Færslur: harpa

Ein besta sinfóníusveit heims með tónleika í Eldborg
Hin heimsfræga Concertgebouw hljómsveit kemur fram á tónleikum í Eldborg í tilefni af tíu ára afmæli Hörpu
13.10.2021 - 10:02
Myndskeið
Víkingur kveður gamla flygilinn
Víkingur Heiðar Ólafsson, einn fremsti píanóleikari heims, hefur fengið það hlutverk að finna nýjan flygil fyrir Hörpu. Hann kvaddi gamla flygilinn á 10 ára afmælishátíð Hörpu í dag með sama lagi og hann spilaði fyrst í húsinu.
13.05.2021 - 19:23
Viðtal
Engin leið að rekstur Hörpu verði sjálfbær
Njörður Sigurjónsson, doktor í menningarstjórnun, segir að draugur einkaaðila fylgi Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, sem fagnar þessi dægrin 10 ára afmæli. „Þessi hugmynd um að hægt sé að reka þetta hús eins og hvern annan tónleikasal eða bissness er algerlega óraunhæf.“
13.05.2021 - 09:43
Myndskeið
Tíu ár frá opnunartónleikum Sinfóníunnar í Hörpu
Þann 4. maí eru liðin 10 ár frá því Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt opnunartónleika í Hörpu undir stjórn Vladimirs Ashkenazy heiðursstjórnanda hljómsveitarinnar. Tónleikarnir voru söguleg stund í íslensku tónlistarlífi.
Viðtal
Flygillinn í Hörpu of gamall fyrir einleikstónleika
Tónleikar með Víkingi Heiðari Ólafssyni verða ekki mikið fleiri í Hörpu ef ekki verður keyptur nýr flygill í tónlistarhúsið. Píanistinn segir að hljóðfærið sé komið á aldur og beri ekki einleikstónleika lengur. „Tæknibúnaðurinn er endurnýjaður, ljósin eru endurnýjuð, allt er endurnýjað en flygillinn á bara að vera þarna í 40 ár. Það er náttúrulega bara fáránlegt.“
Bókamessa með breyttu sniði – viðburði aflýst í Hörpu
Bókamessa í Bókmenntaborg átti að fara fram í Hörpu dagana 21. og 22. nóvember. Henni hefur verið aflýst vegna COVID-19 en þó verður hægt að njóta hluta dagskrár á vef og samfélagsmiðlum.
31.10.2020 - 10:58
Hörpu verður lokað á morgun
Harpa verður ekki opin almenningi frá og með morgundeginum. Þessi ákvörðun var tekin í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis í dag. Allir viðburðir sem fyrirhugaðir voru næstu tvær vikurnar verða ýmist felldir niður eða þeim frestað.
06.10.2020 - 16:21
Viðtal
Covid hremmir Hörpu
30 starfsmönnum Hörpu hefur verið sagt upp og mikill fjöldi verktaka hefur ekkert fyrir stafni. Stærstu ráðstefnunum sem halda átti í Hörpu, eins og Arctic Circle og þingi Norðurlandaráðs, hefur verið aflýst ásamt hundruðum annarra viðburða. Tekjutapið, sem ekki sér fyrir endan á, hleypur á hundruðum milljóna.
21.08.2020 - 17:33
Björk frestar tónleikum
Á Facebook-síðu Bjarkar kemur fram að fresta þurfi að minnsta kosti sumum af tónleikum hennar, Björk Orkestral, sem auglýstir höfðu verið í Hörpu 9., 15., 23., og 29. ágúst næstkomandi.
01.08.2020 - 09:45
Uppselt á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu
Uppselt er á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu í ágúst. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Iceland Airwaves, RÚV, Hörpu, Icelandair, Reykjavíkurborg og um það bil hundrað íslenska tónlistarmenn. Miðarnir seldust upp á einni viku.
10.07.2020 - 15:39
Harpa hefur kostað ríki og borg 12,5 milljarða
Heildarframlag ríkisins til rekstrar tónlistarhússins Hörpu árin 2013-2019 nemur 1.144 milljónum króna á föstu verðlagi og framlag Reykjavíkurborgar á sama tímabili nemur 974 milljónum. Þessu til viðbótar bætist við endurgreiðsla á byggingakostnaði og búnaði hússins. Frá opnun hússins árið 2011 hafa ríki og borg samtals greitt tæpa 12,5 milljarða vegna hússins.
17.06.2020 - 09:25
Síðdegisútvarpið
Búið að taka úr lás í Hörpu
Eftir langa bið var hægt að opna Hörpu í dag og á næstu dögum verður boðið upp á fjölmarga viðburði í húsinu. Svanhildur Konráðsdóttir, framkvæmdastjóri Hörpu, segir að farið verði rólega og af yfirvegun af stað með viðburðarhald í húsinu og allt í samráði við Víði Reynisson og hans fólk.
07.05.2020 - 14:22
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Fundar með Víði um opnun Hörpu
Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir að starfsemi tónlistarhússins og menningarlífið í landinu hafi tekið á sig stóran skell í samkomubanni. Undir venjulegum kringumstæðum er fjöldi viðburða í húsinu en það hefur verið lokað frá 25. mars þegar samkomubannið var þrengt. Svanhildur ræddi stöðu hússins og menningarlífsins í Morgunþætti Rásar 1 og 2.
