Færslur: halldór laxness

Sjónvarpsfrétt
Eðalvagn Nóbelsskáldins í allsherjar yfirhalningu
Ljóskremuð Jagúar-bifreið Halldórs Laxness er í allsherjar yfirhalningu. Nemendur við Borgarholtsskóla í Reykjavík eru í óða önn að pússa burtu ryð og sparsla í dældir.
Víðsjá
Hið andlega má ekki bara eftirláta hinum trúuðu
Elif Shafak, handhafi alþjóðlegra bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness, segir að trú án efasemda sé bara kredda og kreddur beri að varast. „Ég kann að meta dansinn milli trúarinnar og efasemdanna. Mér finnst það spennandi.“
Klassíkin okkar
Átakanlegur vitnisburður um örlög í sýndarmennsku
Lagið Hvert örstutt spor, eftir Jón Nordal úr Silfurtúnglinu eftir Halldór Laxness, er eftirlætis leikhúslag þjóðarinnar. „Þetta lag hefur lifað lengi með þjóðinni og ég held að stór partur af því sé einfaldleikinn, tærleikinn og svo treginn,“ segir Halldór Guðmundsson, rithöfundur.
Morgunútvarpið
Alltaf hægt að fela sig á bakvið tré eða annan ungling
Ásrún Magnúsdóttir dansari óskar eftir unglingum sem hafa áhuga á að taka þátt í ljóðagjörningi hennar í Öskjuhlíð í næsta mánuði. Gjörningurinn snýst um að fara með ljóðið Únglingurinn í skóginum eftir Halldór Laxness og ganga kyrjandi um skóginn.
RÚV 90
Dyravörður hjá víðvarpinu
Halldór Laxness átti fjarri því alltaf samleið með Ríkisútvarpinu og voru samskiptin á tíðum stirð. Halldór Guðmundsson, bókmenntafræðingur, fjallar um langt og snúið samband þjóðskáldsins við ríkismiðilinn.
01.12.2020 - 08:50
Allir lestrar Halldórs Laxness gerðir aðgengilegir
Í tilefni af 90 ára afmæli Ríkisútvarpsins verða allir lestrar Halldórs Laxness sem til eru í safni RÚV gerðir aðgengilegir almenningi.
30.11.2020 - 15:01
Byggjum réttlátt þjóðfélag
Svona söng Halldór Laxness Maístjörnuna sjálfur
AUÐUR og Ellen Kristjánsdóttir koma fram á dagskránni Byggjum rétt þjóðfélag sem fram fer í Hörpu og flytja ábreiðu af Maístjörnunni í tilefni dagsins. Lagið er þó ekki eftir Jón Ásgeirsson heldur er það rússneskt þjóðlag sem skáldið hafði í huga þegar ljóðið var samið.
01.05.2020 - 13:37
„Fólk var líka svo þakklátt að sjá Ingvar“
Upptaka frá geysivinsælli sýningu á Íslandsklukkunni verður á dagskrá RÚV 2 í kvöld. Benedikt Erlingsson var fyrir tíu árum fenginn til að leikstýra og vinna nýja leikgerð eftir bók Halldórs Laxness sem sett var upp í tilfefni af 60 ára afmæli Þjóðleikhússins.
Gagnrýni
Óendanlega heillandi í öllum sínum brestum og kostum
Gagnrýnendur Kiljunnar eru sammála um að HKL – Ástarsaga, bók Péturs Gunnarssonar um mótunarár Halldórs Laxness, sé stórskemmtileg lesning og Laxness heilli alltaf, þrátt fyrir kynstrin öll sem skrifað hefur verið um hann áður.
Vefþáttur
Pabbahelgar, Atómstöðin og Handrit í Lestarklefanum
Rætt um sjónvarpsþættina Pabbahelgar, leiksýnininguna Atómstöðina – endurlit í Þjóðleikhúsinu og myndlistarsýningu Leifs Ýmis Eyjólfssonar Handrit III í Listamönnum galleríi.
Gagnrýni
Fólkið þarf sinn Laxness
„Þessi uppsetning á Atómstöðinni í samtali við nútímann er um margt áhugaverð, kraftmikil og spennandi þó stundum sé nánast eins og leikstjórinn og höfundur leikgerðar hafi færst of mikið í fang,“ segir Brynhildur Björnsdóttir gagnrýnandi um sýninguna Atómstöðina – endurlit í Þjóðleikhúsinu.
