Færslur: Hamfarir

Enn er líklegast að skjálftavirkni ljúki án eldgoss
Sérfræðingar Veðurstofunnar í jarðvísindum telja enn líklegast að jarðskjálftavirkni við Grindavík ljúki án eldsumbrota. Þetta kemur fram i athugasemdum sem jarðskjálftafræðingur birti rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Síðasta sólarhringinn hafa um 700 skjálftar mælst á svæðinu. Jarðskjálftavirknin jókst verulega í gærkvöldi.
Barnshafandi konu bjargað eftir tólf tíma undir rústum
Tekist hefur að bjarga rúmlega fjörutíu manns úr rústum eftir jarðskjálfta í austurhluta Tyrklands; en tugir manna eru enn fastir í rústunum. Minnst tuttugu og tveir eru látnir af völdum skjálftans sem var 6,8 að stærð.
25.01.2020 - 17:03
Myndband
Skógareldar í útjaðri Sydney
Neyðarástand er enn í Ástralíu vegna mikilla gróðurelda sem hafa geisað síðan í september. Yfirvöld óttast að eldarnir eflist næstu daga og að margar vikur geti tekið að ráða niðurlögum þeirra að fullu.
12.11.2019 - 20:51
Mikil flóð á Englandi
Mikil flóð hafa verið síðasta sólarhringinn á mið-Englandi. Úrkoman var meiri en meðal úrkoma á einum mánuði. Kona fannst látin í morgun í ánni Derwent í Derbyshire, sem hafði flætt yfir bakka sína.
08.11.2019 - 15:14
Viðtal
Smáralind í stóru hlutverki komi til hamfara
Sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu fara nú yfir nýja rýmingaráætlun. Hún verður nýtt ef hamfarir dynja yfir, eins og eldgos, stórbrunar eða mengunarslys. Samkvæmt áætluninni verða fjöldahjálparstöðvar í Smáralind, Laugardalshöll, Smáranum, Kórnum, Hörpu og Kaplakrika. Á árum áður voru rýmingarstöðvar í skólum enda voru þessi stóru hús ekki risin þá.
21.05.2019 - 17:06
Myndskeið
Fátækasta fólkið varð verst úti
Mjög fátækt fólk á afskekktum svæðum varð verst úti þegar fellibylurinn Kenneth reið yfir Mósambík á fimmtudag, að sögn Ínu Steinke, Íslendings sem býr í borginni Pamba í norðurhluta landins. Fellibylurinn reið þar yfir og ollu töluverðu tjóni, þó minna tjóni en fólk átti von á. Áfram hefur rignt og því eru þúsundir enn innlyksa.
27.04.2019 - 20:05
Myndband
Frysta eignir námufyrirtækis
Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir námufyrirtækisins Vale sem á stífluna sem brast í suðausturhluta landsins á föstudag. Fyrirtækinu hefur einnig verið gert að greiða sekt, sem samsvarar 92,5 milljónum Bandaríkjadala, að jafnvirði um 11 milljarða íslenskra króna, vegna hamfaranna.
27.01.2019 - 16:45
15 fórust í aurskriðu í Perú
15 fórust og 34 slösuðust þegar aurskriða féll á hótel í borginni Abancay, í suðausturhluta Perú, í dag. Þar stóð brúðkaup yfir og voru um 100 gestir í veislunni.
27.01.2019 - 15:15
Brasilía
34 látin og tæplega 300 saknað
Óttast er að næstum þrjú hundruð manns hafi farist í aurflóðinu sem féll í suðaustur Brasilíu í gær, eftir að stífla við námuvinnslu brast og gríðarlegt magn af leðju ruddist fram.
26.01.2019 - 20:20
200 saknað eftir að stífla brast
Um tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla brast í suðausturhluta Brasilíu í dag. Aur flæddi yfir byggð og landbúnaðarsvæði og hefur AFP fréttastofan eftir slökkviliðsstjóra á svæðinu að nokkrir hafi farist. Ekki hefur verið staðfest hve margir.
25.01.2019 - 20:55
15 fórust og 25 saknað eftir aurskriðu
Fimmtán fórust í aurskriðu á vesturhluta eyjunnar Jövu í Indónesíu í nótt, eftir úrhellisrigningu undanfarna daga. Tuttugu og fimm er enn saknað. Aurskriðan féll síðdegis í gær, á gamlársdag. Nokkur tonn af aur féllu úr fjalllendi og grófust þrjátíu hús undir skriðunni. Sextíu manns leituðu skjóls í hjálparskýlum.
01.01.2019 - 11:43
Þak fauk af íþróttahúsi í fellibyl í Portúgal
Yfir 300.000 manns hafa verið án rafmagns í Portúgal eftir að fellibylurinn Leslie fór þar yfir í nótt. 28 manns hlutu minni háttar áverka í fellibylnum, að því er AFP fréttastofan greinir frá.
14.10.2018 - 17:10
Þúsundir án rafmagns eftir fellibyl í Portúgal
Leifar fellibylsins Leslie skullu á Portúgal í nótt. Hundruð trjáa rifnuðu upp í rokinu og yfir 15 þúsund heimili eru án rafmagns að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Engar fregnir hafa borist af manntjóni. Vindstyrkur hefur náð nærri fimmtíu metrum á sekúndu síðan hann náði landi.
