Færslur: Handrit

Örsmá handskrifuð ljóðabók föl fyrir rúma milljón dala
Örsmá handskrifuð bók, sem geymir ljóð eftir enska nítjándu aldar rithöfundinn Charlotte Brontë, er til sýnis í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem bókin kemur fyrir sjónir almennings í meira en öld.
22.04.2022 - 04:00
Danir skila samískum forngrip
Ríflega fjögur hundruð ára gamalli samískri trommu, sem hefur verið í fórum Þjóðminjasafns Danmerkur frá árinu 1694, verður skilað aftur til Sama í Norður-Noregi. Þetta hefur menningarmálaráðuneyti Danmerkur ákveðið að tillögu þjóðminjasafnsins.
27.01.2022 - 11:46
Erlent · Danmörk · Samar · Handrit
Danir gætu orðið tilneyddir að skila fleiri handritum
Ný viðhorf til skila á menningarverðmætum til upprunalanda þeirra gæti leitt til þrýstings á Dani að skila Íslendingum handritum sem enn eru geymd þar í landi. Þetta er mat stjórnarmanna Árnasafns í Kaupmannahöfn. Prófessor segir að öflugt rannsóknarsetur þar í borg skili meiri árangri.
Hornsteinn Húss íslenskunnar lagður síðasta vetrardag
Uppsteypu Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík lauk fyrir skömmu og nú er lokun hússins á lokametrunum. Framkvæmdir við húsið sjálft hófust 30. ágúst 2019 þegar Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði verksaming við ÍSTAK um byggingu þess.
Myndskeið
Hús íslenskunnar komið í stað holu íslenskra fræða
Hús íslenskunnar hefur tekið á sig heilmikla mynd í Vesturbæ Reykjavíkur. Forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins segir að verkið hafi gengið vel, þrátt fyrir að reynt hafi á í faraldrinum. Forstöðumaður Árnastofnunar segir ástæðulaust að hafa áhyggjur af öryggi handritanna, sem verða geymd í kjallara hússins.
Myndskeið
Hús íslenskunnar að rísa og holan horfin
Bygging Húss íslenskunnar við Arngrímsgötu í Reykjavík gengur vel og er uppsteypa á þriðju og efstu hæð hússins hafin, mánuði á undan áætlun. Byggingin á sér langan aðdraganda og var stór opin hola á þessu svæði frá árinu 2013 til 2019.
Viðtal
Alls ekki sönglaus þjóð
„Þetta er hljóðheimur aldanna á Íslandi,“ segir Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarfræðingur og höfundur nýrrar bókar um tónlist í íslenskum handritaarfi. Bókin, sem heitir Tónlist liðinna alda - Handrit 1100-1800 er öll hin glæsilegasta. Hún er fyrsta heildstæða sýnisbókin um þennan arf og þar rekur Árni sögu íslenskrar tónlistar frá miðöldum til loka 18. aldar. Hann gerir jafnframt grein fyrir þróun nótnaritunar og söngs í landinu og tæpir á sögu hljóðfæraleiks á Íslandi.
Óljós ávinningur af því að fá handritin heim
Viðar Pálsson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir óljóst hver ávinningurinn verði af því að Íslendingar endurheimti hluta þeirra íslensku handrita sem varðveitt eru í Danmörku. Hugsanlega sé verið að tefla vísindastarfi á sviði forníslenskra og norrænna fræða í hættu með því að vekja upp málið.
18.09.2019 - 17:38
Handritin heim – aftur?
Menntamálaráðherra vill hefja viðræður við Dani um að þeir afhendi fleiri íslensk handrit. Ástæðurnar eru ýmsar, meðal annars dvínandi áhersla Dana á rannsóknir íslenskra handrita en áður. Þá glittir loks í Hús íslenskra fræða, en sumum þykir að Íslendingar hafi ekki hýst menningararfinn með tilhlýðilegri virðingu til þessa. Forstöðumaður Árnastofnunar segir ætlunina ekki að stofna til illdeilna við Dani um íslensku handritin - enda eru þau öll í raun í eigu gömlu herraþjóðarinnar.
30.08.2019 - 17:12
Njáluhandrit hittast á "ættarmóti"
Eitt óvenjulegasta ,,ættarmót" sem sögur fara af var á Árnastofnun í vikunni. Þá var stefnt saman í fyrsta sinn öllum ættkvíslum Njáluhandrita sem sum eru um 700 ára gömul.
09.01.2019 - 20:26
Viðtal
Segja handritin örugg í húsi íslenskra fræða
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt og Vésteinn Ólason fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar svara gagnrýni Guju Daggar Hauksdóttur, arkitekts og pistlahöfundar Víðsjár, á hús íslenskra fræða sem stendur til að byggja.
25.04.2018 - 17:01
Gert við Flateyjarbók fyrir fimm milljónir
Fimm milljónum króna verður varið til viðgerðar á Flateyjarbók, einu merkasta handriti Íslendinga. Ríkisstjórnin ákvað í dag að veita Árnastofnun styrk til verksins. Í tilkynningu um málið segir að viðgerðin sé brýn – Flateyjarbók hafi verið færð í nýtt band á 18. öld og það þarfnist nú viðhalds. Til stendur að sýna hana í nýju Húsi íslenskunnar sem mun rísa við Suðurgötu í Reykjavík á næstu misserum.
08.12.2017 - 14:29
Ljótu handritin meira spennandi
Í gær, 13. nóvember, voru 354 ár liðin frá því að Árni Magnússon handritasafnari fæddist að Kvennabrekku í Dölum. Að því tilefni stóð Stofnun Árna Magnússonar fyrir svokölluðum Árna Magnússonar fyrirlestri sem haldinn var í Norræna húsinu. Í þetta sinn kom það í hlut bandarísku fræðikonunnar Marjorie Curry Woods að flytja hann. Í fyrirlestrinum fjallaði hún um hvað er svona spennandi við ljót handrit.
14.11.2017 - 16:30