Færslur: Handleggjaágræðsla

Myndskeið
Á sterkum lyfjum svo líkaminn hafni ekki höndunum
Vísbendingar eru um að líkami Guðmundar Felix Grétarssonar sé byrjaður að hafna handleggjum sem græddir voru á hann í síðasta mánuði. Hann segir í myndbandi á Facebook að vitað hafi verið að þetta myndi gerast, þetta sé ekkert til að hafa áhyggjur af og að hann taki sterk lyf til að vinna á móti því að líkaminn hafni höndunum.
Myndskeið
Guðmundur Felix farinn að geta hreyft upphandleggi
Guðmundur Felix Grétarsson sem fékk grædda á sig handleggi og axlir fyrir rúmri viku er farinn að geta hreyft upphandleggina dálítið. Hann segir að fyrst þegar hann hafi vaknað eftir aðgerðina hafi honum fundist eins og hann væri kominn með dúkkuhandleggi. Hann sé nú farinn að venjast þeim. Honum finnist þeir líkir sínum gömlu handleggjum sem hann missti í vinnuslysi fyrir 23 árum.
Draugaverkir í handleggjum og fingrum hafa magnast
Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk grædda á sig handleggi og axlir fyrir rúmri viku, segir vera kominn með einhverja tilfinningu í hendurnar en erfitt sé að átta sig á því hvort það séu draugaverkir eða eitthvað annað. Guðmundur er nú á fjarfundi með íslenskum blaða- og fréttamönnum þar sem hann liggur í sjúkrarúmi á spítala í Lyon í Frakklandi. Guðmundur komst við á fundinum þegar hann gladdist yfir því að nú væri langþráð ósk uppfyllt um að fá nýja handleggi.
Myndskeið
Guðmundur Felix sýnir nýju handleggina
Guðmundur Felix Grétarsson sem gekkst fyrir skemmstu undir handleggja- og axlaágræðslu á sjúkrahúsi í Lyon í Frakklandi, sýnir nýju handleggina í fyrsta skipti í myndskeiði sem fréttastofa hefur undir höndum og verður sýnt verður á blaðamannafundi lækna Guðmundar í dag. Guðmundur segir að það hafi verið upp á dag, 23 árum eftir að hann lenti í slysinu þar sem hann missti handleggina, sem handleggjagjafi hafi fundist.
Viðtal
Mikið nákvæmnisverk að tengja taugar og æðar
Það krefst mikillar nákvæmni að tengja æðar og taugar þegar handleggir og axlir eru græddar á fólk, segir handaskurðlæknir. Miklu skipti að blóðstreymi til vöðva stöðvist í sem stystan tíma.
Upptaka
„Ekki handlangari lengur, ég er orðinn handhafi“
Guðmundur Felix Grétarsson sem fékk grædda á sig handleggi á miðvikudaginn flutti stutt ávarp af sjúkrabeði sínum í Lyon í Frakklandi fyrr í dag.
Viðtal
Læknar frá 4 sjúkrahúsum tóku þátt í handleggjaágræðslu
Læknar frá fjórum sjúkrahúsum í Frakklandi tóku í umfangsmikilli aðgerð sem Guðmundur Felix Grétarsson gekkst undir á sjúkrahúsi í Lyon á miðvikudag. Fréttastofa AFP segir frá því að fjöldi lækna og hjúkrunarfræðinga hafi tekið þátt í aðgerðinni. Hún var gerð á Edouard-Herriot-sjúkrahúsinu og tók fimmtán klukkustundir að sögn talsmanns sjúkrahússins.
Viðtal
Guðmundur Felix vaknaður eftir handleggjaágræðslu
Guðmundur Felix Grétarsson er vaknaður eftir hálfs sólarhrings aðgerð þar sem græddir voru á hann handleggir og axlir. Eiginkona hans segir að þau hafi fengið símtal tveimur dögum fyrir aðgerðina um að hugsanlega væri handleggjagafi fundinn. Læknarnir séu afar ánægðir með hvernig aðgerðin tókst.