17.04.2020 - 15:02
Fréttaskýring
Listabransinn að frjósa þrátt fyrir streymið
Bransinn er nánast botnfrosinn og staða sjálfstæðra listamanna þung, búið að fresta eða aflýsa öllu og það á sjálfrí árshátíðavertíðinni. Allt tónlistar- og leiklistarstreymið sem nú er boðið upp á lyftir andanum en ekki eru allir á því að það hjálpi pyngju listamanna.
Heima í Hörpu
Daglegt tónlistarstreymi úr Eldborg heim í sófa
Gissur Páll Gissurarson og Árni Heiðar Karlsson flytja sígræn sönglög á fyrstu tónleikum í tónleikaröð Hörpu, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku Óperunnar sem hefst í fyrramálið. Streymt verður beint frá Hörpu á hverjum virkum morgni klukkan 11 á meðan samkomubann stendur yfir.
Gavin DeGraw með tónleika á Íslandi í ágúst
Bandaríski tónlistarmaðurinn Gavin DeGraw verður með tónleika í Silfurbergi í Hörpu 17. ágúst. DeGraw heldur í tónleikaferð til Norðulanda og Hollands í ágúst og eru tónleikarnir á Íslandi þeir síðustu í ferðinni. Margir kannast við DeGraw eftir að lög með honum slógu í gegn í sjónvarpsþáttunum One Tree Hill.
18.03.2020 - 12:31
Sinfóníu-drápa á sjötugsafmæli
Sinfóníuhljómsveit Íslands varð sjötug í vikunni en það var 9. mars árið 1950 sem fyrstu tónleikar sveitarinnar fóru fram í Austurbæjarbíói, undir stjórn Roberts Abrahams Ottóssonar. Sviðstjórinn í Hörpu setti saman drápu til heiðurs hljómsveitinni á þessum tímamótum og flutti hljómsveitinni hana í glepskap eftir afmælistónleika hennar á dögunum. Víðsjá á Rás 1 fékk Eyþór til að endurtaka leikinn og tónskreytti flutning hans með upptökum af leik hljómsveitarinnar. Hér má heyra innslagið.
Eins konar smakkseðill fyrir eyrun
Bandaríski fiðluleikarinn Joshua Bell og ítalski píanistinn Alessio Bax ætla að bjóða upp á eins konar smakkseðil sígildrar kammertónlistar á tónleikum í Hörpu á sunnudagskvöld. Þetta segir Bell í viðtali við Víðsjá á Rás 1 en hann hefur um árabil verið einn allra fremsti og þekktasti fiðluleikari heims.
16.10.2019 - 15:59
Spegillinn
„Þetta er stórmerkileg samkoma“
Um 2000 manns sækja þing Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, frá allt að 60 löndum. Haldnar verða tæplega 200 málstofur um hin ýmsu mál sem tengjast norðurslóðum og ræðumenn verða um 600 talsins. Þinginu lýkur á morgun.
11.10.2019 - 16:28
 · Innlent · Erlent · Norðurslóðir · harpa
Svanhildur Konráðs - RUSH og Def Leppard
Gestur þáttarins að þessu sinni er Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu. Hún kemur með uppáhalds ROKKplötuna sína í heimsókn um kl. 21.00.
01.03.2019 - 15:55
Jóla Eivør í Silfurbergi
Í Konsert í kvöld er Eivør Pálsdóttir í aðalhlutverki.
20.12.2018 - 19:09
Tónlist · Eivør · harpa · Jól
Sálumessa og upphaf lífs
„Efnið og andinn“ er þema tónlistarhátíðar Rásar 1 sem fer fram í Kaldalóni í Hörpu föstudaginn 23. nóvember næstkomandi. Fjögur tónskáld eiga ný verk á efnisskránni en hér má heyra tvö þeirra, þá Valgeir Sigurðsson og Halldór Smárason segja frá verkum sínum. En í næstu viku segja Þuríður Jónsdóttir og Finnur Karlsson frá verkum sínum í Víðsjá.
16.11.2018 - 15:05
Eftirlætis íslensk tónverk landans
Nú liggur fyrir hvaða verk verða leikin í Hörpu á föstudag þegar boðið verður í þriðja sinn til klassískrar tónlistarveislu undir titlinum Klassíkin okkar. Í þetta sinn gafst almenningi færi á að velja uppáhalds íslensku tónsmíðina sína af tilefni 100 ára fullveldisafmælis. Viðburðurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og á Rás 1.
Vill að fallið verði frá hækkun stjórnarlauna
Þórður Sverris­son, stjórn­ar­formaður í tón­list­ar- og ráðstefnu­hús­inu Hörpu, ætl­ar að leggja það til við stjórn fé­lags­ins á næsta stjórn­ar­fundi að fallið verði frá hækkun stjórn­ar­launa sem var samþykkt á aðal­fundi í lok apríl. Næsti stjórnarfundur verður 30.maí.
17.05.2018 - 19:54
Umdeildur í stríði gegn pólitískri rétthugsun
Jordan Peterson er kanadískur fyrirlesari, fræðimaður og prófessor í klínískri sálfræði við Háskólann í Toronto. Hann heldur tvo fyrirlestra í Hörpu eftir mánuð. Peterson er umdeildur og hefur verið bendlaður við alt-right öfgahreyfinguna og skaðlegt erindi. Síðdegisútvarpið tók hann tali og spurði út í gagnrýnina og boðskapinn.
03.05.2018 - 20:33