Færslur: Handritin

Danir gætu staðið betur við skuldbindingar um handritin
Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra segir að að fleiri handrit Árna Magnússonar ættu að koma heim til Íslands og vill fá þau að láni frá Dönum. Þá segir hún að Danir gætu staðið betur við þær skuldbindingar sem samþykktar voru við skiptingu handritanna á síðustu öld.
14.01.2022 - 07:30
Fann brot úr fornu íslensku handriti í Lundúnum
Íslenskur fræðimaður fann brot úr fornu íslensku handriti við rannsóknir sínar í British Library í Lundúnum fyrir nokkru; tvíblöðung og tvö handrit önnur sem talin eru vera úr Reynistaðarbók.
24.11.2021 - 06:14
Handritin
Njála eins og rotta sem keyrt hefur verið yfir
Handritin geyma ómetanlega sögu og vitnisburð um horfinn tíma, þó ósjáleg geti verið. Fjallað er um heimkomu íslensku miðaldahandritanna í nýjum heimildaþætti.
22.04.2021 - 14:00
Viðtal
Möðruvallabók á þvælingi um Íslandssöguna
Bál tímans er barnabók sem fjallar um sögu Möðruvallarbókar, eins merkasta handrits Íslendingasagna. „Hún er svona Forrest Gump og þvælist í gegnum Íslandssöguna og er víða á lykilaugnablikum,“ segir Arndís Þórarinsdóttir höfundur bókarinnar.