Færslur: Harvey Weinstein

Lögreglan í Lundúnum fær heimild til að ákæra Weinstein
Saksóknarar í Bretlandi hafa heimilað lögreglunni í Lundúnum að ákæra bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisofbeldi. Meint brot beindust gegn konu í Lundúnum árið 1996.
08.06.2022 - 14:26
Drottningin sviptir Weinstein viðurkenningu
Elísabet Bretlandsdrottning hefur svipt Harvey Weinstein, fyrrverandi kvikmyndaframleiðanda, heiðri sem honum hlotnaðist árið 2004. Hann hlaut orðu breska heimsveldisins fyrir framlag til breskrar kvikmyndagerðar. Nú hefur sú orðuveiting verið afturkölluð og nafni hans eytt út af lista yfir þá sem hlotið hafa heiðurinn. Weinstein afplánar 23 ára fangelsisdóms vegna nauðgunar og fleiri kynferðisbrota. Hann braut gegn fjölda kvenna þegar hann var einn valdamesti kvikmyndaframleiðandi heims.
18.09.2020 - 21:04
Harvey Weinstein er með Covid-19
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn og kynferðisbrotamaðurinn Harvey Weinstein er með kórónuvírusinn. Talið er að hann hafi smitast í Wende-fangelsinu í New York þar sem hann er í einangrun.
23.03.2020 - 07:05
Spegillinn
Áhrif sakfellingar Weinsteins
Mál Harveys Weinsteins, sem í gær var sakfelldur í New York fyrir nauðgun og kynferðislega áreitni varð kveikjan að metoo-hreyfingunni. Eftir umfjöllun í New York Times og New Yorker fyrir tveimur árum greindu tugir kvenna frá því hvernig Weinstein hefði komið fram vílja sínum og brotið gegn þeim í krafti þess að hann var einn valdamesti maður í Hollywood.
26.02.2020 - 20:19
Segir sakfellingu Weinsteins senda sterk skilaboð
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir sakfellingu kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinsteins senda sterk skilaboð. „Frá sjónarhorni kvenna er þetta frábært. Þetta var mikill sigur og sendir verulega sterk skilaboð,“ sagði Trump þegar hann var spurður út í málið á blaðamannafundi á Indlandi. Þar er hann í opinberri heimsókn.
25.02.2020 - 17:33
Myndskeið
Weinstein sakfelldur - á yfir höfði sér fangelsisvist
Kviðdómur við dómstól í New York sakfelldi í dag kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot önnur en nauðgun gegn einni konu og kynferðislega áreitni gagnvart annarri. Hann var hins vegar sýknaður af tveimur alvarlegustu ákæruliðunum þar sem hann var sakaður um að hafa nauðgað tveimur konum.
24.02.2020 - 16:51
Kviðdómur klofinn í alvarlegustu ákærum gegn Weinstein
Kviðdómurum í réttarhöldum yfir kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein gengur illa að sammælast um sekt hans eða sakleysi í alvarlegustu ákæruatriðunum og hætta er á að réttarhöldin fari út um þúfur. Weinstein er í þessu máli ákærður fyrir að hafa nauðgað leikkonunni Jessicu Mann á hótelherbergi árið 2013 og þvingað fyrrverandi aðstoðarkonu sína, Mimi Haleyi, til að hafa við sig munnmök árið 2006.
Málflutningi að ljúka í réttarhöldum gegn Weinstein
Vonast er til að málflutningi ljúki í réttarhöldunum yfir bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein síðar í þessari viku með lokaorðum verjenda hans og saksóknara. Weinstein hefur ekkert farið í vitnastúkuna í réttarhöldunum, sem hófust 22. janúar. 
11.02.2020 - 20:34
Spegillinn
Glíman við falinn sannleika
Það á ekki að líta á uppljóstrara sem hetjur því hetjutrú letur fólk frekar en hvetur að ljóstra upp því sem skiptir máli. Þetta sagði Zelda Perkins á umræðufundi Centre for Investigative Journalism þar sem efnið var uppljóstrarar. Fyrir um aldarfjórðungi vann Perkins fyrir kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem sætir ákærðum fyrir kynferðisbrot og saga Perkins kafli #metoo sögunnar. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Perkins.
05.02.2020 - 17:00
Vitni gegn Weinstein fékk taugaáfall
Gera varð hlé á réttarhöldunum yfir bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein í gær eftir að eitt vitnanna gegn honum fékk taugaáfall í vitnastúku. Vitnið er önnur tveggja kvenna sem höfðuðu mál gegn Weinstein fyrir að hafa brotið á þeim kynferðislega.
Segir Weinstein hafa níðst á varnarlausum konum
Saksóknarar lýstu kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weistein sem skepnu og nauðgara sem misbeitti valdi sínu sem stórlax í kvikmyndabransanum til að níðast á ungum leikkonum. Þetta sögðu þeir í opnunarræðum sínum í réttarhöldunum yfir Weinstein í dag.
22.01.2020 - 20:59
7 karlar og 5 konur í kviðdómi Weinstein-málsins
Verjendur bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein féllust í dag á kviðdóm sem verður skipaður sjö körlum og fimm konum. Kviðdómendurnir tólf munu annað hvort sakfella eða sýkna Weinstein af ákæru saksóknara í New York um fimm kynferðisbrot. Meira en 700 komu til greina í kviðdóminn, meðal annars ofurfyrirsætan Gigi Hadid. Eins og búist hafði verið við tók tæpar tvær vikur að finna kviðdóm sem báðir aðilar sættu sig.
