji áfangi rammaáætlunar hefur ekki verið afgreiddur frá Alþingi hafi ekkert með vinnu rammaáætlunar að gera.