Færslur: Hallgrímur Helgason

Kiljan
„Ég held ég hafi gengið fram af sjálfum mér“
„Það var umdeilt á sínum tíma hvort Siglufjörður væri lastabæli og bara Sódóma Íslands eða hvort það væri þannig að hér fæddist aldrei óskilgetið barn eins og þeir sögðu Siglfirðingar sjálfir,“ segir Hallgrímur Helgason um skrautlegar lýsingar á lostafullu lífi Gests í Sextíu kílóum af kjaftshöggum.
Víðsjá
Ég var heilt ár að mála mig út úr sorgarferlinu
Hallgrímur Helgason myndlistarmaður og rithöfundur sýnir ný verk í safnaðarheimili Neskirkju. Sýningin heitir Það þarf að kenna fólki að deyja og er unnin í minningu um föður Hallgríms.
18.10.2021 - 15:18
Viðtal
Hallgrímur veltir fyrir sér að kæra eftirlit
Hallgrími Helgasyni rithöfundi var brugðið við fréttir Kjarnans og Stundarinnar síðustu daga sem leiddu í ljós að svonefnd skæruliðadeild Samherja hafði hann í sigtinu og fletti honum meðal annars upp í opinberum skrám. Hallgrímur er harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og ekki síst sjávarútvegsráðherra.
Sjón og Hallgrímur sæmdir heiðursorðu Frakka
Rithöfundarnir Sjón og Hallgrímur Helgason hafa verið sæmdir franskri heiðursorðu lista og bókmennta.
11.03.2021 - 10:38
Viðtal
Sárt að kveðja föður sinn á líknardeild
Faðir Hallgríms Helgasonar rithöfundar lést fyrr á þessu ári eftir skjót veikindi. Fjölskyldan fékk dýrmætt tækifæri til að vera hjá honum undir það síðasta en það tók verulega á að kveðja. Hallgrímur hefur verið umdeildur og segir að stundum þurfi að velja á milli þess að vera miðlungs höfundur eða skrifa góða bók og stuða aðeins.
„Við erum smágóða fólkið“
Í kvöld verður á dagskrá RÚV ljóðlistaverk þar sem Hallgrímur Helgason les ljóð úr bókinni Við skjótum títuprjónum við trommuleik Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar. Hér má sjá brot úr því verki þar sem Hallgrímur flytur þriðja ljóð bókarinnar.
Hallgrímur undir vökulu auga borgara í upplestrarferð
Hallgrímur Helgason rithöfundur er í upplestrarferð um Þýskaland. Hann segir að vegna heimsfaraldursins minni ástandið um margt á liðna tíma. „Þetta er stundum eins og maður sé að ferðast um Austur-Þýskaland, eins og það var í gamla daga þar sem allt var svo strangt að þú þurftir að velja hvaða leið þú ætlaðir niður stigann.“
Víðsjá
Listheimur logar yfir slaufaðri sýningu á verkum Guston
Stórsýningu á verkum bandaríska listmálarans Philips Guston hefur verið slegið á frest vegna málverka sem sýna liðsmenn KKK. Ákvörðunin hefur valdið miklum titringi en fresta á sýningunni þar til söfnin „álita að kraftmikil pólitísk skilaboð listamannsins um félagslegt réttlæti ólíkra kynþátta geti verið metin og túlkuð á skýrari hátt.“
04.10.2020 - 17:58
Jólabókagjöf Rásar 1
Rás 1 og menningarvefur RÚV færa landsmönnum þrjú íslensk skáldverk í hljóðbókarútgáfu að gjöf á aðfangadag jóla.
Segir Jókerinn minna óþyrmilega á eigin bók
Hallgrímur Helgason rithöfundur segir að söguþráður kvikmyndarinnar Joker minni meira en lítið á bókina Rokland, sem hann gaf út árið 2005. „Kannski að ég taki Jóa Helga á þetta?“
31.10.2019 - 15:57
Viðtal
Grét yfir lagi og byrjaði með textahöfundinum
Þorgerður Agla útgefandi er annar stofnandi útgáfunnar Angústúru sem hefur vakið athygli fyrir smekklega bókahönnun og eftirtektarverðar þýðingar á heimsbókmenntum. Hún lenti í ástarsorg fyrir rúmum áratug en fann ástina á ný með textahöfundi lagsins sem kom henni í gegnum bömmerinn.
22.08.2019 - 10:01
Viðtal
Lætur loksins allt að stjórn
„Ég held að í sumum verkunum hérna sé ég að mála eigin reynslu. Þetta er fögnuður, léttir að hafa sagt frá því sem gerðist fyrir mig. Nú get ég bara málað frjáls maður, laus við þessa byrði,“ segir Hallgrímur Helgason listamaður. Sýning á verkum hans, Klof&prís stendur nú yfir í Tveimur hröfnum listhúsi.
