Færslur: Hamfarir

Búa sig undir að tala látinna eigi eftir að hækka mikið
Ekkert lát er á gróðureldunum sem logað hafa á vesturströnd Bandaríkjanna. Tala látinna er komin yfir 30, auk þess sem tuga er saknað í Oregon-ríki. Yfirvöld segja að nauðsynlegt sé að búa sig undir mikinn fjölda dauðsfalla í viðbót.
13.09.2020 - 08:19
Hundrað manns fórust í flóðum í Afganistan
Hundrað manns, hið minnsta, létust í flóðum í norðurhluta Afganistans í nótt. Fjölda er enn saknað. Mikið úrhelli hefur verið síðustu daga. Flóðin riðu yfir snemma í morgun þegar flestir voru enn í fastasvefni.
26.08.2020 - 18:05
Leit heldur áfram í húsarústum á Indlandi
Leit heldur áfram að fólki sem gæti legið undir rústum fimm hæða íbúðablokkar sem hrundi í borginni Mahad suður af Mumbai á Indlandi síðdegis í gær.
25.08.2020 - 06:14
Mínútuþögn í Beirút til að minnast fórnarlamba
Þögn sló á Beirút kl. 15:09 í dag að íslenskum tíma, til að minnast þeirra tæplega tvö hundruð sem talið er að hafi látist í sprengingunni miklu í síðustu viku.
11.08.2020 - 17:10
„Of snemmt að segja hvort hrinunni sé lokið“
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu á Norðurlandi heldur áfram, þó heldur hafi krafturinn minnkað í skjálftunum síðustu klukkustundir. „Heldur hefur dregið úr virkninni í nótt. Frá miðnætti hafa fjögur hundruð skjálftar mælst, allir undir þrír að stærð,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur.
23.06.2020 - 07:59
Feikilegt vatnsveður og flóð í suður Kína
Flóð og aurskriður í suðurhluta Kína hafa orðið til þess að hundruð þúsunda hafa þurft að að yfirgefa heimili sín. Á annað þúsund húsa hafa eyðilagst og margir tugir fólks eru týndir eða látnir.
11.06.2020 - 02:58
Erlent · Kína · Óveður · Hamfarir
Mikið tjón í óveðrinu: „Það er allt á kafi í snjó inni“
„Þegar ég kem og sé inn um dyrnar sé ég að það er allt á kafi í snjó inni. Og þegar ég fer inn um dyrnar sé ég að það skefur bara langt inn í hús.“ Þannig lýsir Már Guðmundsson, garðyrkjumaður í starfsstöð Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi, aðkomunni að gróðurhúsum og garðskála skólans rétt fyrir ofan Hveragerði í morgun. Þar varð mikið tjón í aftakaveðri í morgun. Þak fauk af rúmlega 1.000 fermetra garðskála skólans og rúður brotnuðu í honum og öllum gróðurhúsum á svæðinu.
05.04.2020 - 16:51
Innlent · Veður · Óveður · Hamfarir · Ölfus · Suðurland
Appelsínugul viðvörun: Aftakaveður um allt land
Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir allt landið vegna aftakaveðurs á morgun, að höfuðborgarsvæðinu undanskildu, en þar er gul viðvörun í gildi. Spáð er stormi, roki og stórhríð á öllu landinu. Meðalvindhraði verður á bilinu 20 til 28 metrar á sekúndu en mun hvassara verður í vindhviðum. Veðrið skellur á í kvöld og í nótt.
04.04.2020 - 11:48
Enn er líklegast að skjálftavirkni ljúki án eldgoss
Sérfræðingar Veðurstofunnar í jarðvísindum telja enn líklegast að jarðskjálftavirkni við Grindavík ljúki án eldsumbrota. Þetta kemur fram i athugasemdum sem jarðskjálftafræðingur birti rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Síðasta sólarhringinn hafa um 700 skjálftar mælst á svæðinu. Jarðskjálftavirknin jókst verulega í gærkvöldi.
Barnshafandi konu bjargað eftir tólf tíma undir rústum
Tekist hefur að bjarga rúmlega fjörutíu manns úr rústum eftir jarðskjálfta í austurhluta Tyrklands; en tugir manna eru enn fastir í rústunum. Minnst tuttugu og tveir eru látnir af völdum skjálftans sem var 6,8 að stærð.
25.01.2020 - 17:03
Myndband
Skógareldar í útjaðri Sydney
Neyðarástand er enn í Ástralíu vegna mikilla gróðurelda sem hafa geisað síðan í september. Yfirvöld óttast að eldarnir eflist næstu daga og að margar vikur geti tekið að ráða niðurlögum þeirra að fullu.
12.11.2019 - 20:51
Mikil flóð á Englandi
Mikil flóð hafa verið síðasta sólarhringinn á mið-Englandi. Úrkoman var meiri en meðal úrkoma á einum mánuði. Kona fannst látin í morgun í ánni Derwent í Derbyshire, sem hafði flætt yfir bakka sína.
