Færslur: harpa

Greiða skaðabætur vegna framkvæmda á Austurbakka
Harpa tónlistar og ráðstefnuhús ohf og Situs ehf munu þurfa að greiða Íslenskum aðalverktökum hf. skaðabætur vegna brots á rétti þeirra síðarnefndu við framkvæmdir í miðborg Reykjavíkur.
04.06.2022 - 14:58
Viðburðahald komið á fullt aftur
Menningarlíf og viðburðahald er komið á fullt skrið aftur og ljóst að fólk þyrstir í að koma saman. Viðburðastjóri Menningarfélags Akureyrar segir gleðilegt að geta haldið viðburði og sérstaklega þá sem búið hafi verið að frestað mörgum sinnum.
11.04.2022 - 13:58
Landinn
Betri mat, meira jafnrétti og gagnkvæma virðingu
Þetta eru dæmi um áherslur barna á barnaþingi sem haldið var nú fyrir helgi. Mihai Catalin Hagiu úr Oddeyrarskóla og Hildigunnur Sigrún Eiríksdóttir úr Reykhólaskóla voru meðal barna sem valin voru með slembivali úr þjóðskrá til að taka þátt. 300 börnum á aldrinum 11-15 var boðið og 120 mættu eftir að hafa tekið þátt í undirbúningi í gegnum netið frá því í ágúst. Landinn fékk að fylgja þeim Mihai og Hildigunni eftir.
06.03.2022 - 20:19
Myndband
Elding lýsti upp Hörpu í óveðrinu
Elding lýsti upp Hörpu og hafnarsvæðið í Reykjavík í morgun klukkan 06:41, eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan.
07.02.2022 - 14:35
Sjónvarpsfrétt
Langt í land í orkuskiptum á sjó
Jarðefnaeldsneyti verður áfram helsti orkugjafinn í íslenskum sjávarútvegi, komi ekki til stefnubreytingar af hálfu stjórnvalda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um orkuskipti í sjávarútvegi sem kynnt var í Hörpu í morgun.
Tónleikagestum fækkaði mjög í stærstu húsunum árið 2020
Tónleikum og gestum þriggja stærstu tónleikahúsa landsins fækkaði mjög milli áranna 2019 og 2020. Framkvæmdastjórar Hörpu og Hofs segja yfirstandandi ár hafa verið betra en það síðasta og eru bjartsýnar á framtíðina.
08.12.2021 - 16:52
Orð af orði
„Harpa heitir Harpa, ekki Harpan“
Þegar nýtt tónlistarhús var reist í Reykjavík á árunum eftir hrun var því gefið nafnið Harpa, sem er auðvitað nafn á strengjahljóðfæri en einnig vísun í sumartíma og það að náttúran lifni við, því harpa er nafnið á fyrsta sumarmánuði í íslensku misseristali. Í samkeppni um nafn hússins var leitað að íslensku orði sem þó væri einnig auðvelt í framburði fyrir fólk sem talar ekki íslensku. Yfir 4.000 tillögur bárust en að lokum var valið milli nafnanna Kristall, Harpa og Hafblik. 
16.11.2021 - 09:38
Allir jólatónleikar verða haldnir
Allir tónleikar sem eru á dagskrá fyrir jólin verða haldnir, segir Ísleifur B. Þórhallsson formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara. Það skiptir miklu máli fyrir tónlistarfólk og ekki síður fyrir andlega heilsu þjóðarinnar að þurfa ekki að fara í gegnum önnur jól án jólatónleika. 
Víðsjá
Er í lagi með okkur?
Í kvöld fer fram í Hörpu forvitnilegur samruni tónlistar, danslistar, arkitektúrs og loftslagsmála þegar boðið verður upp á verkið Are we Ok? eftir tónskáldið Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og bandaríska danshöfundinn Daniel Roberts.
04.11.2021 - 10:50
Ein besta sinfóníusveit heims með tónleika í Eldborg
Hin heimsfræga Concertgebouw hljómsveit kemur fram á tónleikum í Eldborg í tilefni af tíu ára afmæli Hörpu
13.10.2021 - 10:02
Myndskeið
Víkingur kveður gamla flygilinn
Víkingur Heiðar Ólafsson, einn fremsti píanóleikari heims, hefur fengið það hlutverk að finna nýjan flygil fyrir Hörpu. Hann kvaddi gamla flygilinn á 10 ára afmælishátíð Hörpu í dag með sama lagi og hann spilaði fyrst í húsinu.
13.05.2021 - 19:23
Viðtal
Engin leið að rekstur Hörpu verði sjálfbær
Njörður Sigurjónsson, doktor í menningarstjórnun, segir að draugur einkaaðila fylgi Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi, sem fagnar þessi dægrin 10 ára afmæli. „Þessi hugmynd um að hægt sé að reka þetta hús eins og hvern annan tónleikasal eða bissness er algerlega óraunhæf.“
13.05.2021 - 09:43
Myndskeið
Tíu ár frá opnunartónleikum Sinfóníunnar í Hörpu
Þann 4. maí eru liðin 10 ár frá því Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt opnunartónleika í Hörpu undir stjórn Vladimirs Ashkenazy heiðursstjórnanda hljómsveitarinnar. Tónleikarnir voru söguleg stund í íslensku tónlistarlífi.
