Færslur: Handbolti

Landinn
Tók gínu með sér í landsliðsferð til Norður-Makedóníu
Saga Sif Gísladóttir er að útskrifast sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands og er að setja upp sýningu ásamt samnemeendum sínum í Hafnarhúsinu í Reykjavík. En hún er líka markmaður Vals í úrvalsdeild kvenna í handbolta og fór í sín fyrstu landsliðsverkefni á árinu þar sem hún vakti mikla athygli. Útskriftarlínan er einmitt innblásin af togstreitu milli heimanna tveggja.
16.05.2021 - 13:30
Landinn
Hjartað slær örar
„Það er bara ólýsanleg gleði að fá að komast aftur á áhorfendapallana, hjartað slær örar, ég fyllist spennu og mér finnst bara ótrúlegt að það sé komið að þessu," sagði Björk Steindórsdóttir handboltaáhugakona á Selfossi þegar áhorfendum var hleypti í fyrsta sinn á pallana í Iðu á Selfossi eftir tæplega fimm mánaða hlé.
01.03.2021 - 07:30
Viðtal
Fagnar því að fá aftur stuðningsmenn í stúkuna
Steinunn Björnsdóttir, handboltakona og fyrirliði Fram í meistaraflokki kvenna, fagnar breytingum á sóttvörnum og hlakkar til að fá áhorfendur á leiki. Handboltafólk hefur leikið án áhorfenda allt tímabilið, fram að þessu. Steinunn segir starfsfólk Fram reiðubúið til að taka á móti fólki í stúkuna í númeruð sæti og með eins metra millibili.
„Var aldrei viss um að ég væri nógu góður“
Fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins, Guðjón Valur Sigurðsson, er einn besti handboltakappi sem Ísland hefur alið, og þó víðar væri leitað. Andri Freyr Hilmarsson ræðir við Guðjón um ferilinn og lífið í Með okkar augum í kvöld þar sem Guðjón rifjar upp leiktíð með stórliðum í Evrópu og segist sérstaklega þakklátur fyrir tækifærin sem hann fékk með Kiel og Barcelona.
26.08.2020 - 13:58
Tók tuttugu ár að jafna sig á þverflautunáminu
Ólafur Stefánsson handboltakappi og spekingur hefur sannarlega vent kvæði sínu í kross. Hann hefur komið víða við síðan hann lagði handboltaskóna á hilluna og nú nýverið söng hann í fyrsta sinn inn á plötu. Á dögunum sendi Bolvíkingurinn Benni Sig frá sér nýtt lag sem prýðir áður sjaldheyrða söngrödd Óla.
17.06.2020 - 12:57
HK upp í fjórða sætið með mikilvægum sigri á Stjörnunni
HK vann fjögurra marka sigur á Stjörnunni á heimavelli í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld og fer með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar. HK er þá stigi á eftir Stjörnunni sem er áfram í þriðja sætinu.
31.01.2020 - 21:23
Lestin
Björt framtíð varð „klúður ársins“ – HM á Íslandi 1995
Þegar Ísland hreppti HM '95 í handknattleik virtist framtíðin björt. Ný íþróttahöll átti að rísa, landkynningin yrði óviðjafnanleg og landsliðið næði klárlega á verðlaunapall. En fljótt fór að halla undan fæti. Að mótinu loknu var litið á það sem „klúður ársins“.
26.01.2020 - 10:13
Ótrúleg frammistaða Sagosen það sem af er EM
Sander Sagosen, skyttan sem fór illa með íslenska liðið oftar en einu sinni í leiknum gegn Norðmönnum í gær, hefur átt ótrúlegt mót hingað til.
22.01.2020 - 12:53
Öruggir Norðmenn hvíla lykilleikmenn í dag
Slóvenar gætu að mestu leyti sloppið við Sander Sagosen í leiknum gegn Noregi í dag. Eitthvað sem við Íslendingar hefðum alveg verið til í í gær.
22.01.2020 - 12:17
Myndskeið
Andstæðingar Íslands – „Getum unnið öll þessi lið“
Ísland er í milliriðli með Noregi, Ungverjalandi, Slóveníu, Portúgal og Svíþjóð. Kristjana Arnarsdóttir og gestir hennar í EM-stofunni ræddu um liðin sem Ísland mætir á næstu dögum.
16.01.2020 - 09:09
Þjálfari Ungverja: Veltur mikið á hve góðan dag Aron á
Þjálfari ungverska liðsins, István Gulyás, segir að úrslit kvöldsins velti nánast alfarið á því hversu góðan skotdag Aron Pálmarsson eigi. „Þeir verða klárlega undirbúnir fyrir okkar varnarleik því þeir hafa séð okkur spila. Ísland hefur ekki komið á óvart hingað til þegar þeir þurfa að ná því besta úr leiknum," segir hann.
