Færslur: háskólar
Til skoðunar að börn mæti í skóla annan hvern dag
Í fyrsta sinn á lýðveldistímanum hefur heilbrigðisráðherra virkjað heimild sóttvarnalaga til að banna samkomur. Bannið gildir í fjórar vikur og hefur áhrif á allt samfélagið; vinnustaði og skóla, fermingar og jarðarfarir, verslanir og samkomuhús. Stúdentaráð Háskóla Íslands hyggst reyna að styðja við þá nemendur sem þurfa á stuðningi að halda næstu vikur. Sveitarfélög og skólastjórnendur nýta helgina og mánudag til að útfæra kennslu næstu vikur.
13.03.2020 - 17:27
Leggja til inntökupróf eða fjöldatakmarkanir
Ef Ísland á að standast norrænan samanburð þarf að auka aðgangsstýringu í háskólum landsins. Þetta er mat Samtaka atvinnulífsins. Rektor Háskóla Íslands segir að vandamálið sé undirfjármögnun og það verði ekki bætt með aðgangsstýringu.
04.11.2019 - 19:16
Fellir ákvörðun um tíu Bangladessa úr gildi
Kærunefnd Útlendingamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja tíu háskólanemum frá Bangladess beiðni um dvalarleyfi hér á landi. Þeir hugðust hefja nám við Háskólann á Bifröst nú í haust. Leifur Runólfsson, lögmaður háskólans, segir að tafirnar hafi skaðað markaðsstarf skólans í Bangladess. Útlendingastofnun ber að taka mál þeirra aftur til afgreiðslu.
15.10.2019 - 16:26
19 ára nemendum í skólakerfinu fækkar
19 ára nemendum í skólakerfinu ofan grunnskóla fækkaði um 8,5% frá 2017 til 2018. Fækkunina má að öllum líkindum rekja til styttingar náms til stúdentsprófs.
19.09.2019 - 11:21
Fræðimenn bregðast við gagnrýni Bergsveins
„Það er alveg réttmæt gagnrýni að þetta akademíska kerfi sem við búum við hvetur ekki beinlínis til þess að við séum í þessu mikilvæga samtali við umheiminn sem ég held að öll hugvísindi vilji vera í. Það er hins vegar mín tilfinning að stór hluti kennara við hugvísindasvið Háskóla Íslands séu í miklu samtali við umheiminn og leggi mikið á sig til að standa í þessu samtali, án þess að fá nokkur stig eða sérstaka umbun fyrir - aðra en þá hversu nærandi þessi samræða er,“
29.05.2019 - 16:16
Fræðimenn eins og heilar bobblandi í spíritus
„Það er þessi hlutlæga, valdmannslega rödd – ‚svona er þetta bara!‘ – sem minnir mig helst á heila sem að bobblar í spíritus. Hún er algjörlega aftengd hinu mannlega og hinu persónulega,“ segir Bergsveinn Birgisson rithöfundur í viðtali við Víðsjá um það hvernig akademísk orðræðuhefð hefur þróast í hugvísindum.
27.05.2019 - 10:27
Kennarastéttin misst bæði stöðu og virðingu
Skólakerfið er risastórt, það teygist frá leikskóla og þar til við hættum í Háskóla. Við lærum sem börn hvernig við eigum að haga okkur og við höfum fyrirmyndir í kennurum og leiðbeinendum. Raunin er enn sú í dag að kerfið er allt töluvert kynjað.
24.05.2019 - 10:58
70% Bangladessa komu ekki þrátt fyrir leyfi
Sjötíu prósent þeirra Bangladessa sem sóttu um dvalarleyfi vegna náms hér á landi á árunum 2017 og 2018 komu ekki til landsins og fengu leyfin gefin út, þrátt fyrir að hafa fengið útgefnar áritanir inn á Schengen-svæðið í þeim tilgangi að stunda nám. Þetta var meðal þess sem Útlendingastofnun leit til við ákvörðun um synjun á dvalarleyfisumsóknum fimmtíu háskólanema frá Bangladess vegna náms við Háskólann á Bifröst.
22.05.2019 - 12:35
Stúdentar sammála BHM um starfsnám
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) segja það skýra kröfu samtakanna „að starfsnám sem fer fram í opinberum stofnunum eða fyrirtækjum sem rekin eru með hagnaðarsjónarmiðum skuli ávallt vera launað.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem samtökin sendu frá sér í gærkvöld, þar sem þau lýsa yfir stuðningi við athugasemdir BHM við auglýsingar um ólaunað starfsnám í félagsmálaráðuneytinu. Sú auglýsing var afturkölluð eftir athugasemdir BHM.
23.01.2019 - 04:17
Gæði fyrir stúdenta?
Landsamtök Íslenskra stúdenta, eða LÍS, standa fyrir gæðaráðstefnu laugardaginn 13.október. Þar gefst tækifæri fyrir stúdenta að láta í sér heyra í málum sem tengjast háskólum og stöðu háskólanema í samfélaginu.
09.10.2018 - 15:06