Færslur: Háskóli Íslands

Íslendingar hræddastir við efnahagsáföll og farsóttir
Íslendingar telja að efnahagsáföll séu mesta ógnin sem að þjóðinni steðjar. Þar á eftir koma farsóttir, tölvuárásir og loftslagsbreytingar. Flestir vilja að Ísland sé áfram aðili að alþjóðastofnunum. Afstaða Íslendinga til alþjóðamála mótast talsvert af notagildi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um afstöðu fólks til alþjóðamála. 
23.03.2021 - 13:12
Fólk hálf örmagna á að búast stöðugt við skjálfta
Fólk verður hálf örmagna því það er stöðugt í viðbragðsstöðu. Þetta segir sálfræðingur sem spjallaði við Grindvíkinga á íbúafundi í dag. Þá fengu Grindvíkingar sérstaka fræðslu um skjálftariðu, fyrirbæri sem vísindamenn hafa nú fengið kjörið tækifæri til að rannsaka. Þeir óska nú eftir sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í rannsókn á hreyfiveiki.
Deila um ábyrgð á vatnstjóninu í Háskóla Íslands
Veitur og verkfræðistofuna Mannvit greinir á um hvort fyrirtækjanna beri ábyrgð á tjóni sem varð í Háskóla Íslands í janúar, þegar yfir tvö þúsund tonn af vatni fossuðu inn í byggingar skólans. Vitnaleiðslur hafa farið fram vegna málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Viðgerðir í háskólanum hefjast ekki fyrr en greitt hefur verið úr ágreiningnum.
15.03.2021 - 15:54
Hornsteinn Húss íslenskunnar lagður síðasta vetrardag
Uppsteypu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík lauk fyrir skömmu og nú er lokun hússins á lokametrunum. Framkvæmdir við húsið sjálft hófust 30. ágúst 2019 þegar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði verksaming við ÍSTAK um byggingu þess.
Tvöföld skimun tryggir fæst smit af völdum ferðamanna
Langflestir þeir ferðamenn sem komust inn í landið smitaðir af COVID-19 gerðu það eftir eina skimun á landamærunum. Þetta er meðal niðurstaðna hóps vísindafólks við Háskóla Íslands sem rannsakaði áhrif mismunandi sóttvarnaraðgerða á landamærunum undir handleiðslu Thors Aspelund prófessors í líftölfræði.
Spegillinn
COVID-aðgerðir stjórnvalda skapa aðallega karlastörf
Fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar vegna COVID-19 skapar fyrst og fremst störf fyrir karla. Allt að 90% starfanna sem urðu til eru hefðbundin karlastörf. Þetta segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, kynjafræðingur hjá félaginu Femínísk fjármál. Hún segir að fín greiningarvinna sé unnin í ráðuneytunum en það vanti pólitískar ákvarðanir.
Viðtal
Ekki mikil hætta á sérstökum faraldri meðal barna
Nú er verið að prófa bóluefni gegn COVID-19 á börnum, til að mynda á börnum þriggja til átján ára í Kína. Ef öryggið reynist gott og ónæmissvar ásættanlegt verða börn bólusett í framhaldinu.
Ekkert bendir til að kvika sé á leið upp á yfirborð
Jarðskjálftamælingar, GPS gögn, gasmælingar og úrvinnsla úr gervitunglamyndum gefa engar vísbendingar um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Fimm tegundir maura þrífast á Íslandi
Fimm mismunandi tegundir maura hafa fundist á Íslandi, fjórar þeirra þrífast innanhúss vegna hita og raka en ein lifir í görðum utandyra. Það er svokallaður blökkumaur sem hafa fundist á fáum stöðum.
27.02.2021 - 13:00
Telja mestar líkur á að hraun flæði um miðjan skagann
Líklegast er að hraun flæði um miðjan Reykjanesskagann ef af gosi verður samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands frá í gærkvöldi. Yfirstandandi skjálftahrina vegur nú 50% af spánni, að því gefnu að kvika og skjálftar fari saman. Árétta ber að hafa þarf sterklega í huga að hér byggir á líkum.
Hröð bólusetning áhættuhópa fækkar lífshættulega veikum
Hröð bólusetning elstu aldurshópa fólks dregur verulega úr þeim fjölda sem líklegt er að veikist lífshættulega af COVID-19. Mikil útbreiðsla faraldursins hefði miklar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið, þótt vel tækist til við að verja elstu hópana.
„Lokun spilakassa er ekki lækning á spilafíkn“
Þór Þorsteinsson, formaður Landsbjargar, segist í samtali við fréttastofu á margan hátt geta tekið undir málstað Samtaka áhugafólks um spilafíkn en segir erfitt að mæta tilfinningaherferð með rökum.
Frystu rennblaut skjöl í kjötkæli á Hótel Sögu
Yfir 200 skjalakassar sem geymdir voru í kjallara aðalbygginga Háskóla Íslands rennblotnuðu þegar kaldavatnslögn gaf sig og vatn flæddi í byggingar skólans 21. janúar. Starfsfólk skjaladeildar Háskóla Íslands brá á það ráð að frysta kassana sem innihalda mikilvæg skjöl til að forða þeim frá rakaskemmdum og kom þá kjötkælirinn í kjallara Hótel Sögu sér vel.