14.10.2018 - 09:29
Mikill viðbúnaður vegna Flórens
Mikill viðbúnaður er víða á austurströnd Bandaríkjanna þar sem búist er við að fellibylurinn Flórens skelli á landi á morgun. Flórens mældist um tíma 4 að styrk, en talið er að styrkur fellibylsins sé nú kominn niður í tvo.
13.09.2018 - 23:45
445 hafa farist í flóðunum á Indlandi
Staðfest er að 445 hafa farist í miklum flóðum í Kerala-fylki á Indlandi. Í dag fundust 28 lík, að því er AFP fréttastofan hefur eftir indverskum yfirvöldum. 15 er enn saknað.
26.08.2018 - 14:36
324 hafa farist í flóðum á Indlandi
Staðfest er að minnst 324 eru látnir í flóðum í Kerala-ríki á Indlandi. Fyrr í dag greindu yfirvöld á Indlandi frá því að 164 hefðu farist í hamförunum. Ríkisstjóri Kerala segir að flóðin séu þau verstu á svæðinu í heila öld. Þar hefur flætt í tíu daga vegna ausandi monsún-rigningar.
17.08.2018 - 16:06
Bíða björgunar á umflotnum heimilum
Hundrað sextíu og fjórir hafa farist í flóðum í Kerala-ríki á Indlandi undanfarna viku og yfir hundrað og fimmtíu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Flóðin eru þau mestu í ríkinu í heila öld.
17.08.2018 - 12:01
Sextíu og sjö hafa farist í flóðum á Indlandi
Sextíu og sjö hafa farist í miklum flóðum í Kerala-ríki á Suður-Indlandi undanfarna viku, að því er AFP fréttastofan greinir frá. Flóðin eru þau mestu sem orðið hafa í ríkinu í eina öld.
15.08.2018 - 17:02
Erlent · Indland · Hamfarir · Asía · veður
Engin von til að slökkva skógarelda
Almannavarnir í Svíþjóð segja enga von til þess að ráða niðurlögum skógareldana sem geisa á meira en fjörutíu stöðum í landinu, fyrr en breyting verði á veðurfari. Einungis sé unnið að því að reyna að hefta frekari útbreiðslu eldanna.
22.07.2018 - 13:41
Nokkra daga tekur að slökkva elda í Svíþjóð
Skógareldar geisa nú á 80 stöðum víða um Svíþjóð. Þar hefur verið óvenju heitt í sumar, um 30 gráður að undanförnu, og gras og skóglendi því þurrt og viðkvæmt. Nokkra daga getur tekið að slökkva eldana, að því er fram kemur í frétt sænska ríkisútvarpsins.
17.07.2018 - 11:30
Viðtal
Skógareldar á yfir 60 stöðum í Svíþjóð
Skógareldar geisa nú á 60 til 70 stöðum í Svíþjóð og erfitt hefur reynst að ná stjórn á eldunum. Óvenju heitt hefur verið í landinu í sumar og þessa dagana er hitinn um þrjátíu gráður.
17.07.2018 - 09:56
Tólf unglingar fastir í helli í Taílandi
Úrhellisrigning í Taílandi torveldar björgunaraðgerðir þar sem tólf unglingar og fótboltaþjálfari þeirra sitja fastir í helli í norðurhluta landsins. Unglingarnir hafa verið fastir í hellinum í fjóra daga. Ekki er hægt að komast inn um helsta munna hellisins vegna flóðs þar sem vatnsyfirborðið hækkar hraðar en hægt er að dæla vatninu burt. Ekki hefur náðst samband við fólkið síðan á laugardag.
28.06.2018 - 02:56
Myndskeið
Eldgosið á Havaí færist í aukana
Hraun rennur áfram í stríðum straumum frá Kilauea-eldfjallinu á Havaí-eyju, þar sem eldgos færðist í aukana fyrir þremur vikum. Íbúi á eyjunni slasaðist alvarlega í gær þegar glóandi hraunmoli skall á fótlegg hans.
20.05.2018 - 20:33
Myndskeið
Barbúda „varla byggileg“ eftir Irmu
Barbúda er vart byggileg eftir að fellibylurinn Irma eyðilagði um 95% allra bygginga á Karíbahafseyjunni. Þetta segir Gaston Browne, forsætisráðherra Barbúda og Antigua – um 90.000 manna ríkis á eyjunum tveimur.
09.09.2017 - 14:16
„Við erum ekki að passa jörðina nógu vel“
„Við erum búin að hafa svo miklar áhyggjur af fólkinu okkar, búin að vera að hringja síðan í gærkvöldi og snemma í morgun. Það er búið að rigna svo mikið frá í gærkvöldi.“ Þetta segir Evelyn Rodriguez frá Santo Domingo, höfuðborg Dóminíska lýðveldisins. Margir hafa yfirgefið heimili sín en fólkið hennar Evelyn er ekki þar á meðal. „Við erum bara að fylgjast með og sjá hvað gerist.“
07.09.2017 - 17:00