Færslur: Háskóli Íslands

Ófaglærð ungmenni vilja mennta sig meira
Spáð hefur verið að þriðjungur starfa á íslenskum vinnumarkaði muni taka miklum breytingum á næstu árum. Jafnframt er búist við töluverðum breytingum á sex af hverjum tíu störfum.
01.10.2020 - 15:30
Þriðja bylgjan hafin - eins og óheftur faraldur
Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er hafin, segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði og forvarsmaður Covid spálíkans Háskóla Íslands. Hann segir faraldinn núna svipaðan og í byrjun mars en að fjöldi smita næstu daga skeri úr um hver þróunin verður. 
Telja óhætt að opna Hámu á Háskólatorgi á ný á mánudag
Háma, matsölustaður Háskóla Íslands á Háskólatorgi, opnar á ný á mánudag. Hámu var lokað á mánudag vegna COVID-19 smits hjá starfsmanni.
18.09.2020 - 14:01
Ekki hægt að útskýra fjölgun smita sem tilviljun
Mikil aukning í fjölda nýgreindra kórónuveirusmita er ekki í takt við spálíkan um þróun faraldursins. Uppfærð spá verður ekki birt en fjöldann sem hefur greinst undanfarna tvo daga er ekki hægt að útskýra með tilviljun einni.
17.09.2020 - 11:54
Skima 500 í HÍ - smit greinst í fjórum byggingum
Tveir starfsmenn Háskóla Íslands voru meðal þeirra þrettán sem greindust með kórónuveiruna í gær, annar í aðalbyggingu og hinn á skrifstofu í Odda.
16.09.2020 - 14:14
Rektor HÍ í sóttkví vegna smits í aðalbyggingu skólans
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, er einn þriggja starfsmanna í aðalbyggingu skólans sem hafa þurft að fara í sóttkví eftir að kórónuveirusmit var staðfest um helgina. Jón Atli skrifaði nemendum og starfsfólki skólans orðsendingu vegna smitsins í dag.
14.09.2020 - 15:03
Bylgjan jafnlöng fyrstu bylgju og gengur hægt niður
Thor Aspelund prófessor og lýðtölfræði segir að önnur bylgja faraldursins sé jafnlöng þeirri fyrstu og að það komi honum á óvart hvað hún gangi hægt niður. Það er seigt í þessu, segir hann.
10.09.2020 - 17:55
Enn óljóst hvort faraldurinn sé á uppleið eða niðurleið
Enn er „óljóst hvort við séum á leiðinni upp í langa stóra bylgju eða á toppnum á lítilli bylgju“. Þetta kemur fram í greinargerð með nýuppfærðu spálíkani Háskóla Íslands, Embættis landlæknis og Landspítala um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi.
Myndskeið
Hafa meiri áhyggjur af COVID en fylgja síður fyrirmælum
Íslendingar hafa meiri áhyggjur af COVID-19 kórónuveirufaraldrinum í annarri bylgju en þeirri fyrstu, en eru samt ólíklegri en áður til að fara að fyrirmælum almannavarna.
25.08.2020 - 21:06
Myndskeið
Hús íslenskunnar að rísa og holan horfin
Bygging Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík gengur vel og er uppsteypa á þriðju og efstu hæð hússins hafin, mánuði á undan áætlun. Byggingin á sér langan aðdraganda og var stór opin hola á þessu svæði frá árinu 2013 til 2019.
Erfitt að meta óbeinan kostnað þjóða við heimsfaraldur
Daði Már Kristófersson umhverfishagfræðingur, segir að rannsóknir þar sem reiknað er út hvernig þjóðir heims geti komið í veg fyrir heimsfaraldra eins og COVID-19 séu gríðarlega mikilvægar. En erfitt sé að meta raunverulegan kostnað af heimsfaröldrum. Samkvæmt nýrri greiningu sem sagt er frá í vísindatímaritinu Science má koma í veg fyrir heimsfaraldra ef þjóðir heims verðu um 22 milljörðum dollara á ári til að draga úr eyðingu skóga og viðskiptum með villt dýr.
Morgunvaktin
Færri treysta sóttvörnum annarra
Trú Íslendinga á sóttvarnaaðgerðir yfirvalda hefur minnkað síðan í fyrsta faraldri COVID-19 og þeim hefur fækkað sem treysta því að aðrir viðhafi sóttvarnir. Mikill meirihluti fer eftir tilmælum um sóttvarnir og fjarlægðarmörk.Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar Sigrúnar Ólafsdóttur og Jóns Gunnars Bernburg, prófessora í félagsfræði við HÍ, á viðhorfum Íslendinga til COVID-19 faraldursins. 
Óvissan um þróun faraldursins enn mikil
Áfram mun draga úr COVID-19 smitum hér á landi út mánuðinn samkvæmt spálíkani sem vísindamenn við Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala birtu á vefnum covid.hi.is í dag.