24.05.2019 - 11:59
Viðtal
„Þetta eru bara aðeins of mörg orð“
Rithöfundurinn Hallgrímur Helgason tekur þátt í Bókmenntahátíð í Reykjavík sem nú stendur yfir og á laugardagskvöld er frumsýnd í Þjóðleikhúsinu þýðing hans á Loddaranum eftir Molière. Hallgrímur var föstudagsgestur Mannlega þáttarins og ræddi sköpunarferlið, orðmergðina og yfirlesturinn.
Í kapphlaupi við tímann
Hallgrímur Helgason tók í vikunni við Íslensku bókmenntaverðlaununum sem hann hlaut fyrir skáldsöguna Sextíu kíló af sólskini. Þetta er tíunda skáldsaga Hallgríms, hún gerist í Segulfirði um aldamótin 1900 og fjallar um mikla umbrotatíma í sögu íslensku þjóðarinnar, innreið nútímans í íslensku sjávarþorpi, og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.
Fjölskyldan verður líka að þakka mér
Hallgrímur Helgason hlaut í gær Íslensku bókmenntaverðlaunin og þakkaði mörgum fyrir í ræðu sinni, þar á meðal „litlum sætum íslenskum bókabransa“ og fjölskyldu sinni – en honum fannst hann þó sjálfur einnig eiga þakkir skildar.
Gagnrýni
Fjörugur stíll og kröftug nýsköpun
„Setningarnar sprikla af krafti og andríki. Má maður biðja um meira svona í íslenskum bókmenntum?“ spyr Steinunn Inga Óttarsdóttir, bókmenntarýnir Víðsjár, eftir lestur á nýjustu sögu Hallgríms Helgasonar, Sextíu kílóum af sólskini.
Gagnrýni
Hallgrímur hækkar upp í ellefu
Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Sextíu kíló af sólskini, greinir frá miklum umbrotatímum á Íslandi um aldamótin 1900, þar sem nútíminn brestur á með miklum látum í sjávarþorpi. Gagnrýnendur Kiljunnar eru hrifnir af bókinni og segja hana mögulega þá bestu sem Hallgrímur hefur sent frá sér.
Viðtal
Hvernig Ísland fór úr engu í eitthvað
Hallgrímur Helgason vildi rannsaka íslenskt þjóðareðli í skáldsögunni Sextíu kíló af sólskini, sögu sem gerist á miklum umbrota- og örlagatímum í sögu landsins, þegar Ísland fór „úr myrkrinu í ljósið“.
Myndskeið
Sungu sigurlag Portúgala með íslenskum texta
Á meðan áhorfendur gerðu upp hug sinn í símakosningu Söngvakeppninnar, stigu þau Sigríður Thorlacius og Valdimar Guðmundsson á svið og fluttu lagið Amar Pelos Dois sem skilaði hinum portúgalska Salvador Sobral sigri í Eurovision í Kænugarði á síðasta ári.
Hallgrímur með „heitustu bókina frá Íslandi“
Washington Post segir að bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, sé heitasta nýja bókin frá Íslandi.
11.01.2018 - 12:35
„Líður eins og sauðfjárbónda í blómarækt“
Hallgrímur Helgason hlaut viðurkenningu rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins í vikunni en hann vinnur nú að sögulegri skáldsögu um íslenska torfbæjarsamfélagið. Hann ræddi sköpunina, Shakespeare, tungusófann, skugga Laxness og hvernig hann „hnusar“ af bókum við Guðna Tómasson í Víðsjá.
06.01.2018 - 15:30
Helsta ógnin við íslenska tungu er tungusófinn
Hallgrímur Helgason hlaut í dag viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Hallgrímur velti fyrir sér stöðu bókmennta á Íslandi í dag í erindi sem hann flutti þegar hann veiti viðurkenningunni móttöku.
Hallgrímur fær viðurkenningu Rithöfundasjóðs
Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2017 voru veittar í dag við hátíðlega athöfn. Hallgrímur Helgason hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir ritstörf. Hljómsveitin Mammút hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi flutning og alls voru 92 styrkir veittir úr Tónskáldasjóði Ríkisútvarpsins og STEFs. Einnig var tilkynnt hvert orð ársins 2017 er.
Skáld eru skilyrt til að yrkja um áföll
Fiskur af himni nefnist ný ljóðabók Hallgríms Helgasonar sem greinir frá ári í lífi skáldsins, en í seinni hluta bókarinnar tekst Hallgrímur á við mikinn fjölskylduharmleik.
Gagnrýni
Hversdagsleg ljóðræna og erfitt uppgjör
Ný Ljóðabók Hallgríms Helgasonar, Fiskar af himni, segir frá ári í lífi skáldsins. Hún fjallar öðrum þræði um ljóðrænuna í hversdeginum en er líka uppgjör Hallgríms við erfiða atburði í eigin fjölskyldu.