15.02.2021 - 23:19
Hafa áhyggjur af myglu og frekari skemmdum
Ekki verður gert við byggingar Háskóla Íslands fyrr en mat á áhrifum vatnstjóns sem varð á dögunum liggur fyrir. Á meðan liggur margt undir skemmdum. Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs hefur áhyggjur af myglu.
12.02.2021 - 18:45
Myndskeið
Kaflaskil á Hótel Sögu
Allt stefnir í að Hótel Saga verði seld á næstunni. Áhugasamir fjárfestar, innlendir sem erlendir, hafa sýnt hótelinu áhuga. Háskóli Íslands er þar á meðal, og fyrir sér að færa kennslu á menntavísindasviði í húsnæði hótelsins.
10.02.2021 - 21:42
Kalla eftir afstöðu ráðherra til reksturs spilakassa
Samtök áhugafólks um spilafíkn segja niðurstöður könnunar sem Gallup gerði fyrir þau í apríl og maí 2020 sýni að mjög afmarkaður og lítill hópur leggi allt sitt í spilakassa HHÍ. Samtökin kalla eftir afstöðu menntamálaráðherra til áframhaldandi reksturs kassanna.
Viðtal
Össur var færður forviða forseta þings eftir mótmæli
Árið 1976 mótmæltu stúdentar nýrri tilhögun og reglum um námslán með því að safnast saman á þingpöllum. Meðal þeirra var Össur Skarphéðinsson, sem síðar varð alþingismaður og ráðherra. „Það var bylting í loftinu og allir voru róttækir.“
48 nýir breytileikar í erfðamengi mannsins
Rannsókn sem gerð var á Íslandi, Danmörku og Bretlandi leiðir í ljós að 62 erfðabreytileikar hafa áhrif á járnefnaskipti í líkamanum. Í fréttatilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu kemur fram að rannsóknin hafi tekið til um 250 þúsund manns og sé sú langstærsta á sínu sviði.
VÍS gefur ekki upp fjárhæð vatnstjóns Veitna
Vátryggingafélag Íslands er búið að taka tillit til vatnstjóns Veitna í Háskóla Íslands í afkomuspá sinni fyrir árið sagði samskiptafulltrúi VÍS við Fréttastofu fyrir hádegi.
31.01.2021 - 13:50
Íslendingar hafa áhyggjur af faraldrinum
Yfir 80% Íslendinga eru fylgjandi aðgerðum sóttvarnayfirvalda og trú á aðgerðir hefur vaxið. Ekki hefur dregið úr áhyggjum fólks þrátt fyrir færri smit. Þetta segir Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði.
27.01.2021 - 11:52
Viðtal
Eyþór gagnrýnir drátt á framkvæmdum
Eyþór Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur segir gott að Veitur hafi viðurkennt að mistök hafi valdið vatnstjóninu í Háskóla Íslands. Verst sé hins vegar að sjá aftur og aftur miklar tafir á framkvæmdum á vegum borgarinnar og fyrirtækja hennar. 
Myndskeið
Framkvæmdastjóri Veitna: „Það áttu sér stað mistök“
Framkvæmdastjóri Veitna harmar mannleg mistök sem leiddu til mörg hundruð milljóna króna tjóns í Háskóla Íslands í síðustu viku. Hann segir að fyrirtækið sé tryggt fyrir óhöppum af þessu tagi. Hugsanlegt er að utanaðkomandi verktaki beri ábyrgð á tjóninu.
26.01.2021 - 19:07
Tryggingafélag Veitna metur bótaskylduna
Fulltrúar Veitna eiga fund í dag með forsvarsmönnum Háskóla Íslands, um tjónið sem varð þegar mörg þúsund lítrar af vatni flæddu inn í byggingar skólans í síðustu viku. Veitur segja að tryggingafélag fyrirtækisins verði að meta bótaskylduna.
26.01.2021 - 12:36
Myndskeið
„Eins og í einhverri hryllingsmynd“
Verkefnastjóri í Gimli, sem fór einna verst út út vatnsflaumnum í Háskóla Íslands í fyrrinótt, segir aðkomuna hafa verið eins og í hryllingsmynd. Rektor skólans vonast til að tryggingar Veitna komi til móts við tjónið.
22.01.2021 - 19:56
Jarðhæðir Gimlis og Háskólatorgs ónothæfar næstu mánuði
Jarðhæð í Gimli verður ónothæf næstu mánuði og eins fyrirlestrasalir á jarðhæð á Háskólatorgi. Öll kennsla sem ella hefði verið þar færist nú á netið. Verulegt tjón varð í allmörgum byggingum Háskóla Íslands vegna vatnslekans í fyrrinótt að því er fram kemur í tilkynningu Jóns Atla Benediktssonar rektors.