Færslur: Hannah Gadsby

Viðtal
Börnunum fannst erfitt að sjá mömmu líða illa
„Að vera svona veikur í marga mánuði eftir að vera fullfrískur, það er bara svakalegt,“ segir Steinunn Gestsdóttir aðstoðarrektor hjá Háskóla Íslands og prófessor í sálfræði. Hún veiktist illa af COVID 19 í haust og glímir enn við eftirköst en er risin á fætur eftir margra mánaða rúmlegu. Steinunn kíkti í Fram og til baka á Rás 2 þar sem hún taldi upp fimm fyrirmyndir sem hafa haft áhrif á líf hennar.
Barin til óbóta fyrir að vera hinsegin
Í einu umtalaðasta uppistandi síðustu ára, Nanette með Hönnuh Gadsby, hættir hún að grínast um miðbik uppistandsins og opinberar harm sinn og bræði fyrir gáttuðum áhorfendum. Gleðitár hennar víkja fyrir sorgar- og loks sigurtárum hinsegin konu sem neitar að gera lengur lítið úr sjálfri sér. Hún kemur fram í Hörpu annað kvöld með nýtt uppistand sem nefnist Douglas.
17.10.2019 - 13:56
Fullkomið uppistand á #metoo-tímum
Nanette hefur verið lýst sem fullkomnu uppistandi fyrir tíma #metoo og þær breytingar sem hreyfingin gæti haft í för með sér. Áslaug Torfadóttir rýndi í verkið og rakti sögu uppistandsins og samfélagslegt hlutverk í gegnum tíðina.
03.07.2018 - 09:39