Færslur: Halldór Gylfason

Síðdegisútvarpið
Börn eru miskunnarlausir gagnrýnendur
Þau Halldór Gylfason og Katla Margrét Þorgeirsdóttir leika nú í nýrri uppfærslu á söngleiknum Gosa í Borgarleikhúsinu. Þau segja boðskapinn í Gosa alltaf eiga erindi við okkur enda sé sagan frábær og höfðar til breiðs hóps.
27.02.2020 - 15:15
Dóri Gylfa og Ceres 4 slá upp veislu í Ölveri
„Þetta er eigin músík sem ég er búinn að vera að semja í gegnum tíðina. Með hljómsveit og alles, það er bara partý í kvöld hérna,“ segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Halldór Gylfason sem kemur fram á sportbarnum Ölveri í kvöld.
15.11.2019 - 17:35
Ódýrir brandarar og úrelt efni
Leikhúsrýnir Víðsjár telur sýninguna Úti að aka hafa verið setta upp af fagmennsku á stóra sviði Borgarleikhússins og leikurinn í henni sé afar góður. Hins vegar setur hún stórt spurningarmerki við verkið sjálft sem hún telur passa illa inn í samtímann og uppfullt af ódýrum bröndurum á kostnað kvenna og minnihlutahópa. Það sé nauðsynlegt „að gera greinarmun á því sem er fyndið og síðan því sem einfaldlega má henda í ruslið með stimplinum úrelt efni.“
Vel útfærður farsi byggður á gamaldags efnivið
Það er ekki hægt að kvarta yfir hægri framvindu í farsanum Úti að aka, sem sýndur er á fjölum Borgarleikhússins í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, segja gagnrýnendurnir Hlín Agnarsdóttir og Snæbjörn Brynjarsson.