Færslur: Harbinger

Menningin
Tilvistarlegar spurningar verslunarrýmisins
Í galleríinu Harbinger við Óðinsgötu er engu líkara en að búið sé að opna litla verslun. Við nánari athugun kemur í ljós að þetta er myndlistarsýning sem nefnist Smásala, eða Retail, og er nýjasta einkasýning Geirþrúðar Finnbogadóttur Hjörvar í röð sem ber yfirskriftina Matrix.
Myndlist sem ruglar í fólki
„Ég er mjög svona þrívíddar-þenkjandi,“ segir Ragnheiður Káradóttir myndlistarkona sem nú sýnir forvitnilega og skemmtilega skúlptúra í Harbinger galleríi við Freyjugötu. Sýningin ber titilinn Utan svæðis og þar fá ýmsir hversdagslegir hlutir nýja virkni og víddd.
01.10.2018 - 17:39
Viðtal
Ég er ekki fræðimaður, ég vinn á innsæinu
„Ég er ekki mikill fræðimaður, ég grúska ekki mikið í textum og greinum um feðraveldið, þetta er meira á tilfinningalegu stigi. Ég vinn þetta meira á innsæinu.“ Guðmundur Thoroddsen ræddi vinnuaðferðir í myndlistinni, bleika litinn, innsæið, fræðimennsku, karlmennsku, pulsur, prump og margt annað í Víðsjá.
19.05.2018 - 08:00
Margfalt hálendi og fjallið yfir bænum
Ósk Vilhjálmsdóttir (að austan) og Gunnar Jónsson (að vestan) fóru á slóðir hvors annars til að undibúa sýninguna Hamfarir Austur-Vestur sem nú stendur yfir í Harbinger sýningarrýminu við Freyjugötu í Reykjavík. Samsett hálendi og snjóflóðarvarnargarður sem minnir á hval á þurru landi eru meðal þess sem þar kemur fyrir augu. Umfjöllun Víðsjár um sýninguna má heyra hér fyrir ofan.
30.11.2017 - 12:30