Færslur: Halldóra Geirharðsdóttir

Viðtal
„Elskan í Gísla Rúnari var rosalega stór“
Það kastaðist stundum í kekki á milli Halldóru Geirharðsdóttur leikkonu og Gísla Rúnars Jónssonar þegar hann leikstýrði eða lék með henni, þá nýútskrifaðri leikkonu. Hún var stundum ósammála og lét hann heyra það á æfingum. „Ég var bara ung leiðinleg leikkona. Ég var óþolandi þegar ég hugsa til baka,“ segir hún. Síðar urðu þau perluvinir.
„Hann vissi ekki þá að lagið væri um þessa atburði“
„Ég hitti hann oft á þessum tíma og hann var út úr kókaður og ruglaður,“ segir Halldóra Geirharðs leikkona um Bubba Morthens á Egótímabilinu. Halldóru fannst hann hrokafullur svikari þá, en í dag, þegar hún leikur Bubba frá sama tímabili í leiksýningunni Níu líf, segist hún sjá gullhjartað sem töffarinn verndaði með stælunum.
Poppkorn
„Fjörgamalt fólk verður einn líkami aftur“
„Ég hef aldrei orðið fyrir eins göldrum. Um leið og maður heyrir kjuðaslögin gerð af sömu persónu og aldarfjórðungi fyrr, þá fer líkamsminnið í gang,“ segir Margrét Kristín Blöndal söngkona um þann sögulega viðburð þegar hljómsveitin Risaeðlan reis upp frá dauðum á Ísafirði 2016.
Næsta mynd verður útópía
„Ég lék mér að því að ég bjarga heiminum með þessari mynd,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri í samtali um nýjasta verk sitt, Kona fer í stríð, sem hefur hlotið tilnefningar og mikið lof á kvikmyndahátíðum víða um heim. Benedikt hefur nú hafist handa við rannsóknarvinnu fyrir næstu mynd.
Viðtal
„Benni! Ætlarðu að drepa mig?“
Halldóra Geirharðsdóttir leikur aðalhlutverkið í kvikmynd Benedikts Erlingssonar Kona fer í stríð, sem var frumsýnd í Cannes og er nú komin í sýningar á Íslandi. Í föstudagsviðtali í Mannlega þættinum segir Halldóra frá því hvernig handboltastelpa úr Fossvoginum endaði á frumsýningardregli á virtustu kvikmyndahátíð heims.
Kona fer í stríð hlýtur Gyllta lestarteininn
Kvikmynd Benedikts Erlingssonar Kona fer í stríð hlaut í gærkvöldi Gyllta lestarteininn eða Grand Rail d‘Or en verðlaunin eru veitt af kvikmyndaunnendum úr hópi lestarstarfsmanna sem sækja Critics Week, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.
Myndskeið
„Þetta var ekki góður tími tískulega séð“
„Maður fór ekki út úr herberginu á morgnana áður en maður var búinn að túpera toppinn,“ segir Ingunn Snædal, rithöfundur um upplifun sína af tísku níunda áratugarins, sem hún telur, eftir á að hyggja, hafi ekki verið sérstaklega góð.
Ódýrir brandarar og úrelt efni
Leikhúsrýnir Víðsjár telur sýninguna Úti að aka hafa verið setta upp af fagmennsku á stóra sviði Borgarleikhússins og leikurinn í henni sé afar góður. Hins vegar setur hún stórt spurningarmerki við verkið sjálft sem hún telur passa illa inn í samtímann og uppfullt af ódýrum bröndurum á kostnað kvenna og minnihlutahópa. Það sé nauðsynlegt „að gera greinarmun á því sem er fyndið og síðan því sem einfaldlega má henda í ruslið með stimplinum úrelt efni.“
Vel útfærður farsi byggður á gamaldags efnivið
Það er ekki hægt að kvarta yfir hægri framvindu í farsanum Úti að aka, sem sýndur er á fjölum Borgarleikhússins í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, segja gagnrýnendurnir Hlín Agnarsdóttir og Snæbjörn Brynjarsson.