Færslur: Harry bretabrins

Breska konungsfjölskyldan í bobba
Um tólf milljónir Breta horfðu í gærkvöldi á viðtalið sem bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey tók við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harrí og Meghan Markle. Í viðtalinu er bæði ýjað að kynþáttafordómum konungsfjölskyldunnar og tilfinningakulda.
Breskir miðlar undirlagðir af Harry og Meghan viðtalinu
Breskir miðlar eru undirlagðir af umfjöllun um viðtal bandarísku sjónvarpskonunnar Ophrah Winfrey við Harry Bretaprins og eiginkonu hans Meghan Markle, hertogans og hertogaynjunnar af Sussex. Daily Mirror segir með stríðsfyrirsagnaletri að konungsfjölskyldan horfist í augu við verstu krísu í 85 ár og vísar þar til þess er Játvarður áttundi sagði af sér konungdómi 1936 til að giftast tvífráskilinni bandarískri konu.
Spegillinn
Breska konungsfjölskyldan og kynþáttafordómar
Margboðað viðtal Opruh Winfrey við hertogann og hertogaynjuna af Sussex, Harrí og Meghan Markle er þriðja viðtalið á rúmum fimmtíu árum, sem gefur óvænta innsýn inn í bresku konungsfjölskylduna.
Meghan segist hafa íhugað að svipta sig lífi
Meghan hertogaynja af Sussex íhugaði að vinna sjálfri sér mein, svo erfitt reyndist henni lífið innan bresku konungsfjölskyldunnar. Þetta kom fram í viðtali sem Meghan og Harry Bretaprins veittu Oprah Winfrey og sýnt var á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS í gær. Það verður sýnt í Bretlandi í kvöld.
Harry og Meghan eiga von á öðru barni
Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á barni. Hjónin eignuðust soninn Archie Harrison Mountbatten-Windsor þann 6. maí 2019 og talsmaður þeirra staðfesti við SkyNews í kvöld að þau væru himinlifandi yfir því að hann yrði brátt stóri bróðir.
14.02.2021 - 19:50
Harry og Meghan í hart vegna drónamynda af Archie
Harry og Mehgan Markle, hertogahjónin af Sussex, hafa stefnt ónefndum ljósmyndara fyrir dóm í Los Angeles vegna mynda sem hann tók með dróna af syni þeirra, Archie. Stefnan var þingfest á fimmtudag. Hertogahjónin segja myndatökuna hafa verið brot á friðhelgi einkalífs þeirra.
Mega ekki segjast vera konungborin
Harry Bretaprins og Meghan Markle mega ekki nota nafnið Sussex Royal, eða konungsfjölskyldan af Sussex, á nýja góðgerðarstofnun sína. Engin önnur en drottningin sjálf, Elísabet, meinar þeim þetta að sögn breska dagblaðsins Daily Mail.
19.02.2020 - 11:29