15.01.2020 - 13:05
Ísland spilar leikina fjóra í milliriðlinum í Malmö
Eftir að ljóst varð að íslenska karlalandsliðið í handbolta kæmist upp úr E-riðli, eftir sigur á Rússum og jafntefli Dana og Ungverja, hafa fjórir leikir bæst við verkefni liðsins, auk leiksins gegn Ungverjalandi á morgun.
14.01.2020 - 15:08
Mun aldrei gleyma tapinu gegn Ungverjum 2012
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ánægður með frammistöðu sinna manna í gær gegn Rússum en dregur ekki úr því hve erfiður næsti leikur, gegn Ungverjum á morgun, geti orðið.
14.01.2020 - 14:15
Myndskeið
„Íslenski táningurinn með frábæra vörslu“
Evrópska handboltasambandið veitti frábærri frammistöðu Viktors Gísla Hallgrímssonar í leik Íslands gegn Rússlandi á EM karla í gærkvöld verðskuldaða athygli og birti hana á YouTube.
14.01.2020 - 13:41
Þjálfari Dana orðinn pirraður á ástandinu á liðinu
Veikindi og meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn í undirbúningi Dana fyrir Evrópumótið í handbolta. Danmörk mætir Íslandi á laugardag. Þjálfari liðsins er orðinn pirraður á ástandinu.
10.01.2020 - 15:57
Hans Lindberg: Alltaf sérstakt að mæta Íslandi
Danir héldu blaðamannafund í morgun en mikil eftirvænting er hjá Dönum fyrir mótinu. Danska liðið er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari.
10.01.2020 - 13:58
Þýskaland vann Holland örugglega
Þjóðverjar fóru vel af stað þegar Evrópumótið í handbolta hófst í dag. Þeir lögðu Hollendinga að velli með 34 mörkum gegn 23.
09.01.2020 - 16:55
EM 2020
Íslenska liðið, eins og alltaf, óskrifað blað
Róbert Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, segir að íslenska landsliðið sé fyrir þetta mót, eins og alltaf, óskrifað blað. „Við vitum ekkert hvernig þetta fer fyrr en eftir fyrsta leik," segir hann. Evrópumótið sé alltaf mun erfiðara en HM þar sem öll liðin séu góð.
09.01.2020 - 14:11
Leikmenn sem eru líklegir til að vekja athygli á EM
Evrópumótið í handbolta karla hefst í dag. Fyrirliði íslenska liðsins hefur skorað flest mörk allra á Evrópumótum í handbolta. Evrópska handboltasambandið segir hann einn þeirra sem er líklegur til að skrá sig á spjöld sögunnar.
09.01.2020 - 09:47
EM 2020
Landsliðshópurinn sem fer á EM kynntur
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta tilkynnti leikmannahóp Íslands sem heldur utan til Svíþjóðar á fimmtudag til keppni á Evrópumóti karlalandsliða í handbolta á blaðamannafundi kl. 16 í dag.
07.01.2020 - 15:45
EM 2020
Guðjón Valur: Þakklátur og fullur tilhlökkunar
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir það ekki sjálfgefið að vera enn að spila. Hann varð fertugur á síðasta ári og er á leið á sitt tuttugasta og annað stórmót á fimmtudag, þegar íslenska liðið heldur til Malmö á Evrópumótið í handbolta.
07.01.2020 - 10:37
Selfoss vann í spennuleik
Selfoss komst í 1-0 forystu í einvígi sínu gegn ÍR í átta liða úrslitum úrvaldsdeildar karla í handbolta eftir sigur í spennuleik liðanna fyrir austan fjall í kvöld.
20.04.2019 - 19:25
Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta
Valur varð nú rétt í þessu Íslandsmeistari karla í handbolta þegar þeir sigruðu FH í Kaplakrika. Var þetta hreinn og beinn úrslitaleikur um titilinn en fyrir leikinn í dag höfðu liðin unnið tvo leiki hvort. Eftir að hafa verið undir í næstum 40 mínútur þá tóku Valsmenn öll völd um miðbik síðari hálfleiksins og unnu á endanum öruggan sigur. Lokatölur 27-20 fyrir Val og Valsmenn því orðnir Íslandsmeistarar í fyrsta skipti í 10 ár!
21.05.2017 - 17:39
„Þetta er ólýsanleg tilfinning“
Fyrirliði Fram, Steinunn Björnsdóttir, var vægast sagt ánægð í leikslok þegar Einar Örn íþróttafréttamaður RÚV náði tali af henni.
17.05.2017 - 22:19
„Var alveg fram á nótt að kíkja á þetta“
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari meistaraflokks karla hjá FH í handbolta, viðurkennir að tapið gegn Val á heimavelli hafi verið mikill skellur. FH liðið var á góðu róli fyrir leikinn og ekki tapað í þó nokkurn tíma.
12.05.2017 - 16:57