18.01.2020 - 11:03
Dómari hafnar beiðni Weinstein og segist ekki vanhæfur
James Burke, dómari á Manhattan, hefur hafnað beiðni Harvey Weinstein um að segja sig frá kynferðisbrotamáli kvikmyndaframleiðandans þar sem hann sé vanhæfur. Burke húðskammaði Weinstein í réttarsal í vikunni fyrir að vera stanslaust í símanum og hótaði að stinga honum í steininn fyrir að virða ekki reglur dómstólsins.
09.01.2020 - 23:11
Orrahríð á fyrsta degi réttarhaldanna yfir Weinstein
Verjendur bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein og saksóknarar í málinu gegn honum létu þung orð falla á fyrsta degi réttarhaldanna sem hófust á Manhattan í dag. Saksóknari lýsti hegðun verjenda Weinsteins sem andstyggilegri. Hún hefði verið auðmýkjandi og niðurlægjandi fyrir þær konur sem sakað hafa Weinstein um kynferðisbrot.
06.01.2020 - 18:18
Weinstein lýsti sjálfum sér sem gleymdum manni
Hópur bandarískra leikkvenna segir að bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hann muni gleymast. Hann verði alltaf maðurinn sem misþyrmdi konum en sýndi aldrei neina iðrun. „Við neitum að leyfa kynferðisbrotamanni að endurskrifa sögu sína,“ segir í yfirlýsingu hópsins sem birtist á Twitter-síðu Time's Up-hreyfingarinnar.
16.12.2019 - 14:50
Myndskeið
„Ánægður að vera fjandans fógetinn í þessum skítabæ“
Í kringum síðustu aldamót keypti Disney framleiðslufyrirtækið Miramax. Fyrirtækið var þó enn undir stjórn bræðranna Bobs og Harveys Weinstein sem voru gríðarlega valdamiklir. Einhverju sinni tók Harvey slúðurblaðamann hálstaki fyrir framan ótal ljósmyndara en tókst samt að koma í veg fyrir að það færi í fjölmiðla.
13.11.2019 - 14:03
Paltrow lykillinn að afhjúpun Weinstein
Leikkonan Gwyneth Paltrow er sögð hafa verið lykillinn að því að bandaríska blaðinu New York Times tókst að setja saman umfjöllun um kynferðisbrot og áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Hún var sjálf hrædd við að koma fram undir nafni en vann að því hörðum höndum á bakvið tjöldin að telja kjark í aðrar leikkonur.
10.09.2019 - 22:18
Weinstein semur um háar skaðabótagreiðslur
Kvikmyndaframleiðandinn alræmdi Harvey Weinstein er sagður hafa náð samkomulagi við konur sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal gerðu Weinstein, konurnar,  stjórnarmenn í fyrrverandi kvikmyndaveri hans og skrifstofa ríkissaksóknara í New York samning um 44 milljóna dollara greiðslu, jafnvirði nærri 5,5 milljarða króna í sakarkostnað og skaðabætur til kvennanna.
Vilja að verjandi Weinsteins verði rekinn
Stúdentar við lagadeild Harvard-háskóla krefjast þess að einn af forsetum lagadeildarinnar verði rekinn eftir að hann tók að sér að verja kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem er ákærður fyrir að beita tvær konur kynferðislegu ofbeldi.
17.03.2019 - 16:35
Weinstein segist saklaus
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein lýsti yfir sakleysi sínu í dag, þegar ákæra gegn honum um nauðgun og kynferðisofbeldi var tekin fyrir dómssal í New York.
05.06.2018 - 17:12
Fyrirtæki Weinsteins gjaldþrota
Stjórn framleiðslufyrirtækis Harveys Weinsteins, The Weinstein Company, hefur óskað eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta eftir að áætlanir um að selja það runnu út í sandinn.
26.02.2018 - 12:17
DiCaprio í mynd Tarantino um Charles Manson
Leonardo DiCaprio fer með hlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Quentins Tarantino sem fjallar um glæpamanninn alræmda Charles Manson. DiCaprio fer þó ekki með hlutverk Mansons heldur mun hann leika atvinnulausan og miðaldra leikara. Myndin er fyrsta mynd Tarantino eftir að hann sleit samstarfi við framleiðslufyrirtæki Harvey Weinsteins.
Hayek greinir frá morðhótun Weinstein
Harvey Weinstein hótaði að drepa leikkonuna Selmu Heyek, að því er fram kemur í grein hennar í New York Times. Hún segir kvikmyndaframleiðandann hafa áreitt sig árum saman.
13.12.2017 - 21:54
Morrissey ber blak af Spacey og Weinstein
Tónlistarmaðurinn Morrissey segist efast um að tugir ásakana um kynferðislega áreitni á hendur leikaranum Kevin Spacey og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein eigi við rök að styðjast.
Game of Thrones stjarna áreitt af Weinstein
Leikkonan Lena Headey hefur nú bæst við tugi annarra sem hafa opnað sig um kynferðislega áreitni kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein.