Færslur: Hanna Katrín Friðriksson

Myndskeið
Segir skýrsluna sýna svigrúm til hærri veiðigjalda
Þingmaður Viðreisnar segir mörgu ósvarað í skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald útgerðarfélaga í ótengdum rekstri. Hún segir skýrsluna sýna að stórútgerðin geti greitt mun hærri veiðigjöld.
Tillaga um jöfnun atkvæðavægis felld
Tillaga Viðreisnar,Samfylkingarinnar og Pírata um jöfnun atkvæðavægis milli kjördæma var felld á Alþingi í dag. Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart en vonbrigðin séu engu að síður til staðar.
12.06.2021 - 22:36
Kallar eftir afstöðu Katrínar til kærumáls Lilju
„Það eru tíðindi að menntamálaráðherra ætli að höfða dómsmál á hendur konu sem gerði athugasemd við embættisfærslu hennar og taldi rétt sinn brotinn. Raunar liggur fyrir úrskurður þess efnis að svo hafi verið, að ráðherrann hafi brotið jafnréttislög gagnvart konunni.“ Þetta skrifar Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar á Facebook-síðu sína. Hanna Katrín segist þar velta fyrir sér afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra til málsins og hvort það hafi verið rætt í ríkisstjórn.
„Það liggur lífið á að koma þessu í lag“
Ísland hefur undanfarið dregist aftur úr öðrum löndum á Regnbogakortinu sem mælir lagaleg réttindi hinsegin fólks í Evrópu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mál hinsegin fólks hafi þess vegna verið sett í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Svandís var gestur Mannlega þáttarins ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson sem segir það mjög brýnt að bæta stöðu intersex fólks með lagasetningu. og Hanna Katrín Friðriksson , sem situr á þingi fyrir Viðreisn, ræddu málefni intersex fólks og mögulega lagasetningu í Mannlega þættinum á Rás 1.
Dró tvo ráðherra á dansgólfið á Kiki
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, er viðmælandi í nýjum þætti af Hvað í fjandanum á ég að kjósa? Hanna og Ingileif hittust á hinsegin skemmtistaðnum Kiki og ræddu meðal annars hvenær Hanna kom út úr skápnum, en kona hennar er Ragnhildur Sverrisdóttir fjölmiðlakona.