Færslur: Hálslón

Ótrúlegt hvað hægt er að breyta landi mikið
Í vídeóverkinu Land undir fót horfa áhorfendur nánast út úr hjarta myndlistarkonunnar Óskar Vilhjálmsdóttur. Verkið, sem er hluti sýningarinnar Einskismannsland – ríkir þar fegurðin ein? í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur, gefur innsýn í göngu listamannsins í kringum Hálslón. Fáir aðrir hafa farið alla þá leið eftir að lónið kom til sögunnar fyrir rúmum tíu árum.