Færslur: Handverkshátíð í Eyjafirði

Fjölskylduvæn Handverkshátíð að Hrafnagili
Handverkshátíðin í Eyjafirði stendur nú yfir í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, og er hún hugsuð sem vettvangur fyrir handverksfólk víðs vegar af landinu. Hugmyndin að baki hátíðinni er að leiða fólk saman sem deilir sameiginlegri sýn, að efla íslenskt handverk og að tryggja að þekking á gömlu íslensku handverki færist milli kynslóða. Hátíðin hófst í gær, fimmtudaginn 10. ágúst og stendur fram á sunnudag.