Færslur: handverk

Fuglasmiður í opinni vinnustofu
Sigurbjörn Helgason myndmenntakennari hefur komið sér fyrir í opinni vinnustofu í anddyri Hönnunarsafns Íslands og smíðar þar alls kyns fugla.  
21.10.2020 - 08:16
Eyfirskar veggmyndir afhentar í skoska þinginu
Fimm refilsaumaðar veggmyndir, sem segja sögu tveggja af frægustu kvenskörungum landnámsaldar, verða afhentar skosku þjóðinni að gjöf í þinghúsinu í Edinborg. Handverkskonur í Eyjafirði hafa í tæp þrjú ár lagt um eitt þúsund vinnustundir í þetta verk. Myndirnar verða hluti af alþjóðlegu verkefni um sögu Skotlands.
02.06.2019 - 11:20
Fjölskylduvæn Handverkshátíð að Hrafnagili
Handverkshátíðin í Eyjafirði stendur nú yfir í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, og er hún hugsuð sem vettvangur fyrir handverksfólk víðs vegar af landinu. Hugmyndin að baki hátíðinni er að leiða fólk saman sem deilir sameiginlegri sýn, að efla íslenskt handverk og að tryggja að þekking á gömlu íslensku handverki færist milli kynslóða. Hátíðin hófst í gær, fimmtudaginn 10. ágúst og stendur fram á sunnudag.
Listin að endurvinna fallega
Hvert er raunverulegt gildi þess að endurvinna? Lestin skyggnist inn í endurunnar vörur og japönsku handverkslistina kintsugi.
03.05.2017 - 17:09
Þekking á smíði eikarbáta að glatast
Þekking á smíði og viðgerð eikarbáta er smám saman að glatast hér á landi. Skipasmiðir í Slippnum á Akureyri eru í hópi örfárra sem enn kunna þetta fag og viðgerð á stærsta eikarbát landsins vefst ekki fyrir þeim.
04.01.2017 - 07:22