Færslur: Hamfarir

Nauðsynjar að klárast í neyðarskýlum á Filippseyjum
Matur, drykkur og aðrar nauðsynjar eru af skornum skammti í neyðarskýlum á þeim svæðum á Filippseyjum sem urðu verst úti í fellibylnum Rai í síðustu viku. Stjórnendur segja að birgðirnar muni sennilega klárast innan fáeinna daga.
21.12.2021 - 07:40
Biden heitir fullum stuðningi við uppbyggingu
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, heimsótti í dag þá staði í Kentucky-ríki sem fóru  verst út úr ofsaveðrinu um síðustu helgi þegar þrjátíu skýstrókar fóru yfir nokkur ríki. 
15.12.2021 - 22:07
Sjónvarpsfrétt
Skýstrókar á nýjum slóðum mögulega vegna veðurbreytinga
Öflugir skýstrókar eru sjaldgæfir á þeim slóðum í Bandaríkjunum þar sem þeir gengu yfir um helgina, að sögn Elínar Bjarkar Jónasdóttur, veðurfræðings, og því hafi fólk ekki verið viðbúið. Kenningar eru uppi um að breytingar á veðurfari valdi þessum öfgum. Tuga er leitað í rústum í kappi við tímann. 
12.12.2021 - 19:40
45 látin í flóðum og óveðri í Bandaríkjunum
Staðfest hefur verið að 45 manns hafa farist í flóðum og hvassviðri sem hafa fylgt fellibylnum Ídu sem kom fyrst á land í Louisiana á sunnudag. Hún hefur síðar fært sig inn með landinu í austurátt.
03.09.2021 - 09:30
Margir látnir eftir stóran skjálfta á Haítí
Jarðskjálfti af stærðinni 7,2 reið yfir vesturhluta Haíti um klukkan hálf eitt á íslenskum tíma í dag. Skjálftinn varð um átta kílómetra frá bænum Petit Trou de Nippes. Talið er að þúsundir manna gætu hafa látist í skjálftanum.
14.08.2021 - 14:14
Gróðureldar á Grikklandi „virðast á undanhaldi“
Skæðir gróðureldar sem hafa geisað á Grikklandi í tæpa viku virðast vera á undanhaldi. Þetta sagði Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sem staddur er í Aþenu í viðtali við fréttastofu. Yfir 2000 íbúar á Evia-eyju austan við Aþenu hafa þurft að flýja heimili sín og yfir 56 þúsund hektarar lands hafa brunnið. Minnst átta manns hafa látið lífið í eldunum.
09.08.2021 - 12:25
Yfir 300 látnir í flóðum í Kína
Yfirvöld í kínverska héraðinu Henan hafa tilkynnt að alls hafi nú 302 hið minnsta látist í mannskæðum flóðum í héraðinu í síðasta mánuði.
02.08.2021 - 12:03
Erlent · Asía · Kína · Hamfarir · Flóð
Látnum fjölgar á flóðasvæðunum
165 hafa fundist látnir eftir flóðin í vesturhluta Þýskalands í síðustu viku. Margra er saknað. Fjögur hundruð milljónum evra verður varið úr ríkissjóði til uppbyggingar á flóðasvæðunum. Breskur vísindamaður segir að varað hafi verið við flóðunum, en yfirvöld trassað að láta íbúana vita.
19.07.2021 - 14:03
Myndskeið
Yfir áttatíu látnir í Þýskalandi og tuga enn saknað
Yfir áttatíu hafa nú fundist látnir í Þýskalandi í kjölfar mikilla flóða og rigninga þar frá því í fyrrinótt. Tuga er enn saknað. Eyðileggingin er gríðarleg á flóðasvæðunum á vestanverðu meginlandinu. 
16.07.2021 - 07:43
Erlent · Evrópa · Veður · Þýskaland · Belgía · Holland · Lúxemborg · Hamfarir
Sjónvarpsfrétt
Yfir fimmtíu látin í hamfaraflóðum - mikil eyðilegging
Yfir fimmtíu hafa farist í Þýskalandi og átta í Belgíu í miklum flóðum frá því í gær. Tuga er saknað og fjöldi fólks í þessum tveimur löndum, ásamt Luxemborg og Hollandi, hefur þurft að yfirgefa heimili sín.
15.07.2021 - 20:10
Myndskeið
Yfir 20 látnir vegna hamfaraflóða á meginlandi Evrópu
Að minnsta kosti nítján eru látnir og tuga er saknað í miklum flóðum í Þýskalandi vestanverðu, þá eru að minnsta kosti tveir látnir vegna flóðanna í Belgíu. Miklar rigningar hafa haft það í för með sér að ár hafa flætt yfir bakka sína og hrifsað með sér bifreiðar, hús og fólk.
15.07.2021 - 08:15
Mannskæður jarðskjálfti í Tadjsíkistan
Jarðskjálfti reið yfir Austur-Tadsjíkistan á laugardagsmorgun og kostaði að minnsta kosti fimm manns lífið, að sögn yfirvalda.
10.07.2021 - 09:04
Fjögur látin í skógareldum á Kýpur
Fjórir hafa farist í miklum skógareldum sem hafa geisað á Kýpur síðan í gær. Síðustu daga hefur verið um fjörutíu stiga hiti.