Viðtal
Flygillinn í Hörpu of gamall fyrir einleikstónleika
Tónleikar með Víkingi Heiðari Ólafssyni verða ekki mikið fleiri í Hörpu ef ekki verður keyptur nýr flygill í tónlistarhúsið. Píanistinn segir að hljóðfærið sé komið á aldur og beri ekki einleikstónleika lengur. „Tæknibúnaðurinn er endurnýjaður, ljósin eru endurnýjuð, allt er endurnýjað en flygillinn á bara að vera þarna í 40 ár. Það er náttúrulega bara fáránlegt.“
Bókamessa með breyttu sniði – viðburði aflýst í Hörpu
Bókamessa í Bókmenntaborg átti að fara fram í Hörpu dagana 21. og 22. nóvember. Henni hefur verið aflýst vegna COVID-19 en þó verður hægt að njóta hluta dagskrár á vef og samfélagsmiðlum.
31.10.2020 - 10:58
Hörpu verður lokað á morgun
Harpa verður ekki opin almenningi frá og með morgundeginum. Þessi ákvörðun var tekin í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis í dag. Allir viðburðir sem fyrirhugaðir voru næstu tvær vikurnar verða ýmist felldir niður eða þeim frestað.
06.10.2020 - 16:21
Viðtal
Covid hremmir Hörpu
30 starfsmönnum Hörpu hefur verið sagt upp og mikill fjöldi verktaka hefur ekkert fyrir stafni. Stærstu ráðstefnunum sem halda átti í Hörpu, eins og Arctic Circle og þingi Norðurlandaráðs, hefur verið aflýst ásamt hundruðum annarra viðburða. Tekjutapið, sem ekki sér fyrir endan á, hleypur á hundruðum milljóna.
21.08.2020 - 17:33
Björk frestar tónleikum
Á Facebook-síðu Bjarkar kemur fram að fresta þurfi að minnsta kosti sumum af tónleikum hennar, Björk Orkestral, sem auglýstir höfðu verið í Hörpu 9., 15., 23., og 29. ágúst næstkomandi.
01.08.2020 - 09:45
Uppselt á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu
Uppselt er á þrenna tónleika Bjarkar í Hörpu í ágúst. Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Iceland Airwaves, RÚV, Hörpu, Icelandair, Reykjavíkurborg og um það bil hundrað íslenska tónlistarmenn. Miðarnir seldust upp á einni viku.
10.07.2020 - 15:39
Harpa hefur kostað ríki og borg 12,5 milljarða
Heildarframlag ríkisins til rekstrar tónlistarhússins Hörpu árin 2013-2019 nemur 1.144 milljónum króna á föstu verðlagi og framlag Reykjavíkurborgar á sama tímabili nemur 974 milljónum. Þessu til viðbótar bætist við endurgreiðsla á byggingakostnaði og búnaði hússins. Frá opnun hússins árið 2011 hafa ríki og borg samtals greitt tæpa 12,5 milljarða vegna hússins.
17.06.2020 - 09:25
Síðdegisútvarpið
Búið að taka úr lás í Hörpu
Eftir langa bið var hægt að opna Hörpu í dag og á næstu dögum verður boðið upp á fjölmarga viðburði í húsinu. Svanhildur Konráðsdóttir, framkvæmdastjóri Hörpu, segir að farið verði rólega og af yfirvegun af stað með viðburðarhald í húsinu og allt í samráði við Víði Reynisson og hans fólk.
07.05.2020 - 14:22
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Fundar með Víði um opnun Hörpu
Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu segir að starfsemi tónlistarhússins og menningarlífið í landinu hafi tekið á sig stóran skell í samkomubanni. Undir venjulegum kringumstæðum er fjöldi viðburða í húsinu en það hefur verið lokað frá 25. mars þegar samkomubannið var þrengt. Svanhildur ræddi stöðu hússins og menningarlífsins í Morgunþætti Rásar 1 og 2.
17.04.2020 - 15:02
Fréttaskýring
Listabransinn að frjósa þrátt fyrir streymið
Bransinn er nánast botnfrosinn og staða sjálfstæðra listamanna þung, búið að fresta eða aflýsa öllu og það á sjálfrí árshátíðavertíðinni. Allt tónlistar- og leiklistarstreymið sem nú er boðið upp á lyftir andanum en ekki eru allir á því að það hjálpi pyngju listamanna.
Heima í Hörpu
Daglegt tónlistarstreymi úr Eldborg heim í sófa
Gissur Páll Gissurarson og Árni Heiðar Karlsson flytja sígræn sönglög á fyrstu tónleikum í tónleikaröð Hörpu, Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Íslensku Óperunnar sem hefst í fyrramálið. Streymt verður beint frá Hörpu á hverjum virkum morgni klukkan 11 á meðan samkomubann stendur yfir.
Gavin DeGraw með tónleika á Íslandi í ágúst
Bandaríski tónlistarmaðurinn Gavin DeGraw verður með tónleika í Silfurbergi í Hörpu 17. ágúst. DeGraw heldur í tónleikaferð til Norðulanda og Hollands í ágúst og eru tónleikarnir á Íslandi þeir síðustu í ferðinni. Margir kannast við DeGraw eftir að lög með honum slógu í gegn í sjónvarpsþáttunum One Tree Hill.
18.03.2020 - 12:31