Gagnrýni
Gamall og nýr Halldór
Leikgerð Halldórs Laxness Halldórssonar og Unu Þorleifsdóttur í Þjóðleikhúsinu, Atómstöðin – endurlit, er flott tilraun að mati Maríu Kristjánsdóttur gagnrýnanda. „Hnitmiðaðri hefði ádeilan kannski mátt vera, verkið ekki alveg svona langt en ég var þó ansi ánægð með þessa frumraun Halldórs Laxness Halldórssonar sem reynist ekki bara vera fyndinn.“
06.11.2019 - 11:21
Viðtal
Spenntur á taugum með skýra stefnu
Blaðamaður, leikari, útvarpsmaður, rappari, uppistandari, starfsmaður á auglýsingastofu, aðstoðarleikstjóri, handritshöfundur, ljóðskáld, dramatúrg, smiður og vínkaupmaður. Þetta eru störfin sem Halldór Laxness Halldórsson hefur sinnt gegnum tíðina. Í augnablikinu sinnir hann tveimur stórum verkefnum, gefur út sína fyrstu skáldsögu, Kokkál, og skrifar leikgerð nýrrar uppfærslu Atómstöðvarinnar í Þjóðleikhúsinu sem frumsýnd verður 1. nóvember.
Linsoðinn Laxness fyrir unga fólkið
Á dögunum komu skáldsögurnar Salka Valka og Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness út í nýjum útgáfum. Útgáfurnar eru ætlaðar framhaldsskólanemum, og eru með nútímastafsetningu og orðskýringum. Markmiðið er að gera þessi merku verk aðgengilegri fyrir unga lesendur.
13.09.2019 - 12:50
Viðtal
Fyrsta verk Nóbelsskáldsins sló skýran tón
Í ár er liðin öld frá því Halldór Laxness gaf út sína fyrstu skáldsögu. Haukur Ingvarsson, bókmenntafræðingur og rithöfundur, leiðir bókmenntagöngu um slóðir skáldsins, í tilefni þess.
20.06.2019 - 16:31
„Stórhættulegt náttúrubarn“
Fyrirsögnin er sótt í leikdóm Silju Aðalsteinsdóttur um útvarpsleikritið Dáið er allt án drauma sem er leikgerð skáldsögunnar Barn náttúrunnar eftir Halldór Laxness en bókin kom fyrst út árið 1919 og á því 100 ára afmæli um þessar mundir. Barn náttúrunnar er fyrsta skáldsaga höfundar og þar með upphafið að hans mikla höfundarverki en Halldór var aðeins 16 ára þegar bókin kom út.
26.04.2019 - 10:10
Alþjóðleg verðlaun kennd við Halldór Laxness
Nýjum alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum sem kennd eru við Halldór Laxness hefur verið komið á fót. Verðlaunin verða veitt virtum erlendum rithöfundum og afhent á Bókmenntahátíð í Reykjavík.
Hefja viðræður um byggingu Laxnessseturs
Samþykkt var á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag að hefja viðræður við eigendur Jónstóttar, húss sem stendur vestan Gljúfrasteins og Köldukvíslar, með það að markmiði að þar verði í framtíðinni byggt upp Laxnesssetur. Starfshópur, sem skipaður var í árslok 2016 og fylgdi eftir ályktun Alþingis um uppbyggingu Laxnesssetur að Gljúfrasteini í Mosfellsdal, taldi heppilegast að byggja setrið upp í áföngum á grunni hússins.
13.08.2018 - 17:10
Gagnrýni
Mjög þörf útgáfa á ritgerðum Laxness
Út er komin bókin Landkostir, sem hefur að geyma úrval greina eftir Halldór Laxness um sambúð lands og þjóðar milli áranna 1927 og 1984. Gagnrýnendur kiljunnar segja safnið skemmtilegt aflestrar og tali með beinum hætti inn í samtíma okkar.
Konur í ofbeldisfullri karlaveröld
„Þannig er sagt í upphafi: Þessi sýning fjallar ekki um þroskasögu Sölku heldur um konur í ofbeldisfullri karlaveröld, hvernig þær elska, lifa og deyja,“ er meðal þess sem leikhúsrýnir Víðsjár hefur að segja um Sölku Völku, jólasýningu Borgarleikhússins.