04.07.2021 - 12:27
99 saknað eftir að bygging hrundi í Flórída
Viðamiklar björgunaraðgerðir hafa staðið yfir skammt norðan Miami í Flórída í Bandaríkjunum frá í nótt eftir að efri helmingur tólf hæða blokkar hrundi um klukkan tvö um nótt að staðartíma.
24.06.2021 - 20:44
Myndskeið
Mjög ósennilegt að allt höfuðborgarsvæðið verði rýmt
Almannavarnir hafa farið yfir rýmingaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið, vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Borgarstjórinn í Reykjavík segir áætlunina fyrst og fremst ganga út á að rýma ákveðna hluta höfuðborgarsvæðisins, en ekki svæðið í heild.
Myndskeið
Tvö hundruð saknað eftir flóð á Indlandi
Tvö hundruð manns, hið minnsta, er saknað eftir flóð í Himalaya-fjöllum á Indlandi í morgun. Flóðið sópaði burt tveimur virkjunum, vegum og brúm.
07.02.2021 - 15:58
Myndskeið
„Guðsmildi að enginn skyldi láta lífið“
Forsetahjónin kynntu sér í dag hamfarirnar á Seyðisfirði og það hreinsunar- og endurreisnarstarf sem þar fer fram. Forsetinn segir að sér þyki afar vænt um gestrisni og góðvild Seyðfirðinga og það mikla æðruleysi sem ríki þar í samfélaginu.
Segir mikilvægt að læra af hamförunum á Seyðisfirði
Umhverfisráðherra segir að nýta verði reynslu og þekkingu af hamförunum á Seyðisfirði til að koma koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Í dag hófst vinna við gerð varnarmannvirkja ofan byggðarinnar á Seyðisfirði.
Aukið fé til geðheilbrigðisþjónustu á Seyðisfirði
Heilbrigðisstofnun Austurlands fær sautján milljóna króna viðbótarfjárframlag til að efla geðheilbrigðisþjónustu fyrir íbúa Seyðisfjarðar.
Minningarathöfn um þau sem létust í Gjerdrum
Minningarathöfn var haldin í Gjerdrum-kirkju á sunnudagsmorguninn til að minnast þeirra sem létust í náttúruhamförunum í Ask 30. desember síðastliðinn. Jafnframt var tilgangurinn að hugga hvert og eitt þeirra sem á um sárt að binda eftir atburðina.
11.01.2021 - 05:01
Smit á hóteli sem hýsir fólk af rýmingarsvæðinu í Ask
Fjöldi fólks sem þurfti að yfirgefa heimili sín eftir jarðfallið mikla í Ask í Gjerdrum þurfti að undirgangast kórónuveirupróf í dag eftir að smit kom upp á Olavsgaard-hótelinu sem hýsir það.
06.01.2021 - 00:21
Erlent · Noregur · Gjerdrum · Ask · COVID-19 · Skimun · Hamfarir · Náttúruhamfarir
Hafa gefið upp von um að finna fólk á lífi
Yfirvöld í Noregi hafa gefið upp alla von um að finna fólk á lífi eftir jarðfallið í bænum Ask í Gjerdrum 30. desember, sagði Ida Melbo Øystese lögreglustjóri á blaðamannafundi í dag. Tíu manns var saknað eftir hamfararnir. Sjö hafa fundist látin. Leitað hefur verið, í kappi við tímann, að þeim þremur sem saknað var. Síðast í gær lýstu yfirvöld því yfir að enn væri von um að fólk gæti fundist á lífi.
05.01.2021 - 15:17
Kennsl borin á konu sem fannst látin eftir jarðskriðið
Kennsl voru í dag borin á konu sem fannst látin í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi. Sjö hafa fundist látin eftir jarðskriðið 30. desember. Þriggja er enn saknað og hefur viðamikil leit staðið yfir. Í morgun lýstu skipuleggjendur leitarinnar því yfir að enn væri von um að finna fólk á lífi.
04.01.2021 - 16:32
Telja enn mögulegt að fólk finnist á lífi í Ask
Yfirvöld í Noregi telja að enn sé von um að fólk finnist á lífi eftir jarðfall í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi. Sjö hafa fundist látin og þriggja er saknað. Norska ríkisútvarpið, NRK, greinir frá því að björgunarsveitir vinni hörðum höndum í kapp við tímann að því að finna fólkið. Leitað var til klukkan fimm í morgun að staðartíma. Ákveðið var að gera hlé á leitinni til að hreinsa jarðveginn og andrúmsloftið svo að leitarhundar ættu auðveldara með að greina lykt. Leit var að hefjast á ný.
04.01.2021 - 09:08
Myndskeið
Sjö látin í ASK – „Hryllilegt að sitja og bíða“
Aðstandendur þrettán ára stúlku og móður hennar sem er saknað í Ask í Noregi segja biðina skelfilega, en halda enn í vonina um að þær finnist á lífi. Sjö af þeim tíu sem urðu undir leirskriðunum hafa fundist látin.
03.01.2021 - 20:12