08.11.2019 - 15:14
Viðtal
Smáralind í stóru hlutverki komi til hamfara
Sveitarstjórnir á höfuðborgarsvæðinu fara nú yfir nýja rýmingaráætlun. Hún verður nýtt ef hamfarir dynja yfir, eins og eldgos, stórbrunar eða mengunarslys. Samkvæmt áætluninni verða fjöldahjálparstöðvar í Smáralind, Laugardalshöll, Smáranum, Kórnum, Hörpu og Kaplakrika. Á árum áður voru rýmingarstöðvar í skólum enda voru þessi stóru hús ekki risin þá.
21.05.2019 - 17:06
Myndskeið
Fátækasta fólkið varð verst úti
Mjög fátækt fólk á afskekktum svæðum varð verst úti þegar fellibylurinn Kenneth reið yfir Mósambík á fimmtudag, að sögn Ínu Steinke, Íslendings sem býr í borginni Pamba í norðurhluta landins. Fellibylurinn reið þar yfir og ollu töluverðu tjóni, þó minna tjóni en fólk átti von á. Áfram hefur rignt og því eru þúsundir enn innlyksa.
27.04.2019 - 20:05
Myndband
Frysta eignir námufyrirtækis
Brasilísk yfirvöld hafa fryst eignir námufyrirtækisins Vale sem á stífluna sem brast í suðausturhluta landsins á föstudag. Fyrirtækinu hefur einnig verið gert að greiða sekt, sem samsvarar 92,5 milljónum Bandaríkjadala, að jafnvirði um 11 milljarða íslenskra króna, vegna hamfaranna.
27.01.2019 - 16:45
15 fórust í aurskriðu í Perú
15 fórust og 34 slösuðust þegar aurskriða féll á hótel í borginni Abancay, í suðausturhluta Perú, í dag. Þar stóð brúðkaup yfir og voru um 100 gestir í veislunni.
27.01.2019 - 15:15
Brasilía
34 látin og tæplega 300 saknað
Óttast er að næstum þrjú hundruð manns hafi farist í aurflóðinu sem féll í suðaustur Brasilíu í gær, eftir að stífla við námuvinnslu brast og gríðarlegt magn af leðju ruddist fram.
26.01.2019 - 20:20
200 saknað eftir að stífla brast
Um tvö hundruð manns er saknað eftir að stífla brast í suðausturhluta Brasilíu í dag. Aur flæddi yfir byggð og landbúnaðarsvæði og hefur AFP fréttastofan eftir slökkviliðsstjóra á svæðinu að nokkrir hafi farist. Ekki hefur verið staðfest hve margir.
25.01.2019 - 20:55
15 fórust og 25 saknað eftir aurskriðu
Fimmtán fórust í aurskriðu á vesturhluta eyjunnar Jövu í Indónesíu í nótt, eftir úrhellisrigningu undanfarna daga. Tuttugu og fimm er enn saknað. Aurskriðan féll síðdegis í gær, á gamlársdag. Nokkur tonn af aur féllu úr fjalllendi og grófust þrjátíu hús undir skriðunni. Sextíu manns leituðu skjóls í hjálparskýlum.
01.01.2019 - 11:43
Þak fauk af íþróttahúsi í fellibyl í Portúgal
Yfir 300.000 manns hafa verið án rafmagns í Portúgal eftir að fellibylurinn Leslie fór þar yfir í nótt. 28 manns hlutu minni háttar áverka í fellibylnum, að því er AFP fréttastofan greinir frá.
14.10.2018 - 17:10
Þúsundir án rafmagns eftir fellibyl í Portúgal
Leifar fellibylsins Leslie skullu á Portúgal í nótt. Hundruð trjáa rifnuðu upp í rokinu og yfir 15 þúsund heimili eru án rafmagns að sögn breska ríkisútvarpsins, BBC. Engar fregnir hafa borist af manntjóni. Vindstyrkur hefur náð nærri fimmtíu metrum á sekúndu síðan hann náði landi.
14.10.2018 - 09:29
Mikill viðbúnaður vegna Flórens
Mikill viðbúnaður er víða á austurströnd Bandaríkjanna þar sem búist er við að fellibylurinn Flórens skelli á landi á morgun. Flórens mældist um tíma 4 að styrk, en talið er að styrkur fellibylsins sé nú kominn niður í tvo.
13.09.2018 - 23:45
445 hafa farist í flóðunum á Indlandi
Staðfest er að 445 hafa farist í miklum flóðum í Kerala-fylki á Indlandi. Í dag fundust 28 lík, að því er AFP fréttastofan hefur eftir indverskum yfirvöldum. 15 er enn saknað.
26.08.2018 - 14:36
324 hafa farist í flóðum á Indlandi
Staðfest er að minnst 324 eru látnir í flóðum í Kerala-ríki á Indlandi. Fyrr í dag greindu yfirvöld á Indlandi frá því að 164 hefðu farist í hamförunum. Ríkisstjóri Kerala segir að flóðin séu þau verstu á svæðinu í heila öld. Þar hefur flætt í tíu daga vegna ausandi monsún-rigningar.
17.08.2018 - 16:06
Bíða björgunar á umflotnum heimilum
Hundrað sextíu og fjórir hafa farist í flóðum í Kerala-ríki á Indlandi undanfarna viku og yfir hundrað og fimmtíu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Flóðin eru þau mestu í ríkinu í heila öld.
17.08.2018 - 12:01