14.08.2020 - 17:56
Allir nemar HÍ fái staðkennslu að einhverju marki
Leitast verður við að allir nemendur við Háskóla Íslands fái staðkennslu að einhverju marki á haustmisseri. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor skólans, sendi starfsfólki og nemendum í gær. Þar segir jafnframt að kennsla við Háskóla Íslands í haust verði skipulögð sem rafræn kennsla og geti með stuttum fyrirvara orðið að fullu rafræn ef þörf krefur.
13.08.2020 - 07:50
Gera ráð fyrir einhverjum takmörkunum á skólastarfi
Gera má ráð fyrir að einhverjar takmarkanir verði á skólastarfi í vetur vegna kórónuveirufaraldursins. Beðið er eftir tilmælum sóttvarna- og skólayfirvalda. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands segir að ekki verði hægt að taka endanlegar ákvarðanir fyrr en stefna stjórnvalda í sóttvarnamálum sé komin fram. 
Októ­ber­fest SHÍ frestað um óákveðinn tíma
Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara átti fram í september hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hátíðinni.
04.08.2020 - 15:42
Erlendir nemar hætta við nám í HÍ vegna COVID-19
Starfs­fólk skrif­stofu alþjóðasam­skipta Há­skóla Íslands hef­ur orðið vart við að er­lend­ir nem­end­ur hætti við fyrirhugað nám við háskólann vegna kórónuveirufaraldurins.
24.07.2020 - 07:19
Myndskeið
Þúsundir maura á Íslandi
Þúsundir maura af fjórum tegundum lifa villtir hér landi. Líffræðinemar, sem starfa við að kortleggja háttalag þeirra, segja ljóst að maurum eigi eftir að fjölga verulega á næstu árum vegna hlýnunar loftslags. 
HÍ ætlar ekki að hafna umsóknum þrátt fyrir metaðsókn
Háskóli Íslands hyggst ekki hafna umsækjendum vegna metfjölda umsókna í skólann, sem meðal annars má rekja til kórónuveirufaraldursins. HÍ barst á tólfta þúsund umsóknir fyrir næsta skólaár. Heildarfjöldi nemenda við skólann er nú um 13.000 og því er gert ráð fyrir verulegri fjölgun þeirra í haust.
17.07.2020 - 07:00
Viðtal
Þegar maður leggur mikið á sig uppsker maður á móti
Ivana Anna Nikolic útskrifaðist úr lögfræði í Háskóla Íslands um síðustu helgi með 9,5 í einkunn, hæstu meðaleinkunn á meistaraprófi í sögu lagadeildarinnar. Hún segir lykilatriði að hafa áhuga á því sem maður sé að læra en það verði líka að vinna vel, jafnt og þétt yfir önnina. Ivana ræddi árangurinn í Morgunútvarpinu á Rás 2 í vikunni.
02.07.2020 - 14:35
Fréttaskýring
Binda miklar vonir við „business as usual“
Fyrir árið 2030 þarf losun frá vegasamgöngum að minnka um 37%. Það er stuttur tími en vísindamenn sem mátu aðgerðir í uppfærðri loftslagsáætlun stjórnvalda telja að það náist. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar furðar sig á forsendum matsins, segir grunnsviðsmynd gera ráð fyrir því að stór hluti samdráttarins verði sjálfkrafa án aðgerða. Brynhildur Davíðsdóttir, prófessor í umhverfisfræði, leiddi matsvinnuna. Hún gerir ráð fyrir viðsnúningi í orkunotkun á næstu tíu árum.
Engir gestir viðstaddir útskrift úr HÍ
Rúmlega 2.000 kandídatar brautskrást úr grunn- og framhaldsnámi í Háskóla Íslands í Laugardalshöll á morgun, laugardaginn 27. júní. Engir gestir verða hins vegar viðstaddir athafnirnar að þessu sinni, heldur verður beint streymi fyrir aðstandendur kandídata og aðra sem fylgjast vilja með.
26.06.2020 - 09:31
Myndskeið
Gætu þurft að hafna helmingi allra umsókna um nám
Háskólinn á Akureyri þarf að óbreyttu að hafna helmingi allra umsókna um nám við skólann í haust. Rektor er vongóður um að stjórnvöld bregðist við með auknu fjármagni. Hátt í 600 milljónir króna vantar upp á.
Spegillinn
„Tókst að bjarga starfinu og lyfta því á hærra plan“
Eftir tuttugu ára baráttu fengu heilbrigðisgagnafræðingar því framgengt að nám þeirra var fært upp á háskólastig. Þeir skiptu líka um starfsheiti enda þótti þeim það gamla engan veginn eiga við lengur. Nýliðun hefur verið ábótavant og farið var að bera á skorti á hæfu fólki en aðsókn í námið stórjókst síðastliðið haust. Formaður Félags heilbrigðisgagnafræðinga lítur svo á að stéttinni hafi verið bjargað í bili. 
Fleiri konur vilja verða læknar
Rúm sjötíu prósent þeirra sem greiddu skráningargjald fyrir inntökupróf við læknadeild Háskóla Íslands þetta sumarið voru konur. Kynjaskiptingin var jafnari í inntökuprófi fyrir sjúkraþjálfun.
16.06.2020 - 07:13